Þýski handboltinn

Fréttamynd

Ómar Ingi og Gísli Þorgeir enn með fullt hús stiga

Fjórir leikir fóru fram í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag, en þrír af þeim voru Íslendingaslagir. Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson hafa unnið alla sex leiki sína í deildinn með Magdeburg eftir þriggja marka sigur gegn MT Melsungen, 27-24.

Handbolti
Fréttamynd

Magdeburg og Bergischer höfðu betur í Íslendingaslögum dagsins

Fjórir leikir fóru fram í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag og tveir af þeim voru Íslendingaslagir. Magdeburg með Ómar Inga Magnússon og Gísla Þorgeir Kristjánsson innanborðs vann öruggan sigur gegn Daníel Þór Ingasyni og HBW Balingen-Weilstetten 28-17. Arnór Þór Gunnarsson skoraði tvö mörk fyrir Bergischer sem vann með minnsta mun gegn Andra Má Rúnarssyni og félögum hans í Stuttgart, 26-25.

Handbolti
Fréttamynd

„Sjaldan sem menn ná árangri strax“

Á ýmsu hefur gengið hjá Guðmundi Guðmundssyni undanfarna daga. Á sunnudaginn var honum sagt upp störfum hjá Melsungen í Þýskalandi en í gær var hann kynntur sem nýr þjálfari danska úrvalsdeildarliðsins Fredericia. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við Fredericia og tekur við liðinu næsta sumar.

Handbolti
Fréttamynd

Neitaði að taka við af Guðmundi

Sænski handboltaþjálfarinn Robert Hedin stendur í framkvæmdum heima hjá sér og ætlar ekki að taka við þýska liðinu Melsungen af Guðmundi Guðmundssyni.

Handbolti
Fréttamynd

Íslendingalið Gummersbach hóf tímabilið á sigri

Íslendingaliðið Gummersbach undir stjórn Guðjóns Vals Sigurðssonar vann góðan níu marka sigur gegn Lubeck-Schwartau í fyrstu umferð þýsku B-deildarinnar. Lokatölur 31-22, en Elliði Snær Viðarsson og Hákon Daði Styrmisson leika með liðinu.

Handbolti
Fréttamynd

Ómar Ingi með tvö mörk í sigri Magdeburg

Magdeburg bar sigurorð af Rhein-Neckar Löwen í annarri umferð þýsku bundesligunnar í handbolta í dag, 25-28. Lið Magdeburg leiddi mestallan leikinn og höfðu meðal annars fjögurra marka forystu í hálfleik 11-15

Handbolti
Fréttamynd

Elvar góður í tapi MT Melsungen

Íslendingaliðið MT Melsungen tapaði í kvöld fyrir stórliði Kiel í annarri umferð þýsku Bundesligunnar í handbolta, 26-33. Elvar örn Jónsson skoraði fimm mörk fyrir Melsungen.

Handbolti
Fréttamynd

Ómar Ingi hefur markakóngsvörnina vel

Fjórir leikir voru á dagskrá í úrvalsdeild karla í handbolta í Þýskalandi í kvöld. Fimm Íslendingar voru í eldlínunni þar sem Ómar Ingi Magnússon, markakóngur síðustu leiktíðar, stóð upp úr.

Handbolti
Fréttamynd

Dramatískt jafntefli í Íslendingaslag

Þýska úrvalsdeildin í handbolta hófst í dag með fimm leikjum og það voru Íslendingar í eldlínunni í þremur þeirra. Bjarki Már Elísson og félagar hans í Lemgo gerðu 26-26 jafntefli gegn Íslendingaliði Melsungen. Elvar Örn Jónsson var markahæstur Íslendinga með fimm mörk.

Handbolti
Fréttamynd

Ýmir Örn og félagar með stórsigur í Evrópudeildinni

Ýmir Örn Gíslason og félagar hans í þýska liðinu Rhein-Neckar Löwen tóku á móti Spor Toto frá Tryklandi í Evrópudeildinni í handbolta í dag. Ýmir of félagar lentu ekki í miklum vandræðum með Tyrkina og unnu að lokum 16 marka sigur, 38-22.

Handbolti
Fréttamynd

Ómar Ingi í liði ársins

Selfyssingurinn Ómar Ingi Magnússon var valinn í lið ársins í þýsku deildinni í vetur. Ómar var markahæsti leikmaður deildarinnar með 274 mörk.

Handbolti
Fréttamynd

Stað­festa komu Nagy

Markvörðurinn Martin Nagy, sem lék með Val í Olís-deild karla í handbolta í vetur, mun leika með lærisveinum Guðjóns Vals Sigurðssonar í Gummersbach í þýsku B-deildinni á næstu leiktíð. Þetta staðfesti þýska félagið í dag.

Handbolti