Viðreisn

Fréttamynd

ESB myndi taka Ís­landi opnum örmum

Landsþing Viðreisnar var haldið á Grand Hótel um helgina. Á dagskrá voru meðal annars hringborðsumræður um ESB þar sem fulltrúar ASÍ, Samtaka Atvinnulífsins og sjávarútvegsins tóku þátt. 

Innlent
Fréttamynd

Við­reisn af­hjúpar sig endan­lega

„Við þurfum að verða sambandsríki sem er ekki bundið af kröfum um einróma samþykki eða skorti á viðeigandi valdheimildum í utanríkis- og öryggismálum,“ segir meðal annars í aðsendri grein sem birtist á fréttavefnum Politico 8. september síðastliðinn eftir Guy Verhofstadt, forseta European Movement International, Josep Borrell, fyrrverandi utanríkismálaráðherra Evrópusambandsins, og Domènec Ruiz Devesa, forseta Union of European Federalists.

Skoðun
Fréttamynd

Ráð­herra til í um­ræðu um sumar­frí barna

Borgarfulltrúar Viðreisnar lögðu fram tillögu í vikunni um að kanna hvort stytta ætti sumarfrí grunnskólabarna um allt að tvær vikur. Guðmundur Ingi Kristinsson mennta- og barnamálaráðherra segist til í að taka umræðuna um málið.

Innlent
Fréttamynd

„Ís­land á heima í hjarta Evrópu“

Formaður Viðreisnar fór um víðan völl í ræðu sinni á landsþingi Viðreisnar sem er um helgina. Á milli þess sem hún hvatti flokksmennina áfram fór hún yfir mikilvægi frelsis, störf hennar sem utanríkisráðherra og fyrirhugaða þjóðaratkvæðagreiðslu um Evrópusambandið.

Innlent
Fréttamynd

Við­reisn lætur verkin tala

Sá tími kemur í lífum okkar allra að við höfum náð markmiði sem við settum okkur. Prófgráðan er komin í hús, þú kemur í mark í langhlaupinu eða starfið sem var fjarlægur draumur er nú þitt. Mörg okkar upplifa að ánægjan er skammvinn og við setjum þegar í stað nýtt, erfiðara markmið.

Skoðun
Fréttamynd

Vill breyta nafni Við­reisnar

Þingmaður Viðreisnar hefur lagt fram tillögu um að breyta heiti flokksins á landsþingi. Hann telur nýja nafnið skerpa ímynd og skýra grunngildi flokksins um frelsi og lýðræði.

Innlent
Fréttamynd

Lands­þing Við­reisnar hafið

Landsþing Viðreisnar hófst í morgun og stendur yfir um helgina á Grand hótel. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður flokksins, er sjálfkjörin formaður, Daði Már Kristófersson sjálfkjörinn varaformaður og Sigmar Guðmundsson sjálfkjörinn ritari.

Innlent
Fréttamynd

Bókun 35 fór hnökra­laust í gegnum fyrstu um­ræðu en gæti reynt á í næstu

Bókun 35 verður aftur tekin fyrir í utanríkismálanefnd Alþingis eftir að fyrstu umræðu um frumvarp utanríkisráðherra lauk í kvöld. Líklega fer það óbreytt í aðra umræðu en spurning er hvort ríkisstjórnin muni aftur finna sig knúna til að beita „kjarnorkuákvæðinu“ til að þvinga það í gegnum aðra umræðu, sem stjórnarliðar hafa ekki útilokað.

Innlent
Fréttamynd

Aðal­steinn volgur og Björg orðuð við odd­vitann

Aðalsteinn Leifsson, aðstoðarmaður utanríkisráðherra, varaþingmaður og fyrrverandi ríkissáttasemjari, íhugar að bjóða sig fram fyrir Viðreisn í Reykjavík í borgarstjórnarkosningum í vor. Fleiri hafa verið orðaðir við framboð fyrir flokkinn í borginni. 

Innlent
Fréttamynd

Lýsti sjálfs­vígs­hugsunum í pontu Al­þingis

Þingmaður Viðreisnar gerði geðheilbrigðismál að umræðuefni á Alþingi í dag og lýsti hindrunum sem hún mætti í heilbrigðiskerfinu þegar hún var kasólétt með sjálfsvígshugsanir. Hún fagnar áformum heilbrigðisráðherra um auknar fjárveitingar til geðheilbrigðismála á Austurlandi.

