Erlent Sarkozy tekur við embætti í dag Jacques Chirac, forseti Frakklands, mun í dag láta af völdum og Nicolas Sarkozy, sigurvegari forsetakosninganna sem haldnar voru í mánuðinum, taka við. Erlent 16.5.2007 06:55 Mál Wolfowitz fyrir stjórn Alþjóðabankans Paul Wolfowitz bankastjóri Alþjóðabankans fundar nú með 24 manna stjórn bankans vegna ásakana gegn honum. Áður hafði stjórnin komist að niðurstöðu um að Wolfowitz hefði brotið reglur með því að stuðla að launahækkun ástkonu sinnar, sem vinnur hjá bankanum. Stjórnin hefur völd til að reka Wolfowitz, eða lýsa yfir vantrausti á hann. Erlent 15.5.2007 23:21 Murat segir gruninn hafa eyðilagt líf sitt Robert Murat sagði í viðtali við Sky fréttastofuna í kvöld að grunurinn um að hann tengdist mannráni Madeline McCann hefði eyðilagt líf hans. Hann sagðist hafa verið gerður að blóraböggli af lögreglu í málinu. Murat var handtekinn í gær og yfirheyrður í 18 klukkustundir. Hann var látinn laus í dag vegna skorts á sönnunargögnum gegn honum. Innlent 15.5.2007 22:09 Chirac kveður þjóð sína Jacques Chirac fráfarandi forseti Frakklands kvaddi þjóðina sem hann hefur leitt í áratug í sjónvarpsávarpi í dag. Chirac hefur verið í stjórnmálum í fjóra áratugi og sagðist vera stoltur af því að hafa sinnt skyldustörfum sínum vel. Hann lét í ljóst mikið traust á framtíð landsins og óskaði arftaka sínum og keppinaut, Nicholas Sarkozy, velfarnaðar í starfi. Innlent 15.5.2007 21:50 Spielberg þrýstir á Kína vegna Darfur Óskarsverðlaunahafinn og leikstjórinn Steven Spielberg hefur krafist þess að forseti Kína beiti sér fyrir því að endi verði bundinn á þjóðarmorðin í Darfur í Súdan. Í bréfi til Hu Jintao, forseta Kína, hvatti leikstjórinn Kína til að þrýsta á Afríkulandið að leyfa Sameinuðu þjóðunum að senda friðargæslusveitir til landsins. Erlent 15.5.2007 18:46 Yfir sextíu handteknir í Kristjaníu Átök lögreglu og mótmælenda í fríríkinu Kristjaníu héldu áfram í nótt og í morgun og þegar yfir lauk hafði lögregla handtekið á sjötta tug manna. Mótmælin hófust í gærmorgun þegar yfirvöld hófu niðurrif húss sem kallaðist Vindlakassinn. Erlent 15.5.2007 18:09 Sjónvarpspresturinn Jerry Falwell deyr Jerry Falwell einn fyrsti sjónvarpsprestur Bandaríkjamanna lést á sjúrkahúsi í Bandaríkjunum í dag. Hann fannst meðvitundarlaus á skrifstofu sinni í Virginíu í eftirmiðdaginn og var fluttur á sjúkrahús. Aðstoðarmenn Falwells greindu frá því að lífgunartilraunir á sjúkrahúsinu hefðu ekki borið árangur. Erlent 15.5.2007 19:38 Fékk 2.000 ára fangelsisdóm Dómstóll í Valencia á Spáni dæmdi í dag svæfingalækni í tvö þúsund ára fangelsi fyrir að hafa smitað hátt í þrjú hundruð manns af lifrarbólgu af C-stofni. Brotin áttu sér stað á árunum 1988-1997 en á þeim tíma var læknirinn háður morfíni. Áður en hann sprautaði sjúklinga sína með lyfinu hafði hann það fyrir sið að sprauta sjálfan sig með sömu nál og þar með flytja veiruna úr sér yfir í þá. Erlent 15.5.2007 18:05 Watson segir öllum ráðum beitt Skip á vegum Sea Sheperd-samtakanna undir stjórn Pauls Watson er á leið hingað til lands til að trufla hvalveiðar íslenskra skipa. Hann segir að öllum ráðum verði