Seðlabankinn

Fréttamynd

Verðbólga loksins á undanhaldi og gæti hjaðnað hratt

Verðbólga virðist vera í rénun og hefur ekki verið minni frá því í júní í fyrra og er nú 8,9 prósent. Hagfræðingur greiningardeildar Íslandsbanka segir þetta góðar fréttir og ef allt gangi að óskum gæti verðbólga verið komin niður í 8 prósent um áramótin.

Innlent
Fréttamynd

Bankinn hafi brugðist trausti

Fjármálaráðherra segir ljóst af sátt Íslandsbanka og Seðlabanka Íslands að Íslandsbanki hafi brugðist því trausti sem honum var sýnt þegar ákveðið var að hann myndi sjálfur sjá um útboð á hlut ríkisins í bankanum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fullyrtu um tuttugu milljóna lágmark sem enginn fótur var fyrir

Starfsmenn Íslandsbanka beindu útboði á hlut ríkisins að 99 almennum fjárfestum, þrátt fyrir að um útboð fyrir fagfjárfesta hafi verið að ræða. Í níu tilfellum, þar sem hljóðrituð símtöl liggja fyrir, kemur fram í símtölum starfsmanna bankans við almenna fjárfesta að lágmarksfjárhæð í útboðinu væri 20 milljónir króna. Þær fullyrðingar voru rangar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Stjórnin á bankanum er óásættanleg að mínu mati“

Stjórnendur Íslandsbanka brugðust trausti þjóðarinnar algjörlega við sölu bankans á hlutum í eigu ríkisins og stjórn bankans er óáættanleg að mati viðskiptaráðherra. Alvarleg og kerfislæg brot Íslandsbanka við sölu bankans eru dregin fram í skýrslu Fjármálaeftirlits Seðlabankans um sátt sem gerð var á dögunum vegna sölunnar en birt var í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Hátt­semi ISB haft „skað­leg á­hrif á traust og trú­verðug­leika“ fjár­mála­markaða

Stjórn og bankastjóri Íslandsbanka sýndi af sér „athafnaleysi vegna viðvarandi annmarka“ á skráningu og varðveislu símtala þegar hann seldi hluti ríkisins í sjálfum sér auk þess sem stjórnarhættir bankans bera „vott um skort á áhættuvitund,“ að mati fjármálaeftirlits Seðlabankans. Eftirlitið telur brot Íslandsbanka benda til „veikleika í innra eftirlitskerfi“ hans og að háttsemin sé til þess fallin að hafa „skaðleg áhrif á traust og trúverðugleika fjármálamarkaða.“

Innherji
Fréttamynd

Sáttin birt: Flokkuðu fjárfesta ranglega, tóku ekki upp símtöl og villtu um fyrir Bankasýslunni

Seðlabankinn hefur birt samkomulag við Íslandsbanka um að ljúka máli bankans vegna sölunnar á hlut ríkisins í bankanum. Meðal þess sem kemur fram í samkomulaginu er að stjórn bankans og bankastjóri hafi ekki innleitt stjórnarhætti og innra eftirlit með fullnægjandi hætti. Þá voru átta almennir fjárfestar flokkaðir sem sem fagfjárfestar með röngum hætti.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Segir það ekki Íslandsbanka að birta sáttina

Birting sáttar sem Íslandsbanki gerði við Fjármálaeftirlitið strandar ekki á undirskrift stjórnenda bankans samkvæmt svörum frá samskiptastjóra. Skrifað var undir sáttina í gær og verður hún væntanlega gerð opinber á morgun. Þá skýrist meðal annars hvort kaup eiginmanns samskiptastjóra í bankanum hafi verið lögleg.

Innlent
Fréttamynd

Seðla­bankinn hafi viljað gefa „á­kveðin skila­boð“ út á markaðinn

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, telur að sektarfjárhæðin, 1.160 milljónir króna, sem bankinn hefur fallist á að greiða vegna brota á lögum og innri reglum félagsins við sölu á hlutum í sjálfum sér, endurspegli það að fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hafi viljað gefa „ákveðin skilaboð“ út á markaðinn.

Innherji
Fréttamynd

Höfum við efni á þessu?

