Innlendar

Fréttamynd

Sif og Viktor Íslandsmeistarar í fjölþraut

Sif Pálsdóttir Gróttu og Viktor Kristmannsson Gerplu urðu í gær Íslandsmeistarar í fjölþraut í fimleikum. Keppt var í hinu nýja og glæsilega íþróttahúsi Gerplu í Kópavogi en allt okkar besta fimleikafólk tekur þátt í mótinu. Í gær var keppt í fjölþraut karla og kvenna.

Sport
Fréttamynd

Fram endurheimti toppsætið

Fram komst aftur á topp DHL-deildar karla í handbolta nú síðdegis með því að leggja Stjörnuna að velli í Garðabæ, 29-32. Staðan í hálfleik var 13-18 fyrir Fram. Sergeyi Serenko var markahæstur Framara með 9 mörk. Í Kópavogi vann HK 6 marka sigur á Aftureldingu, 29-23.

Sport
Fréttamynd

Keflavík í undanúrslit og KR tryggði sér oddaleik

Keflavík varð í dag fyrst liða til að tryggja sig í undanúrslitin í úrslitakeppni karla í körfubolta þegar deildarmeistararnir unnu Fjölni 87-84. Í Stykkishólmi náði KR að tryggja sér oddaleik með því að leggja Snæfell 62-61 þar sem sigurkarfa KR kom þegar 2 sekúndur voru til leiksloka og var það 3 stiga karfa fráMelvin Scott sem réði úrslitum.

Sport
Fréttamynd

Keflavík og KR leiða í hálfleik

Nú er hálfleikur í leikjunum tveimur sem fram fara í úrslitakeppninni í körfubolta karla í dag og eru það gestaliðin sem leiða í báðum tilfellum. KR er sex stigum yfir gegn Snæfelli í Stykkishólmi, 33-39. Í Grafarvogi eru það Keflvíkingar sem leiða gegn Fjölni með tveimur stigum, 43-45.

Sport
Fréttamynd

Valsstúlkur á toppinn

Valur komst í dag á topp DHL-deildar kvenna í handbolta með 8 marka sigri á Fram, 21-29 í Framhúsinu. Valsstúlkur eru efstar ásamt Haukum með 26 stig en Haukar eiga leik til góðar gegn Víkingi á morgun. Tveir aðrir leikir fóru fram í deildinni í dag. HK lagði KA/Þór, 31-24 og eru enn í 7. sæti með 11 stig. Að lokum vann Stjarnan fjögurra marka útisigur á Gróttu, 19-23.

Sport
Fréttamynd

Dagný í 38. sæti en Björgvin úr leik

Dagný Linda Kristjánsdóttir varð í 38. sæti á Evrópubikarmótinu í risasvigi í Austurríki í morgun. Hún varð 2.24 sek. á eftir sigurvegaranum Tina Weirather frá Liechtenstein. Þá féll Björgvin Björgvinsson úr keppni í fyrri ferð í svigi.

Sport
Fréttamynd

Kemur ekkert annað til greina en að vinna Snæfell í dag

Herbert Arnarson þjálfari KR segir það alls ekki hafa verið áfall að tapa heimaleiknum gegn Snæfelli í vikunni í 8 liða úrslitum í úrslitakeppni körfubolta karla, Iceland Express deildinni. Vísir náði tali af Herberti nú rétt í þessu þar sem lið KR var statt í Hyrnunni í Borgarnesi á leið sinni upp í Stykkishólm þar sem annar leikur liðanna fer fram í dag.

Sport
Fréttamynd

Jafnt hjá Selfossi og FH

Selfoss og FH gerðu jafntefli 26-26 í lokaleik kvöldsins í DHL-deild karla í handknattleik. Selfoss er sem fyrr í neðsta sæti deildarinnar með aðeins 8 stig eftir 21 leik, en FH-ingar eru með 18 stig í 9. sæti deildarinnar.

Sport
Fréttamynd

Fylkir lagði KA

KA menn töpuðu fyrsta leik sínum undir stjórn nýrra þjálfara í kvöld þegar liðið lá heima fyrir Fylki 28-24. Haukar lögðu Þór fyrir norðan 36-32 og ÍR vann nauman sigur á Víkingi/Fjölni í Austurbergi 29-28. Leik Selfoss og FH er enn ólokið.