beitt, þar á meðal ásiglingum, og óttast ekki íslensku landhelgisgæsluna. Erlent 15.5.2007 17:58 Bandaríkin verja Wolfowitz Bandaríkjamenn hafa tekið upp hanskann fyrir Paul Wolfowitz, bankastjóra Alþjóðabankans. Hann á mjög undir högg að sækja eftir að upp komst að hann hafði hyglað ástkonu sinni sem starfar hjá bankan um. Tony Snow, talsmaður Hvíta hússins viðurkenndi í dag að Wolfowitz hefði gert mistök, en þau væru ekki svo alvarleg að ástæða væri til þess að reka hann úr starfi. Erlent 15.5.2007 15:43 Hættu þessu bulli Vladimir Bandaríkin munu ekki leyfa Rússum að beita neinskonar neitunarvaldi til að koma í veg fyrir að eldflaugaskjöldur verði byggður í Evrópu. Condoleezza Rice, utanríkisráðherra, sagði þetta í Molskvu í dag eftir fund með Vladimir Putin forseta Rússlands. Rice segir að það sé hlægilegt að halda því fram að Rússum stafi hætta af skildinum. Erlent 15.5.2007 14:17 Blóðugir bardagar milli Palestínumanna Að minnsta kosti ellefu Palestínumenn voru drepnir í innbyrðist átökum á Gaza ströndinni í dag. Í einni árásinni voru átta liðsmenn forsetavarðar Abbas forseta felldir í fyrirsát þegar þeir voru á leið að hjálpa félögum sínum sem byssumenn Hamas höfðu gert árás á. Einn varðanna sem komst lífs af segir að Hamas liðar hafi myrt félaga hans með köldu blóði. Erlent 15.5.2007 13:51 Enn barist á Gaza Ekkert lát er á ofbeldinu á Gaza-ströndinni þrátt fyrir að vopnahlé eigi að vera í gildi á milli Fatah og Hamas-samtakanna. Í morgun gerðu nokkrir Hamas-liðar árás á þjálfunarbúðir lífvarðar forsetans nærri landamærastöð sem kallast Karni. Átta manns létu lífið, allt saman Fatah-menn. Erlent 15.5.2007 12:11 Landhelgisgæslan fylgist með ferðum Sea Shepherd Skip Sea Sheperd-samtakanna er á leið hingað til lands í þeim tilgangi að spilla fyrir hvalveiðum Íslendinga. Paul Watson, leiðtogi samtakanna, segir liðsmenn þeirra ætla að leggja líf sitt að veði til að koma í veg fyrir dráp á hvölum. Landhelgisgæslan fylgist með ferðum Sea Sheperd. Erlent 15.5.2007 12:14 Dregur úr verðbólgu í Bretlandi Verðbólga mældist 2,8 prósent í Bretlandi í apríl, samkvæmt útreikningum bresku hagstofunnar sem birtir voru í dag. Þetta er 0,3 prósentustiga lækkun á milli mánaða og í takt við væntingar greinenda, sem telja þetta ekki draga úr líkum á hækkun stýrivaxta í sumar. Viðskipti erlent 15.5.2007 12:21 Sterling óttast gjaldþrot vegna verkfalls flugmanna Flugfélagið Sterling boðar gjaldþrot ef verkfall flugmanna sem hefst 17. maí, dregst á langinn. Stefan Vilner, framkvæmdastjóri félagsins segir í samtali við Berlingske Tidende að verkfall kosti 150 til 200 milljónir króna á dag. Slíkt tap geti þeir ekki þolað nema einn eða tvo daga. Erlent 15.5.2007 11:55 Íranar byrjaðir að framleiða úran í miklu magni Eftirlitsmenn Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar hafa komist að því að Íranar virðast hafa leyst helstu tæknileg vandamál sín og séu byrjaðir að auðga úran í mun meira magni en áður var haldið. Erlent 15.5.2007 10:51 Gervifæturnir frá Össuri of góðir? Óvíst er hvort fótalausi hlauparinn Oscar Pistorius fær að keppa á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008. Ástæðan