Sprengisandur

Fréttamynd

„Auð­vitað er þetta svika­mylla“

Sérfræðingur í málefnum Austur-Evrópu segir Hvít-Rússa beita „nýju vopni“ í átökum á landamærunum. Dr. Hilmar Þór Hilmarsson var í viðtali á Sprengisandi í morgun og segir ástandið slæmt. Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands, hefur verið sakaður um að nota flótta- og farandfólk sem „peð“ í deilum við Evrópusambandið.

Erlent
Fréttamynd

Sprengi­sandur: Efna­hags­mál, kosningar og um­hverfis­mál í brenni­depli

Á Sprengisandi í dag verður farið um víðan völl. Meðal annarra verður rætt við Má Mixa fjárfesti og háskólakennara sem ætlar að kasta mati á vexti, verðbólgu, hækkanir á eignaverði og eitt og annað fleira sem við glímum við í hagkerfinu á Íslandi, en þeir Kristján Kristjánsson ætla líka að tala um aflandsviðskipti í kjölfar Pandóru-skjalanna sem birt hafa verið síðustu vikur.

Innlent
Fréttamynd

Formennirnir mættu á Sprengisand

Spennandi kosninganótt er að baki og fram undan áhugaverður dagur með viðræðum forystufólks flokkanna sem eðli máls samkvæmt er missátt við niðurstöðurnar í Alþingiskosningunum.

Innlent
Fréttamynd

Straumar og stefnur kosninga­bar­áttunnar á Sprengi­sandi

Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur í umsjón Kristjáns Kristjánssonar er á dagskrá frá klukkan tíu til tólf í dag. Fyrstu gestir eru Lilja Alfreðsdóttir, Daði Már Kristófersson og Gunnar Smári Egilsson sem ætla að freista þess að draga fram og skýra helstu strauma og stefnur í þessari kosningabaráttu sem yfir stendur.

Innlent
Fréttamynd

Sprengisandur: Orkuskipti, kosningabaráttan og KSÍ

Hanna Björg Vilhjálmsdóttir sem krefst forystuskipta í stjórn Knattspyrnusambands Íslands er á meðal gesta í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Þá verður rætt um orkuskipti, umönnun aldraðra og kosningabaráttuna.

Innlent
Fréttamynd

Sprengisandur: Stjórnarskráin, Sorpa og Afganistan

Margt verður rætt í þjóðmálaþættinum Sprengisandi í dag en þátturinn er sem fyrr á Bylgjunni klukkan tíu. Kristján Kristjánsson mun byrja á því að ræða við Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmann um grein Kristrúnar Heimisdóttur um stjórnarskrármálið sem nýverið birtist í tímariti lögfræðinga.

Innlent
Fréttamynd

Á­greiningur vegna veiði­gjalda heldur á­fram

Þeir Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis hf. í Grindavík, og Daði Már Kristófersson, varaformaður Viðreisnar og prófessor í auðlindahagfræði, mættust í Sprengisandi í dag. Þar ræddu þeir enn og aftur um veiðigjöld og hvernig réttast væri að reikna þau og skipta. 

Innlent