Ástin og lífið

Fréttamynd

Hittust fyrir til­viljun í flug­vél Icelandair og eru í dag hjón

Í apríl 2022 var hin 25 ára gamla Sasha Ebrahimi á leiðinni frá Bandaríkjunum til London með millilendingu á Íslandi. Annar farþegi, hinn 35 ára gamli Daniel Guiterrez, settist við hliðina á henni í vél Icelandair á flugvellinum í Denver. Hvorugt þeirra grunaði að tæpu ári seinna ættu þau eftir að verða hjón.

Lífið
Fréttamynd

Sigmar og Júlíana hvort í sína áttina

Hjónin Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar og Júlíana Einarsdóttir mannauðssérfræðingur hjá Samskipum hafa slitið sambandi sínu. Þau hafa verið í sambandi í ellefu ár síðan leiðir þeirra lágu saman þegar þau störfuðu í fjölmiðlum.

Lífið
Fréttamynd

Tengir hjartagalla við það að geta ekki elskað

Hljómsveitin Hipsumhaps var að senda frá sér lagið „Hjarta“. Er um að ræða aðra smáskífu af væntanlegri plötu og er laginu lýst sem „indie-skotnum“ óð til einmana flagara sem veltir fyrir sér hvort það sé eitthvað að eigin heilsufari, nánar tiltekið hjartanu, þegar kemur að erfiðleikum í málefnum ástarinnar.

Tónlist
Fréttamynd

„Allir staðir eru rómantískir með réttu mann­eskjunni“

Þær Þorbjörg Þorvaldsdóttir og Silja Ýr S. Leifsdóttir kynntust á spjallborðinu Lez Jungle sem þá var vettvangur íslenskra hinsegin kvenna til að kynnast. Það þurfti aðeins eitt samtal og hafa þær nú verið par í fimmtán ár og eiga saman tvær dætur. 

Makamál
Fréttamynd

„Vorum ekki lengur nafn­laus og í felum í dimmum skúma­skotum“

„Þetta var í fyrsta sinn sem ég upplifði samstöðu og stuðning frá almenningi í almannarými. Tilvera okkar var ekki lengur einhver dularfull flökkusaga í lausu lofti og stuðningurinn ekki bara eitthvað hvísl í lokuðu rými,“ segir stórstjarnan Páll Óskar í samtali við blaðamann þar sem hann rifjar upp sína fyrstu Gleðigöngu.

Lífið
Fréttamynd

Rannsókn: Æskilegasta aldursbil hjóna

Aldur er afstæður og aldur segir svo sem ekkert allt um neinn. Þegar kemur að ástinni er síðan jafnvel sagt að aldur skipti engu máli, ef ástin sé til staðar þá sigri hún allt.

Áskorun
Fréttamynd

„Augna­blik sem ég gleymi aldrei svo lengi sem ég lifi“

„Kvíðahnúturinn leystist upp og breyttist í eitthvað allt annað. Ég greip í höndina á manninum mínum og kyssti hann. Svo fór ég að hágráta. Það var eins og allir erfiðleikarnir, allt strögglið væri tekið frá okkur á augabragði og eftir stóð bara frelsistilfinning og gleði,“ rifjar fjölmiðlamaðurinn Felix Bergsson upp í samtali við blaðamann um Gleðigönguna.

Lífið
Fréttamynd

Urðu ást­fangin í Marokkó

Listaparið Snæfríður Ingvarsdóttir og Högni Egilsson eru óumdeilanlega eitt heitasta par landsins. Þau hafa verið saman um nokkurra ára skeið en vita fátt betra en að taka frá tíma til að vera bara tvö saman. 

Lífið
Fréttamynd

Redda mér yfir­leitt með raulinu

Tómas Oddur Eiríksson jógakennari og dans þerapisti lýsir sjálfum sér sem góðri blöndu af landafræðinörda, heimsspekifræðingi og áhugamanni um stjarneðlisfræði. Þrátt fyrir framandi áhugamál er Tómas Oddur vel jarðtengdur en hann segist vera minnst þrettán komma átta milljarðar ára í anda. 

Makamál
Fréttamynd

Létu þjónana missa brúð­kaup­stertuna í gólfið

Listaparið Gunnlaugur Egilsson og Gunnur von Matérn gengu í hjónaband síðastliðna helgi. Gunnlaugur segir athöfnina hafa verið fullkomna og hápunktinum hafi verið náð þegar veislugestir supu andköf yfir gervitertu sem brúðhjónin létu útbúa.

Lífið
Fréttamynd

Bachelorette-stjarna komin með kærustu

Gabby Windey tók þátt í raunveruleikaþættinum The Bachelorette á síðasta ári. Þar kynntist hún þrjátíu og tveimur mönnum og ákvað að lokum að trúlofast einum þeirra. Það samband entist þó ekki lengi og er Gabby nú komin með kærustu.

Lífið
Fréttamynd

Einhleypan: Á eingöngu eftir að kaupa sér glæsihöll og snekkju

Ísdrottninguna Ásdísi Rán Gunnarsdóttur þarf vart að kynna fyrir Íslendingum. Hún er nú búsett í Búlgaríu þar sem hún starfar sem fyrirsæta og leikkona. Nýjasta verkefni hennar, og jafn framt stærsta sem leikkona er að fara með aðalhlutverkið í ítalskri kvikmynd undir leikstjórn Lor­enzo Faccend. Kvikmyndin er tekin upp í Sófíu, höfuðborg Búlgaríu. Ásdís fer með hlutverk hjákonu auðugs manns og hún lýsir því sem draumaverkefni.

Makamál
Fréttamynd

Fabjúl­öss feður

Birtingarmynd föðurhlutverksins er fjölbreytt og flókin. Þar má nefna nýbakaða feður, margra barna feður, stjúpfeður, einstæða feður, verðandi feður og feður yfir fertugt, svo fátt eitt sé nefnt.

Lífið
Fréttamynd

Stjörnulífið: Hátíðarhöld, hinsegin dagar og hundaafmæli

Íslensku stjörnurnar halda áfram að njóta sumarsins hvort sem það er í sólinni erlendis eða úti á landi. Fjölmiðlamaðurinn Siggi Gunnars naut Hinsegin daga í Hrísey með ástinni sinni og leikarinn Bjarni Snæbjörnsson var sömuleiðis þar. Stórstjörnurnar Birgitta Haukdal og Páll Óskar létu Mærudaga á Húsavík ekki fram hjá sér fara en Birgitta fagnaði einnig 44 ára afmæli sínu í sínum heimabæ. 

Lífið
Fréttamynd

Garðar Gunnlaugs og Fanney Sandra orðin hjón

Fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Garðar Gunnlaugsson og Fanney Sandra Albertsdóttir, fegurðardrottning, flugfreyja og förðunarfræðingur, gengu í hnapphelduna hjá Sýslumanninum í Kópavogi í gær.

Lífið
Fréttamynd

Bréf dóttur upphafið að ógleymanlegu bónorði

Dóra Dúna Sighvatsdóttir ljósmyndari og Guðlaug Björnsdóttir förðunarfræðingur eru orðnar hjón. Þær trúlofuðu sig á Ítalíu í fyrra eftir rómantískt bónorð sem byrjaði á fallegu bréfi dóttur Guðlaugar sem fékk gesti til að fella tár. Nánustu vinir og fjölskylda fögnuðu með hjónunum í Fríkirkjunni í Reykjavík um helgina. 

Lífið
Fréttamynd

„Hún var nógu klikkuð til að segja já“

Bandaríski fjölbragðaglímukappinn Hulk Hogan og jógakennarinn Sky Daily eru nú trúlofuð en rúmt ár er síðan þau byrjuðu saman. Hogan bar upp spurninguna á veitingastað í borginni Tampa í Flórída í Bandaríkjunum en um er að ræða þriðju trúlofun glímukappans.

Lífið
Fréttamynd

„Mjög blóðugt að fara í dýrt skilnaðar­ferli“

Grímur Már Þórólfsson, lögmaður sem sérhæfir sig í hjúskaparrétti, segir það algengt að fólk geri kaupmála hér á landi áður en það gengur í hjónaband. Hann segir ýmsar ástæður vera fyrir því að fólk skoði það að gera kaupmála.

Innlent
Fréttamynd

Dagurinn dá­sam­legur þrátt fyrir að nær ekkert hafi farið eftir plani

„Við erum í smá spennufalli eftir þetta,“ segir verkfræðingurinn og áhrifavaldurinn Katrín Edda. Hún og Markus Wasserbaech giftu sig við hátíðlega athöfn um helgina. Þetta var í annað sinn sem hjúin gengu í það heilaga en fyrst giftu þau sig við litla athöfn í Covid faraldrinum. Því var tilhlökkunin mikil við að fagna ástinni með vinum og vandamönnum.

Lífið
Fréttamynd

Brady og Shayk rugla saman reitum

NFL-goðsögnin Tom Brady og ofurfyrirsætan Irina Shayk sáust fara heim saman um helgina. Þau eru sögð hafa eytt nóttinu saman og á Brady að hafa skutlað Shayk heim morguninn eftir.

Lífið