Bjargaði sér í Afríku þegar Vestfjarðaflugið gekk ekki Kristján Már Unnarsson skrifar 24. mars 2025 14:14 Hörður Guðmundsson segir frá alþjóðaútgerð Flugfélagsins Ernis í þættinum Flugþjóðin á Stöð 2. Fyrir aftan er samskonar flugvél og hann byrjaði með á Ísafirði fyrir 55 árum. Egill Aðalsteinsson Vestfirska Flugfélagið Ernir á Ísafirði var komið með nítján sæta Twin Otter-vél þegar best gekk. En þegar fjaraði undan Vestfjarðafluginu voru það verkefni í Afríku sem gáfu Herði Guðmundssyni færi á því að halda flugvélinni. Stiklað er á stóru í flugútrás Íslendinga í gegnum tíðina í sjöunda þætti Flugþjóðarinnar á Stöð 2, sem jafnframt er sá fyrsti í þáttaröð númer tvö. Alþjóðaútrásin hefur ekki aðeins verið bundin við stóru flugfélögin heldur hafa smærri íslensk félög sem og einstaklingar í fluginu einnig sótt sér verkefni utan Íslands. Hörður nýtti Twin Otterinn meðal annars í flugi fyrir Rauðakrossinn víða um Afríku.Úr einkasafni Hörður byrjaði á verkefni fyrir Sameinuðu þjóðirnar í Kenýa með flugi inn í Suður-Súdan sem átti að standa í þrjá mánuði. Flug fyrir Rauðakrossinn víða í Afríku bættist við og fór svo að Afríkuverkefnin entust meira og minna í ellefu ár. Þær Sigrún Bender og Kristín Edda Egilsdóttir öfluðu sér báðar dýrmætrar reynslu erlendis áður en þær fengu starf á Íslandi.Egill Aðalsteinsson Margir íslenskir flugmenn hafa þurft að sækja út fyrir landsteinana eftir starfi. Það er óvíst að þær Sigrún Bender og Kristín Edda Egilsdóttir væru að stýra einni af Boeing MAX-vélum Icelandair ef ekki væri fyrir verkefni erlendis, þar sem þær öfluðu sér dýrmætrar starfsreynslu. Hörður Guðmundsson flaug ekki bara eigin flugvélum erlendis. Hann flaug einnig fyrir Arngrím Jóhannsson í Air Atlanta sem þotuflugmaður á Boeing 737. Ómar Benediktsson segir frá Íslandsflugi.Egill Aðalsteinsson Íslandsflug byrjaði sem lítið innanlandsfélag á grunni Arnarflugs en átti síðar eftir að verða umsvifamikið í flugútrás Íslendinga. Ómar Benediktsson, sem stofnaði Íslandsflug ásamt Gunnari Þorvaldssyni, lýsir því hvernig þotunum fjölgaði jafnt og þétt, bæði í fraktflugi og leiguflugi með farþega. Loftleiðir Icelandic eru félag sem Icelandair stofnaði árið 2002 um leiguflug víða um heim. Árni Hermannsson framkvæmdastjóri segir reksturinn styðja við bakið á öðrum rekstri Icelandair. Boeing 757-þota Loftleiða Icelandic í flugtaki á Suðurpólnum. Næsti þáttur Flugþjóðarinnar fjallar um 757-þotuna í þjónustu Íslendinga.Loftleiðir Icelandic Meginhlutverkið í upphafi hafi verið að jafna út árstíðarsveiflu Icelandair en síðan hafi félagið einnig vaxið á öðrum sviðum, ekki síst í lúxusferðum. Þannig hefur félagið síðustu misseri verið með þrjár sérinnréttaðar þotur sem eingöngu sinna lúxusferðum fyrir efnafólk, bæði hnattreisum og ferðum um einstaka heimsálfur. Nánar má heyra um þessu ólíku verkefni í þessu átta mínútna myndskeiði úr þættinum: Í næsta þætti Flugþjóðarinnar annaðkvöld, þriðjudagskvöldið 25. mars, verður fjallað um Boeing 757-þotuna í þjónustu Íslendinga. Hér má sjá kynningarstiklu þáttaraðarinnar: Flugþjóðin Fréttir af flugi Icelandair Air Atlanta Ísafjarðarbær Vesturbyggð Tengdar fréttir Gullaldarárin þegar flugið varð stór uppspretta þjóðartekna Loftleiðabyggingarnar á Reykjavíkurflugvelli eru helsta táknmynd þess peningaflæðis sem fylgdi sókn Íslendinga inn á alþjóðlegan flugmarkað á árunum milli 1960 og ‘70 og gerði flugið að einum þýðingarmesta þætti efnahagslífsins. 22. mars 2025 16:44 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Fleiri fréttir Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Sjá meira