er sú að gervifætur hans frá Össuri eru taldir gefa honum óeðlilegt forskot á aðra hlaupara. Pistorius er tvítugur Suður-Afríkubúi sem fæddist með beinlausa kálfa. Hann var aðeins ellefu mánaða gamall þegar báðir fætur hans voru teknir af fyrir neðan hné. Erlent 15.5.2007 10:46 24 létu lífið í sprengjuárás í Pakistan 24 létu lífið og 30 særðust í borginni Peshawar í Pakistan í dag en sprengju hafði verið komið fyrir í andyri hótels. Afganir eru reglulegir gestir á hótelinu og er það einnig nálgæt þekktri mosku á svæðinu. Peshawar er í norðvesturhluta Pakistan en róstursamt hefur verið þar undanfarna mánuði. Erlent 15.5.2007 09:54 Bin Laden hefur hægt um sig Afganski stríðsherrann Gulbuddin Hekmatyar segir að Osama bin Laden sé enn á lífi en hafi hægt um sig. Myndband með Hekmatyar var sýnt á arabiskum sjónvarpsstöðvum í gær. Þar sagði hann meðal annars að bin Laden líði betur ef hann hafi sig ekki í frammi. Hekmatyar er fyrrverandi forsætisráðherra Afganistans og leiddi baráttuna gegn innrásarher Rússa á sínum tíma. Erlent 15.5.2007 09:42 Handtekin fyrir að ógna öryggi Írans Bandarísk menntakona sem var handtekinn í Tehran í Íran í síðustu viku sætir rannsókn vegna gruns um að hafa brotið gegn öryggi þjóðarinnar, sagði talsmaður dómsmálaráðuneytisins í Íran í morgun. Haleh Esfandiari, stjórnandi Mið-Austurlandadeildar Woodrow Wilson stofnunarinnar, var handtekin 8. maí og farið var með hana í fangelsi. Erlent 15.5.2007 08:21 59 handteknir í Kaupmannahöfn Eftir óróleika í Kristjaníu í nótt, þar sem 59 voru handteknir, hefur ró komist á að nýju. Átökin á milli mótmælenda og lögreglu voru hörð. Mótmælendur kveiktu bál og loguðu þau enn í morgun. Þá hentu þeir flöskum í átt að lögreglunni. Þrír lögregluþjónar slösuðust í átökunum í gær. Erlent 15.5.2007 08:11 Stjórnarandstöðunni gekk vel Stjórnarandstöðunni á Filippseyjum gekk betur en búist var við í þingkosningum sem fram fóru í gær. Bráðabirgðatölur sýndu að hún gæti unnið átta af tólf þingsætum í öldungadeild landsins. Ekki er búist við lokaniðurstöðum fyrr en eftir tæpan mánuð. Að minnsta kosti 126 létu lífið í átökum fyrir og um kosningarnar. Erlent 15.5.2007 07:54 60 talibanar féllu í loftárásum Sextíu vígamenn talibana, þar af þrír foringjar, voru felldir í loftárásum á tvær bækistöðvar talibana í Kandahar í Afganistan í nótt. Lögreglustjórinn á svæðinu skýrði frá þessu í morgun. Loftárásin var sameiginleg aðgerð erlendra og innlendra herafla. Enginn hermaður þeirra lét lífið í árásinni. Erlent 15.5.2007 07:53 Rice í Moskvu Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, mun í dag funda með Vladimir Putin, forseta Rússlands. Hún er sem stendur á ferðalagi um landið. Búist er við því að þau muni ræða um helstu deilumál ríkjanna tveggja. Fyrir fundinn hefur mikið verið rætt um hugsanlegt nýtt Kalt stríð en Rice gaf lítið fyrir slíka vangaveltur. Erlent 15.5.2007 07:02 Hamas og Fatah semja um vopnahlé Stríðandi fylkingar Hamas og Fatah hafa náð samkomulagi um vopnahlé. Fylkingarnar höfðu barist í tvo daga og átökin höfðu leitt níu manns til dauða. 30 særðust í þeim en þau eru þau mestu síðan í febrúar síðastliðnum. Palestínska heimastjórnin beitti herafli til þess að reyna að binda endi á bardaganna en allt kom fyrir ekki. Erlent 15.5.2007 06:54 Segja Wolfowitz hafa brotið lög bankans Nefnd framkvæmdastjóra Alþjóðabankans sagði í skýrslu sem út kom í dag að Paul wolfowitz, forseti bankans, hefði gert brotlegur við lög hans þegar hann veitti kærustu sinni umtalsverða launahækkun. Erlent 15.5.2007 06:46 Óeirðir halda áfram í Kristjaníu Óeirðir héldu áfram í Kristjaníu í Kaupmannahöfn nú í kvöld. Íslendingur sem leggur stund á ljósmyndanám í borginni var á staðnum og myndaði aðgerðir lögreglu. Ekkert lát virðist vera á óeirðunum sem standa vegna ákvörðunar borgaryfirvalda um að rífa timburhúsið Vindlakassann. Erlent 14.5.2007 23:15 Aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna segir af sér Paul McNulty aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna hefur ákveðið að segja af sér. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna skýrði frá því að hann hefði lagt inn afsagnarbeiðni sína. McNulty flæktist í umdeildar uppsagnir nokkurra ríkissaksóknara sem Bush stjórnin fyrirskipaði. Hann var lykilmaður í viðræðum og fundum vegna uppstokkunarinnar. Erlent 14.5.2007 22:42 Rice: Ekkert kalt stríð í uppsiglingu Condoleezza Rice utanríkisráðherra Bandaríkjanna hafnar því að nýtt kalt stríð sé í uppsiglingu en hún kom til Rússlands í dag. Rússar eru uggandi yfir uppsetningu bandarísks eldflaugavarnakerfis í Póllandi sem þeir telja að sé beint gegn sér. Erlent 14.5.2007 17:57 « ‹ 110 111 112 113 114 115 116 117 118 … 334 ›
Sarkozy tekur við embætti í dag Jacques Chirac, forseti Frakklands, mun í dag láta af völdum og Nicolas Sarkozy, sigurvegari forsetakosninganna sem haldnar voru í mánuðinum, taka við. Erlent 16.5.2007 06:55
Mál Wolfowitz fyrir stjórn Alþjóðabankans Paul Wolfowitz bankastjóri Alþjóðabankans fundar nú með 24 manna stjórn bankans vegna ásakana gegn honum. Áður hafði stjórnin komist að niðurstöðu um að Wolfowitz hefði brotið reglur með því að stuðla að launahækkun ástkonu sinnar, sem vinnur hjá bankanum. Stjórnin hefur völd til að reka Wolfowitz, eða lýsa yfir vantrausti á hann. Erlent 15.5.2007 23:21
Murat segir gruninn hafa eyðilagt líf sitt Robert Murat sagði í viðtali við Sky fréttastofuna í kvöld að grunurinn um að hann tengdist mannráni Madeline McCann hefði eyðilagt líf hans. Hann sagðist hafa verið gerður að blóraböggli af lögreglu í málinu. Murat var handtekinn í gær og yfirheyrður í 18 klukkustundir. Hann var látinn laus í dag vegna skorts á sönnunargögnum gegn honum. Innlent 15.5.2007 22:09
Chirac kveður þjóð sína Jacques Chirac fráfarandi forseti Frakklands kvaddi þjóðina sem hann hefur leitt í áratug í sjónvarpsávarpi í dag. Chirac hefur verið í stjórnmálum í fjóra áratugi og sagðist vera stoltur af því að hafa sinnt skyldustörfum sínum vel. Hann lét í ljóst mikið traust á framtíð landsins og óskaði arftaka sínum og keppinaut, Nicholas Sarkozy, velfarnaðar í starfi. Innlent 15.5.2007 21:50
