Árborg

Fréttamynd

Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gull­fiskum

Davíð Lúther Sigurðarson, framkvæmdastjóri veitinga- og afþreyingastaðarins Oche, og Linda Björk Hilmarsdóttir, markþjálfi og verslunareigandi, hafa sett sælureitinn sinn við Tjarnabyggð á Selfossi á sölu. Ásett verð er 117, 9 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Ein sleppur en mæðgurnar skulda tugi milljóna

Dómur í umfangsmiklu skattalagabrotamáli á hendur þremur konum gekk í gær. Ein þeirra gat sýnt fram á að himinháar greiðslur frá spænskum auðjöfri hafi getað verið lán og var því sýknuð. Mæðgur gátu það hins vegar ekki og voru sektaðar um á sjönda tug milljóna.

Innlent
Fréttamynd

Fyrsta skóflu­stunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna

Ein stærsta fréttin frá lokadegi Alþingis í dag er að smíði nýrrar Ölfusárbrúar var tryggð, verkefni sem áætlað er að kosti 17,9 milljarða króna. Skrifað verður undir verksamning á miðvikudag og drifið í að taka fyrstu skóflustungu, þótt enn eigi eftir að hanna brúna og langt sé í upphaf jarðsvegsvinnu.

Innlent
Fréttamynd

Ný Ölfus­ár­brú – af hverju svona brú?

Fáir efast um mikilvægi þess að byggja nýja brú yfir Ölfusá, vegna vaxandi umferðar og umferðartafa í gegnum Selfoss en ekki síður vegna ástands núverandi brúar sem orðin er tæplega 80 ára gömul og ekki hönnuð fyrir það umferðarálag sem á henni er nú.

Skoðun
Fréttamynd

Hrafnar opna lokaðan póst­kassa eins og ekkert sé

Nokkrir hrafnar hafa gert sér að leik að opna póstkassa á sveitabæ í Árborg og tekið öll gluggaumslögin í kassanum og rifið þau niður eða farið með þau eitthvað í burtu. Þeir neita þó að borga reikningana í umslögunum.

Innlent
Fréttamynd

Ekki púað á Snorra

Ein mest lesna frétt fréttavefsins Mannlífs um þessar mundir er undir fyrirsögninni „Púað á Snorra“. Eitthvað er það málum blandið og við ritun og birtingu fréttarinnar gerði Reynir Traustason ritstjóri þau örmu mistök að upplýsa um heimildarmann sinn – í ógáti.

Innlent
Fréttamynd

Sterkar systur á Sel­fossi keppa á heims­meistara­móti

Þrjár systur á Selfossi slá ekki slöku við þessa dagana því þær eru að æfa sig á fullum krafti fyrir heimsmeistaramót í kraftlyftingum þar sem þær munu keppa fyrir Íslands hönd. Mamma þeirra er dugleg að fylgja þeim á æfingar og hvetja þær áfram.

Innlent
Fréttamynd

Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suður­lands

Um eitt þúsund og fimm hundruð manns sækja símenntun hjá Fræðsluneti Suðurlands á hverju ári en helmingur af þátttakendum eru erlendir íbúar búsettir á Suðurlandi. Fræðslunetið, sem fagnar nú tuttugu og fimm ára afmæli er með um sextíu kennara á sínum snærum.

Innlent
Fréttamynd

Verk­fall kennara skollið á

Kennarar í níu skólum víða um land hafa nú lagt niður störf. Um er að ræða fjóra leikskóla, þrjá grunnskóla, einn framhaldsskóla og einn tónlistarskóla. Búið er að samþykkja verkföll í fjórum skólum til viðbótar sem hefjast í nóvember.

Innlent
Fréttamynd

Flautað á dúfurnar á Eyrar­bakka og þær koma heim

Dúfur og aftur dúfur er það sem lífið snýst meira og minna um hjá íbúa á Eyrarbakka, sem eyðir ófáum stundum á hverjum degi við að sinna fuglunum sínum enda unnið til óteljandi verðlauna með dúfurnar sínar. Dómaraflauta kemur við sögu í dúfnaræktuninni.

Lífið
Fréttamynd

Bændur eru skilvísir með greiðslu lána sinna

Bændur geta nú fengið 90% lán hjá Byggðastofnun og hefur það gert ungu fólki kleyft að hefja búskap. Á þessu ári er búið að samþykkja ellefu slík lán vegna kynslóðaskipta í sveitum landsins. Forstjóri Byggðastofnunar segir bændur mjög skilvísa lánveitendur.

Innlent
Fréttamynd

Á­rekstur á Eyrarbakkavegi

Tveggja bíla árekstur varð á Eyrarbakkavegi í Árnessýslu um hálfþrjúleytið í dag. Svo virðist sem engin alvarleg slys hafi orðið á fólki.

Innlent
Fréttamynd

Flug­völlur í Hvassa­hrauni eða Ár­borg?

Staðsetning nýs flugvallar hefur lengi verið í umræðunni. Þar hafa nokkur svæði verið nefnd sem álitlegir kostir til að þjóna innanlandsflugi, alþjóðaflugi, vöruflutningum og sem varaflugvöllur fyrir Keflavík. 

Skoðun
Fréttamynd

Nóg af heitu vatni á Sel­fossi

Selfyssingar hafa dottið í lukkupottinn þegar heitt vatn er annars vegar því mikið af heitu vatni hefur verið að finnast í nokkrum borholum í bæjarfélaginu. Vatnið kemur sér einstaklega vel þar sem íbúum fjölgar mjög hratt á Selfossi.

Innlent