Mýrdalshreppur Heilmiklar skemmdir sem mun taka sinn tíma að gera við Starfsmenn Vegagerðarinnar vinna nú hörðum höndum að viðgerð hringvegarins austan Skálmár, sem varð fyrir skemmdum vegna jökulhlaups í Mýrdalsjökli um helgina. Vegurinn eru verulega laskaður. Innlent 29.7.2024 11:47 Engin merki um hlaupóróa lengur Dregið hefur úr virkni í Mýrdalsjökli og hafa engin merki um hlaupóróa mælst síðasta sólarhringinn. Enn er þó sögð innistæða fyrir venjubundnum hlaupum sem verða úr jöklinum á sumrin. Innlent 29.7.2024 11:27 Hringvegurinn opnaður en ökumenn beðnir um að sýna tillitssemi Hringvegurinn við Skálmarbrú var opnaður á ellefta tímanum í gærkvöldi, en með þeim takmörkunum að vegurinn er einbreiður. Umferð var stýrt með ljósum yfir brúna í nótt, eftir því sem kemur fram á vef Vegagerðarinnar, en fjöldi ökumanna beið eftir að komast leiðar sinnar í gærkvöldi. Innlent 29.7.2024 06:45 Vatnshæð lækkar áfram en hlaupið ekki alveg búið Rafleiðni í Skálm minnkar enn hægt og rólega eftir að jökulhlaup varð úr Mýrdalsjökli í gær. Óvissustig Almannavatna er enn í gildi á svæðinu. Innlent 28.7.2024 23:47 Hringvegurinn opinn á ný Hringvegurinn við Skálm hefur verið opnaður á ný eftir rúmlega sólarhringslanga lokun. Jökulhlaup varð úr Mýrdalsjökli seinni partinn í gær sem leiddi til þess að vegurinn fór undir vatn. Búið er að opna veginn með þeim takmörkunum að hann er einbreiður. Innlent 28.7.2024 20:56 Öll fjögur hlaupin undir Mýrdalsjökli komið að óvörum Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli er í rénun. Prófessor í jarðeðlisfræði segir öll fjögur jökulhlaupin sem hafa orðið úr jöklinum eftir Kötlugos 1918 hafa komið án fyrirvara. Af þeim hafi jökulhlaupið í gær verið það minnsta. Innlent 28.7.2024 20:31 RAX flaug yfir jökulhlaupssvæðið Ljósmyndarinn RAX flug yfir Skálm og Mýrdalsjökul í dag og fangaði sjónarspilið á svæðinu eftir að jökulhlaup varð úr jöklinum í gær. Innlent 28.7.2024 20:16 Troðfullt á bílastæði við þjóðveginn og löng bið fram undan Fjöldinn allur af ferðamönnum bíður nú við Laufskálavörðu, austan megin við Skálm, eftir að þjóðvegurinn opni. Fjölmiðlamaðurinn Gunnlaugur Helgason, eða Gulli Helga, er á svæðinu og spáir enn lengri bið. Innlent 28.7.2024 19:55 Farangurinn varð eftir og þurfa að keyra hringinn til að ná í hann Jökulhlaupið í Mýrdalsjökli og lokanir á þjóðveginum hafa haft margvísleg áhrif á ferðamenn og ferðaþjónustu á svæðinu. Ferðir hafa verið felldar niður, miklar breytingar hafa orðið á bókunum og dæmi eru um að fólk hafi misst af flugi. Innlent 28.7.2024 19:00 Leita skýringa á stærð hlaupsins sem er nánast búið Talið er að tvö jökulhlaup hafi valdið einu stærsta hlaupi úr Mýrdalsjökli um árabil. Það er í rénun en nokkur jarðskjálftavirkni hefur mælst undir jöklinum. Innlent 28.7.2024 13:01 Hlaupið minnkað verulega en jökullinn skelfur enn Hlaupvatn er ennþá í ánni Skálm og jökulhlaupið er ekki búið, en dregið hefur verulega úr rennsli og vatnshæðin er komin undir það sem hún var fyrir hlaup. Nokkurrar jarðskjálftavirkni hefur orðið vart í vestanverðum Mýrdalsjökli og í Sólheimajökli, sem telst eðlilegt eftir hlaup. Innlent 28.7.2024 08:33 Ekkert bendi til að hlaupið sé afleiðing eldgoss Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli hefur náð hámarki við þjóðveg 1. Ekkert í gögnum veðurstofunnar bendir til þess að hlaupið sé afleiðing eldgoss undir jöklinum. Innlent 27.7.2024 22:57 Óljóst hvað veldur svo stórum jökulhlaupum Veðurfræðingur segir líklegt að jökulhlaup úr