Árborg

Fréttamynd

Hætta rann­sókn á mútu­­málinu á Sel­­fossi

Héraðssaksóknari hefur hætt rannsókn á meintu mútubroti þar sem einn eigenda Sigtúns þróunarfélags var sakaður um að hafa boðið kjörnum bæjarfulltrúa í Árborg fjárhagslega aðstoð í næstu kosningum gegn því að hann myndi stuðla að því að sveitarfélagið félli frá kaupum á húsi Landsbankans á Selfossi árið 2020.

Innlent
Fréttamynd

Vísar orðum Jóns um nýja Ölfus­ár­brú á bug

Framkvæmdastjóri hjá Vegagerðinni vísar gagnrýni fyrrverandi Samgönguráðherra á fyrirhugaða Ölfusársbrú á bug, og segir Vegagerðina í stellingum til að hefja verkið. Boltinn sé nú hjá ráðherrum ríkisstjórnarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Höfum ekki efni á svona stór­karla­legri Ölfus­ár­brú

Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi samgönguráðherra, segir nýja Ölfusárbrú allt of dýra í þeirri mynd sem hún er áformuð og fullyrðir að hægt sé að smíða einfaldari brú á mun skemmri tíma fyrir þriðjung af kostnaðinum.

Innlent
Fréttamynd

Bæjar­stjórinn óttast ekki fólks­flótta úr Ár­borg

Bæjarstjóri Árborgar óttast ekki flótta úr sveitarfélaginu eftir að samþykkt var að hækka útsvar á íbúa tímabundið, sem mun skila sveitarfélaginu um einum milljarði króna í tekjur. Eftir að meirihluti Sjálfstæðismanna tók við völdum í Árborg 2022 hefur stöðugildum hjá sveitarfélaginu verið fækkað um eitt hundrað, sem hluti af aðhaldsaðgerðum bæjaryfirvalda.

Innlent
Fréttamynd

Af hverju þetta tíma­bundna á­lag á útsvarið?

Umræða um fjárhagsstöðu Sveitarfélagsins Árborgar hefur verið áberandi á kjörtímabilinu og aukist mjög - síðustu daga. Álagið sem hefur þurft að setja á útsvar íbúa Árborgar hefur verið kynnt og eðlilega er enginn ánægður með slíkan auka reikning. 

Skoðun
Fréttamynd

Um 100 þúsund fjár slátrað á Sel­fossi

Um hundrað og tíu erlendir starfsmenn komu sérstaklega til landsins til að vinna í sláturtíðinni hjá SS á Selfossi, margir vanir slátrar og fólk, sem hefur komið oft áður til að vinna í sláturtíðinni. Um hundrað þúsund fjár verður slátrað nú í haust í sláturhúsinu.

Innlent
Fréttamynd

Út­svars­aukningin að­eins hugsuð til tveggja ára

Sveitarfélagið Árborg vekur athygli íbúa sinna á því að álag var sett á útsvar í upphafi þessa árs. Íbúar eru hvattir til að hafa þetta í huga þegar þeir skipuleggja fjármál sín næsta árið. Ítrekað er að útsvarsaukningin er „aðeins hugsuð til að hámarki tveggja ára“.

Innlent
Fréttamynd

Hart tekist á um neta­veiði í Ölfus­á

Þeir sem bera hag Norður-Atlantshafslaxins fyrir brjósti biðla nú til þeirra sem enn stunda netaveiði í Ölfusá að hlífa því sem eftir lifir stofns í stærsta ferskvatnakerfi í Evrópu. Þeir segja þetta ljótan blett á orðspori Íslands og laxinn sé í útrýmingarhættu. Sveitin er klofin. Jörundur Gauksson lögmaður, formaður í Veiðifélagi Árnessýslu, stendur hins vegar fastur fyrir og á sínu.

Innlent
Fréttamynd

Ein öflugasta hraðhleðslustöð landsins opnuð á Sel­fossi

Ein öflugasta hraðhleðslustöð landsins hefur verið opnuð á Selfossi en þar geta tuttugu og sex bílar af öllum stærðum og gerðum hlaðið í einu allan sólarhringinn. Það er hópferðafyrirtæki Guðmundar Tyrfingssonar, sem á heiðurinn af hleðslustöðinni með samstarfsaðilum sínum.

Innlent
Fréttamynd

Hinn grunaði í Selfossmálinu er látinn

Karlmaður á þrítugsaldri sem grunaður var um að hafa orðið Sofiu Sarmite Kolsenikovu að bana á Selfossi í apríl í fyrra lést í vikunni. Rannsókn málsins verður lokið þrátt fyrir að ljóst sé að ákæra verði ekki gefin út í því.