Spielberg þrýstir á Kína vegna Darfur Óskarsverðlaunahafinn og leikstjórinn Steven Spielberg hefur krafist þess að forseti Kína beiti sér fyrir því að endi verði bundinn á þjóðarmorðin í Darfur í Súdan. Í bréfi til Hu Jintao, forseta Kína, hvatti leikstjórinn Kína til að þrýsta á Afríkulandið að leyfa Sameinuðu þjóðunum að senda friðargæslusveitir til landsins. Erlent 15.5.2007 18:46
Yfir sextíu handteknir í Kristjaníu Átök lögreglu og mótmælenda í fríríkinu Kristjaníu héldu áfram í nótt og í morgun og þegar yfir lauk hafði lögregla handtekið á sjötta tug manna. Mótmælin hófust í gærmorgun þegar yfirvöld hófu niðurrif húss sem kallaðist Vindlakassinn. Erlent 15.5.2007 18:09
Sjónvarpspresturinn Jerry Falwell deyr Jerry Falwell einn fyrsti sjónvarpsprestur Bandaríkjamanna lést á sjúrkahúsi í Bandaríkjunum í dag. Hann fannst meðvitundarlaus á skrifstofu sinni í Virginíu í eftirmiðdaginn og var fluttur á sjúkrahús. Aðstoðarmenn Falwells greindu frá því að lífgunartilraunir á sjúkrahúsinu hefðu ekki borið árangur. Erlent 15.5.2007 19:38
Fékk 2.000 ára fangelsisdóm Dómstóll í Valencia á Spáni dæmdi í dag svæfingalækni í tvö þúsund ára fangelsi fyrir að hafa smitað hátt í þrjú hundruð manns af lifrarbólgu af C-stofni. Brotin áttu sér stað á árunum 1988-1997 en á þeim tíma var læknirinn háður morfíni. Áður en hann sprautaði sjúklinga sína með lyfinu hafði hann það fyrir sið að sprauta sjálfan sig með sömu nál og þar með flytja veiruna úr sér yfir í þá. Erlent 15.5.2007 18:05
Watson segir öllum ráðum beitt Skip á vegum Sea Sheperd-samtakanna undir stjórn Pauls Watson er á leið hingað til lands til að trufla hvalveiðar íslenskra skipa. Hann segir að öllum ráðum verði beitt, þar á meðal ásiglingum, og óttast ekki íslensku landhelgisgæsluna. Erlent 15.5.2007 17:58
Bandaríkin verja Wolfowitz Bandaríkjamenn hafa tekið upp hanskann fyrir Paul Wolfowitz, bankastjóra Alþjóðabankans. Hann á mjög undir högg að sækja eftir að upp komst að hann hafði hyglað ástkonu sinni sem starfar hjá bankan um. Tony Snow, talsmaður Hvíta hússins viðurkenndi í dag að Wolfowitz hefði gert mistök, en þau væru ekki svo alvarleg að ástæða væri til þess að reka hann úr starfi. Erlent 15.5.2007 15:43
Hættu þessu bulli Vladimir Bandaríkin munu ekki leyfa Rússum að beita neinskonar neitunarvaldi til að koma í veg fyrir að eldflaugaskjöldur verði byggður í Evrópu. Condoleezza Rice, utanríkisráðherra, sagði þetta í Molskvu í dag eftir fund með Vladimir Putin forseta Rússlands. Rice segir að það sé hlægilegt að halda því fram að Rússum stafi hætta af skildinum. Erlent 15.5.2007 14:17
Blóðugir bardagar milli Palestínumanna Að minnsta kosti ellefu Palestínumenn voru drepnir í innbyrðist átökum á Gaza ströndinni í dag. Í einni árásinni voru átta liðsmenn forsetavarðar Abbas forseta felldir í fyrirsát þegar þeir voru á leið að hjálpa félögum sínum sem byssumenn Hamas höfðu gert árás á. Einn varðanna sem komst lífs af segir að Hamas liðar hafi myrt félaga hans með köldu blóði. Erlent 15.5.2007 13:51
Enn barist á Gaza Ekkert lát er á ofbeldinu á Gaza-ströndinni þrátt fyrir að vopnahlé eigi að vera í gildi á milli Fatah og Hamas-samtakanna. Í morgun gerðu nokkrir Hamas-liðar árás á þjálfunarbúðir lífvarðar forsetans nærri landamærastöð sem kallast Karni. Átta manns létu lífið, allt saman Fatah-menn. Erlent 15.5.2007 12:11