Mýrdalsjökli hafi þegar náð hámarki. Jökulhlaup verði á hverju sumri en óljóst sé hvað veldur því að sum séu stærri en önnur. Sem fyrr sé möguleiki á eldgosi í Kötlu. Innlent 27.7.2024 19:47 „Vitum ekki til þess að nokkur hafi verið í hættu“ Óvissustig er í gildi vegna jökulhlaups úr Mýrdalsjökli. Lögreglustjórinn á Suðurlandi segist ekki vitað til þess að neinn hafi verið í hættu og segir aðgerðir hafa gengið vel. Fyrir liggur að hlaupið er á pari við jökulhlaupið í Múlakvísl 2011. Innlent 27.7.2024 19:16 „Rúm tuttugu ár síðan við sáum þessa þróun fyrir“ Oddviti Skaftárhrepps segist hafa í allt að aldarfjórðung séð fyrir að atburðarás á borð við þá sem varð í dag þegar jökulhlaup varð úr Mýrdalsjökli, gæti gerst. Hann segir stærðargráðu hlaupsins slíka að það hefði valdið tjóni sem þessu hvar sem það hefði orðið. Innlent 27.7.2024 18:47 Lýsa yfir óvissustigi og skipa fólki að yfirgefa svæðið Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna jökulhlaups úr Mýrdalsjökli. Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi beinir því eindregið til fólks að halda sig frá svæðinu milli Skaftártungu og Víkur í Mýrdal. Áhyggjur eru af gosmengun og þá hefur vatn flætt yfir hringveginn og fleiri vegi á svæðinu. Innlent 27.7.2024 17:10 Jökulhlaup hafið úr Mýrdalsjökli og hringveginum lokað Jökulhlaup er hafið úr Mýrdalsjökli og miklir vatnavextir er í Skálm austan Mýrdalsjökuls. Hringveginum er lokað milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs, þar sem vatn flæðir yfir veginn á köflum. Innlent 27.7.2024 13:51 Óbreyttir bændur í Mýrdalnum hafi ekki efni á malbiki Íris Guðnadóttir, talsmaður landeigenda í Reynisfjöru, segir mál manns sem var ofrukkaður fyrir bílastæði við Reynisfjöru vera leiðan misskilning sem búið er að kippa í lag. Ekki sé verið að okra á ferðamönnum heldur borga fyrir nauðsynlega innviði. Innlent 26.7.2024 10:59 Rukkaður um 2800 króna aukagjald í Reynisfjöru Adolf Ingi Erlingsson leiðsögumaður segir farir sínar ekki sléttar af fyrirtækinu MyParking ehf, sem hann segir hafa rukkað sig um 2800 krónur aukalega fyrir bílastæði við Reynisfjöru en þegar höfðu verið greiddar þúsund krónur fyrir stæðið. Lendi ferðamenn á bílaleigubílum í því sama þurfi þeir að greiða enn meira. Neytendur 25.7.2024 13:40 Féllu ofan í jökullón Sólheimajökuls Þyrla landhelgisgæslunnar auk björgunarsveita á Norður- og Suðurlandi var kölluð út nú fyrir skömmu. Fyrst vegna reiðhjólaslyss í Ásbyrgi og síðan vegna tveggja ferðalanga sem féllu af sporði Sólheimajökuls og ofan í jökullónið. Innlent 24.7.2024 13:43 Gekk fram á sofandi ferðamann á heilsugæslunni Við Helgu Þorbergsdóttur hjúkrunarfræðingi á heilsugæslunni í Vík í Mýrdal blasti óvænt sjón á morgungöngu sinni í dag. Við inngang heilsugæslustöðvarinnar lá eins manns tjald og í því sofandi ferðamaður. Innlent 23.7.2024 15:15 Tvö þyrluútköll á Suðurlandi í gær og í nótt Lögreglan á Suðurlandi óskaði í tvígang eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar í gær og í nótt vegna göngumanna sem lentu í vandræðum á fjöllum. Innlent 16.7.2024 10:30 „Þeir voru hissa að þarna hafi einhver komið lifandi út“ Betur fór en á horfðist þegar vörubíll hafnaði á hvolfi á vegakafla í Gatnabrún í Mýrdalshreppi í gær. Ökumannshús bílsins féll saman. Innlent 12.7.2024 09:20 Vörubíll hafnaði utan vegar á hliðinni í Mýrdalshreppi Vörubíll hafnaði á hliðinni eftir að hafa ekið út af veginum í neðstu beygjunni í Gatnabrún í Mýrdalshreppi á Hringveginum. Umferð hefur verið stöðvuð