Sleppum brúnni og förum betri leið framhjá Selfossi Elliði Vignisson skrifar 4. október 2024 11:16 Nýrri brú yfir Ölfusá, norðan við Selfoss, er ætlað að létta af umferð gegnum bæinn. En það er til önnur leið yfir Ölfusá til að komast framhjá. Hún liggur um Þrengslin og Eyrarbakkaveg. Með því að bæta veginn um Þrengsli og sveigja Eyrarbakkaveg suður fyrir Selfoss verður til greiðfær leið sem gerir nýja brú yfir Ölfusá óþarfa. Kostnaðurinn við vegabæturnar verður aldrei nema brot af verðmiða brúarinnar. Til mikils er að vinna. Ekki aðeins sparast gríðarlegir fjármunir með því að hætta við brúarsmíðina, heldur þarf hvort sem er að bæta Þrengslaveg til muna. Hann er of mjór og í raun hættulegur miðað við þá vaxandi umferð sem um hann fer vegna aukinna umsvifa í Þorlákshöfn. Þá mun bættur vegur um Þrengsli aðskilja þann hluta umferðarinnar sem er á leið austur fyrir Selfoss frá þeim hluta sem er á leið í Hveragerði, Selfoss eða uppsveitir Suðurlands með auknu öryggi og aðgengi. Betri leið að öllu leyti Þrengslin eru að öllu leyti betra vegstæði en Hellisheiðin. Þau eru mest í 288 metra hæð yfir sjávarmáli meðan Hellisheiðin fer í 374 metra og lokast oft vegna ófærðar. Veðuraðstæður í Þrengslum eru miklu betri og sætir undantekningu að vegurinn þar loki vegna ófærðar. Vetrarviðhald er langtum auðveldara. Með því að breikka veginn, setja klifurakrein á einu brekkuna, framúrakstursreinar (2+1) og lýsingu væri kominn fyrsta flokks og greiðfær akvegur. Ekki þarf að fjölyrða um þau einstöku akstursskilyrði sem eru á láglendinu á Eyrarbakkavegi, fjærri fjöllum og sviptivindum. Tvíbreið brúin yfir ósa Ölfusár getur annað mikilli umferð. Hið eina sem þarf til er að leggja um 15 km langan nýjan kafla fyrir sunnan Selfoss til að tengja Eyrarbakkaveg inn á Suðurlandsveginn. Á góðum degi tæki minna en 5 mínútur að fara þessa leið frekar en yfir Hellisheiði og gegnum Selfoss. Á móti kemur svo gríðalegur fjárhagslegur sparnaður og stórlega aukið umferðaöryggi. Ætli það skipti stjórnmálafólk máli? Mikilvægt fyrir Þorlákshöfn, mikilvægt fyrir hagkerfi landsins Fyrir Þorlákshöfn eru úrbætur á Þrengslaveginum afar brýnar, óháð öðru. Þorlákshöfn er eitt helsta verðmætasköpunarsvæði Íslands. Sú staða mun styrkjast á næstu árum og vara næstu áratugi. Á næstu 5 til 7 árum er stefnt að fjárfestingum hér fyrir um 500 milljarða króna. Öllum má ljóst vera að slíkur uppgangur er ekki staðbundinn heldur skilar sé beint í öflugra hagkerfi í landinu öllu. Greiðar og öruggar samgöngur eru lífsnauðsyn til að það gangi upp sem skyldi. Í Þorlákshöfn og reyndar Ölfusi öllu eru miklir vaxtarmöguleikar og með bættum samgöngum færist sveitarfélagið nær jaðri höfuðborgarsvæðisins. Flugvöllur á suðurlandi Fyrir löngu er ljóst að umræða um flugvöll í Hvassahrauni er í besta falli til þess eins að tefja vitræna umræðu um það mikilvæga mál. Reykjanesið verður að mati vísindamanna virkt eldsumbrotasvæði næstu áratugi og jafnvel árhundruð. Lengi hefur verið rætt um möguleika þess að staðsetja nýjan flugvöll hér austan við höfuðborgina. Nýr vegur um Þrengsli opna á möguleika þess að byggja nýjan flugvöll sunnan við Selfoss. Sú staðsetning er í stuttri akstursfjarlægð frá Leifsstöð, en samt á öðru veðurfars- og náttúruvársvæði. Þaðan væru fyrirtaks samgöngutengingar við aðalþéttbýlið á suðvestur horninu um Þrengslaveg sem er snjóléttur og öruggur. Tækifærin sem tengjast því að vera með alþjóðaflugvöll og eina helstu útflutningshöfn landsins steinsnar hvort frá öðru eru ómæld. Leiðin sem lögð var til fyrir 79 árum Hugmynd sú sem hér er rædd er ekki ný af nálinni. Ítrekað hefur verið bent á hversu mjög Þrengslin eru öryggara og betra vegstæði. Í mars 1944 samþykkti Alþingi að fela fimm manna nefnd að koma með tillögur um hagkvæmustu og öruggustu samgöngur milli Reykjavíkur og Suðurlandsundirlendis. Rúmlega ári síðar sendi nefndin samgöngumálaráðherra ítarlegt álit og sagði að leiðin um Þrengslin væri best. Sú leið tryggði meira öryggi í vetrarsamgöngum og þar væru færri brekkur. Lagði nefndin til að fullkomnar endurbætur yrðu gerðar á veginum. Segja má að nú sé komið að því að fara eftir þessum vel rökstuddu tæplega áttatíuara gömlu tillögum. Höfundur er bæjarstjóri Ölfuss. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elliði Vignisson Samgöngur Ölfus Árborg Ný Ölfusárbrú Vegagerð Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Sjá meira
