Þýski handboltinn

Fréttamynd

Arnar og Elvar á toppnum

Melsungen, lið landsliðsmannanna Arnars Freys Arnarssonar og Elvars Arnar Jónssonar, er nú eitt á toppi þýsku 1. deildarinnar í handbolta.

Handbolti
Fréttamynd

Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri

Íslensku landsliðsmennirnir í Leipzig voru í stórum hlutverkum í sigurleik liðsins í þýsku bundesligunni í handbolta í kvöld. Leipzig fékk tólf mörk og fimm stoðsendingar frá íslensku strákunum.

Handbolti
Fréttamynd

Níundi sigur Óðins og fé­laga í röð

Óðinn Þór Ríkharðsson og félagar í Kadetten Schaffhausen náðu sjö stiga forskoti á toppi svissnesku úrvalsdeildarinnar í handbolta með stórsigri á Amicitia Zürich í kvöld, 30-20.

Handbolti
Fréttamynd

Komin aftur á völlinn þremur mánuðum eftir barns­burð

Landsliðskonan Sandra Erlingsdóttir var mætt aftur á handboltavöllinn í dag þegar lið hennar Metzingen lagði Göppingen örugglega, 41-34. Þetta var fyrsti keppnisleikur Söndru síðan í lok síðasta árs en hún eignaðist son þann 15. júlí síðastliðinn.

Handbolti
Fréttamynd

Ýmir dýr­mætur í fyrsta sigrinum

Landsliðsmaðurinn Ýmir Örn Gíslason skoraði fimm mörk úr sex skotum fyrir Göppingen í kvöld þegar liðið vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu í þýsku 1. deildinni í handbolta.

Handbolti
Fréttamynd

„Æðis­legt að sjá svona marga Ís­lendinga sem halda með okkur“

„Við fengum tækifæri og nýttum það en ég held að þetta séu miklu stærri úrslit en hefðu þurft að vera, FH-ingar eru þó nokkuð betri en þeir sýndu í kvöld,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson, umkringdur íslenskum Gummersbach aðdáendum eftir nítján marka stórsigur gegn FH. Lokatölur 21-40 í Kaplakrika.

Handbolti
Fréttamynd

Kol­stad í undan­úr­slit

Norska stórliðið Kolstad er komið í undanúrslit bikarkeppninnar þriðja árið í röð. Liðið hefur orðið bikarmeistari undanfarin tvö ár og stefnir á að endurtaka leikinn í ár.

Handbolti