tímabundið. Innlent 11.7.2024 18:29 Þrír skjálftar í Mýrdalsjökli í kvöld Skjálfti af stærð 3,3 varð í Mýrdalsjökli klukkan 21:26 í kvöld. Í tilkynningu frá Veðurstofunni kemur fram að tveir minni skjálftar, báðir af stærð 2,8, hafi orðið stuttu síðar. Innlent 19.6.2024 22:12 Fjórhjólaslys við Sólheimajökul Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út klukkan 14:20 í dag vegna fjórhjólaslyss við Sólheimajökul. Þetta staðfestir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, í samtali við Vísi. Innlent 6.6.2024 15:54 Baðaði sig í Reynisfjöru Barbora Georgsdóttir Fialová, grunnskólakennari, varð vitni að því þegar að maður um þrítugt gerði sér lítið fyrir og tók stuttan sundsprett í Reynisfjöru að kvöldi til þann 22. maí. Innlent 6.6.2024 10:18 Vilja nýtt hjúkrunarheimili í Vík í Mýrdal Mikil þörf er á byggingu nýs hjúkrunarheimilis í Vík í Mýrdal og því hefur sveitarstjóra verið falið að vinna að málinu með heilbrigðisráðuneytinu. Lagt er til að fasteignafélögum verið gefið tækifæri til að standa að byggingu og rekstri húsnæðisins. Innlent 26.5.2024 15:30 Mýrdalshlaup í þoku og súld Mýrdalshlaupið fór fram í ellefta skipti í Vík í Mýrdal í gær. Keppt var í 10 km og 21 km hlaupi en auk þess fór fram 3 km skemmtiskokk sem var vel sótt. Talsverð súld og þoka var yfir rásmarkinu í fjörunni í Vík þegar tæplega 400 keppendur lögðu af stað kl 11.00 í gærmorgun. Sport 26.5.2024 09:33 93 ára og 90 ára söngfuglar á Suðurlandi Þú ert aldrei of gamall eða gömul til að syngja í kór en það þekkir Ingibjörg Helga, sem er 90 ára og Steinunn Aðalbjörg, sem er 93 ára og syngja saman í kór á Selfossi og Reynir, sem er 90 ár og syngur í kór í Vík í Mýrdal. Lífið 11.5.2024 20:22 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 … 15 ›
Heilmiklar skemmdir sem mun taka sinn tíma að gera við Starfsmenn Vegagerðarinnar vinna nú hörðum höndum að viðgerð hringvegarins austan Skálmár, sem varð fyrir skemmdum vegna jökulhlaups í Mýrdalsjökli um helgina. Vegurinn eru verulega laskaður. Innlent 29.7.2024 11:47
Engin merki um hlaupóróa lengur Dregið hefur úr virkni í Mýrdalsjökli og hafa engin merki um hlaupóróa mælst síðasta sólarhringinn. Enn er þó sögð innistæða fyrir venjubundnum hlaupum sem verða úr jöklinum á sumrin. Innlent 29.7.2024 11:27
Hringvegurinn opnaður en ökumenn beðnir um að sýna tillitssemi Hringvegurinn við Skálmarbrú var opnaður á ellefta tímanum í gærkvöldi, en með þeim takmörkunum að vegurinn er einbreiður. Umferð var stýrt með ljósum yfir brúna í nótt, eftir því sem kemur fram á vef Vegagerðarinnar, en fjöldi ökumanna beið eftir að komast leiðar sinnar í gærkvöldi. Innlent 29.7.2024 06:45
Vatnshæð lækkar áfram en hlaupið ekki alveg búið Rafleiðni í Skálm minnkar enn hægt og rólega eftir að jökulhlaup varð úr Mýrdalsjökli í gær. Óvissustig Almannavatna er enn í gildi á svæðinu. Innlent 28.7.2024 23:47
Hringvegurinn opinn á ný Hringvegurinn við Skálm hefur verið opnaður á ný eftir rúmlega sólarhringslanga lokun. Jökulhlaup varð úr Mýrdalsjökli seinni partinn í gær sem leiddi til þess að vegurinn fór undir vatn. Búið er að opna veginn með þeim takmörkunum að hann er einbreiður. Innlent 28.7.2024 20:56
Öll fjögur hlaupin undir Mýrdalsjökli komið að óvörum Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli er í rénun. Prófessor í jarðeðlisfræði segir öll fjögur jökulhlaupin sem hafa orðið úr jöklinum eftir Kötlugos 1918 hafa komið án fyrirvara. Af þeim hafi jökulhlaupið í gær verið það minnsta. Innlent 28.7.2024 20:31