Sport
Fréttamynd

Öruggur sigur Skallagríms

Skallagrímur vann öruggan sigur á Grindavík 95-81 í Borgarnesi í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppni karla í körfubolta í kvöld. Eftir að jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik, brunuðu heimamenn framúr í þeim síðari og unnu sannfærandi sigur. George Byrd var atkvæðamestur í liði Skallagríms með 29 stig, en þeir Páll Axel Vilbergsson og Jeremiah Johnson skoruðu 30 stig hvor í liði Grindavíkur.

Sport
Fréttamynd

Grindavík leiðir í hálfleik

Grindvíkingar hafa eins stigs forystu í hálfleik gegn Skallagrími í fyrsta leik liðanna í fyrstu umferð úrslitakeppninni í körfubolta 42-41. George Byrd er kominn með 19 stig í liði heimamanna, en Páll Axel Vilbergsson hefur skorað 15 stig fyrir Grindavík. Í Njarðvík hafa heimamenn nauma forystu gegn ÍR 40-38.

Sport
Fréttamynd

Gravesen til Fylkis

Knattspyrnulið Fylkis hefur er nú við það að ganga frá tveggja ára samningi við danska leikmanninn Peter Gravesen frá liði Herfölge í Danmörku, en Peter þessi ku vera bróðir hins eitilharða Thomas Gravesen sem leikur með Real Madrid á Spáni. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins, Fylkir.com.

Sport
Fréttamynd

Ísland í 19. sæti

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu stendur í stað á styrkleikalista FIFA sem birtur var í dag og er sem fyrr í 19. sæti listans. Þjóðverjar halda efsta sætinu, Bandaríkjamenn eru í öðru og Norðmenn í því þriðja.

Sport
Fréttamynd

Snæfell lagði KR

Snæfell vann í kvöld sigur á KR í úrslitakeppni Iceland Express deildar karla í kvöld í rafmögnuðum spennuleik sem sýndur var beint á Sýn. Snæfell var yfir allan leikinn, en KRingar náðu að jafna leikinn undir lokin. Það voru þó gestirnir sem héldu haus í restina og tryggðu sér dýrmætan sigur 71-68. Snæfell er því með pálmann í höndunum og geta slegið KR út í næsta leik á heimavelli sínum.

Sport
Fréttamynd

Öruggur sigur Keflvíkinga

Keflvíkingar eru komnir með 1-0 forystu í einvígi sínu gegn Fjölni í úrslitakeppni Iceland Express deildinni í körfubolta eftir auðveldan 94-78 sigur á heimavelli sínum Sláturhúsinu í kvöld.

Sport
Fréttamynd

Snæfell yfir gegn KR

Nú er kominn hálfleikur í leik KR og Snæfells í úrslitakeppninni í Iceland Express deild karla og hafa gestirnir góða forystu í hálfleik 43-35. Snæfell hefur byrjað mun betur í leiknum og er liðið mun ákveðnara í öllum sínum aðgerðum. Leikurinn er sýndur í beinni útsendingu á Sýn.

Sport
Fréttamynd

Keflavík með mikla yfirburði

Lið Keflavíkur virðist ekki ætla að verða í vandræðum með lið Fjölnis í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppninni. Keflvíkingar hafa forystu 59-36 í hálfleik á heimavelli sínum og hafa þeir AJ Moye og Vlad Boeriu skorað 14 stig hvor fyrir lið heimamanna.

Sport
Fréttamynd

KR - Snæfell í beinni á Sýn

Úrslitakeppni úrvalsdeildar karla í körfubolta hefst í kvöld með tveimur leikjum. Keflvíkingar taka á móti Fjölni í Keflavík klukkan 19:15 og KR-ingar taka á móti Snæfelli í Vesturbænum, en sá leikur verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn og hefst útsending klukkan 19:45.

Sport
Fréttamynd

Sævar og Árni taka við KA

Nú hefur verið tilkynnt að Sævar Árnason verði næsti þjálfari KA-manna í DHL-deild karla í handbolta og honum til aðstoðar verður fyrrum aðstoðarþjálfari KA til fjölda ára, Árni Stefánsson. Þetta kemur fram á heimasíðu KA í kvöld. Þeirra bíður það erfiða verkefni að halda KA liðinu á meðal þeirra bestu, en illa hefur gengið hjá norðanmönnum að undanförnu.

Sport
Fréttamynd

Grindavík lagði Keflavík

Grindavíkurstúlkur tryggðu sér í kvöld annað sætið í Iceland Express deild kvenna í körfubolta þegar þær lögðu granna sína í Keflavík 77-70 í hreinum úrslitaleik um hvort liðið yrði með heimavallarréttinn í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.

