Viðskipti Tap þrátt fyrir gróða Síminn tapaði rúmum 6,4 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta er nokkur umsnúningur frá sama tíma fyrir ári þegar félagið skilaði 2,1 milljarðs króna hagnaði. Hluti skulda Símans er í erlendri mynt en gengistap nam tæpum 8,3 milljörðum króna á tímabilinu. Viðskipti innlent 25.8.2006 12:13 Hefur aldrei tapað útláni Lánasjóður sveitarfélaga hefur ekki tapað láni frá stofnun sjóðsins árið 1967 og eru vanskil óveruleg. Hlutverk sjóðsins er að tryggja sveitarfélögum, stofnunum og fyrirtækjum þeirra fjármögnun á hagstæðum kjörum en útlán til þeirra eru tryggð með tekjum sveitarfélaga. Viðskipti innlent 24.8.2006 18:22 Ný skýrsla norrænna samkeppniseftirlita Milli íslenskra banka er búin að vera grimmileg samkeppni í kjölfar þess krafts sem leystist úr læðingi við einkavæðingu ríkisbankanna, segir Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja (SBV). Hann vill ekki kannast við þá mynd sem dregin er upp í nýrri skýrslu norrænna samkeppniseftirlita að hér skorti á samkeppni milli banka. Viðskipti innlent 24.8.2006 18:22 Tilboð lagt fram í HoF Fjárfestahópur, sem meðal annars er skipaður Baugi og FL Group, hefur lagt fram yfirtökutilboð í House of Fraser, eina þekktustu verslunarkeðju Bretlands fyrir 60 milljarða. Baugur og FL taka samanlagt helmingshlut. Viðskipti erlent 24.8.2006 18:22 Meiri hagnaður á fyrri hluta ársins en allt síðasta ár. Frjálsi fjárfestingabankinn hagnaðist um tæpar 580 milljónir króna á fyrri hluta ársins sem er 150 prósenta meiri hagnaður en á sama tíma árið 2005. Þetta er meiri hagnaður en allt árið í fyrra sem þó var besta ár félagsins. Viðskipti innlent 24.8.2006 18:22 Úrvalsvísitalan yfir 6000 stig Úrvalsvísitalan rauf 6.000 stiga múrinn við lokun viðskipta í Kauphöll Íslands í dag og endaði í 6.004 stigum. Vísitalan hefur ekki verið hærri síðan seint í mars á þessu ári. Viðskipti innlent 24.8.2006 16:01 Uppfærð hagvaxtarspá fyrir Þýskaland Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) hefur uppfært hagvaxtarspá sína fyrir Þýskaland. IMF spáði 1,3 prósenta hagvexti í landinu á þessu ári en býst nú við 2 prósenta hagvexti á árinu. Viðskipti erlent 24.8.2006 15:53 Endurfjármögnunarþörfin tryggð Glitnir hefur á þessu ári gefið út skuldabréf fyrir 3 milljarða evrur, jafnvirði tæpra 272 milljarða íslenskra króna, og með því tryggt endurfjármögnun bankans fyrir næsta ár. Handbært fé Glitnis nemur 2,5 milljörðum evra, 225 milljörðum króna, sem jafngildir 111 prósentum af fjármögnunarþörf næstu sex mánaða Viðskipti innlent 24.8.2006 15:02 Yfirtökutilboð Barr samþykkt Stjórn króatíska lyfjafyrirtækisins Pliva ákvað í gær að taka yfirtökutilboði bandaríska lyfjafyrirtækisins Barr upp á 2,43 milljarða bandaríkjadollara. Innlent 24.8.2006 13:51 Metafgangur hjá ríkissjóði Ríkissjóður var rekinn með tæplega 113 milljarða króna afgangi á síðasta ári. Þetta er 111 milljörðum króna meiri afgangur en árið 2004. Í Vefriti fjármálaráðuneytisins segir að skýringin felist að hálfu leyti í sölu hlutabréfa ríkissjóðs í Landssíma Íslands hf. en hann nam 56 milljörðum króna. Hinn