Innlent
Fréttamynd

Ingvar aftur kominn í leyfi frá þing­störfum

Ingvar Þóroddsson, þingmaður Viðreisnar, er kominn í leyfi frá þingstörfum. Forseti Alþingis greindi frá því við setningu þingfundar í dag að bréf hafi borist frá þingmanninum þar sem tilkynnt var að hann muni ekki geta sinnt þingstörfum á næstunni.

Innlent
Fréttamynd

Þór­dís Lóa ætlar ekki fram

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í borgarstjórn Reykjavíkur, hyggst ekki bjóða sig fram í næstu borgarstjórnarkosningum sem fram fara í maí á næsta ári. 

Innlent
Fréttamynd

Sam­stillt á­tak um öryggi Ís­lands

Við lifum á tímum þar sem öryggi okkar er ekki sjálfgefið. Árásarstríð Rússlands í Úkraínu, stöðug skemmdarverk, undirróður og netárásir eru alvarlegar áminningar um þá staðreynd að ógnin er ekki afstæð og fjarlæg. Hún er raunveruleg og aðkallandi. Ísland er frjáls og friðsæl eyja en við verðum að standa vörð um öryggi okkar og frelsi til að svo verði áfram.

Skoðun
Fréttamynd

Fjár­lögin lit­laus líkt og hann sjálfur

Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hvetja ríkisstjórnina til þess að ná niður halla á fjárlögum með sölu á Landsbankanum. Umræða um fjárlagafrumvarpið hófst á Alþingi í morgun og segir fjármálaráðherra þau aðhaldssöm og jafnvel litlaus - líkt og hann sjálfur.

Innlent
Fréttamynd

Bein út­sending: Daði Már mælir fyrir fjár­lögum næsta árs

Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra mælir í dag fyrir fjárlögum 2026 á Alþingi. Um er að ræða fyrsta fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur og hafa ríkisstjórnarflokkarnir, Samfylkingin, Viðreisn og Flokkur fólksins, boðaða „tiltekt og umbætur“ í fjárlögum næsta árs.

Innlent
Fréttamynd

Upp­fyllti loksins lof­orð um ís­björn í Reykja­vík

Nú fimmtán árum eftir að Besti flokkurinn lofaði Reykvíkingum ísbirni í Húsdýragarðinn hefur Jón Gnarr staðið við stóru orðin á vissan hátt og flutt heim með sér stóra og mikla hauskúpu af hvítabirni úr heimsókn á Grænlandi. Ekki er ákveðið hvar hauskúpan verður geymd.

Lífið
Fréttamynd

Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk

Utanríkisráðuneytið fylgist náið með stöðunni í Póllandi í kjölfar atburða næturinnar og hvetur Íslendinga í Póllandi sem kunni að þurfa á aðstoð að halda að samband við borgaraþjónustuna. Formaður utanríkismálanefndar Alþingis segir gott að brugðist hafi verið við með valdi þegar rússneskir drónar voru skotnir niður í pólskri lofthelgi í nótt.

Innlent
Fréttamynd

Hrókeringar í þing­nefndum og Grímur segir af sér

Tilkynnt var um nokkrar breytingar á skipan þingnefnda á fundi Alþingis í gær að lokinni þingsetningu. Bæði Viðreisn og Sjálfstæðisflokkur gera breytingar á nefndasetu meðal sinna þingmanna og þá hefur Grímur Grímsson, þingmaður Viðreisnar, sagt af sér sem annar varaformaður forsætisnefndar þingsins.

Innlent
Fréttamynd

Stjórnar­and­staðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðar­dans sumarsins

Stjórnarandstaðan þarf að fá ný tæki í hendurnar til að geta sinnt sínu lýðræðislega hlutverki ef málþófsvopnið verður bitlaust með virkjun 71. greinar þingskapalaga sem heimilar takmörkun á ræðutíma. Þetta segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor. Þingið hafi verið komið í algjört öngstræti við afgreiðslu veiðigjaldafrumvarpsins í sumar en leiðtogar flokka þurfi nú að setjast niður og ræða hvað sé hægt að gera í staðinn, þannig sómi sé af þingstörfum.

Innlent