Nýrri brú yfir Ölfusá, norðan við Selfoss, er ætlað að létta af umferð gegnum bæinn. En það er til önnur leið yfir Ölfusá til að komast framhjá. Hún liggur um Þrengslin og Eyrarbakkaveg. Með því að bæta veginn um Þrengsli og sveigja Eyrarbakkaveg suður fyrir Selfoss verður til greiðfær leið sem gerir nýja brú yfir Ölfusá óþarfa. Kostnaðurinn við vegabæturnar verður aldrei nema brot af verðmiða brúarinnar. Til mikils er að vinna. Ekki aðeins sparast gríðarlegir fjármunir með því að hætta við brúarsmíðina, heldur þarf hvort sem er að bæta Þrengslaveg til muna. Hann er of mjór og í raun hættulegur miðað við þá vaxandi umferð sem um hann fer vegna aukinna umsvifa í Þorlákshöfn. Þá mun bættur vegur um Þrengsli aðskilja þann hluta umferðarinnar sem er á leið austur fyrir Selfoss frá þeim hluta sem er á leið í Hveragerði, Selfoss eða uppsveitir Suðurlands með auknu öryggi og aðgengi. Betri leið að öllu leyti Þrengslin eru að öllu leyti betra vegstæði en Hellisheiðin. Þau eru mest í 288 metra hæð yfir sjávarmáli meðan Hellisheiðin fer í 374 metra og lokast oft vegna ófærðar. Veðuraðstæður í Þrengslum eru miklu betri og sætir undantekningu að vegurinn þar loki vegna ófærðar. Vetrarviðhald er langtum auðveldara. Með því að breikka veginn, setja klifurakrein á einu brekkuna, framúrakstursreinar (2+1) og lýsingu væri kominn fyrsta flokks og greiðfær akvegur. Ekki þarf að fjölyrða um þau einstöku akstursskilyrði sem eru á láglendinu á Eyrarbakkavegi, fjærri fjöllum og sviptivindum. Tvíbreið brúin yfir ósa Ölfusár getur annað mikilli umferð. Hið eina sem þarf til er að leggja um 15 km langan nýjan kafla fyrir sunnan Selfoss til að tengja Eyrarbakkaveg inn á Suðurlandsveginn. Á góðum degi tæki minna en 5 mínútur að fara þessa leið frekar en yfir Hellisheiði og gegnum Selfoss. Á móti kemur svo gríðalegur fjárhagslegur sparnaður og stórlega aukið umferðaöryggi. Ætli það skipti stjórnmálafólk máli? Mikilvægt fyrir Þorlákshöfn, mikilvægt fyrir hagkerfi landsins Fyrir Þorlákshöfn eru úrbætur á Þrengslaveginum afar brýnar, óháð öðru. Þorlákshöfn er eitt helsta verðmætasköpunarsvæði Íslands. Sú staða mun styrkjast á næstu árum og vara næstu áratugi. Á næstu 5 til 7 árum er stefnt að fjárfestingum hér fyrir um 500 milljarða króna. Öllum má ljóst vera að slíkur uppgangur er ekki staðbundinn heldur skilar sé beint í öflugra hagkerfi í landinu öllu. Greiðar og öruggar samgöngur eru lífsnauðsyn til að það gangi upp sem skyldi. Í Þorlákshöfn og reyndar Ölfusi öllu eru miklir vaxtarmöguleikar og með bættum samgöngum færist sveitarfélagið nær jaðri höfuðborgarsvæðisins. Flugvöllur á suðurlandi Fyrir löngu er ljóst að umræða um flugvöll í Hvassahrauni er í besta falli til þess eins að tefja vitræna umræðu um það mikilvæga mál. Reykjanesið verður að mati vísindamanna virkt eldsumbrotasvæði næstu áratugi og jafnvel árhundruð. Lengi hefur verið rætt um möguleika þess að staðsetja nýjan flugvöll hér austan við höfuðborgina. Nýr vegur um Þrengsli opna á möguleika þess að byggja nýjan flugvöll sunnan við Selfoss. Sú staðsetning er í stuttri akstursfjarlægð frá Leifsstöð, en samt á öðru veðurfars- og náttúruvársvæði. Þaðan væru fyrirtaks samgöngutengingar við aðalþéttbýlið á suðvestur horninu um Þrengslaveg sem er snjóléttur og öruggur. Tækifærin sem tengjast því að vera með alþjóðaflugvöll og eina helstu útflutningshöfn landsins steinsnar hvort frá öðru eru ómæld. Leiðin sem lögð var til fyrir 79 árum Hugmynd sú sem hér er rædd er ekki ný af nálinni. Ítrekað hefur verið bent á hversu mjög Þrengslin eru öryggara og betra vegstæði. Í mars 1944 samþykkti Alþingi að fela fimm manna nefnd að koma með tillögur um hagkvæmustu og öruggustu samgöngur milli Reykjavíkur og Suðurlandsundirlendis. Rúmlega ári síðar sendi nefndin samgöngumálaráðherra ítarlegt álit og sagði að leiðin um Þrengslin væri best. Sú leið tryggði meira öryggi í vetrarsamgöngum og þar væru færri brekkur. Lagði nefndin til að fullkomnar endurbætur yrðu gerðar á veginum. Segja má að nú sé komið að því að fara eftir þessum vel rökstuddu tæplega áttatíuara gömlu tillögum. Höfundur er bæjarstjóri Ölfuss.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun