Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. nóvember 2024 15:32 Eins og sjá má er um stóra skriðu að ræða. Bjarni Kristjánsson Aurskriða féll á veginn um Eyrarhlíð milli Ísafjarðar og Hnífsdals um þrjúleytið. Vegurinn er lokaður vegna þessa og verður um sinn. Staðan verður metin út frá aðstæðum að því er segir í tilkynningu frá Lögreglunni á Vestfjörðum. Vegna skriðunnar er hvorki fært til Hnífsdals né Bolungarvíkur frá Ísafirði. Lögreglan varaði fyrr í dag við því að fólk væri ekki á gangi í fjallshlíðum á meðan lækir og árfarvegir væru að skila niður úrkomu. Þá hafði verði tilkynnt um nokkrar litlar aurskriður úr hlíðum Skutlusfjarðar. Ræsi og holræsakerfi væru ekki að anna vatnsmagninu. Vatn á Hnífsdalsvegi á leiðinni út af Ísafirði áleiðis inn í Hnífsdal. „Vegagerð og starfsmenn sveitarfélaga eru í óðaönn að hreinsa aur og grjót sem hamlar rennslinu niðurföll og ræsi til að liðka til. Hvatt er til þess að vegfarendur sem leið eiga milli byggðakjarna á Vestfjörðum hafi varan á. En grjót og aur gætu runnið yfir veg í þessum aðstæðum,“ sagði í færslu lögreglunnar í hádeginu. Eins og sjá má er vegurinn um Ísafjarðardjúp lokaður vegna aurskriða og yfirvofandi hættu á fleiri aurskriðum.Vegagerðin Lokað var fyrir vatnið á Flateyri í dag vegna hreinsunar á vatnsbóli eftir skriðuföll næturinnar. Tilkynnt var að drægist lokunin á langinn yrði tankbíll með neysluvatni sendur yfir á Flateyri frá Ísafirði. Vatn streymir niður hlíðina við Hnífsdalsveg í hádeginu. Á vef Veðurstofunnar sagði í morgun að fjöldi skriða hefði fallið á Vestfjörðum í nótt, meðal annars á vegi í Dýrafirði við gangnamunna Dýrafjarðarganga, í Hestfirði, á Eyrarhlíð við Ísafjörð, á Dynjandisheiði og utan við Spilli við Súgandafjörð og vatnsból við Flateyri. Sömuleiðis flæddi vatn víða yfir vegi á Vestfjörðum. Áttu myndir eða hefurðu sögu að segja frá aðstæðum á Vestfjörðum? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is. Ísafjarðarbær Náttúruhamfarir Veður Bolungarvík Samgöngur Færð á vegum Tengdar fréttir Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skrúfað verður fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðuföll næturinnar og eru íbúar í Bolungarvík hvattir til að sjóða vatn fyrir neyslu þar sem það er drullugt. Þá liggur matarvinnsla niðri á svæðinu. Íbúi á Flateyri greip til þess ráðs að fylla á vatnsflöskur á Ísafirði vegna vatnsskorts.Töluverð skriðuhætta er enn á Vestfjörðum. Elísabet Inga. 12. nóvember 2024 12:02 Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Skrúfað hefur verið fyrir vatnið á Flateyri eftir að skriða féll í vatnsból bæjarins. fjölmargar skriður ollu usla á svæðinu í nótt. 12. nóvember 2024 11:40 Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Íbúar í Bolungarvík hafa verið hvattir til að sjóða vatn til neyslu eftir að skriður féllu á vatnsbólið í Hlíðardal. Vatnið í bænum er því ekki gott, drullugt og óhæft til drykkjar þar sem allar síur hafi stíflast. 12. nóvember 2024 11:22 Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups síðar í vikunni. 12. nóvember 2024 10:57 Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Lokað verður fyrir vatnið á Flateyri í dag á meðan hreinsun á vatnsbóli stendur yfir eftir skriðuföll næturinnar. 12. nóvember 2024 10:24 Mest lesið „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
Vegna skriðunnar er hvorki fært til Hnífsdals né Bolungarvíkur frá Ísafirði. Lögreglan varaði fyrr í dag við því að fólk væri ekki á gangi í fjallshlíðum á meðan lækir og árfarvegir væru að skila niður úrkomu. Þá hafði verði tilkynnt um nokkrar litlar aurskriður úr hlíðum Skutlusfjarðar. Ræsi og holræsakerfi væru ekki að anna vatnsmagninu. Vatn á Hnífsdalsvegi á leiðinni út af Ísafirði áleiðis inn í Hnífsdal. „Vegagerð og starfsmenn sveitarfélaga eru í óðaönn að hreinsa aur og grjót sem hamlar rennslinu niðurföll og ræsi til að liðka til. Hvatt er til þess að vegfarendur sem leið eiga milli byggðakjarna á Vestfjörðum hafi varan á. En grjót og aur gætu runnið yfir veg í þessum aðstæðum,“ sagði í færslu lögreglunnar í hádeginu. Eins og sjá má er vegurinn um Ísafjarðardjúp lokaður vegna aurskriða og yfirvofandi hættu á fleiri aurskriðum.Vegagerðin Lokað var fyrir vatnið á Flateyri í dag vegna hreinsunar á vatnsbóli eftir skriðuföll næturinnar. Tilkynnt var að drægist lokunin á langinn yrði tankbíll með neysluvatni sendur yfir á Flateyri frá Ísafirði. Vatn streymir niður hlíðina við Hnífsdalsveg í hádeginu. Á vef Veðurstofunnar sagði í morgun að fjöldi skriða hefði fallið á Vestfjörðum í nótt, meðal annars á vegi í Dýrafirði við gangnamunna Dýrafjarðarganga, í Hestfirði, á Eyrarhlíð við Ísafjörð, á Dynjandisheiði og utan við Spilli við Súgandafjörð og vatnsból við Flateyri. Sömuleiðis flæddi vatn víða yfir vegi á Vestfjörðum. Áttu myndir eða hefurðu sögu að segja frá aðstæðum á Vestfjörðum? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is.
Áttu myndir eða hefurðu sögu að segja frá aðstæðum á Vestfjörðum? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is.
Ísafjarðarbær Náttúruhamfarir Veður Bolungarvík Samgöngur Færð á vegum Tengdar fréttir Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skrúfað verður fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðuföll næturinnar og eru íbúar í Bolungarvík hvattir til að sjóða vatn fyrir neyslu þar sem það er drullugt. Þá liggur matarvinnsla niðri á svæðinu. Íbúi á Flateyri greip til þess ráðs að fylla á vatnsflöskur á Ísafirði vegna vatnsskorts.Töluverð skriðuhætta er enn á Vestfjörðum. Elísabet Inga. 12. nóvember 2024 12:02 Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Skrúfað hefur verið fyrir vatnið á Flateyri eftir að skriða féll í vatnsból bæjarins. fjölmargar skriður ollu usla á svæðinu í nótt. 12. nóvember 2024 11:40 Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Íbúar í Bolungarvík hafa verið hvattir til að sjóða vatn til neyslu eftir að skriður féllu á vatnsbólið í Hlíðardal. Vatnið í bænum er því ekki gott, drullugt og óhæft til drykkjar þar sem allar síur hafi stíflast. 12. nóvember 2024 11:22 Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups síðar í vikunni. 12. nóvember 2024 10:57 Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Lokað verður fyrir vatnið á Flateyri í dag á meðan hreinsun á vatnsbóli stendur yfir eftir skriðuföll næturinnar. 12. nóvember 2024 10:24 Mest lesið „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skrúfað verður fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðuföll næturinnar og eru íbúar í Bolungarvík hvattir til að sjóða vatn fyrir neyslu þar sem það er drullugt. Þá liggur matarvinnsla niðri á svæðinu. Íbúi á Flateyri greip til þess ráðs að fylla á vatnsflöskur á Ísafirði vegna vatnsskorts.Töluverð skriðuhætta er enn á Vestfjörðum. Elísabet Inga. 12. nóvember 2024 12:02
Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Skrúfað hefur verið fyrir vatnið á Flateyri eftir að skriða féll í vatnsból bæjarins. fjölmargar skriður ollu usla á svæðinu í nótt. 12. nóvember 2024 11:40
Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Íbúar í Bolungarvík hafa verið hvattir til að sjóða vatn til neyslu eftir að skriður féllu á vatnsbólið í Hlíðardal. Vatnið í bænum er því ekki gott, drullugt og óhæft til drykkjar þar sem allar síur hafi stíflast. 12. nóvember 2024 11:22
Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups síðar í vikunni. 12. nóvember 2024 10:57
Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Lokað verður fyrir vatnið á Flateyri í dag á meðan hreinsun á vatnsbóli stendur yfir eftir skriðuföll næturinnar. 12. nóvember 2024 10:24