Stiklað er á stóru í flugútrás Íslendinga í gegnum tíðina í sjöunda þætti Flugþjóðarinnar á Stöð 2, sem jafnframt er sá fyrsti í þáttaröð númer tvö. Alþjóðaútrásin hefur ekki aðeins verið bundin við stóru flugfélögin heldur hafa smærri íslensk félög sem og einstaklingar í fluginu einnig sótt sér verkefni utan Íslands. Hörður nýtti Twin Otterinn meðal annars í flugi fyrir Rauðakrossinn víða um Afríku.Úr einkasafni Hörður byrjaði á verkefni fyrir Sameinuðu þjóðirnar í Kenýa með flugi inn í Suður-Súdan sem átti að standa í þrjá mánuði. Flug fyrir Rauðakrossinn víða í Afríku bættist við og fór svo að Afríkuverkefnin entust meira og minna í ellefu ár. Þær Sigrún Bender og Kristín Edda Egilsdóttir öfluðu sér báðar dýrmætrar reynslu erlendis áður en þær fengu starf á Íslandi.Egill Aðalsteinsson Margir íslenskir flugmenn hafa þurft að sækja út fyrir landsteinana eftir starfi. Það er óvíst að þær Sigrún Bender og Kristín Edda Egilsdóttir væru að stýra einni af Boeing MAX-vélum Icelandair ef ekki væri fyrir verkefni erlendis, þar sem þær öfluðu sér dýrmætrar starfsreynslu. Hörður Guðmundsson flaug ekki bara eigin flugvélum erlendis. Hann flaug einnig fyrir Arngrím Jóhannsson í Air Atlanta sem þotuflugmaður á Boeing 737. Ómar Benediktsson segir frá Íslandsflugi.Egill Aðalsteinsson Íslandsflug byrjaði sem lítið innanlandsfélag á grunni Arnarflugs en átti síðar eftir að verða umsvifamikið í flugútrás Íslendinga. Ómar Benediktsson, sem stofnaði Íslandsflug ásamt Gunnari Þorvaldssyni, lýsir því hvernig þotunum fjölgaði jafnt og þétt, bæði í fraktflugi og leiguflugi með farþega. Loftleiðir Icelandic eru félag sem Icelandair stofnaði árið 2002 um leiguflug víða um heim. Árni Hermannsson framkvæmdastjóri segir reksturinn styðja við bakið á öðrum rekstri Icelandair. Boeing 757-þota Loftleiða Icelandic í flugtaki á Suðurpólnum. Næsti þáttur Flugþjóðarinnar fjallar um 757-þotuna í þjónustu Íslendinga.Loftleiðir Icelandic Meginhlutverkið í upphafi hafi verið að jafna út árstíðarsveiflu Icelandair en síðan hafi félagið einnig vaxið á öðrum sviðum, ekki síst í lúxusferðum. Þannig hefur félagið síðustu misseri verið með þrjár sérinnréttaðar þotur sem eingöngu sinna lúxusferðum fyrir efnafólk, bæði hnattreisum og ferðum um einstaka heimsálfur. Nánar má heyra um þessu ólíku verkefni í þessu átta mínútna myndskeiði úr þættinum: Í næsta þætti Flugþjóðarinnar annaðkvöld, þriðjudagskvöldið 25. mars, verður fjallað um Boeing 757-þotuna í þjónustu Íslendinga. Hér má sjá kynningarstiklu þáttaraðarinnar:
Flugþjóðin Fréttir af flugi Icelandair Air Atlanta Ísafjarðarbær Vesturbyggð Tengdar fréttir Gullaldarárin þegar flugið varð stór uppspretta þjóðartekna Loftleiðabyggingarnar á Reykjavíkurflugvelli eru helsta táknmynd þess peningaflæðis sem fylgdi sókn Íslendinga inn á alþjóðlegan flugmarkað á árunum milli 1960 og ‘70 og gerði flugið að einum þýðingarmesta þætti efnahagslífsins. 22. mars 2025 16:44 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Fleiri fréttir Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Sjá meira
Gullaldarárin þegar flugið varð stór uppspretta þjóðartekna Loftleiðabyggingarnar á Reykjavíkurflugvelli eru helsta táknmynd þess peningaflæðis sem fylgdi sókn Íslendinga inn á alþjóðlegan flugmarkað á árunum milli 1960 og ‘70 og gerði flugið að einum þýðingarmesta þætti efnahagslífsins. 22. mars 2025 16:44