Seðlabanki Íslands hefur gefið skýr skilaboð um að tryggja þurfi meira aðhald í ríkisfjármálunum. Á sama tíma er halli á fjárlögum sem nemur um 4% af landsframleiðslu, verðbólga í tæpum 10% og hagvöxtur mælist um 6%. Staðan er ekki beint frábær.

Skoðun
Fréttamynd

Fjár­mögnun banka­kerfisins er að fara verða „snúnari“ en áður

Breytinga er að vænta í áherslum íslensku bankanna við fjármögnun á markaði og ljóst að þeir munu þurfa að breikka kaupendahópinn að ótryggðum skuldabréfum samhliða því að þau verða í meira mæli gefin út á innanlandsmarkaði. Markaðsfjármögnun bankakerfisins, sem hefur orðið mun dýrari síðustu misseri vegna umróts og óvissu á alþjóðamörkuðum, er að fara verða „erfiðari“ en áður, að sögn seðlabankastjóra.

Innherji
Fréttamynd

Launahækkanir þurfi hið minnsta að vera í samræmi við verðbólgutölur

Sækja þarf launahækkanir sem eru hið minnsta í samræmi við verðbólgutölur í næstu kjarasamningum að sögn formanns VR. Hann segir mikla samstöðu að skapast fyrir því að sækja mjög kröftuglega fram í komandi viðræðum. Kaupmáttur dróst saman um tæp fimm prósent á fyrstu mánuðum ársins og vaxtagjöld heimilanna jukust um sextíu prósent milli ára.

Innlent
Fréttamynd

Skuld­sett fast­eigna­fé­lög ekki sama á­hættan hér á landi og víða er­lendis

Þrátt fyrir að fasteignafélög séu viðkvæm fyrir hækkandi vöxtum, einkum þau sem hafa verið að reiða sig á stutta fjármögnun, þá telur Seðlabankinn skuldsetningu á atvinnuhúsnæðismarkaði ekki vera sérstakan áhættuþátt fyrir fjármálastöðugleika. Ólíkt því sem þekkist í sumum nágrannaríkjum þá er ekki offramboð af atvinnuhúsnæði hér á landi auk þess sem það vinnur með félögunum að vera að stórum hluta með verðtryggðra leigusamninga og hátt nýtingarhlutfall, að sögn seðlabankastjóra.

Innherji
Fréttamynd

Kallar eftir samstöðu og býst við lækkun verðbólgu

Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, segir þörf á heildarlausn við verðbólguvandanum. Forsvarsmenn mismunandi fylkinga þurfi að setjast niður og setja saman stefnu fyrir framtíðina. Hann segist einnig telja að verðbólga muni lækka hraðar en spár geri ráð fyrir.

Innlent
Fréttamynd

Sekt Arion banka vegna inn­herja­upp­lýsinga stendur

Landsréttur hefur staðfest sýknu Seðlabanka Íslands og íslenska ríkisins í máli sem Arion banki höfðaði til þess að fá 88 milljóna króna stjórnvaldssekt hnekkt. Fjármálaeftirlit Seðlabankans lagði sektina á bankann vegna brots á reglum um innherjaupplýsingar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sam­talið um­deilda hafi verið milli em­bætta

Seðlabankastjóri segist ekki hafa greint frá því sem fór tveggja manna á milli, þegar hann upplýsti um samskipti sín við Ríkissáttasemjara í viðtali í Morgunblaðinu í gær. Hann segir að um samskipti embættanna tveggja hafi verið að ræða en ekki tveggja manna tal.

Innlent
Fréttamynd

Þetta er ekki hjálp­legt, Ás­geir

„Atvinnurekendur verða að taka ábyrgð á því sem þeir gera.. það liggur fyrir að fyrirtækin hafa verið mjög dugleg að velta kostnaði út í verðlag... Það þýðir ekki að skrifa und­ir kjara­samn­inga og hækka verðið dag­inn eft­ir...“ sagði Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri í vikunni.

Skoðun
Fréttamynd

Takt­laus seðla­banka­stjóri

Þrjú af börnum mínum með mökum sínum fengu samþykkt greiðslumat til íbúðalánakaupa, tóku lán hjá banka og keyptu sér íbúðarhúsnæði. Þessi húsnæðiskaup voru gerð eftir að Seðlabankastjóri talaði um að loksins gætu íbúðarkaupendur greitt sambærilega vexti af lánum sínum og jafnaldrar þeirra í Evrópu.

Skoðun