helmingurinn skýrist af góðri afkoma ríkissjóðs af þeirri uppsveiflu sem verið hefur í efnahagslífinu og aðhaldi í útgjöldum. Viðskipti innlent 24.8.2006 13:02 Spá lækkun stýrivaxta næsta vor Greiningardeild Glitnis segir væntingar um að Seðlabanki Íslands lækki stýrivexti snemma á næsta ári. Á móti komi að væntingar virðist vera að lækkunin verði hófleg verði þeir enn yfir 12 prósentum um mitt næsta ár en fari undir 10 prósent fyrir lok ársins. Stýrivextir standa nú um stundir í 13,5 prósentum. Viðskipti innlent 24.8.2006 12:40 Óvænt uppsögn hjá McDonald's Mike Roberts, einn af æðstu stjórnendum skyndibitakeðjunnar McDonald's, sagði upp störfum í gær. Uppsögnin kemur talsvert á óvart en gert var ráð fyrir að Roberts yrði næsti forstjóri keðjunnar. Viðskipti erlent 24.8.2006 10:33 Olíuverð lækkaði um rúman dal Hráolíuverð lækkaði talsvert síðla dags í kjölfar þess að vikulegar upplýsingar bandaríska orkumálaráðuneytisins benda til að umframbirgðir af olíu hafi aukist á milli vikna. Þá lækkaði olíuverðið fyrr í dag vegna vilja stjórnvalda í Íran til að hefja formlegar viðræður við Sameinuðu þjóðirnar um kjarnorkuáætlun sína. Viðskipti erlent 23.8.2006 15:49 Metafkoma hjá SPRON Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis (SPRON) skilaði rúmum 2,6 milljarða króna hagnaði á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta er 67,1 prósents aukning á milli ára.Afkoma SPRON á sex mánaða tímabili hefur aldrei verið betri. Viðskipti innlent 23.8.2006 14:49 Afkoman tæplega tvöföld Lánasjóður íslenskra sveitafélaga skilaði rúmum 717 milljóna króna tekjuafgangi á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta er tæplega 341 milljóna króna aukning frá sama tíma í fyrra. Í tilkynningu frá lánasjóðnum segir að hækkun verðlags hafi haft jákvæð áhrif á afkomu sjóðsins þar sem útlán sem fjármögnuð eru með eigin fé hans eru verðtryggð. Viðskipti innlent 23.8.2006 14:32 Olíuverð lækkar vegna viðbragða Írana Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði lítillega á helstu mörkuðum í dag í kjölfar frétta þess efnis að stjórnvöld í Íran væru reiðubúin til viðræðna um kjarnorkuáætlun sína. Íranar eiga yfir höfði sér viðskiptabann hætti þeir ekki auðgun úrans fyrir ágústlok. Viðskipti erlent 23.8.2006 10:58 Góð afkoma hjá Nestlé Svissneski matvælaframleiðandinn Nestlé sklaði rúmum 4,1 milljarði svissneskra franka, jafnvirði tæpra 239 milljarða íslenskra króna, í hagnað á fyrstu sex mánuðum ársins. Aukningin nemur 11,4 prósentum sem er í takt við væntingar greiningaraðila. Viðskipti erlent 23.8.2006 10:53 Aflaverðmæti dróst saman um milljarð Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 33 milljörðum króna á fyrstu fimm mánuðum ársins. Þetta er 1 milljarði krónu meira en á sama tíma í fyrra. Að sögn Hagstofunnar hefur aflaverðmæti dregist saman um rúman milljarð króna eða 4 prósent á milli ára. Viðskipti innlent 23.8.2006 09:11 Góður hagnaður Wembleysmiða Hagnaður ástralska verktakafyrirtækisins Multiplex nam 216,8 milljónum ástralskra dala, jafnvirði 11,5 milljarða íslenskra króna, á fyrri helmingi árs. Um er að ræða tvöföldun á hagnaði