Sport
Fréttamynd

Halldór í tveggja leikja bann

Halldór Karlsson, fyrirliði Njarðvíkinga, var í dag úrskurðaður í tveggja leikja bann fyrir óhæfileg mótmæli af aganefnd KKÍ og því er ljóst að Halldór mun missa af fyrstu tveimur leikjum Njarðvíkinga í úrslitakeppninni gegn ÍR. Halldór var rekinn af velli í leik Njarðvíkur og Keflavíkur í lokaumferð Iceland Express deildarinnar á dögunum.

Sport
Fréttamynd

Ísland niður um eitt sæti

Alþjóða knattspyrnusambandið birti í dag nýja styrkleikalista og hefur íslenska landsliðið fallið um eitt sæti frá því listinn var síðast birtur og situr í því 97. í dag. Engar breytingar hafa orðið á uppröðun efstu þjóða á listanum, þar sem heimsmeistarar Brasilíu sitja enn sem fastast.

Sport
Fréttamynd

Leikið um heimavallarréttinn í Grindavík

Grindavík og Keflavík mætast í hreinum úrslitaleik um hvort liðið verður með heimavallarréttinn í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í Iceland Express deild kvenna í kvöld. Grindavík er í þriðja sæti deildarinnar, en Keflavíkurstúlkur geta komist upp fyrir þær með sigri í kvöld. Þá fá Haukastúlkur afhentan deildarbikarinn eftir leik sinn við Breiðablik á Ásvöllum.

Sport
Fréttamynd

Reynir hættur að þjálfa KA

Reynir Stefánsson hefur stigið af stóli sem þjálfari handknattleiksliðs KA í DHL-deildinni af persónulegum ástæðum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá félaginu nú undir kvöldið. Ekki er ljóst hver tekur við liði KA í hans stað.

Sport
Fréttamynd

Úrslitakeppnin í beinni á Sýn

Úrslitakeppninn í Iceland Express deild karla í körfubolta hefst á fimmtudagskvöldið og mun sjónvarpsstöðin Sýn þá vera með beina útsendingu frá fyrstu viðureign KR og Snæfells sem hefst klukkan 20 um kvöldið, en útsending hefst 15 mínútum fyrr. Á laugardeginum verður svo bein útsending frá öðrum leik Fjölnis og Keflavíkur og hefst útsending frá honum klukkan 15:50.

Sport
Fréttamynd

Hólmar snýr aftur heim

Knattspyrnumaðurinn Hómar Örn Rúnarsson, sem verið hefur á mála hjá sænska liðinu Trelleborg undanfarið, er nú á leið aftur heim til Íslands þar sem hann mun halda áfram að spila með liði sínu Keflavík. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins í dag.

Sport
Fréttamynd

Haukar lögðu Selfoss

Tveir leikir fóru fram í DHL-deild karla í handknattleik. Haukar lögðu Selfoss 33-28 á heimavelli sínum Ásvöllum og Stjarnan gerði góða ferð í Hafnarfjörðinn og skellti FH 31-26. Þá var einn leikur í DHL-deild kvenna, Grótta marði sigur á FH á útivelli 26-25.

Sport
Fréttamynd

Fram burstaði KA

Fram var ekki vandræðum með KA menn á heimavelli sínum í DHL-deil karla í handbolta í dag og vann tíu marka sigur 37-27. Jóhann Einarsson skoraði 8 mörk fyrir Fram og Stefán Stefánsson skoraði 6. Hjá KA voru Elfar Halldórsson og Nikola Jankovic markahæstir með 5 mörk hvor. Fram hefur þriggja stiga forskot á toppi deildarinnar, en Haukar eiga leik til góða gegn Selfossi í kvöld.

Sport
Fréttamynd

Keflavík sigraði KR

Keflvíkingar unnu í dag góðan 3-1 sigur á KR-ingum í deildarbikar karla í knattspyrnu. Breiðablik og Fjölnir skyldu jöfn 2-2 og Fylkir vann Grindavík 2-1.

Sport
Fréttamynd

Valur lagði Aftureldingu

Tveir leikir fóru fram nú síðdegis í DHL-deild karla í handbolta. Valsmenn skelltu Aftureldingu í Mosfellsbænum 27-25 og Víkingur/Fjölnir lagði Þór naumlega á heimavelli 29-28.

Sport