Landhelgisgæslan fylgist með ferðum Sea Shepherd Skip Sea Sheperd-samtakanna er á leið hingað til lands í þeim tilgangi að spilla fyrir hvalveiðum Íslendinga. Paul Watson, leiðtogi samtakanna, segir liðsmenn þeirra ætla að leggja líf sitt að veði til að koma í veg fyrir dráp á hvölum. Landhelgisgæslan fylgist með ferðum Sea Sheperd. Erlent 15.5.2007 12:14
Dregur úr verðbólgu í Bretlandi Verðbólga mældist 2,8 prósent í Bretlandi í apríl, samkvæmt útreikningum bresku hagstofunnar sem birtir voru í dag. Þetta er 0,3 prósentustiga lækkun á milli mánaða og í takt við væntingar greinenda, sem telja þetta ekki draga úr líkum á hækkun stýrivaxta í sumar. Viðskipti erlent 15.5.2007 12:21
Sterling óttast gjaldþrot vegna verkfalls flugmanna Flugfélagið Sterling boðar gjaldþrot ef verkfall flugmanna sem hefst 17. maí, dregst á langinn. Stefan Vilner, framkvæmdastjóri félagsins segir í samtali við Berlingske Tidende að verkfall kosti 150 til 200 milljónir króna á dag. Slíkt tap geti þeir ekki þolað nema einn eða tvo daga. Erlent 15.5.2007 11:55
Íranar byrjaðir að framleiða úran í miklu magni Eftirlitsmenn Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar hafa komist að því að Íranar virðast hafa leyst helstu tæknileg vandamál sín og séu byrjaðir að auðga úran í mun meira magni en áður var haldið. Erlent 15.5.2007 10:51
Gervifæturnir frá Össuri of góðir? Óvíst er hvort fótalausi hlauparinn Oscar Pistorius fær að keppa á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008. Ástæðan er sú að gervifætur hans frá Össuri eru taldir gefa honum óeðlilegt forskot á aðra hlaupara. Pistorius er tvítugur Suður-Afríkubúi sem fæddist með beinlausa kálfa. Hann var aðeins ellefu mánaða gamall þegar báðir fætur hans voru teknir af fyrir neðan hné. Erlent 15.5.2007 10:46
24 létu lífið í sprengjuárás í Pakistan 24 létu lífið og 30 særðust í borginni Peshawar í Pakistan í dag en sprengju hafði verið komið fyrir í andyri hótels. Afganir eru reglulegir gestir á hótelinu og er það einnig nálgæt þekktri mosku á svæðinu. Peshawar er í norðvesturhluta Pakistan en róstursamt hefur verið þar undanfarna mánuði. Erlent 15.5.2007 09:54
Bin Laden hefur hægt um sig Afganski stríðsherrann Gulbuddin Hekmatyar segir að Osama bin Laden sé enn á lífi en hafi hægt um sig. Myndband með Hekmatyar var sýnt á arabiskum sjónvarpsstöðvum í gær. Þar sagði hann meðal annars að bin Laden líði betur ef hann hafi sig ekki í frammi. Hekmatyar er fyrrverandi forsætisráðherra Afganistans og leiddi baráttuna gegn innrásarher Rússa á sínum tíma. Erlent 15.5.2007 09:42
Handtekin fyrir að ógna öryggi Írans Bandarísk menntakona sem var handtekinn í Tehran í Íran í síðustu viku sætir rannsókn vegna gruns um að hafa brotið gegn öryggi þjóðarinnar, sagði talsmaður dómsmálaráðuneytisins í Íran í morgun. Haleh Esfandiari, stjórnandi Mið-Austurlandadeildar Woodrow Wilson stofnunarinnar, var handtekin 8. maí og farið var með hana í fangelsi. Erlent 15.5.2007 08:21
