Viðskipti

Fréttamynd

Hyggst bjóða ódýrari olíu

Íslensk olíumiðlun ætlar að bjóða útgerðum olíu á lægra verði en keppinautarnir. Olíusala hófst hjá fyrirtækinu í dag, en það er með birgðastöð í Neskaupstað.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Flugfargjöld hafi hækkað um 20%

Flugfargjöld hafa hækkað um 20% á undanförnu ári. Þetta segir Helgi Jóhannsson, framkvæmdastjóri Sumarferða. Helgi segir að eflaust sé það tilvljun en að flugfélögin tvö, Icelandair og Iceland Express, hafi verið mjög samtaka í því að hækka verð á fargjöldum hjá sér. Erfitt sé að finna fargjöld undir 20 þúsund krónum nú eins og það var fyrir ári og sé verð á farmiðum oftast yfir 30 þúsund krónum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Aukin samkeppni á skipaolíumarkaði

Samkeppni í olíusölu til skipa eykst í dag þegar Íslensk olíumiðlun hefur starfsemi. Norska olíuflutningaskipið Havstraum kom með fyrsta farm félagsins í birgðastöð þess í Neskaupstað í gær og hefst olíusalan í dag. Í tilkynningu frá Íslenskri olíumiðlun er því lofað að útgerðum standi til boða olía á hagstæðu verði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Breytingar á yfirstjórn Heklu

Knútur G. Hauksson, forstjóri Samskipa, færir sig um set um næstu mánaðamót og tekur við starfi forstjóra Heklu ásamt því að koma inn í eigendahóp fyrirtækisins. Tryggvi Jónsson, núverandi forstjóri Heklu, verður hins vegar stjórnarformaður félagsins, að því er fram kemur í tilkynningu frá félaginu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Segir samkeppni hafa minnkað

Flugfargjöld hafa hækkað um fimmtung frá því fyrra. Það staðhæfir Helgi Jóhannsson framkvæmdastjóri Sumarferða. Hann segir að allt útlit sé fyrir að samkeppnin hafi minnkað og flugfélögin geri lítið til að bjóða neytendum betri kjör.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Launavísitala hækkar um 0,5%

Launavísitalan hækkaði um hálft prósent í síðasta mánuði miðað við mánuðinn þar á undan. Síðustu tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 6,7 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kaup Actavis frágengin

Actavis er búið að kaupa bandaríska lyfjafyrirtækið Amide á 33 milljarða króna og var það staðgreitt. Sameiginlega eru þessi fyrirtækið með fimm hundruð samheitalyf á markaði og þar með eitt mesta lyfjaúrval á sínu sviði. Þá eru fyrirtækin með eitt hundrað og fjörutíu lyf í þróun.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gengi bréfa í Actavis rauk upp

Gengi bréfa í Actavis rauk upp í morgun eftir að tilkynnt var um kaup á bandarísku lyfjafyrirtæiki. Actavis keypti bandaríska lyfjafyrirtækið Amide í morgun fyrir þrjátíu og þrjá milljarða króna.  

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hagnaður aukist um 50 prósent

Stjórnendur lyfjafyrirtækisins Actavis búast við að hagnaður fyrirtækisins aukist um allt að 50 prósent á næsta ári eftir kaupin á bandaríska samheitalyfjafyrirtækinu Amide. Kaupverðið nemur um 34 milljörðum íslenskra króna og er um stærstu fjárfestingu fyrirtækisins að ræða frá upphafi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vísitalan lækkaði um 0,5%

Samræmd vísitala neysluverðs fyrir Ísland var 129,2 stig í apríl og lækkaði um 0,5% frá fyrra mánuði, aðallega vegna mikillar samkeppni á dagvörumarkaði samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kaupa bandarískt lyfjafyrirtæki

Actavis mun tilkynna í dag kaup fyrirtækisins á bandaríska lyfjafyrirtækinu Amide. Kaupverðið er um 500 milljónir bandaríkjadollara eða sem nemur um 34 milljörðum íslenskra króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Íbúðaverð hækki um 15% í viðbót

Greining Íslandsbanka spáir því að íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu muni hækka um 15 prósent til viðbótar þar til það staðnar síðla á næsta ári og stöðnun muni ríkja á íbúðamarkaðnum allt árið 2007. Spáir greiningardeildin því að markaðsverð íbúðarhúsnæðis fari úr um 175 þúsund krónum á fermetra, eins og það er nú, og yfir 200 þúsund krónur að meðaltali á fermetra áður en kemur að tímabili stöðnunar á fasteignamarkaði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Viðskiptastríð í uppsiglingu?

Líkur á mesta viðskiptastríði sögunnar jukust í dag þegar upplýst var að Airbus-verksmiðjurnar hefðu beðið Evrópusambandið um lán til þess að hanna nýja farþegaþotu. Bandaríkjamenn eru æfir.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Almenningur ekki einn um sérkjör

Hópurinn sem Almenningur ehf. gerði samning við vegna kaupa á Símanum er ekki sá eini sem mun bjóða íslenskum almenningi sérkjör. Fleiri ætla að bjóða almenningi að minnsta kosti sömu kjör þótt Agnes Bragadóttir og Orri Vigfússon hafi ekki gert samkomulag við þá.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kaupa saman útvarpsstöðvar

