Svarta sviðsmyndin blasir við ferðaþjónustunni í ár Kristján Már Unnarsson skrifar 3. júní 2024 22:22 Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, í viðtali í fréttum Stöðvar 2 í dag. Sigurjón Ólason Horfur í ferðaþjónustu hafa snarversnað. Gistinóttum frá áramótum fækkaði um sex prósent og bókanir á hótelum fyrir sumarið eru tíu til fimmtán prósentum færri en á sama tíma í fyrra. Þriðjungur gjaldeyristekna þjóðarinnar í fyrra kom af ferðaþjónustu og stóðu vonir til að þetta ár yrði jafnvel betra en það síðasta. En núna segir talsmaður ferðaþjónustunnar í fréttum Stöðvar 2 stefna í að myndin verði dekkri: „Verði nær svörtu sviðsmyndinni í fjármálaáætlun heldur en þeirri björtu,” segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Tölurnar frá áramótum virðast á yfirborðinu lofa góðu með sex prósenta fjölgun ferðamanna. Gistinóttum frá áramótum fækkaði hins vegar um sex prósent og í apríl um fimmtán prósent. Þá fækkaði ferðamönnum í apríl um þrjú prósent. Þótt ferðamönnum hafi fjölgað um sex prósent frá áramótum hefur gistinóttum fækkað um sex prósent.Vilhelm Gunnarsson „Þannig að af þessu má sjá að gistinætur á mann, þeim er að fækka nokkuð skarpt. Því fylgir að verðmæti á hvern ferðamann, þau eru einnig að minnka, sem eru hvort tveggja mjög vondar fréttir fyrir þjóðarbúið,” segir Jóhannes. Og bókunarstaðan á gististöðum í sumar veldur áhyggjum: „Um tíu til fimmtán prósentum lægri heldur en hún var á sama tíma í fyrra fyrir sumarmánuðina. Og sú staða er heldur slakari þegar komið er lengra frá höfuðborgarsvæðinu.” Frá ferðaþjónustu við Jökulsárlón.Vilhelm Gunnarsson Fækkun gistinátta er sérlega slæm fyrir landsbyggðina. Það þýðir að ferðamenn sem koma til landsins um Keflavíkurflugvöll fara síður langt út fyrir suðvesturhornið. „Þá fara menn styttra um landið og styttra út frá hringveginum. Þannig að þetta bitnar kannski ekki síst á þeim sem eru kannski ekki í alfaraleið.” Þegar spurt er um skýringar segir Jóhannes marga hafa nefnt eldgosin. Reykjaneseldar eru sagðir fæla ferðamenn frá Íslandi. Frá yfirstandandi eldgosi í Sundhnúksgígaröðinni.Vilhelm Gunnarsson „En það er kannski ekki höfuðþátturinn. Verðlag hefur hækkað hér töluvert. Við höfum verið með þrálátari verðbólgu heldur en í samkeppnisríkjunum. Þá hafi stjórnvöld slökkt á fjármagni til landkynningar. „Við þekkjum þetta í öllum vörum. Ef við erum ekki að segja söguna okkar þá eru einhverjir aðrir að segja sínar sögur og þær komast betur til skila,” segir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Hótel á Íslandi Icelandair Play Skemmtiferðaskip á Íslandi Norræna Keflavíkurflugvöllur Bílaleigur Tengdar fréttir Icelandair tekur skarpa dýfu niður fyrir útboðsgengi Gengi hlutabréfa í Icelandair hefur tekið skarpa dýfu niður á við í morgun og er komið verulega niður fyrir gengið í útboðinu árið 2020. 30. maí 2024 10:34 Play sér ekki tilefni til að breyta afkomuspánni þrátt fyrir aukna samkeppni Mikil samkeppni er frá alþjóðlegum flugfélögum í flugi yfir Atlantshafið í sumar með tilheyrandi þrýstingi til lækkunar á flugfargjöldum, að sögn forstjóra Play, en vegna ýmissa aðgerða sem hefur verið ráðist í til að mæta krefjandi rekstrarumhverfi telur félagið ekki tilefni til að fylgja í fótspor Icelandair og breyta afkomuspá sinni fyrir þetta ár. Hlutabréfaverð Play hefur fallið skarpt síðustu tvo viðskiptadaga og er tæplega fimmtíu prósentum lægra miðað við útboðsgengið í nýlega afstaðinni hlutafjáraukningu. 