Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir, Halldóra Sigríður Sveinsdóttir og Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifa 25. nóvember 2024 14:32 Við, íbúar í Ölfusi, stöndum á tímamótum þessi misserin. Okkur gefst nú kostur á að kjósa um hvort við viljum bjóða hingað umdeildum þýskum sementsrisa sem verður án efa stefnumótandi ákvörðun í atvinnumálum sveitarfélagsins. Umræðan í kringum málið hefur verið lífleg og augljóst að mikið liggur við enda er um að ræða starfsemi sem mun hafa áhrif á lífsgæði, náttúru og umhverfi okkar til framtíðar. Það hefur verið með ólíkindum að fylgjast með aðdraganda fyrirhugaðrar íbúakosningar um verkefnið. Boðað hefur verið til íbúakosningar frá 25. nóvember til 9. desember, án þess að áhrif grjótmölunar á nærliggjandi starfsemi liggi fyrir, þó að sú ástæða hafi verið gefin fyrir frestum íbúakosningar í vor. Kynning verkefnisins hefur að mestu verið í höndum fyrirtækisins sjálfs, sem vart getur talist hlutlaust, en meirihluti bæjarstjórnar ekki talið það í sínum verkahring að taka þátt í kynningu máls eða miðlun upplýsinga til bæjarbúa er varðar verkefnið, kosti þess og galla. Það er að mati undirritaðra með ólíkindum að bæjarstjóri og meirihluti bæjarstjórnar telji það ekki í sínum verkahring að standa vörð um hagsmuni íbúa með því að miðla upplýsingum um ólíkar hliðar á svo stóru verkefni, því stærsta sem sóst hefur eftir að koma hingað. Sér í lagi í ljósi þess að þeir sérfræðingar sem fjallað hafa um áformin auk forsvarsmanna nærliggjandi landeldis hafa af því stórar áhyggjur. En þar með er ekki öll sagan sögð. Í öllu þessu ferli hefur sá bæjarfulltrúi sem hvað mest hefur látið sig málið varða, lagt sig fram um að miðla upplýsingum frá sérfræðingum, gagnrýna og upplýsa íbúa, mátt þola linnulausar árásir, tilraunir til þöggunar og svívirðingar. Nýjast dæmið átti sér stað á íbúafundi nýverið þar sem örvæntingarfullur karl, sem kominn var út í horn, sá sig knúinn til að hreinlega segja henni að þegja. Þessi framkoma var ekki ósvipuð þeirri sem ákveðnir fulltrúar meirihluta, auk bæjarstjóra, hafa tamið sér gagnvart umræddum bæjarfulltrúa minnihlutans allt þetta kjörtímabil. Umræddur bæjarfulltrúi hefur það eitt sér til saka unnið að gera það sem hún var lýðræðislega kjörin til að gera, að standa vörð um hagsmuni íbúa af hugsjón og eftir sinni bestu sannfæringu. Það er okkur sem hér skrifum til efs að karl hefði hlotið sömu meðferð og þá sem hún hefur mátt þola allt þetta kjörtímabil. Meirihluta bæjarstjórnar hefur verið tíðrætt um „að vanda umræðuna“ og „bera virðingu“. Við getum tekið undir það og þætti óskandi að hljóð og mynd færu saman hjá bæjarstjóra og meirihlutanum hvað það varðar. Margur heldur mig sig og það hefur verið kómískt á köflum að sjá menn stilla sér upp í hlutverki fórnarlambs, þá sömu og staðið hafa í sameiginlegum og linnulausum árásum á eina konu. Að endingu viljum við, undirritaðar, þakka Ásu Berglindi fyrir fyrir ómetanlegt starf í þágu okkar íbúa og fyrir þá umræðu sem hún hefur stuðlað að í aðdraganda stærstu ákvörðunar sem við höfum þurft að taka fyrir sveitarfélagið okkar. Við göngum upplýstari og undirbúnari til kosninga fyrir vikið. Höfundar eru íbúar í Ölfusi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ölfus