Innlent
Fréttamynd

Nýtt fimleikahús óskast á Sel­fossi

Yfirþjálfari fimleikadeildarinnar á Selfossi skorar á bæjaryfirvöld í Árborg að byggja nýtt fimleikahús þar sem núverandi hús sé orðið allt of lítið og lélegt fyrir deildina. Níu stelpur úr fimleikunum er á leiðinni til Azerbaijan til að taka þátt í Evrópumótinu í hópfimleikum.

Innlent
Fréttamynd

Stefnan er skýr - höldum ó­trauð á­fram

Í stóru samfélagi er að mörgu að hyggja. Það veldur óneitanlega áhyggjum þegar fréttir af auknum vopnaburði og ofbeldi barna koma í fjölmiðlum. Við þurfum öll að bregðast við með yfirveguðum hætti með það að markmiði að gera samfélagið okkar öruggara.

Skoðun
Fréttamynd

Sakaður um kynferðisáreitni en mögu­lega farinn úr landi

Rúmlega fertugur karlmaður frá Litháen hefur verið ákærður fyrir kynferðislega áreitni á salerni skemmtistaðarins Miðbarnum á Selfossi í ágúst 2022. Ekki hefur tekist að birta viðkomandi ákæruna og er hún því birt opinberlega í Lögbirtingablaðinu.

Innlent
Fréttamynd

Fyrsti Hjallastefnuleikskólinn á Sel­fossi

Mikil ánægja er á Selfossi með nýjan leikskóla en það er Hjallastefnuleikskóli, sá fyrsti í bæjarfélaginu. Hefðbundin leiktæki, sem voru á lóðinni hafa öll verið fjarlægð en í staðinn hefur lóðinni verið breytt í opinn efnivið og náttúrulegt umhverfi barna eins og tíðkast í Hjallastefnuleikskólum.

Innlent
Fréttamynd

Al­tjón á véla­skemmu í bruna við Stokks­eyri

Vélaskemma á jörðinni Hoftúni II rétt norðan við Stokkseyri varð eldi að bráð nú síðdegis. Enn er unnið að því að slökkva í glæðum en slökkviliðsstjóri segir töluvert af búnaði hafi brunnið inni, þar á meðal ferðaþjónustubifreið sem verið var að gera við.

Innlent
Fréttamynd

Ólympíufara fagnað á Sel­fossi

Ólympíufari Selfyssinga, Hákon Þór Svavarsson, sem keppti í skotfimi á Ólympíuleikunum í París fékk góðar móttökur hjá heimamönnum þegar hann kom heim af leikunum. Hann stefnir ótrauður á að keppa líka á næstu Ólympíuleikum eftir fjögur ár, sem verða í Los Angeles í Bandaríkjunum.

Innlent
Fréttamynd

Byrjaði í smábrotum en vatt svo upp á sig

Berglind Fríða Viggósdóttir missti tvo elstu syni sína með sex ára millibili. Þann 5. maí árið 2018 var Viggó Emil bráðkvaddur á Spáni.  Ingvi Hrafn féll fyrir eigin hendi í klefa sínum á Litla Hrauni, á dánardegi bróður síns þann 5. maí síðastliðinn. Bræðurnir áttu það sameiginlegt að hafa árum saman barist við eiturlyfjafíkn og voru þeir báðir í afplánun á einhverjum tímapunkti í lífi sínu.

Lífið
Fréttamynd

Neitaði að borga heita vatnið og slapp með skrekkinn

Kona í Árborg komst upp með að borga ekki heitavatnsreikninga frá Selfossveitum vegna þess að vatnið var ekki nógu heitt. Reikningar konunnar vegna húshitunar voru meira en tvöfalt hærri en í sambærilegum fasteignum í sveitarfélaginu, af því vatnið var gallað og inntakshiti þess ekki nógu mikill.

Innlent
Fréttamynd

Margverðlaunaður garður með sól­skini allan daginn

Hjónin Agnes Ósk Snorradóttir og Björgvin Guðmundsson hafa nostrað við verðlaunagarð í kringum húsið sitt á Selfossi undanfarin ár. Þau hafa skipulagt hann þannig að hægt er að njóta sólar í garðinum allan daginn frá því snemma á morgnana og langt fram á kvöld en Vala Matt kíkti í heimsókn í Íslandi í dag.

Lífið
Fréttamynd

Makaði tómat­­sósu á úti­­­dyra­hurð ná­granna sinna

Rawad Nouman vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar nágranni hans á Selfossi hafði uppi hótanir við hann og litla bróður hans, og makaði svo tómatsósu á hurðina að íbúð þeirra. Rawad segist ekkert hafa á móti manninum en vill vera látinn í friði.

Innlent