30. maí 2024 11:05 Hætta við hlutafjárútboð og skráningu Íslandshótela Ákveðið hefur verið að hætta við hlutafjárútboð Íslandshótela og skráningu félagsins í Kauphöllina. Er það vegna þess að ekki fengust áskriftir fyrir öllum boðnum hlutum og hættu seljendur því við. 22. maí 2024 23:46 Hátt verð fæli ferðamanninn frá Íslandi Blikur eru á lofti þegar kemur að bókunum ferðamanna á hótelgistingu hér á landi í sumar. Færri bókanir voru í apríl heldur en verið hefur. Formaður Félags fyrirtækja í hótel og gistiþjónustu segir Ísland dýrt og það sé farið að hafa áhrif. 22. maí 2024 16:39 Dýrtíðin skerði samkeppnishæfni áfangastaðarins Íslands Stjórnvöld verða að taka alvarlega þær blikur sem á lofti eru í ferðaþjónustu. Þetta segir Bjarnheiður Hallsdóttir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar sem varar við þeim efnahagslegu afleiðingum sem samdráttur í greininni hefði í för með sér fyrir þjóðarbúið. 13. mars 2024 14:27 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Þriðjungur gjaldeyristekna þjóðarinnar í fyrra kom af ferðaþjónustu og stóðu vonir til að þetta ár yrði jafnvel betra en það síðasta. En núna segir talsmaður ferðaþjónustunnar í fréttum Stöðvar 2 stefna í að myndin verði dekkri: „Verði nær svörtu sviðsmyndinni í fjármálaáætlun heldur en þeirri björtu,” segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Tölurnar frá áramótum virðast á yfirborðinu lofa góðu með sex prósenta fjölgun ferðamanna. Gistinóttum frá áramótum fækkaði hins vegar um sex prósent og í apríl um fimmtán prósent. Þá fækkaði ferðamönnum í apríl um þrjú prósent. Þótt ferðamönnum hafi fjölgað um sex prósent frá áramótum hefur gistinóttum fækkað um sex prósent.Vilhelm Gunnarsson „Þannig að af þessu má sjá að gistinætur á mann, þeim er að fækka nokkuð skarpt. Því fylgir að verðmæti á hvern ferðamann, þau eru einnig að minnka, sem eru hvort tveggja mjög vondar fréttir fyrir þjóðarbúið,” segir Jóhannes. Og bókunarstaðan á gististöðum í sumar veldur áhyggjum: „Um tíu til fimmtán prósentum lægri heldur en hún var á sama tíma í fyrra fyrir sumarmánuðina. Og sú staða er heldur slakari þegar komið er lengra frá höfuðborgarsvæðinu.” Frá ferðaþjónustu við Jökulsárlón.Vilhelm Gunnarsson Fækkun gistinátta er sérlega slæm fyrir landsbyggðina. Það þýðir að ferðamenn sem koma til landsins um Keflavíkurflugvöll fara síður langt út fyrir suðvesturhornið. „Þá fara menn styttra um landið og styttra út frá hringveginum. Þannig að þetta bitnar kannski ekki síst á þeim sem eru kannski ekki í alfaraleið.” Þegar spurt er um skýringar segir Jóhannes marga hafa nefnt eldgosin. Reykjaneseldar eru sagðir fæla ferðamenn frá Íslandi. Frá yfirstandandi eldgosi í Sundhnúksgígaröðinni.Vilhelm Gunnarsson „En það er kannski ekki höfuðþátturinn. Verðlag hefur hækkað hér töluvert. Við höfum verið með þrálátari verðbólgu heldur en í samkeppnisríkjunum. Þá hafi stjórnvöld slökkt á fjármagni til landkynningar. „Við þekkjum þetta í öllum vörum. Ef við erum ekki að segja söguna okkar þá eru einhverjir aðrir að segja sínar sögur og þær komast betur til skila,” segir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Hótel á Íslandi Icelandair Play Skemmtiferðaskip á Íslandi Norræna Keflavíkurflugvöllur Bílaleigur Tengdar fréttir Icelandair tekur skarpa dýfu niður fyrir útboðsgengi Gengi hlutabréfa í Icelandair hefur tekið skarpa dýfu niður á við í morgun og er komið verulega niður fyrir gengið í útboðinu árið 2020. 