Þýski handboltinn

Fréttamynd

Ýmir hafði betur í Íslendingaslag

Ýmir Örn Gíslason og félagar hans í Rhein-Neckar Löwen unnu öruggan 11 marka sigur, 34-23, er liðið tók á móti Daníel Þór Ingasyni og félögum hans í HBW Balingen-Weilstetten í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. 

Handbolti
Fréttamynd

Íslendingalið Gummersbach tapaði sínum fyrsta leik

Gummarsbach, undir stjórn Guðjóns Vals Sigurðssonar og með þá Hákon Daða Styrmisson og Elliða Snær Viðarsson innanborðs, máttu þola sitt fyrsta tap í þýsku B-deildinni í handbolta á tímabilinu er liðið heimsótti Rostock. Lokatölur urðu 34-33, en Gummersbach heldur toppsæti deildarinnar.

Handbolti
Fréttamynd

Magdeburg áfram taplaust eftir sigur á Kiel

Magdeburg bar sigurorð af Kiel í þýsku Bundesligunni í handbolta í dag. Staðan í hálfleik var 15-16, Magdeburg í hag. Leikurinn var jafn á öllum tölum en Ómar Ingi Magnússon, Gísli Þorgeir Kristjánsson og félagar í Magdeburg höfðu að lokum sigur, 27-29. 

Sport
Fréttamynd

Öxlin enn að angra Janus Daða

Janus Daði Smárason, landsliðsmaður í handbolta, er frá keppni þessa dagana vegna axlarmeiðsla. Hann missir því af leik Göppingen gegn Leipzig í Þýskalandi í dag.

Handbolti
Fréttamynd

Teitur fjórði íslenski reddarinn hjá Flensburg

Teitur Örn Einarsson gekk í raðir þýska stórliðsins Flensburg í fyrradag. Hann á að hjálpa liðinu í þeim miklu meiðslum sem herja á leikmannahóp þess. Teitur er ekki fyrsti Íslendingurinn sem Flensburg fær í eins konar reddingar ef svo má að orði komast.

Handbolti
Fréttamynd

„Þetta er risa tækifæri fyrir mig“

Teitur Örn Einarsson segir að tækifærið að ganga í raðir Flensburg hafi verið of spennandi til að sleppa því. Sama hversu löng dvölin hjá þýska stórliðinu verður segir skyttan frá Selfossi að hún muni hjálpa sér.

Handbolti
Fréttamynd

Teitur á leið til Þýskalands

Handknattleiksmaðurinn Teitur Örn Einarsson er á leið frá sænska liðinu Kristianstad, en heimildir herma að hann sé á leið í þýsku úrvalsdeildina.

Handbolti
Fréttamynd

Janus og félagar björguðu stigi í Íslendingaslag

Janus Daði Smárason og félagar hans í Göppingen björguðu stigi gegn Íslendingaliði MT Melsungen með Arnar Freyr Arnarsson, Elvar Örn Jónsson og Alexander Petersson innanborðs í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Lokatölur 26-26, en Göppingen var mest fimm mörkum undir í seinni hálfleik.

Handbolti
Fréttamynd

Bjarki Már fór mikinn í sigri

Bjarki Már Elísson var næstmarkahæsti leikmaður Lemgo þegar liðið vann góðan útisigur á Erlangen í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Handbolti
Fréttamynd

Fyrsti sigur Stuttgart kom í Íslendingaslag

Stuttgart vann í dag sinn fyrsta sigur á tímabilinu í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta þegar að Rhein-Neckar Löwen kom í heimsókn. Andri Már Rúnarsson skoraði tvö mörk fyrir Stuttgart þegar að liðið vann 35-30.

Handbolti
Fréttamynd

Íslendingalið Melsungen með nauman sigur

Íslendingaliðið MT Melsungen vann nauman tveggja marka sigur þegar að liðið heimsótti Hannover-Burgdorf í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Elvar Örn Jónsson var markahæstur Íslendinga með fjögur mörk.

Handbolti