Deilur um iðnað í Ölfusi Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Skoðun Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Við, íbúar í Ölfusi, stöndum á tímamótum þessi misserin. Okkur gefst nú kostur á að kjósa um hvort við viljum bjóða hingað umdeildum þýskum sementsrisa sem verður án efa stefnumótandi ákvörðun í atvinnumálum sveitarfélagsins. Umræðan í kringum málið hefur verið lífleg og augljóst að mikið liggur við enda er um að ræða starfsemi sem mun hafa áhrif á lífsgæði, náttúru og umhverfi okkar til framtíðar. Það hefur verið með ólíkindum að fylgjast með aðdraganda fyrirhugaðrar íbúakosningar um verkefnið. Boðað hefur verið til íbúakosningar frá 25. nóvember til 9. desember, án þess að áhrif grjótmölunar á nærliggjandi starfsemi liggi fyrir, þó að sú ástæða hafi verið gefin fyrir frestum íbúakosningar í vor. Kynning verkefnisins hefur að mestu verið í höndum fyrirtækisins sjálfs, sem vart getur talist hlutlaust, en meirihluti bæjarstjórnar ekki talið það í sínum verkahring að taka þátt í kynningu máls eða miðlun upplýsinga til bæjarbúa er varðar verkefnið, kosti þess og galla. Það er að mati undirritaðra með ólíkindum að bæjarstjóri og meirihluti bæjarstjórnar telji það ekki í sínum verkahring að standa vörð um hagsmuni íbúa með því að miðla upplýsingum um ólíkar hliðar á svo stóru verkefni, því stærsta sem sóst hefur eftir að koma hingað. Sér í lagi í ljósi þess að þeir sérfræðingar sem fjallað hafa um áformin auk forsvarsmanna nærliggjandi landeldis hafa af því stórar áhyggjur. En þar með er ekki öll sagan sögð. Í öllu þessu ferli hefur sá bæjarfulltrúi sem hvað mest hefur látið sig málið varða, lagt sig fram um að miðla upplýsingum frá sérfræðingum, gagnrýna og upplýsa íbúa, mátt þola linnulausar árásir, tilraunir til þöggunar og svívirðingar. Nýjast dæmið átti sér stað á íbúafundi nýverið þar sem örvæntingarfullur karl, sem kominn var út í horn, sá sig knúinn til að hreinlega segja henni að þegja. Þessi framkoma var ekki ósvipuð þeirri sem ákveðnir fulltrúar meirihluta, auk bæjarstjóra, hafa tamið sér gagnvart umræddum bæjarfulltrúa minnihlutans allt þetta kjörtímabil. Umræddur bæjarfulltrúi hefur það eitt sér til saka unnið að gera það sem hún var lýðræðislega kjörin til að gera, að standa vörð um hagsmuni íbúa af hugsjón og eftir sinni bestu sannfæringu. Það er okkur sem hér skrifum til efs að karl hefði hlotið sömu meðferð og þá sem hún hefur mátt þola allt þetta kjörtímabil. Meirihluta bæjarstjórnar hefur verið tíðrætt um „að vanda umræðuna“ og „bera virðingu“. Við getum tekið undir það og þætti óskandi að hljóð og mynd færu saman hjá bæjarstjóra og meirihlutanum hvað það varðar. Margur heldur mig sig og það hefur verið kómískt á köflum að sjá menn stilla sér upp í hlutverki fórnarlambs, þá sömu og staðið hafa í sameiginlegum og linnulausum árásum á eina konu. Að endingu viljum við, undirritaðar, þakka Ásu Berglindi fyrir fyrir ómetanlegt starf í þágu okkar íbúa og fyrir þá umræðu sem hún hefur stuðlað að í aðdraganda stærstu ákvörðunar sem við höfum þurft að taka fyrir sveitarfélagið okkar. Við göngum upplýstari og undirbúnari til kosninga fyrir vikið. Höfundar eru íbúar í Ölfusi.
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun