Erlent

Fréttamynd

Þrjú þúsund kengúrum verður lógað

Dýraverndunarsinnar eru æfir yfir þeim áformum borgaryfirvalda í Canberra í Ástralíu að fella yfir þrjú þúsund kengúrur á næstunni. Kengúrum hefur fjölgað mikið í námunda við höfuðborgina og því óttast ráðamenn að þær verði í framtíðinni aðgangsharðari í matarleit sinni.

Erlent
Fréttamynd

Enn tekist á í Kaupmannahöfn

Til harkalegra átaka kom á milli óeirðalögreglu og mótmælenda í Kristjaníu í Kaupmannahöfn í dag. Tólf voru handteknir í átökunum og nokkrir slösuðust enda var táragasi og kylfum óspart beitt.

Erlent
Fréttamynd

Réttarhöld vegna árekstrar í lofti

Réttarhöld hefjast í Sviss á morgun yfir átta starfsmönnum flugumferðarstjórnar-fyrirtækisins Skyguide vegna árekstrar í lofti árið 2002, sem kostaði 71 mann lífið. Flest fórnarlambanna voru börn. Rússneskur fjölskyldufaðir myrti yfirflugumverðarstjórann síðar með hnífi, en hann missti eiginkonu sína og dóttur í slysinu.

Erlent
Fréttamynd

Danskur hermaður féll - fimm særðust

Einn danskur hermaður féll og fimm félagar hans særðust í fyrirsát í Írak, í dag. Danirnir voru á eftirlitsferð í brynvörðum bíl sem varð fyrir vegsprengju. Henni var fylgt eftir með skothríð úr öllum áttum. Danirnir svöruðu skothríðinni og kölluðu eftir liðsauka.

Erlent
Fréttamynd

Máttur auglýsinganna

Fimm hæða íbúðarhús valt framyfir sig í indverska bænum Surat, í gær. Ástæðan var risastór auglýsingaskilti sem höfðu verið sett upp á þaki hússins. Íbúunum tókst að forða sér þegar sást í hvað stefndi. Húsið er gjörónýtt.

Erlent
Fréttamynd

Æ, nei -hola í höggi

Það er auðvitað draumur allra golfara að fara holu í höggi. En það getur verið dýrt spaug í stórum klúbbi. Það er nefnilega hefð fyrir því að þeir sem fara holu í höggi verða bjóða drykk á línuna. Í mörgum klúbbum er lögð svo mikil áhersla á þetta að þar er neyðarskápur úr gleri sem hægt er að brjóta til að ná þar í viskíflösku, ef svo óheppilega vill til að holan er farin utan opnunartíma.

Erlent
Fréttamynd

Dýr dráttur

Kínverskur kaupsýslumaður hefur verið sektaður um fimm milljónir íslenskra króna fyrir að eignast sitt annað barn. Samkvæmt kínverskum lögum má hver fjölskylda aðeins eignast eitt barn. Lögin voru sett árið 1980 til þess að draga úr fjölgun þjóðarinnar. Kínverjar eru nú 1,3 milljarðar talsins.

Erlent
Fréttamynd

Frú Sarkozy kaus ekki eiginmanninn

Cecilia Sarkozy eiginkona nýkjörins forseta Frakklands greiddi ekki atkvæði í síðari umferð kosninganna, að sögn vefsíðunnar Rue89.com. Þetta er vinstri sinnuð fréttasíða sem fyrrverandi blaðamenn á dagblaðinu Liberation helda úti.

Erlent
Fréttamynd

Eldar loga og blóðug slagsmál í Kristjaníu

Eldar loga á götum fríríkisins Kristjaníu í Kaupmannahöfn og lögreglan á í blóðugum slagsmálum við íbúana. Átökin hófust þegar lögreglan fór inn í Kristjaníu til þess að rýma hús sem átti að rífia. Skólar í grennd við fríríkið hafa hvatt foreldra til þess að sækja börn sín hið fyrsta.

Erlent
Fréttamynd

Cerberus kaupir ráðandi hlut í Chrysler

Bandaríski fjárfestingasjóðurinn Cerberus Capital Management ætlar að kaupa 80,1 prósent hlut í bandaríska bílaframleiðandanum Chrysler. Kaupverð nemur 5,5 milljörðum evra, jafnvirði 477 milljörðum íslenskra króna.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Miklar hækkanir í Asíu

Gengi hlutabréfa rauk upp á hlutabréfamarkaði í Hong Kong í dag eftir að stjórnvöld í Kína gáfu stofnanafjárfestum græna ljósið á að fjárfestan utan landsteina. Þetta er þó ekki eina ástæðan því fjárfestar eystra urðu bjartsýnir eftir jákvæðar fréttir af bandarísku efnahagslífi en líkur þykja á að bandaríski seðlabankinn ætli að lækka stýrivexti síðar á árinu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Milljarður flóttamanna árið 2050

Loftslagsbreytingar eiga eftir að gera að minnsta kosti einn milljarð manna að flóttamönnum fyrir árið 2050. Skortur á vatni og uppskerubrestur gæti neytt fólk til þess að yfirgefa heimili sín. Þetta kom fram í skýrslu sem hjálparsamtökin Christian Aid gáfu út í dag.

Erlent
Fréttamynd

Fjögur þúsund leita að þremur

Nærri 4.000 bandarískir hermenn í nágrenni Bagdad í Írak leita nú þriggja bandarískra hermanna sem talið er að hafi verið rænt á laugardaginn var. hópur uppreisnarmanna í Írak, sem kallar sig íslamska ríkið í Írak, sagðist halda mönnunum þremur í gíslingu.

Erlent
Fréttamynd

Páfi gagnrýnir stjórnvöld í Suður-Ameríku

Benedik páfi gagnrýndi í gær stjórnvöld í Suður-Ameríku við upphaf ráðstefnu biskupa í álfunni. Hann fordæmdi einnig hina stækkandi gjá á milli ríkra og fátækra á svæðinu. Páfi kenndi bæði sósíalisma og kapitalisma um vandamál Suður-Ameríku og sagði ríkisstjórnir sumra landa hafa misst sjónar af hinum kristnu gildum.

Erlent
Fréttamynd

Átök blossa upp á Gaza

Átök blossuðu upp á ný á Gaza svæðinu í nótt aðeins nokkrum klukkustundum eftir stríðandi fylkingar sömdu um vopnahlé.

Erlent
Fréttamynd

Rice til Moskvu

Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hélt í morgun áleiðis til Moskvu til viðræðna við þarlenda ráðamenn. Bilið á milli landanna tveggja virðist sífellt stækkandi og eiga viðræðurnar að reyna að bæta ástandið.

Erlent
Fréttamynd

Spenna vegna kosninga á Filippseyjum í dag

Her og lögregla á Filippseyjum eru í viðbragðsstöðu vegna þing- og sveitastjórnarkosninga sem fram fara þar í landi í dag. Óttast er að uppreisnarmenn kommúnista reyni að koma í veg fyrir að kosningarnar gangi vel fyrir sig.

Erlent
Fréttamynd

Spá lægri verðbólgu í Bretlandi

Gert er ráð fyrir því að verðbólga lækki um 0,3 prósentustig á milli mánaða í Bretlandi í þessum mánuði. Gangi það eftir fer verðbólga úr 3,1 prósenti í 2,8 prósent. Hagstofa Bretlands birtir útreikninga sína um vísitölu neysluverðs í vikunni.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Serbía bar sigur úr býtum í Júróvisjón

Serbía sigraði í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í kvöld. Lag þeirra fékk 268 stig. Úkraína varð í öðru sæti með 235 stig og Rússar lentu í þriðja sæti með 207 stig.

Erlent
Fréttamynd

Skilaboð frá Bandaríkjunum

Fréttamenn í dag glíma við tímaleysi, eigin tilfinningar og misvitra heimildarmenn. Þetta sögðu Dan Rather og Bob Woodward, tvær helstu stjörnur bandarískrar frétta- og blaðamennsku, þegar þeir ræddu við unga blaðamenn í Monteray í Kaliforníu nýlega.

Erlent
Fréttamynd

Mátti dúsa í dýflissu

Þrítug tékknesk kona á yfir höfði sér átta ára fangelsisdóm fyrir að hafa hlekkjað átta ára son sinn nakinn niður og lokað hann í kjallara á heimili þeirra. Tilviljun ein réð því að nágrannar konunnar fundu strákinn.

Erlent
Fréttamynd

Danskir stjórnmálamenn á sögulegum tímamótum

Á kjördegi Íslendinga standa danskir stjórnmálamenn á sögulegum tímamótum. Fækkað hefur í meirihluta forsætisráðherrans eftir að þingmenn hafa gengið til liðs við nýjan flokk. Haldi óróinn áfram gæti þurft að rjúfa þing og boða til nýrra kosninga.

Erlent
Fréttamynd

Barist í Karachi

Vel á þriðja tug manna hafa fallið í átökum stjórnarandstæðinga og stuðningamanna ríkisstjórnarinnar í Karachi í Pakistan í dag. Upp úr sauð skömmu eftir að umdeildur dómari kom til borgarinnar til að funda með andstæðingum Musharrafs forseta. Dómaranum var vikið tímabundið úr starfi í vikunni og vakti það miklar reiði.

Erlent
Fréttamynd

Hagnaður Baugs dregist saman

Hagnaður Baugs dróst saman um tvo þriðju í fyrra miðað við árið á undan að því er breska dagblaðið Daily Telegraph greinir frá í morgun. Þar er vitnað til gagna sem það hefur undir höndum sem afhent voru fulltrúum fyrirtækisins Blueheat sem er að yfirtaka matvælaþjónustuna Booker sem Baugur á stóran hlut í.

Erlent
Fréttamynd

Sögulegt samkomulag

Rússar, Túrkmenar og Kasakar hafa náð sögulegu samkomulagi um lagningu nýrrar gasleiðslu meðfram strönd landanna við Kaspíahaf. Vladimír Pútín, Rússlandsforseti, greindi frá þessu á fundi leiðtoga Mið-Asíuríkja í Túrkmenistan í morgun.

Erlent
Fréttamynd

Gíslatöku lauk án blóðbaðs

Umsátri við sendiráð Rússa í San Jose, höfuðborg Kosta Ríka, lauk í nótt þegar tvítugur maður frá Kirgistan, sem hafi tekið annan mann í gíslingu þar, gaf sig fram við lögreglu.

Erlent
Fréttamynd

Sprengjuárás í tyrkneskum hafnarbæ

15 særðust, þar af 2 lífshættulega, þegar sprengja sprakk á fjölförnu markaðstorgi í hafnarbænum Izmír, þriðju stærstu borg Tyrklands, í morgun. Mótmælafundur stjórnarandstæðinga er fyrirhugaður þar á morgun. Mikil spenna er í Tyrklandi vegna deilan um val á forseta. Kosið er til tyrkneska þingsins í júlí.

Erlent
Fréttamynd

Yukos heyrir sögunni til

Paran, tiltölulega lítt þekkt fyrirtæki keypti síðustu eignir rússneska orkufyrirtækisins Yukos á uppboði í Moskvu í Rússlandi í gær fyrir 100 milljarða rúblur, tæpan 251 milljarð íslenskra króna. Kaupin komu mjög á óvart enda bauð fyrirtæki fjórum sinnum hærra verð en fyrsta boð hljóðaði upp á. Með sölunni lauk fyrirtækjasögu Yukos, sem lýst var gjaldþrota í fyrra.

Viðskipti erlent