Sport

Keflavík í undanúrslit og KR tryggði sér oddaleik

Úr fyrri leik Keflavíkur og Fjölnis á fimmtudagskvöld.
Úr fyrri leik Keflavíkur og Fjölnis á fimmtudagskvöld.

Keflavík varð í dag fyrst liða til að tryggja sig í undanúrslitin í úrslitakeppni karla í körfubolta þegar deildarmeistararnir unnu Fjölni 87-84. Keflavík leiddi í hálfleik, 43-45. Hjá Keflavík var A.J. Moye langstigahæstur með 38 stig en Arnar F. Jónsson kom næstur með 12 stig. Hjá Fjölni var Nemanja Sovic stigahæstur með 25 stig og Grady Reynolds kom næstur með 20 stig.

Í Stykkishólmi náði KR að tryggja sér oddaleik með því að leggja Snæfell 62-61 þar sem sigurkarfa KR kom þegar 2 sekúndur voru til leiksloka og var það 3 stiga karfa frá Melvin Scott sem réði úrslitum. Keflavík vann einnig fyrri leik liðanna á fimmtudag og kláraði þetta einvígi því 2-0.

Í Stykkishólmi leiddi KR nær allan leikinn en heimamenn komust yfir í fjórða leikhluta. Þegar 2 sekúndur voru til leiksloka var staðan 61-59 fyrir Snæfell. Þá náði Melvin Scott að setja 3 stiga körfu niður fyrir KR sem tryggði sér þannig oddaleik sem fram fer í DHL-deildinni á þriðjudaginn n.k. Snæfell vann fyrri viðureign liðanna í Vesturbænum á fimmtudagskvöld.

KR var sex stigum yfir í hálfleik, 33-39 og höfðu heimamenn saxað nokkuð á forskot gestanna. KR náði 12 stiga forskoti skömmu fyrir háfleik, 32-20 áður en heimamenn náðu að bíta frá sér og minnka muninn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×