Píratar

Fréttamynd

Heil­brigðis­kerfi í þágu þjóðar

Píratar vilja tryggja jafnt aðgengi landsmanna að allri almennri heilbrigðisþjónustu óháð búsetu og að sú þjónusta sé alfarið gjaldfrjáls. Auka þarf réttindi sjúklinga og starfsfólks og efla forvarnir, ekki hvað síst þegar kemur að geðheilbrigðismálum.

Skoðun
Fréttamynd

Spilling og kjaft­æði er ekki náttúru­lög­mál

Ég man eftir ládeyðunni sem sveif yfir vötnum eins og reykur eftir kerti sem búið er að blása út í kosningapartíi í heimahúsi í Osló árið 2013 þegar ljóst var að blái vængurinn, íhaldið, væri að taka þetta. Heimili mitt, samfélagið mitt til margra ára var að breytast.

Skoðun
Fréttamynd

Það sem afar mínir kenndu mér um völd

Snemma á síðustu öld var Winston Churchill spurður hvers vegna hann hefði skipt um stjórnmálaflokk. Svar hans var á þá leið að sumir skiptu um flokk vegna gildanna sinna, á meðan aðrir skiptu um gildi vegna flokksins síns.

Skoðun
Fréttamynd

Oddvitaáskorunin: Spilaði Pool um heiminn allan

Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2021 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum.

Lífið
Fréttamynd

Fullt nám, hálft lán

Þrátt fyrir að 30 ár séu á milli þess að við tvö tókum námslán þá hefur lítið breyst. Það er enn ætlast til þess að stúdentar lepji dauðann úr skel og búi frítt í foreldrahúsum.

Skoðun
Fréttamynd

Réttu spurningarnar um skatta

Oft eru stjórnmálaflokkar að rífast um skatta, hærri eða lægri - og ásakanir ganga fram og til baka um hvort sé betra. Bæði sjónarmiðin eru afvegaleiðing frá því sem skiptir máli - hvað fáum við fyrir skattana okkar?

Skoðun
Fréttamynd

Þrettán orð sem breyttu öllu

„Andstæðan við fíkn er ekki að vera allsgáður. Andstæðan við fíkn eru tengsl.“ Þessi þrettán orð Johann Hari breyttu því hvernig ég hugsaði um vímuefnavanda fólks.

Skoðun
Fréttamynd

Líf­eyris­sjóðs­sukk

Okkur Pírötum er mjög hugleikin spilling í hvaða mynd sem hún birtist. Þess vegna er baráttan gegn henni eitt af helstu áherslumálum okkar fyrir kosningarnar. 

Skoðun
Fréttamynd

Ó­­þægi­­leg stemmning eftir að Ólafur sneri aftur

Ólafur Guð­munds­son, vara­borgar­full­trúi Sjálf­stæðis­flokksins, hefur tekið aftur sæti sem vara­maður í ráðum sem hann sat í hjá borginni áður en hann vék úr þeim í byrjun árs vegna um­mæla sem hann lét falla um skot­á­rás á fjöl­skyldu­bíl Dags B. Eggerts­sonar borgar­stjóra. Borgar­full­trúi Pírata furðar sig á þessu og segir það hafa verið ó­þægi­legt að sitja fund með Ólafi í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Búið ykkur undir grænar bólur

Kjósendur þurfa að búa sig undir eitt. Næsta mánuðinn verður svo oft minnst á „græna innviði“ að þeir fá sjálfir grænar bólur. En hvað eru grænir innviðir? Einhvers konar innra starf í Framsóknarflokknum?

Skoðun
Fréttamynd

Hvað á dýra­vinur að kjósa?

Píratar eru græn hreyfing og fá hæstu einkunn Sólarinnar, kvarða Ungra umhverfissinna, um umhverfis- og loftslagsstefnur allra flokka í framboði til alþingiskosninga. En það sem fáir vita og sennilega enginn er að mæla er hvar er helst að finna grænkeravænar stefnur. Hvar standa flokkarnir þegar kemur að dýravernd og dýraeldi?

Skoðun
Fréttamynd

Sjúklingar og glæpamenn

Í samtölum við fólk á mínum aldri heyri ég oft nefnt að það sé hrætt við að kjósa Pírata af því að þeir vilji lögleiða vímuefni. Þetta er óþarfa ótti sem að eflaust er hægt að skrifa á það að Píratar nota ýmis nýyrði, afglæpavæðing og skaðaminnkun, sem eðlilegt er að þekkja ekki til hlítar.

Skoðun
Fréttamynd

Sýni­dæmi KSÍ um þöggunar­menningu

Löglærður forseti dómstóls KSÍ skrifaði færslu á Facebook í gærkvöldi um Þórhildi Gyðu Arnarsdóttur, sem steig fram til að andmæla þeim málflutningi sambandsins að engin erindi vegna kynferðiofbeldis landsliðsmanna hefðu borist inn á borð þess.

Skoðun
Fréttamynd

Hvað skal kjósa?

Yfir helmingur kjósenda velur stjórnmálaflokk innan við mánuði fyrir kjördag og fjórði hver síðasta sólarhringinn, samkvæmt rannsóknum. Hér er því gagnlegur leiðarvísir til óákveðinna.

Skoðun
Fréttamynd

Píratar vilja sterkari fjöl­miðla

Í nýjustu mælingu samtakanna Blaðamanna án landamæra á stöðu fjölmiðlafrelsis í heiminum hafnaði Ísland í 16. sæti. Við sem erum nógu gömul til að muna hversu svekkjandi það var að Gleðibankinn hafnaði bara í sextánda sæti í Eurovision 1986 eigum auðvelt með að setja það sæti í rétt samhengi; alls ekki nógu gott.

Skoðun
Fréttamynd

Þegar ég varð stór rót­tækur femín­isti

Ég var enn í grunnskóla þegar ég fór að tala um sjálfa mig sem femínista og reifst við stráka um að ég gæti alveg jafn mikið og þeir. Ég var orðin fullorðin þegar Hildur Lilliendahl reif niður alla veggi og opinberaði hið víðtæka kvenhatur sem við höfum búið við allt of lengi. Ég fylltist eldmóði og baráttuvilja og varð róttæk.

Skoðun
Fréttamynd

Vest­firsk at­kvæða­greiðsla um fisk­eldi

Innan hreyfingar Pírata er fólki heimilt að hafa ólíkar skoðanir. Þannig eru sumir hlynntir sjókvíaeldi og aðrir ekki. Það er einkenni á heilbrigðum stjórnmálaflokki að þar rúmast ólík sjónarmið og skoðanir. Stjórnmálaflokkar sem stunda skoðanakúgun og hlýðni innan sinna raða eru í eðli sínu and-lýðræðislegir.

Skoðun
Fréttamynd

Rasismi gegn Íslendingum

Síðustu vikur og mánuði hef ég reynt að vera sýnileg í framboði mínu til Alþingis, enda er það venjan í kosningabaráttu. Það hefur hins vegar farið fyrir brjóstið á mörgu fólki, ekki vegna þess að ég er Pírati og þau eru ósammála mér, heldur vegna þess að þau telja mig vera „útlending.”

Skoðun
Fréttamynd

Mælum það sem skiptir máli

Formenn Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna héldu sitthvora ræðuna um helgina. Formaður Sjálfstæðisflokksins sagði að komandi kosningar snúist um að láta hans stefnu ráða för í íslensku samfélagi - „ekki nýjar kenningar“ eins og hann orðaði það. Formaður Vinstri grænna var á allt öðrum nótum, „velsældarhagkerfið“ væri framtíðin.

Skoðun
Fréttamynd

„Ef ekki á illa fara þá þurfum við að­gerðir, núna“

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir að lýðræði sé ekki bara kosningar, prófkjör og þjóðaratkvæðagreiðslur heldur líka nálgun á stjórnmál. „Áhersla á fólk - hugmyndir þess, velferð og valdeflingu - og það er algjört grundvallaratriði ef við ætlum að takast á við margar af stærstu áskorunum samtímans,“ segir Þórhildur Sunna.

Innlent