á milli ára. Viðskipti erlent 22.8.2006 15:39 Sony og Dell vissu um rafhlöðugalla Dell og Sony halda áfram samstarfi þrátt fyrir að kostnaður við innköllun nemi milljörðum króna. Viðskipti erlent 22.8.2006 15:40 Skýr merki um lækkun íbúðaverðs Fyrstu merki um verðlækkanir á fasteignamarkaði eru komin fram. Eftirspurn hefur aukist eftir leiguhúsnæði. Leiga hefur hækkað um fjórðung frá því í vor. Viðskipti innlent 22.8.2006 15:40 Ferðalangur stóðst ekki læknisskoðun Japanski kaupsýslumaðurinn Daisuke Enomoto, sem keypti sér farmiða í vor með rússneska geimfarinu Soyuz og stefndi að því að verða fjórði einstaklingurinn til að dvelja í tíu daga í alþjóðlegu geimstöðinni, stóðst ekki læknisskoðun um helgina og fær þar af leiðandi ekki að uppfylla draum sinn. Viðskipti erlent 22.8.2006 15:39 Nærri 40 prósenta arðsemi hjá MP Mikill gengishagnaður af verðbréfum en gengistap af gjaldeyri. Viðskipti innlent 22.8.2006 15:39 Minni verðbréfakaup að utan Verðbréfakaup erlendra aðila hér á landi hafa dregist saman um fjörutíu prósent. Viðskipti innlent 22.8.2006 15:40 Metverð á kaffibaunum Heimsmarkaðsverð á kaffibaunum hefur hækkað mikið það sem af er árs vegna úrhellis í Asíu en þurrka í Suður-Ameríku sem spillt hefur kaffibaunauppskeru í helstu útflutningslöndunum og er svo komið að verðið hefur ekki verið hærra í sjö ár. Viðskipti innlent 22.8.2006 15:39 Vilja fá lífeyrissjóði í hóp eigenda Stjórn Marels hefur fengið heimild til að hækka hlutafé félagsins vegna kaupa á Scanvægt. Einnig fær hún heimild til að selja sextíu milljónir hluta til hluthafa og annarra fjárfesta, þar af helming til fagfjárfesta eins og lífeyrissjóða og erlendra aðila. Viðskipti innlent 22.8.2006 15:39 Álrisi í fæðingu? Stjórnendur rússneska álfyrirtækisins Sual neita fréttum þess efnis að fyrirtækið ætli að sameinast keppinaut sínum og samlanda, Rusal í október. Ef af samruna fyrirtækjanna verður mun bandaríski álrisinn Alcoa, sem nú um stundir er stærsti álframleiðandi í heimi, verða sá næststærsti á eftir sameinuðu fyrirtæki Sual og Rusal. Viðskipti erlent 22.8.2006 15:40 Ríkisinngrip í dagblaðastríð Fyrirhugað samstarf 365 Scandinavia og Post Danmark um dreifingu á fríblaðinu Nyhedsavisen er misnotkun á fyrirtæki í ríkiseigu, að mati danska Sósíaldemókrataflokksins. Post Danmark er að 75 prósenta hlut í eigu danska ríkisins. Viðskipti innlent 22.8.2006 15:39 Reynslubolti í brú FlyMe Norðmaðurinn Finn Thaulow tekur innan skamms við stjórnarformennsku í sænska lággjaldaflugfélaginu FlyMe af Björn Olegård, sem mun sitja áfram í stjórn, að því gefnu að hluthafar samþykki þessa tilnefningu. Viðskipti innlent 22.8.2006 15:39 Umfang lífeyris-sjóðanna eykst Hrein eign lífeyrissjóðanna til greiðslu lífeyris jókst um 23,6 prósent milli ársloka 2004 og 2005. Það samsvarar 18,7 prósenta raunaukningu miðað við vísitölu neysluverðs. Nam heildareignin þá 1.219,5 milljörðum króna en var 896,6 milljarðar fyrir árið 2004. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Fjármálaeftirlitsins um ársreikninga lífeyrissjóða fyrir árið 2005. Viðskipti innlent 22.8.2006 17:04 « ‹ 134 135 136 137 138 139 140 141 142 … 223 ›