RAX flaug yfir jökulhlaupssvæðið Ljósmyndarinn RAX flug yfir Skálm og Mýrdalsjökul í dag og fangaði sjónarspilið á svæðinu eftir að jökulhlaup varð úr jöklinum í gær. Innlent 28.7.2024 20:16
Troðfullt á bílastæði við þjóðveginn og löng bið fram undan Fjöldinn allur af ferðamönnum bíður nú við Laufskálavörðu, austan megin við Skálm, eftir að þjóðvegurinn opni. Fjölmiðlamaðurinn Gunnlaugur Helgason, eða Gulli Helga, er á svæðinu og spáir enn lengri bið. Innlent 28.7.2024 19:55
Farangurinn varð eftir og þurfa að keyra hringinn til að ná í hann Jökulhlaupið í Mýrdalsjökli og lokanir á þjóðveginum hafa haft margvísleg áhrif á ferðamenn og ferðaþjónustu á svæðinu. Ferðir hafa verið felldar niður, miklar breytingar hafa orðið á bókunum og dæmi eru um að fólk hafi misst af flugi. Innlent 28.7.2024 19:00
Leita skýringa á stærð hlaupsins sem er nánast búið Talið er að tvö jökulhlaup hafi valdið einu stærsta hlaupi úr Mýrdalsjökli um árabil. Það er í rénun en nokkur jarðskjálftavirkni hefur mælst undir jöklinum. Innlent 28.7.2024 13:01
Hlaupið minnkað verulega en jökullinn skelfur enn Hlaupvatn er ennþá í ánni Skálm og jökulhlaupið er ekki búið, en dregið hefur verulega úr rennsli og vatnshæðin er komin undir það sem hún var fyrir hlaup. Nokkurrar jarðskjálftavirkni hefur orðið vart í vestanverðum Mýrdalsjökli og í Sólheimajökli, sem telst eðlilegt eftir hlaup. Innlent 28.7.2024 08:33
Ekkert bendi til að hlaupið sé afleiðing eldgoss Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli hefur náð hámarki við þjóðveg 1. Ekkert í gögnum veðurstofunnar bendir til þess að hlaupið sé afleiðing eldgoss undir jöklinum. Innlent 27.7.2024 22:57
Óljóst hvað veldur svo stórum jökulhlaupum Veðurfræðingur segir líklegt að jökulhlaup úr Mýrdalsjökli hafi þegar náð hámarki. Jökulhlaup verði á hverju sumri en óljóst sé hvað veldur því að sum séu stærri en önnur. Sem fyrr sé möguleiki á eldgosi í Kötlu. Innlent 27.7.2024 19:47
„Vitum ekki til þess að nokkur hafi verið í hættu“ Óvissustig er í gildi vegna jökulhlaups úr Mýrdalsjökli. Lögreglustjórinn á Suðurlandi segist ekki vitað til þess að neinn hafi verið í hættu og segir aðgerðir hafa gengið vel. Fyrir liggur að hlaupið er á pari við jökulhlaupið í Múlakvísl 2011. Innlent 27.7.2024 19:16
„Rúm tuttugu ár síðan við sáum þessa þróun fyrir“ Oddviti Skaftárhrepps segist hafa í allt að aldarfjórðung séð fyrir að atburðarás á borð við þá sem varð í dag þegar jökulhlaup varð úr Mýrdalsjökli, gæti gerst. Hann segir stærðargráðu hlaupsins slíka að það hefði valdið tjóni sem þessu hvar sem það hefði orðið. Innlent 27.7.2024 18:47
Lýsa yfir óvissustigi og skipa fólki að yfirgefa svæðið Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna jökulhlaups úr Mýrdalsjökli. Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi beinir því eindregið til fólks að halda sig frá svæðinu milli Skaftártungu og Víkur í Mýrdal. Áhyggjur eru af gosmengun og þá hefur vatn flætt yfir hringveginn og fleiri vegi á svæðinu. Innlent 27.7.2024 17:10
Jökulhlaup hafið úr Mýrdalsjökli og hringveginum lokað Jökulhlaup er hafið úr Mýrdalsjökli og miklir vatnavextir er í Skálm austan Mýrdalsjökuls. Hringveginum er lokað milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs, þar sem vatn flæðir yfir veginn á köflum. Innlent 27.7.2024 13:51
Óbreyttir bændur í Mýrdalnum hafi ekki efni á malbiki Íris Guðnadóttir, talsmaður landeigenda í Reynisfjöru, segir mál manns sem var ofrukkaður fyrir bílastæði við Reynisfjöru vera leiðan misskilning sem búið er að kippa í lag. Ekki sé verið að okra á ferðamönnum heldur borga fyrir nauðsynlega innviði. Innlent 26.7.2024 10:59