Ár og dagur, útgáfufélag <em>Blaðsins</em>, og Íslenska sjónvarpsfélagið sem rekur Skjá einn hafa keypt 97 prósent hlutafjár í Pyrit fjölmiðlun ehf. sem rekur útvarpsstöðvarnar KissFM og X-FM. Í tilkynningu frá Skjá einum segir að nýir eigendur ætli sér að vinna með öflugum hópi núverandi starfsfólks með það markmið að auka bæði markaðshlutdeild og hlustunarsvæði stöðvanna. Kaupverð er sagt trúnaðarmál.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ekki stefnt að sjónvarpsrekstri

Útgefendur <em>Blaðsins</em> og Skjár einn hafa í sameiningu keypt tvær útvarpsstöðvar. Ritstjóri <em>Blaðsins</em> segir samstarfið ekki þýða að farið verði út í sjónvarpsrekstur.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Mikill áhugi á bréfum Mosaic

Fagfjárfestar óskuðu eftir að kaupa fjórfalt fleiri hluti í Mosaic Fashion en í boði voru en allt hlutaféð er selt fyrir 3,7 milljarða króna. Um er að ræða nýja hluti sem seldir voru á genginu 13,6, en hlutafjárútboðið er liður í undirbúningi að skráningu Mosaic Fashions í Kauphöll Íslands.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Aukin hætta á launaskriði

Árstíðaleiðrétt atvinnuleysi hefur lækkað úr 3,1 prósenti í 2,3 prósent á einu ári. Vegvísir Landsbankans bendir á að reynslan síðasta áratuginn sýni að ekki séu dæmi um að saman geti farið atvinnuleysi undir tveimur prósentum og verðbólga undir fjórum prósentum. Nú þegar atvinnuleysið sé komið niður að tveggja prósenta mörkunum aukist hættan á því að launaskrið aukist verulega.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fermetraverð fari yfir 200 þúsund

Greining Íslandsbanka spáir 15 prósenta hækkun á íbúðarverði til viðbótar þar til það staðni síðla á næsta ári. Meðalfermetraverð yrði þá komið yfir 200 þúsund krónur. Þó er tekið fram að lítið megi út af bregða til að ekki komi til lækkunar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Samið við hæstbjóðendur

Fjórtán tilboð bárust í Landsíma Íslands. Þeir sem uppfylla skilyrði fá að bjóða aftur og verður þá verðið eitt látið ráða. Kögun, sem ætlaði að bjóða ásamt erlendum fjárfestum, var meinað um útboðsgögn.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Leggja stærstu hitaveitu í heimi

Fulltúar fyrirtækjanna Enex hf., Orkuveitu Reykjavíkur og Íslandsbanka hf. skrifuðu í morgun undir samkomulag um að leggja stærstu jarðvarmahitaveitu í heimi í nýtt hverfi sem á að rísa í borginni Xianyang í Kína. Gert er ráð fyrir að hitaveitan nái í fyrstu til 100 til 150 þúsund íbúa en síðan þegar hverfið hefur verið stækkað verða íbúarnir um 400 þúsund.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Efnahagur Kína á fleygiferð

Fjöldi íslenskra fyrirtækja hefur á undanförnum dögum gert samninga við kínversk fyrirtæki enda er efnahagur Kína á fleygiferð. Það er þó ekki hlaupið að því að hefja viðskipti þar í landi.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Yfirtökutilboð í finnskt símafélag

Novator Finland, dótturfélag Novator International, sem er fjárfestingafélag undir forystu Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur gert tilboð í öll hlutabréf í finnska símafyrirtækinu Saunalahti. Tilboðið hljóðar upp á 1,9 evrur á hlut sem þýðir að heildarverðmæti fyrirtækins er um 21,5 milljarðar króna. Novator Finland á þegar tæp 23 prósent í félaginu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Eignatengslum breytt vegna tilboðs

Dæmi eru um að hópar sem gerðu tilboð í Símann hafi breytt eignatengslum til að standast skilyrði útboðsins. Kögun sóttist ekki eftir útboðsgögnum eftir að einkavæðingarnefnd mat að fyrirtækið uppfyllti ekki sett skilyrði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Nýtt píramídafyrirtæki á Íslandi

Enn eitt píramídafyrirtækið ætlar að hasla sér völl á Íslandi þar sem gulli og grænum skógum er lofað. Nú er það fyrirtækið Bridge, sem er upprunnið í Svíþjóð, en skráð í Belís. Um 70 Íslendingar mættu á kynningarfund fyrirtækisins í gærkvöldi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Meðal stærstu hluthafa Skandia

Burðarás er kominn langt með að verða stærsti hluthafinn í Skandia, en Burðarás á nú 4,4 prósent í félaginu eftir að hafa keypt eitt prósent á hálfan milljarð sænskra króna, eða tæplega fimm milljarða íslenskra króna. Friðrik Jóhannsson, forstjóri Burðaráss, segir í samtali við <em>Svenska Dagladet</em> og félagið líti á Skandia sem góðan fjárfestingarkost, ekki sé verið að sækjast eftir stjórnarsæti.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fjórtán tilboð í Símann

Fjórtán tilboð bárust í hlut ríkisins í Landssíma Íslands. 37 fjárfestar standa að baki tilboðunum, bæði innlendir og erlendir. Framkvæmdanefnd um einkavæðingu mun á næstu dögum ásamt ráðgjafafyrirtækinu Morgan Stanley fara yfir tilboðin. Við mat á þeim verður meðal annars horft til verðs, fjárhagslegs styrks, reynslu af rekstri, fjármögnum og framtíðarsýnar.

Viðskipti innlent