Þýski handboltinn

Fréttamynd

Hafði litlar væntingar til Rúnars en segir hann nú hár­rétta manninn

Viggó Kristjánsson segir það hafa komið sér á óvart þegar Rúnar Sigtryggsson var ráðinn sem þjálfari hans hjá þýska handknattleiksliðinu Leipzig. Hann hafi ekkert vitað við hverju mætti búast við af Rúnari en er hæstánægður undir hans stjórn og ákvað að skrifa undir nýjan samning við félagið.

Handbolti
Fréttamynd

Gummersbach hafði betur í Íslendingaslag

Gummersbach, undir stjórn Guðjóns Vals Sigurðssonar, vann sterkan fjögurra marka sigur er liðið heimsótti Rúnar Sigtryggsson og lærisveina hans í Leipzig í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld, 30-34.

Handbolti
Fréttamynd

Fyrsta tap Leipzig á árinu

Leipzig beið lægri hlut fyrir Erlangen í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik í kvöld. Arnór Þór Gunnarsson og samherjar hans í Bergischer unnu stórsigur á Hamm-Westfalen.

Handbolti
Fréttamynd

Gísli Þor­geir öflugur í stór­sigri

Gísli Þorgeir Kristjánsson átti mjög fínan leik er Þýskalandsmeistarar Magdeburg unnu góðan sigur í úrvalsdeildinni í handbolta þar í landi. Ómar Ingi Magnússon er enn fjarri góðu gamni.

Handbolti
Fréttamynd

Dortmund skaust á toppinn

Dortmund skaust í það minnsta tímabundið á topp þýsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu er liðið vann 2-1 sigur gegn RB Leipzig í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Gummersbach vann stórsigur í Íslendingaslag | Arnór skoraði eitt í naumum sigri

Gummersbach vann öruggan átta marka sigur er liðið tók á móti Melsungen í Íslendingaslag þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta í kvöld, 31-23. Á sama tíma skoraði Arnór Þór Gunnarsson eitt mark er Bergischer vann tveggja marka sigur gegn Minden og Ýmir Örn Gíslason skoraði tvö fyrir Rhein-Neckar Löwen sem vann tíu marka sigur gegn Wetzlar.

Handbolti