Ísafjarðarbær

Fréttamynd

Sund­laugin fyllist á ný og bæjar­búar fagna

Byrjað er hleypa vatni ofan í sundlaugina á Þingeyri á ný þar sem framkvæmdir hafa staðið yfir síðustu mánuði. Nýr dúkur hefur verið lagður þar sem sá eldri lak og segir starfsmaður sundlaugarinnar að bæjarbúar fagni innilega.

Innlent
Fréttamynd

Skoða að byggja nýja slökkvi­stöð

Bæjarstjóri Ísafjarðar skoðar nú að reisa nýja slökkvistöð í bænum. Elsti hluti núverandi byggingar er 86 ára gömul og glíma slökkviliðsmenn við tíð lekavandamál þar vegna fjölþættra vandamála. 

Innlent
Fréttamynd

Fær sínu fram­gengt í stóra aparólu­málinu á Ísa­firði

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur lagt fram ný hönnunargögn vegna leikvallar á Eyrartúni. Í nýjum drögum er umdeild aparóla fjær íbúðarhúsum, þvert gegn afgreiðslu skipulags- og mannvirkjanefndar sveitarfélagsins. Íbúi við hliðina á túninu hafði kært málið til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.

Innlent
Fréttamynd

Önnuðust krefjandi út­kall á hafi

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar annaðist krefjandi útkall á haf út í slæmu veðri í gærkvöldi. Óskað var eftir aðstoð þyrlusveitarinnar vegna veikinda sem upp komu í togara sem var á veiðum um 20 sjómílur út af Ísafjarðardjúpi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni sem birt var á Facebook-síðu þeirra í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Bæjar­­stjóri leggst yfir aparólu­málið

Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar hefur óskað eftir fundi með hönnuðum leikvallar á Eyrartúni svo hægt sé að kanna hvort hægt sé að koma betur til móts við sjónarmið íbúa vegna staðsetningar væntanlegrar aparólu.

Innlent
Fréttamynd

Tvö al­var­leg frá­vik hjá Arctic Sea Farm

Matvælastofnun hefur gefið Arctic Sea Farm hf, dótturfyrirtæki Arctic Fish, frest til 19. janúar að bregðast við tveimur alvarlegum frávikum sem greindust við eftirlit á starfsemi í sjókvíeldi í Kvígindisdal í Patreksfirði í september. Annað frávikið varðar ljósabúnað en hitt eftirlit neðansjávar.

Innlent
Fréttamynd

Segir lög­­reglu­­stjórann á Vest­fjörðum van­hæfan í málinu

Landssamband veiðifélaga hyggst kæra ákvörðun lögreglustjórans á Vestfjörðum um að hætta rannsókn á slysasleppingu eldislax úr fiskeldisstöð Arcitc Sea Farm í Patreksfirði í ágúst. Framkvæmdastjóri sambandsins segir ljóst að vanhæfi lögreglustjórans á Vestfjörðum í þessu máli sé algjört.

Innlent
Fréttamynd

Vildi ekki ærsla­belginn á næstu lóð en fær nú líka aparólu

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur vísað frá kæru íbúa við Túngötu á Ísafirði vegna fyrirhugaðrar uppsetningar sveitarfélagsins á aparólu á Eyrartúninu svokallaða, við hlið lóð mannins. Þar er fyrir ærslabelgur sem einnig var mikið tekist á um, á sama vettvangi.

Innlent
Fréttamynd

Spenntur að halda jólin inni­lokaður og í friði

Snjóflóð hafa fallið í grennd við bæi og helstu vegir eru ýmist ófærir eða lokaðir á Vestjörðum. Björgunarsveitarmaður á Flateyri segir alls ekkert ferðaveður á svæðinu. Hann kippir sér ekkert upp við að halda jólin innilokaður. Óvissustig er áfram í gildi en veðrið á að vera gengið niður að mestu í kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Sjá til hve margir koma fram undir nafni

Heimildarmyndagerðarmaður segir umræða um forsjár- og umgengnismál fasta í kynjafræðivinkli hér á landi. Heimildarmynd er í fjármögnun en ekki tímabært að greina frá því hverjir standi að baki myndinni enda sé umfjöllunarefnið sérstaklega viðkvæmt.

Innlent
Fréttamynd

Lúð­vík skipaður for­stjóri Heil­brigðis­stofnunar Vest­fjarða

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur skipað Lúðvík Þorgeirsson í embætti forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða til næstu fimm ára, frá 1. mars 2024. Lúðvík hefur síðustu ár starfað sem rekstrarstjóri hjá félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu. Hann tekur við stöðunni af Gylfa Ólafssyni. 

Innlent