Tap þrátt fyrir gróða Síminn tapaði rúmum 6,4 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta er nokkur umsnúningur frá sama tíma fyrir ári þegar félagið skilaði 2,1 milljarðs króna hagnaði. Hluti skulda Símans er í erlendri mynt en gengistap nam tæpum 8,3 milljörðum króna á tímabilinu. Viðskipti innlent 25.8.2006 12:13
Hefur aldrei tapað útláni Lánasjóður sveitarfélaga hefur ekki tapað láni frá stofnun sjóðsins árið 1967 og eru vanskil óveruleg. Hlutverk sjóðsins er að tryggja sveitarfélögum, stofnunum og fyrirtækjum þeirra fjármögnun á hagstæðum kjörum en útlán til þeirra eru tryggð með tekjum sveitarfélaga. Viðskipti innlent 24.8.2006 18:22
Ný skýrsla norrænna samkeppniseftirlita Milli íslenskra banka er búin að vera grimmileg samkeppni í kjölfar þess krafts sem leystist úr læðingi við einkavæðingu ríkisbankanna, segir Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja (SBV). Hann vill ekki kannast við þá mynd sem dregin er upp í nýrri skýrslu norrænna samkeppniseftirlita að hér skorti á samkeppni milli banka. Viðskipti innlent 24.8.2006 18:22
Tilboð lagt fram í HoF Fjárfestahópur, sem meðal annars er skipaður Baugi og FL Group, hefur lagt fram yfirtökutilboð í House of Fraser, eina þekktustu verslunarkeðju Bretlands fyrir 60 milljarða. Baugur og FL taka samanlagt helmingshlut. Viðskipti erlent 24.8.2006 18:22
Meiri hagnaður á fyrri hluta ársins en allt síðasta ár. Frjálsi fjárfestingabankinn hagnaðist um tæpar 580 milljónir króna á fyrri hluta ársins sem er 150 prósenta meiri hagnaður en á sama tíma árið 2005. Þetta er meiri hagnaður en allt árið í fyrra sem þó var besta ár félagsins. Viðskipti innlent 24.8.2006 18:22
Úrvalsvísitalan yfir 6000 stig Úrvalsvísitalan rauf 6.000 stiga múrinn við lokun viðskipta í Kauphöll Íslands í dag og endaði í 6.004 stigum. Vísitalan hefur ekki verið hærri síðan seint í mars á þessu ári. Viðskipti innlent 24.8.2006 16:01
Uppfærð hagvaxtarspá fyrir Þýskaland Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) hefur uppfært hagvaxtarspá sína fyrir Þýskaland. IMF spáði 1,3 prósenta hagvexti í landinu á þessu ári en býst nú við 2 prósenta hagvexti á árinu. Viðskipti erlent 24.8.2006 15:53
Endurfjármögnunarþörfin tryggð Glitnir hefur á þessu ári gefið út skuldabréf fyrir 3 milljarða evrur, jafnvirði tæpra 272 milljarða íslenskra króna, og með því tryggt endurfjármögnun bankans fyrir næsta ár. Handbært fé Glitnis nemur 2,5 milljörðum evra, 225 milljörðum króna, sem jafngildir 111 prósentum af fjármögnunarþörf næstu sex mánaða Viðskipti innlent 24.8.2006 15:02
Yfirtökutilboð Barr samþykkt Stjórn króatíska lyfjafyrirtækisins Pliva ákvað í gær að taka yfirtökutilboði bandaríska lyfjafyrirtækisins Barr upp á 2,43 milljarða bandaríkjadollara. Innlent 24.8.2006 13:51
Metafgangur hjá ríkissjóði Ríkissjóður var rekinn með tæplega 113 milljarða króna afgangi á síðasta ári. Þetta er 111 milljörðum króna meiri afgangur en árið 2004. Í Vefriti fjármálaráðuneytisins segir að skýringin felist að hálfu leyti í sölu hlutabréfa ríkissjóðs í Landssíma Íslands hf. en hann nam 56 milljörðum króna. Hinn helmingurinn skýrist af góðri afkoma ríkissjóðs af þeirri uppsveiflu sem verið hefur í efnahagslífinu og aðhaldi í útgjöldum. Viðskipti innlent 24.8.2006 13:02
Spá lækkun stýrivaxta næsta vor Greiningardeild Glitnis segir væntingar um að Seðlabanki Íslands lækki stýrivexti snemma á næsta ári. Á móti komi að væntingar virðist vera að lækkunin verði hófleg verði þeir enn yfir 12 prósentum um mitt næsta ár en fari undir 10 prósent fyrir lok ársins. Stýrivextir standa nú um stundir í 13,5 prósentum. Viðskipti innlent 24.8.2006 12:40
Óvænt uppsögn hjá McDonald's Mike Roberts, einn af æðstu stjórnendum skyndibitakeðjunnar McDonald's, sagði upp störfum í gær. Uppsögnin kemur talsvert á óvart en gert var ráð fyrir að Roberts yrði næsti forstjóri keðjunnar. Viðskipti erlent 24.8.2006 10:33
Olíuverð lækkaði um rúman dal Hráolíuverð lækkaði talsvert síðla dags í kjölfar þess að vikulegar upplýsingar bandaríska orkumálaráðuneytisins benda til að umframbirgðir af olíu hafi aukist á milli vikna. Þá lækkaði olíuverðið fyrr í dag vegna vilja stjórnvalda í Íran til að hefja formlegar viðræður við Sameinuðu þjóðirnar um kjarnorkuáætlun sína. Viðskipti erlent 23.8.2006 15:49
Metafkoma hjá SPRON Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis (SPRON) skilaði rúmum 2,6 milljarða króna hagnaði á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta er 67,1 prósents aukning á milli ára.Afkoma SPRON á sex mánaða tímabili hefur aldrei verið betri. Viðskipti innlent 23.8.2006 14:49
Afkoman tæplega tvöföld Lánasjóður íslenskra sveitafélaga skilaði rúmum 717 milljóna króna tekjuafgangi á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta er tæplega 341 milljóna króna aukning frá sama tíma í fyrra. Í tilkynningu frá lánasjóðnum segir að hækkun verðlags hafi haft jákvæð áhrif á afkomu sjóðsins þar sem útlán sem fjármögnuð eru með eigin fé hans eru verðtryggð. Viðskipti innlent 23.8.2006 14:32
Olíuverð lækkar vegna viðbragða Írana Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði lítillega á helstu mörkuðum í dag í kjölfar frétta þess efnis að stjórnvöld í Íran væru reiðubúin til viðræðna um kjarnorkuáætlun sína. Íranar eiga yfir höfði sér viðskiptabann hætti þeir ekki auðgun úrans fyrir ágústlok. Viðskipti erlent 23.8.2006 10:58
Góð afkoma hjá Nestlé Svissneski matvælaframleiðandinn Nestlé sklaði rúmum 4,1 milljarði svissneskra franka, jafnvirði tæpra 239 milljarða íslenskra króna, í hagnað á fyrstu sex mánuðum ársins. Aukningin nemur 11,4 prósentum sem er í takt við væntingar greiningaraðila. Viðskipti erlent 23.8.2006 10:53
Aflaverðmæti dróst saman um milljarð Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 33 milljörðum króna á fyrstu fimm mánuðum ársins. Þetta er 1 milljarði krónu meira en á sama tíma í fyrra. Að sögn Hagstofunnar hefur aflaverðmæti dregist saman um rúman milljarð króna eða 4 prósent á milli ára. Viðskipti innlent 23.8.2006 09:11
Góður hagnaður Wembleysmiða Hagnaður ástralska verktakafyrirtækisins Multiplex nam 216,8 milljónum ástralskra dala, jafnvirði 11,5 milljarða íslenskra króna, á fyrri helmingi árs. Um er að ræða tvöföldun á hagnaði á milli ára. Viðskipti erlent 22.8.2006 15:39
Sony og Dell vissu um rafhlöðugalla Dell og Sony halda áfram samstarfi þrátt fyrir að kostnaður við innköllun nemi milljörðum króna. Viðskipti erlent 22.8.2006 15:40
Skýr merki um lækkun íbúðaverðs Fyrstu merki um verðlækkanir á fasteignamarkaði eru komin fram. Eftirspurn hefur aukist eftir leiguhúsnæði. Leiga hefur hækkað um fjórðung frá því í vor. Viðskipti innlent 22.8.2006 15:40
Ferðalangur stóðst ekki læknisskoðun Japanski kaupsýslumaðurinn Daisuke Enomoto, sem keypti sér farmiða í vor með rússneska geimfarinu Soyuz og stefndi að því að verða fjórði einstaklingurinn til að dvelja í tíu daga í alþjóðlegu geimstöðinni, stóðst ekki læknisskoðun um helgina og fær þar af leiðandi ekki að uppfylla draum sinn. Viðskipti erlent 22.8.2006 15:39
Nærri 40 prósenta arðsemi hjá MP Mikill gengishagnaður af verðbréfum en gengistap af gjaldeyri. Viðskipti innlent 22.8.2006 15:39
Minni verðbréfakaup að utan Verðbréfakaup erlendra aðila hér á landi hafa dregist saman um fjörutíu prósent. Viðskipti innlent 22.8.2006 15:40
Metverð á kaffibaunum Heimsmarkaðsverð á kaffibaunum hefur hækkað mikið það sem af er árs vegna úrhellis í Asíu en þurrka í Suður-Ameríku sem spillt hefur kaffibaunauppskeru í helstu útflutningslöndunum og er svo komið að verðið hefur ekki verið hærra í sjö ár. Viðskipti innlent 22.8.2006 15:39
Vilja fá lífeyrissjóði í hóp eigenda Stjórn Marels hefur fengið heimild til að hækka hlutafé félagsins vegna kaupa á Scanvægt. Einnig fær hún heimild til að selja sextíu milljónir hluta til hluthafa og annarra fjárfesta, þar af helming til fagfjárfesta eins og lífeyrissjóða og erlendra aðila. Viðskipti innlent 22.8.2006 15:39
Álrisi í fæðingu? Stjórnendur rússneska álfyrirtækisins Sual neita fréttum þess efnis að fyrirtækið ætli að sameinast keppinaut sínum og samlanda, Rusal í október. Ef af samruna fyrirtækjanna verður mun bandaríski álrisinn Alcoa, sem nú um stundir er stærsti álframleiðandi í heimi, verða sá næststærsti á eftir sameinuðu fyrirtæki Sual og Rusal. Viðskipti erlent 22.8.2006 15:40
Ríkisinngrip í dagblaðastríð Fyrirhugað samstarf 365 Scandinavia og Post Danmark um dreifingu á fríblaðinu Nyhedsavisen er misnotkun á fyrirtæki í ríkiseigu, að mati danska Sósíaldemókrataflokksins. Post Danmark er að 75 prósenta hlut í eigu danska ríkisins. Viðskipti innlent 22.8.2006 15:39
Reynslubolti í brú FlyMe Norðmaðurinn Finn Thaulow tekur innan skamms við stjórnarformennsku í sænska lággjaldaflugfélaginu FlyMe af Björn Olegård, sem mun sitja áfram í stjórn, að því gefnu að hluthafar samþykki þessa tilnefningu. Viðskipti innlent 22.8.2006 15:39
Umfang lífeyris-sjóðanna eykst Hrein eign lífeyrissjóðanna til greiðslu lífeyris jókst um 23,6 prósent milli ársloka 2004 og 2005. Það samsvarar 18,7 prósenta raunaukningu miðað við vísitölu neysluverðs. Nam heildareignin þá 1.219,5 milljörðum króna en var 896,6 milljarðar fyrir árið 2004. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Fjármálaeftirlitsins um ársreikninga lífeyrissjóða fyrir árið 2005. Viðskipti innlent 22.8.2006 17:04