Rukkaður um 2800 króna aukagjald í Reynisfjöru Adolf Ingi Erlingsson leiðsögumaður segir farir sínar ekki sléttar af fyrirtækinu MyParking ehf, sem hann segir hafa rukkað sig um 2800 krónur aukalega fyrir bílastæði við Reynisfjöru en þegar höfðu verið greiddar þúsund krónur fyrir stæðið. Lendi ferðamenn á bílaleigubílum í því sama þurfi þeir að greiða enn meira. Neytendur 25.7.2024 13:40
Féllu ofan í jökullón Sólheimajökuls Þyrla landhelgisgæslunnar auk björgunarsveita á Norður- og Suðurlandi var kölluð út nú fyrir skömmu. Fyrst vegna reiðhjólaslyss í Ásbyrgi og síðan vegna tveggja ferðalanga sem féllu af sporði Sólheimajökuls og ofan í jökullónið. Innlent 24.7.2024 13:43
Gekk fram á sofandi ferðamann á heilsugæslunni Við Helgu Þorbergsdóttur hjúkrunarfræðingi á heilsugæslunni í Vík í Mýrdal blasti óvænt sjón á morgungöngu sinni í dag. Við inngang heilsugæslustöðvarinnar lá eins manns tjald og í því sofandi ferðamaður. Innlent 23.7.2024 15:15
Tvö þyrluútköll á Suðurlandi í gær og í nótt Lögreglan á Suðurlandi óskaði í tvígang eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar í gær og í nótt vegna göngumanna sem lentu í vandræðum á fjöllum. Innlent 16.7.2024 10:30
„Þeir voru hissa að þarna hafi einhver komið lifandi út“ Betur fór en á horfðist þegar vörubíll hafnaði á hvolfi á vegakafla í Gatnabrún í Mýrdalshreppi í gær. Ökumannshús bílsins féll saman. Innlent 12.7.2024 09:20
Vörubíll hafnaði utan vegar á hliðinni í Mýrdalshreppi Vörubíll hafnaði á hliðinni eftir að hafa ekið út af veginum í neðstu beygjunni í Gatnabrún í Mýrdalshreppi á Hringveginum. Umferð hefur verið stöðvuð tímabundið. Innlent 11.7.2024 18:29
Þrír skjálftar í Mýrdalsjökli í kvöld Skjálfti af stærð 3,3 varð í Mýrdalsjökli klukkan 21:26 í kvöld. Í tilkynningu frá Veðurstofunni kemur fram að tveir minni skjálftar, báðir af stærð 2,8, hafi orðið stuttu síðar. Innlent 19.6.2024 22:12
Fjórhjólaslys við Sólheimajökul Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út klukkan 14:20 í dag vegna fjórhjólaslyss við Sólheimajökul. Þetta staðfestir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, í samtali við Vísi. Innlent 6.6.2024 15:54
Baðaði sig í Reynisfjöru Barbora Georgsdóttir Fialová, grunnskólakennari, varð vitni að því þegar að maður um þrítugt gerði sér lítið fyrir og tók stuttan sundsprett í Reynisfjöru að kvöldi til þann 22. maí. Innlent 6.6.2024 10:18
Vilja nýtt hjúkrunarheimili í Vík í Mýrdal Mikil þörf er á byggingu nýs hjúkrunarheimilis í Vík í Mýrdal og því hefur sveitarstjóra verið falið að vinna að málinu með heilbrigðisráðuneytinu. Lagt er til að fasteignafélögum verið gefið tækifæri til að standa að byggingu og rekstri húsnæðisins. Innlent 26.5.2024 15:30
Mýrdalshlaup í þoku og súld Mýrdalshlaupið fór fram í ellefta skipti í Vík í Mýrdal í gær. Keppt var í 10 km og 21 km hlaupi en auk þess fór fram 3 km skemmtiskokk sem var vel sótt. Talsverð súld og þoka var yfir rásmarkinu í fjörunni í Vík þegar tæplega 400 keppendur lögðu af stað kl 11.00 í gærmorgun. Sport 26.5.2024 09:33
93 ára og 90 ára söngfuglar á Suðurlandi Þú ert aldrei of gamall eða gömul til að syngja í kór en það þekkir Ingibjörg Helga, sem er 90 ára og Steinunn Aðalbjörg, sem er 93 ára og syngja saman í kór á Selfossi og Reynir, sem er 90 ár og syngur í kór í Vík í Mýrdal. Lífið 11.5.2024 20:22
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent