Vesturbyggð Tók langan tíma að finna uppruna ammoníaklekans Slökkvilið Vesturbyggðar vann að því í allan dag að leita að ammoníakleka í gömlu frystihúsi á Tálknafirði, nú Vesturbyggð. Tilkynnt var um mikla ammoníaklykt um klukkan 2:23 í nótt. Lekinn var að enda fundinn en slökkvilið segir að það hafi „heldur betur bæst í reynslubankann“ í dag. Innlent 19.6.2024 22:02 Sameinað sveitarfélag heitir Vesturbyggð Ákveðið var á fundi bæjarstjórnar sameinaðs sveitarfélags Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar í dag að sveitarfélagið eigi að heita Vesturbyggð. Ákvörðunin er í samræmi við niðurstöðu íbúakönnunar sem fór fram frá 11. til 17. júní. Innlent 19.6.2024 19:10 Eldisseiði hafi átt greiða leið úr stöðinni í Tálknafirði Matvælastofnun telur að ekki hafi verið til staðar nægjanlegur mannskapur til að sinna fyrsta viðbragði í kjölfar stroks eldislax úr fiskeldisstoð Arctic Smolt ehf. í Norður-Botni þann 24. maí 2024. Samkvæmt Matvælastofnun voru aðeins tveir starfsmenn á svæðinu umrætt kvöld. Innlent 19.6.2024 09:56 Hafnarsvæðinu lokað vegna ammóníaksleka á Tálknafirði Hafnarsvæðinu á Tálknafirði hefur verið lokað vegna ammóníaksleka í gömlu frystihúsi. Útkallið barstslökkviliðinu í Vesturbyggð um þrjú í nótt frá vegfarendum sem urðu varir við stækjuna. Innlent 19.6.2024 07:26 Fyrsti rampurinn vígður á Vestfjörðum í Römpum upp Ísland Fyrsti rampurinn á Vestfjörðum í átakinu Römpum Upp Ísland var vígður í síðustu viku. Rampurinn er sá tólfhundraðasti í röðinni en stefnt er að því að reisa alls 1.500 rampa í átakinu í þágu hreyfihamlaðra fyrir 11. mars 2025. Innlent 18.6.2024 16:41 Úr sex nöfnum að velja á nýjasta sveitarfélag landsins Á fyrsta fundi sameiginlegrar sveitarstjórnar Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar var lögð fram umsögn örnefnanefndar um þær tillögur sem bárust um nafn á þetta nýjasta sveitarfélag Íslands. Innlent 10.6.2024 15:25 Fólki bjargað á landi sem sjó Skúta komst í hann krappann á Suðurlandi, lítill fiskibátur á Patreksfirði sömuleiðis og ferðamenn á Mývatnsheiði festu bíla sína. Björgunarsveitarfólk hefur haft í nægu að snúast síðan í nótt. Innlent 5.6.2024 16:01 Lífið brosir við mæðgum eftir áralangt einelti Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir ritar afar athyglisverða grein um einelti sem dóttir hennar Íris Anna mátti sæta á Stykkishólmi. Fjölskyldan flutti í febrúar til Akraness og við það eitt leystust ýmsir hnútar sem höfðu virst óleysanlegir. Innlent 31.5.2024 11:24 Nýtt sveitarfélag Það er ekki á hverjum degi að nýtt sveitarfélaga lítur dagsins ljós. Nú um helgina verður því fagnað á Vestfjörðum þegar Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppur sameinast. Þar sem Hrafna- Flóki settist að og gaf landinu nafnið Ísland og annar sagði að þar drypi smjör af hverju strái. Skoðun 17.5.2024 15:30 Bíó og plokkfiskur á Patreksfirði um hvítasunnuhelgina Það stendur mikið til á Patreksfirði því um hvítasunnuhelgina verður haldin þar hátíð íslenskra heimildarmynda. Auk þess verður boðið upp á plokkfiskveislu og limbókeppni. Lífið 12.5.2024 12:29 Orku- og samgöngumál efst á lista nýs sveitarfélags Listi Nýrrar sýnar hlaut meirihluta bæjarstjórnarsæta í kosningum í sameinuðu sveitarfélagi Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps í gær. Oddviti listans segir mörg stór verkefni bíða nýrrar sveitarstjórnar, mikil orkuþörf sé á svæðinu og byggja þurfi nýjan skóla á Bíldudal. Innlent 5.5.2024 13:38 Ný sýn fékk meirihluta Listi Nýrrar sýnar hlaut meirihluta bæjarstjórnarsæta í kosningum í sameinuðu sveitarfélagi Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps í gær. Innlent 5.5.2024 08:00 Sjálfbær framtíð Vestfjarða Í opnu auglýsingu í Morgunblaðinu 2. maí hvetur forystufólk úr ferðaþjónustu og stangveiði, alþingismenn og ráðherra til að banna sjókvíaeldi við Ísland. Undir þetta tekur svo umtalsverður fjöldi erlendra aðila. En hvað þýðir þessi krafa fyrir Vestfirði? Skoðun 3.5.2024 08:32 Staðfesta risasekt Arnarlax Matvælaráðuneytið hefur staðfest 120 milljóna stjórnvaldssekt Matvælastofnunar á hendur Arnarlaxi vegna slysasleppinga á eldilaxi fyrirtækisins í Arnarfirði árið 2022. Innlent 20.4.2024 14:03 Helga gert að rannsaka slysasleppingarnar Ákvörðun Helga Jenssonar, lögreglustjóra á Vestfjörðum, þess efnis að hætta rannsókn á slysasleppingum fyrir vestan, hefur verið felld úr gildi. Innlent 18.4.2024 13:51 Óvissa um útboð næsta áfanga á Dynjandisheiði Útboð þriðja áfanga Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði er í óvissu. Til stóð að bjóða verkið út í febrúar en núna fást óljós svör frá Vegagerðinni um hvort búið sé að fresta útboðinu og hve lengi því muni seinka. Innlent 7.3.2024 12:12 Hættir sem bæjarstjóri Vesturbyggðar Þórdís Sif Sigurðardóttir núverandi bæjarstjóri Vesturbyggðar segir í tilkynningu á Facebook að hún ætli ekki að gefa kost á sér í starf bæjarstjóra í kosningum sameinaðs sveitarfélags Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar í sumar. Innlent 6.3.2024 15:03 Engin byggingarleyfi í höfn þvert á fullyrðingar Arctic Fish Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur ekki gefið út byggingarleyfi vegna sjókvía. Þetta segir í svörum HMS við fyrirspurn fréttastofu en tilefnið eru ummæli sem höfð voru eftir framkvæmdastjóra Arctic Fish í Bæjarins besta um að leyfi væri í höfn. Innlent 22.2.2024 06:22 Óska eftir nafnatillögum á sameinað sveitarfélag Sveitarfélögin Tálknafjarðarhreppur og Vesturbyggð hafa óskað eftir tillögum frá íbúum að nafni nýs sameinaðs sveitarfélags. Innlent 18.2.2024 17:45 Stór kærubunki vegna ákvörðunar lögreglustjórans Ríkissaksóknara bárust 27 kærur vegna ákvörðunar lögreglustjórans á Vestfjörðum að fella niður rannsókn á slysasleppingum úr fiskeldisstöð Arctic Sea Farm. Innlent 30.1.2024 10:46 MAST kærir niðurfellingu Helga á rannsókn Matvælastofnun hefur kært ákvörðun Helga Jenssonar lögreglustjóra á Vestfjörðum fyrir að fella niður rannsókn máls á laxasleppingum fyrir vestan. Ríkissaksóknari fær nú málið á sitt borð og skoðar hvort ákvörðunin standi eða hvort lögreglu verði gert að hefja rannsókn að nýju. Innlent 29.1.2024 10:18 Lumar þú á sögu úr friðlandinu í Vatnsfirði? Gul viðvörun og ég hrekk upp við skarkalann í rúllugardínunum sem skella við gluggakarminn. Þó svo að það sé sannarlega mikilsvert að sofa við góð loftgæði keyrir nú eiginlega um þverbak þegar sunnan 18 æðir inn á rúmgafl til þín. Skoðun 29.1.2024 08:00 „Skattayfirvöld eru að mjólka okkur til blóðs“ Halldór Halldórsson, forstjóri Íslenska kalkþörungafélagsins sem staðsett er á Bíldudal, segir skattayfirvöld mjólka fyrirtækið til blóðs. Skatturinn fari fram á hærri skatt en sem nemur hagnaði fyrirtækisins og segir Halldór írska fjárfesta þess steinhissa. Málið verður rekið fyrir dómstólum. Viðskipti innlent 10.1.2024 09:44 Spyr hvort „önnur öfl“ hafi haft áhrif á ákvörðun lögreglustjórans Gunnar Örn Petersen framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga segir það sem kemur fram í nýrri skýrslu MAST um sjókvíaeldi Arctic Fish í Patreksfirði ekki endilega nýtt. Hann spyr hvort önnur öfl hafi haft áhrif á ákvörðun lögreglustjórans að láta mál embættisisins niður falla. Innlent 4.1.2024 22:53 Nýr slökkvibíll á Bíldudal styttir viðbragðstíma Slökkviliðið á Bíldudal fékk afhentan nýjan slökkvibíl í desember. Nýi bíllinn kemur til með að stytta viðbragðstíma slökkviliðsins og bæta starfsumhverfi og öryggi slökkviliðsmanna. Innlent 4.1.2024 18:50 Tvö alvarleg frávik hjá Arctic Sea Farm Matvælastofnun hefur gefið Arctic Sea Farm hf, dótturfyrirtæki Arctic Fish, frest til 19. janúar að bregðast við tveimur alvarlegum frávikum sem greindust við eftirlit á starfsemi í sjókvíeldi í Kvígindisdal í Patreksfirði í september. Annað frávikið varðar ljósabúnað en hitt eftirlit neðansjávar. Innlent 4.1.2024 14:51 Segir lögreglustjórann á Vestfjörðum vanhæfan í málinu Landssamband veiðifélaga hyggst kæra ákvörðun lögreglustjórans á Vestfjörðum um að hætta rannsókn á slysasleppingu eldislax úr fiskeldisstöð Arcitc Sea Farm í Patreksfirði í ágúst. Framkvæmdastjóri sambandsins segir ljóst að vanhæfi lögreglustjórans á Vestfjörðum í þessu máli sé algjört. Innlent 30.12.2023 12:13 Lögregla hætt rannsókn á slysasleppingum í Patreksfirði Lögreglustjórinn á Vestfjörðun hefur hætt rannsókn á slysasleppingu eldislax úr fiskeldisstöð Arctic Sea Farm ehf í Kvígindisdal í Patreskfirði í ágúst síðastliðnum en hún var hafin í kjölfar kæru Matvælastofnunar í september. Innlent 21.12.2023 09:20 Gleðjast yfir því að þurfa ekki í hálkuna á Hjallahálsi Vegfarendur sem ekið hafa nýja veginn um Teigsskóg eru byrjaðir að lýsa reynslu sinni og birta myndir á samfélagsmiðlum. Vegurinn var opnaður umferð í gær, átján mánuðum eftir að Vegagerðin og Borgarverk undirrituðu samning um vegagerðina, sem sannarlega má telja einhverja þá umdeildustu hérlendis, en áður hafði verið deilt hart um vegstæðið í tvo áratugi. Innlent 2.12.2023 12:40 Nýr Baldur siglir til Stykkishólms í dag Nýja Breiðafjarðarferjan Baldur er að verða tilbúin í áætlunarsiglingar milli Stykkishólms og Brjánslækjar um Flatey. Komu skipsins verður fagnað með athöfn í Stykkishólmi á morgun. Innlent 16.11.2023 11:11 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 … 12 ›
Tók langan tíma að finna uppruna ammoníaklekans Slökkvilið Vesturbyggðar vann að því í allan dag að leita að ammoníakleka í gömlu frystihúsi á Tálknafirði, nú Vesturbyggð. Tilkynnt var um mikla ammoníaklykt um klukkan 2:23 í nótt. Lekinn var að enda fundinn en slökkvilið segir að það hafi „heldur betur bæst í reynslubankann“ í dag. Innlent 19.6.2024 22:02
Sameinað sveitarfélag heitir Vesturbyggð Ákveðið var á fundi bæjarstjórnar sameinaðs sveitarfélags Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar í dag að sveitarfélagið eigi að heita Vesturbyggð. Ákvörðunin er í samræmi við niðurstöðu íbúakönnunar sem fór fram frá 11. til 17. júní. Innlent 19.6.2024 19:10
Eldisseiði hafi átt greiða leið úr stöðinni í Tálknafirði Matvælastofnun telur að ekki hafi verið til staðar nægjanlegur mannskapur til að sinna fyrsta viðbragði í kjölfar stroks eldislax úr fiskeldisstoð Arctic Smolt ehf. í Norður-Botni þann 24. maí 2024. Samkvæmt Matvælastofnun voru aðeins tveir starfsmenn á svæðinu umrætt kvöld. Innlent 19.6.2024 09:56
Hafnarsvæðinu lokað vegna ammóníaksleka á Tálknafirði Hafnarsvæðinu á Tálknafirði hefur verið lokað vegna ammóníaksleka í gömlu frystihúsi. Útkallið barstslökkviliðinu í Vesturbyggð um þrjú í nótt frá vegfarendum sem urðu varir við stækjuna. Innlent 19.6.2024 07:26
Fyrsti rampurinn vígður á Vestfjörðum í Römpum upp Ísland Fyrsti rampurinn á Vestfjörðum í átakinu Römpum Upp Ísland var vígður í síðustu viku. Rampurinn er sá tólfhundraðasti í röðinni en stefnt er að því að reisa alls 1.500 rampa í átakinu í þágu hreyfihamlaðra fyrir 11. mars 2025. Innlent 18.6.2024 16:41
Úr sex nöfnum að velja á nýjasta sveitarfélag landsins Á fyrsta fundi sameiginlegrar sveitarstjórnar Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar var lögð fram umsögn örnefnanefndar um þær tillögur sem bárust um nafn á þetta nýjasta sveitarfélag Íslands. Innlent 10.6.2024 15:25
Fólki bjargað á landi sem sjó Skúta komst í hann krappann á Suðurlandi, lítill fiskibátur á Patreksfirði sömuleiðis og ferðamenn á Mývatnsheiði festu bíla sína. Björgunarsveitarfólk hefur haft í nægu að snúast síðan í nótt. Innlent 5.6.2024 16:01
Lífið brosir við mæðgum eftir áralangt einelti Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir ritar afar athyglisverða grein um einelti sem dóttir hennar Íris Anna mátti sæta á Stykkishólmi. Fjölskyldan flutti í febrúar til Akraness og við það eitt leystust ýmsir hnútar sem höfðu virst óleysanlegir. Innlent 31.5.2024 11:24
Nýtt sveitarfélag Það er ekki á hverjum degi að nýtt sveitarfélaga lítur dagsins ljós. Nú um helgina verður því fagnað á Vestfjörðum þegar Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppur sameinast. Þar sem Hrafna- Flóki settist að og gaf landinu nafnið Ísland og annar sagði að þar drypi smjör af hverju strái. Skoðun 17.5.2024 15:30
Bíó og plokkfiskur á Patreksfirði um hvítasunnuhelgina Það stendur mikið til á Patreksfirði því um hvítasunnuhelgina verður haldin þar hátíð íslenskra heimildarmynda. Auk þess verður boðið upp á plokkfiskveislu og limbókeppni. Lífið 12.5.2024 12:29
Orku- og samgöngumál efst á lista nýs sveitarfélags Listi Nýrrar sýnar hlaut meirihluta bæjarstjórnarsæta í kosningum í sameinuðu sveitarfélagi Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps í gær. Oddviti listans segir mörg stór verkefni bíða nýrrar sveitarstjórnar, mikil orkuþörf sé á svæðinu og byggja þurfi nýjan skóla á Bíldudal. Innlent 5.5.2024 13:38
Ný sýn fékk meirihluta Listi Nýrrar sýnar hlaut meirihluta bæjarstjórnarsæta í kosningum í sameinuðu sveitarfélagi Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps í gær. Innlent 5.5.2024 08:00
Sjálfbær framtíð Vestfjarða Í opnu auglýsingu í Morgunblaðinu 2. maí hvetur forystufólk úr ferðaþjónustu og stangveiði, alþingismenn og ráðherra til að banna sjókvíaeldi við Ísland. Undir þetta tekur svo umtalsverður fjöldi erlendra aðila. En hvað þýðir þessi krafa fyrir Vestfirði? Skoðun 3.5.2024 08:32
Staðfesta risasekt Arnarlax Matvælaráðuneytið hefur staðfest 120 milljóna stjórnvaldssekt Matvælastofnunar á hendur Arnarlaxi vegna slysasleppinga á eldilaxi fyrirtækisins í Arnarfirði árið 2022. Innlent 20.4.2024 14:03
Helga gert að rannsaka slysasleppingarnar Ákvörðun Helga Jenssonar, lögreglustjóra á Vestfjörðum, þess efnis að hætta rannsókn á slysasleppingum fyrir vestan, hefur verið felld úr gildi. Innlent 18.4.2024 13:51
Óvissa um útboð næsta áfanga á Dynjandisheiði Útboð þriðja áfanga Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði er í óvissu. Til stóð að bjóða verkið út í febrúar en núna fást óljós svör frá Vegagerðinni um hvort búið sé að fresta útboðinu og hve lengi því muni seinka. Innlent 7.3.2024 12:12
Hættir sem bæjarstjóri Vesturbyggðar Þórdís Sif Sigurðardóttir núverandi bæjarstjóri Vesturbyggðar segir í tilkynningu á Facebook að hún ætli ekki að gefa kost á sér í starf bæjarstjóra í kosningum sameinaðs sveitarfélags Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar í sumar. Innlent 6.3.2024 15:03
Engin byggingarleyfi í höfn þvert á fullyrðingar Arctic Fish Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur ekki gefið út byggingarleyfi vegna sjókvía. Þetta segir í svörum HMS við fyrirspurn fréttastofu en tilefnið eru ummæli sem höfð voru eftir framkvæmdastjóra Arctic Fish í Bæjarins besta um að leyfi væri í höfn. Innlent 22.2.2024 06:22
Óska eftir nafnatillögum á sameinað sveitarfélag Sveitarfélögin Tálknafjarðarhreppur og Vesturbyggð hafa óskað eftir tillögum frá íbúum að nafni nýs sameinaðs sveitarfélags. Innlent 18.2.2024 17:45
Stór kærubunki vegna ákvörðunar lögreglustjórans Ríkissaksóknara bárust 27 kærur vegna ákvörðunar lögreglustjórans á Vestfjörðum að fella niður rannsókn á slysasleppingum úr fiskeldisstöð Arctic Sea Farm. Innlent 30.1.2024 10:46
MAST kærir niðurfellingu Helga á rannsókn Matvælastofnun hefur kært ákvörðun Helga Jenssonar lögreglustjóra á Vestfjörðum fyrir að fella niður rannsókn máls á laxasleppingum fyrir vestan. Ríkissaksóknari fær nú málið á sitt borð og skoðar hvort ákvörðunin standi eða hvort lögreglu verði gert að hefja rannsókn að nýju. Innlent 29.1.2024 10:18
Lumar þú á sögu úr friðlandinu í Vatnsfirði? Gul viðvörun og ég hrekk upp við skarkalann í rúllugardínunum sem skella við gluggakarminn. Þó svo að það sé sannarlega mikilsvert að sofa við góð loftgæði keyrir nú eiginlega um þverbak þegar sunnan 18 æðir inn á rúmgafl til þín. Skoðun 29.1.2024 08:00
„Skattayfirvöld eru að mjólka okkur til blóðs“ Halldór Halldórsson, forstjóri Íslenska kalkþörungafélagsins sem staðsett er á Bíldudal, segir skattayfirvöld mjólka fyrirtækið til blóðs. Skatturinn fari fram á hærri skatt en sem nemur hagnaði fyrirtækisins og segir Halldór írska fjárfesta þess steinhissa. Málið verður rekið fyrir dómstólum. Viðskipti innlent 10.1.2024 09:44
Spyr hvort „önnur öfl“ hafi haft áhrif á ákvörðun lögreglustjórans Gunnar Örn Petersen framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga segir það sem kemur fram í nýrri skýrslu MAST um sjókvíaeldi Arctic Fish í Patreksfirði ekki endilega nýtt. Hann spyr hvort önnur öfl hafi haft áhrif á ákvörðun lögreglustjórans að láta mál embættisisins niður falla. Innlent 4.1.2024 22:53
Nýr slökkvibíll á Bíldudal styttir viðbragðstíma Slökkviliðið á Bíldudal fékk afhentan nýjan slökkvibíl í desember. Nýi bíllinn kemur til með að stytta viðbragðstíma slökkviliðsins og bæta starfsumhverfi og öryggi slökkviliðsmanna. Innlent 4.1.2024 18:50
Tvö alvarleg frávik hjá Arctic Sea Farm Matvælastofnun hefur gefið Arctic Sea Farm hf, dótturfyrirtæki Arctic Fish, frest til 19. janúar að bregðast við tveimur alvarlegum frávikum sem greindust við eftirlit á starfsemi í sjókvíeldi í Kvígindisdal í Patreksfirði í september. Annað frávikið varðar ljósabúnað en hitt eftirlit neðansjávar. Innlent 4.1.2024 14:51
Segir lögreglustjórann á Vestfjörðum vanhæfan í málinu Landssamband veiðifélaga hyggst kæra ákvörðun lögreglustjórans á Vestfjörðum um að hætta rannsókn á slysasleppingu eldislax úr fiskeldisstöð Arcitc Sea Farm í Patreksfirði í ágúst. Framkvæmdastjóri sambandsins segir ljóst að vanhæfi lögreglustjórans á Vestfjörðum í þessu máli sé algjört. Innlent 30.12.2023 12:13
Lögregla hætt rannsókn á slysasleppingum í Patreksfirði Lögreglustjórinn á Vestfjörðun hefur hætt rannsókn á slysasleppingu eldislax úr fiskeldisstöð Arctic Sea Farm ehf í Kvígindisdal í Patreskfirði í ágúst síðastliðnum en hún var hafin í kjölfar kæru Matvælastofnunar í september. Innlent 21.12.2023 09:20
Gleðjast yfir því að þurfa ekki í hálkuna á Hjallahálsi Vegfarendur sem ekið hafa nýja veginn um Teigsskóg eru byrjaðir að lýsa reynslu sinni og birta myndir á samfélagsmiðlum. Vegurinn var opnaður umferð í gær, átján mánuðum eftir að Vegagerðin og Borgarverk undirrituðu samning um vegagerðina, sem sannarlega má telja einhverja þá umdeildustu hérlendis, en áður hafði verið deilt hart um vegstæðið í tvo áratugi. Innlent 2.12.2023 12:40
Nýr Baldur siglir til Stykkishólms í dag Nýja Breiðafjarðarferjan Baldur er að verða tilbúin í áætlunarsiglingar milli Stykkishólms og Brjánslækjar um Flatey. Komu skipsins verður fagnað með athöfn í Stykkishólmi á morgun. Innlent 16.11.2023 11:11