30. maí 2024 10:34 Play sér ekki tilefni til að breyta afkomuspánni þrátt fyrir aukna samkeppni Mikil samkeppni er frá alþjóðlegum flugfélögum í flugi yfir Atlantshafið í sumar með tilheyrandi þrýstingi til lækkunar á flugfargjöldum, að sögn forstjóra Play, en vegna ýmissa aðgerða sem hefur verið ráðist í til að mæta krefjandi rekstrarumhverfi telur félagið ekki tilefni til að fylgja í fótspor Icelandair og breyta afkomuspá sinni fyrir þetta ár. Hlutabréfaverð Play hefur fallið skarpt síðustu tvo viðskiptadaga og er tæplega fimmtíu prósentum lægra miðað við útboðsgengið í nýlega afstaðinni hlutafjáraukningu. 30. maí 2024 11:05 Hætta við hlutafjárútboð og skráningu Íslandshótela Ákveðið hefur verið að hætta við hlutafjárútboð Íslandshótela og skráningu félagsins í Kauphöllina. Er það vegna þess að ekki fengust áskriftir fyrir öllum boðnum hlutum og hættu seljendur því við. 22. maí 2024 23:46 Hátt verð fæli ferðamanninn frá Íslandi Blikur eru á lofti þegar kemur að bókunum ferðamanna á hótelgistingu hér á landi í sumar. Færri bókanir voru í apríl heldur en verið hefur. Formaður Félags fyrirtækja í hótel og gistiþjónustu segir Ísland dýrt og það sé farið að hafa áhrif. 22. maí 2024 16:39 Dýrtíðin skerði samkeppnishæfni áfangastaðarins Íslands Stjórnvöld verða að taka alvarlega þær blikur sem á lofti eru í ferðaþjónustu. Þetta segir Bjarnheiður Hallsdóttir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar sem varar við þeim efnahagslegu afleiðingum sem samdráttur í greininni hefði í för með sér fyrir þjóðarbúið. 13. mars 2024 14:27 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Icelandair tekur skarpa dýfu niður fyrir útboðsgengi Gengi hlutabréfa í Icelandair hefur tekið skarpa dýfu niður á við í morgun og er komið verulega niður fyrir gengið í útboðinu árið 2020. 30. maí 2024 10:34
Play sér ekki tilefni til að breyta afkomuspánni þrátt fyrir aukna samkeppni Mikil samkeppni er frá alþjóðlegum flugfélögum í flugi yfir Atlantshafið í sumar með tilheyrandi þrýstingi til lækkunar á flugfargjöldum, að sögn forstjóra Play, en vegna ýmissa aðgerða sem hefur verið ráðist í til að mæta krefjandi rekstrarumhverfi telur félagið ekki tilefni til að fylgja í fótspor Icelandair og breyta afkomuspá sinni fyrir þetta ár. Hlutabréfaverð Play hefur fallið skarpt síðustu tvo viðskiptadaga og er tæplega fimmtíu prósentum lægra miðað við útboðsgengið í nýlega afstaðinni hlutafjáraukningu. 30. maí 2024 11:05
Hætta við hlutafjárútboð og skráningu Íslandshótela Ákveðið hefur verið að hætta við hlutafjárútboð Íslandshótela og skráningu félagsins í Kauphöllina. Er það vegna þess að ekki fengust áskriftir fyrir öllum boðnum hlutum og hættu seljendur því við. 22. maí 2024 23:46
Hátt verð fæli ferðamanninn frá Íslandi Blikur eru á lofti þegar kemur að bókunum ferðamanna á hótelgistingu hér á landi í sumar. Færri bókanir voru í apríl heldur en verið hefur. Formaður Félags fyrirtækja í hótel og gistiþjónustu segir Ísland dýrt og það sé farið að hafa áhrif. 22. maí 2024 16:39
Dýrtíðin skerði samkeppnishæfni áfangastaðarins Íslands Stjórnvöld verða að taka alvarlega þær blikur sem á lofti eru í ferðaþjónustu. Þetta segir Bjarnheiður Hallsdóttir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar sem varar við þeim efnahagslegu afleiðingum sem samdráttur í greininni hefði í för með sér fyrir þjóðarbúið. 13. mars 2024 14:27