Ölfus

Fréttamynd

Veiddi 34 punda lax við Tannastaði

„Þetta er lang, langstærsti lax, sem ég hef fengið en ég veiddi hann á flugu, sem heitir „Black chost" við Tannastaði undir Ingólfsfjalli í gær. Hann hefur verið 32 til 34 pund en ég sleppti honum strax,” segir Grímur Arnarson, veiðimaður búsettur á Selfossi.

Veiði
Fréttamynd

Lækum ekki bruna­út­sölu á „læk“

Salan á verksmiðju Icelandic Water Hold­ings í nágrenni Þorlákshafnar er sorglegt dæmi um sofandahátt okkar Íslendinga og nýlenduhegðun. Í dag var tilkynnt að salan dragist um a.m.k. viku, án nánari útskýringa. Vonandi munu þessi vafasömu viðskipti tefjast um meira en viku - og aldrei verða. Við Íslendingar höfum alltaf haldið bláeyg að vatnið okkar sé gefins - og að það sé óþrjótandi.

Skoðun
Fréttamynd

Fljúgandi furðuhlutur í Grímsnesi

Einkennilegt myndband náðist með dyrabjöllumyndavél í sumarbústað í Grímsnesi. Eigandinn segist hafa rætt við ýmsa fræðimenn sem botna ekkert í fljúgandi furðuhlut sem sést á myndbandinu.

Lífið
Fréttamynd

Ekki sé verið að selja vatnið heldur einn læk

Bæjarstjóri Ölfuss segir að sala á hlutabréfum í fyrirtækinu Icelandic Water Holdings til erlendra fjárfesta þýði ekki að verið sé að selja vatnið með greini úr landi. Slíkar fullyrðingar séu eins og að kalla ferðamann landeiganda því hann kaupir minjagrip úr hrauni.

Innlent
Fréttamynd

Ölfusið ljómað regn­boga­litunum

Frelsið er yndislegt. Frelsið til að fylgja eigin hjarta, frelsið til að ráða sér sjálfur, frelsið til að fylgja eigin kynhneigð, frelsið til að elska. Hinsegin dagar, sem hófust í morgun, eru áminning til okkar allra að taka ekki frelsinu sem sjálfsögðu.

Skoðun
Fréttamynd

Alvarlegt bílslys í Þrengslum

Alvarlegt umferðarslys varð í Þrengslunum á Suðurlandi á níunda tímanum í dag. Einn hefur verið fluttur slasaður á bráðamóttöku í Reykjavík.

Innlent
Fréttamynd

Fólk megi búast við þungri umferð á Suðurlandi í dag

Aðstoðaryfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir líklegt að þung umferð verði í umdæminu í dag en um helgina fóru þar fram tvær stórar bæjarhátíðir, Kótelettan og Goslokahátíð. Hann mælir með því að fólk gefi sér góðan tíma. 

Innlent
Fréttamynd

Vilja reisa vindorku­garða við Hellis­heiði

Orkuveita Reykjavíkur (OR) er búin að leggja fram beiðni til Orkustofnunar vegna þriggja vindorkukosta, tveir í Ölfusi en einn við Lyklafell í Mosfellsbæ. Þegar er búið að kynna hlutðeigandi bæjar- og sveitarstjórum fyrir þeim kostum sem eru til skoðunar.

Innlent
Fréttamynd

Fram­kvæmdir hefjast við nýja flutningsæð við Hellis­heiðar­virkjun

Framkvæmdir eru að hefjast við nýja 4.450 metra langa flutningsæð fyrir gufu frá Hverahlíð til Hellisheiðarvirkjunar í Sveitarfélaginu Ölfusi. Markmiðið er að nýta fyrirliggjandi borholur við Hverahlíð til að afla uppbótargufu og skiljuvatns til rafmagns- og hitaveituframleiðslu fyrir Hellisheiðarvirkjun.

Innlent
Fréttamynd

Getur ekki sótt þá slitnu skóla­starf­semi sem er í boði vegna verk­falla

Verkföll BSRB hófust að fullum þunga í tíu sveitarfélögum í dag. Samtal er í gangi milli samningsaðila þó ekki hafi veirð formlega fundað í tæpar tvær vikur. Foreldri fatlaðs barns í Ölfus segir verkföllin hafa mikil áhrif en óvíst er hvort foreldrar fái veikindafrí, þurfi að taka út sumarfrí eða verði launalausir til að vera heima með börnunum.

Innlent
Fréttamynd

Hætta skapist ef jarð­hitinn færist nær

Aukin jarðhitavirkni hefur mælst að undanförnu undir hringveginum í Hveradalabrekku, við Skíðaskálann í Hveradölum. Um sjötíu gráðu hiti er í holum sem boraðar voru í grennd við veginn en ennþá er eðlilegur hiti í malbikinu sjálfu.

Innlent
Fréttamynd

Samninga­fundi slitið og stefnir í verk­föll

Samninga­fundi BSRB og Sam­bandi ís­lenskra sveitar­fé­laga sem hófst klukkan 13:00 hefur verið slitið. For­maður BSRB segir fundinn engu hafa skilað. Verk­föll hefjast því að ó­breyttu á mánu­dag.

Innlent
Fréttamynd

Rýkur úr hring­veginum í Hvera­dals­brekku

Vegfarendum er talin engin hætta búin af aukinni jarðhitavirkni sem mælist nú undir hringveginum í Hveradalabrekku við Skíðaskálann í Hveradölum. Rannsóknir sýna að hiti neðst í vegfláum er 86 gráður rétt undir yfirborðinu.

Innlent