59 handteknir í Kaupmannahöfn Eftir óróleika í Kristjaníu í nótt, þar sem 59 voru handteknir, hefur ró komist á að nýju. Átökin á milli mótmælenda og lögreglu voru hörð. Mótmælendur kveiktu bál og loguðu þau enn í morgun. Þá hentu þeir flöskum í átt að lögreglunni. Þrír lögregluþjónar slösuðust í átökunum í gær. Erlent 15.5.2007 08:11
Stjórnarandstöðunni gekk vel Stjórnarandstöðunni á Filippseyjum gekk betur en búist var við í þingkosningum sem fram fóru í gær. Bráðabirgðatölur sýndu að hún gæti unnið átta af tólf þingsætum í öldungadeild landsins. Ekki er búist við lokaniðurstöðum fyrr en eftir tæpan mánuð. Að minnsta kosti 126 létu lífið í átökum fyrir og um kosningarnar. Erlent 15.5.2007 07:54
60 talibanar féllu í loftárásum Sextíu vígamenn talibana, þar af þrír foringjar, voru felldir í loftárásum á tvær bækistöðvar talibana í Kandahar í Afganistan í nótt. Lögreglustjórinn á svæðinu skýrði frá þessu í morgun. Loftárásin var sameiginleg aðgerð erlendra og innlendra herafla. Enginn hermaður þeirra lét lífið í árásinni. Erlent 15.5.2007 07:53
Rice í Moskvu Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, mun í dag funda með Vladimir Putin, forseta Rússlands. Hún er sem stendur á ferðalagi um landið. Búist er við því að þau muni ræða um helstu deilumál ríkjanna tveggja. Fyrir fundinn hefur mikið verið rætt um hugsanlegt nýtt Kalt stríð en Rice gaf lítið fyrir slíka vangaveltur. Erlent 15.5.2007 07:02
Hamas og Fatah semja um vopnahlé Stríðandi fylkingar Hamas og Fatah hafa náð samkomulagi um vopnahlé. Fylkingarnar höfðu barist í tvo daga og átökin höfðu leitt níu manns til dauða. 30 særðust í þeim en þau eru þau mestu síðan í febrúar síðastliðnum. Palestínska heimastjórnin beitti herafli til þess að reyna að binda endi á bardaganna en allt kom fyrir ekki. Erlent 15.5.2007 06:54
Segja Wolfowitz hafa brotið lög bankans Nefnd framkvæmdastjóra Alþjóðabankans sagði í skýrslu sem út kom í dag að Paul wolfowitz, forseti bankans, hefði gert brotlegur við lög hans þegar hann veitti kærustu sinni umtalsverða launahækkun. Erlent 15.5.2007 06:46
Óeirðir halda áfram í Kristjaníu Óeirðir héldu áfram í Kristjaníu í Kaupmannahöfn nú í kvöld. Íslendingur sem leggur stund á ljósmyndanám í borginni var á staðnum og myndaði aðgerðir lögreglu. Ekkert lát virðist vera á óeirðunum sem standa vegna ákvörðunar borgaryfirvalda um að rífa timburhúsið Vindlakassann. Erlent 14.5.2007 23:15
Aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna segir af sér Paul McNulty aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna hefur ákveðið að segja af sér. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna skýrði frá því að hann hefði lagt inn afsagnarbeiðni sína. McNulty flæktist í umdeildar uppsagnir nokkurra ríkissaksóknara sem Bush stjórnin fyrirskipaði. Hann var lykilmaður í viðræðum og fundum vegna uppstokkunarinnar. Erlent 14.5.2007 22:42
Rice: Ekkert kalt stríð í uppsiglingu Condoleezza Rice utanríkisráðherra Bandaríkjanna hafnar því að nýtt kalt stríð sé í uppsiglingu en hún kom til Rússlands í dag. Rússar eru uggandi yfir uppsetningu bandarísks eldflaugavarnakerfis í Póllandi sem þeir telja að sé beint gegn sér. Erlent 14.5.2007 17:57