Erlent

Fréttamynd

Árás á skóla í Taílandi

Að minnsta kosti þrír unglingar týndu lífi og sjö særðust þegar árás var gerð á íslamskan skóla í Suður-Taílandi í gær. Lögregla kennir uppreisnarmönnum úr hópi múslima um en þorpsbúar segja herinn hafa verið að verki.

Erlent
Fréttamynd

Þingkosningar í Finnlandi

Kosið er til þings í Finnlandi í dag. Búist er við að mið- og vinstristjórn Matti Vanhanen, forsætisráðherra, haldi velli. Miðflokki Vanhanens er spáð fjórðungi atkvæða og þakka kjósendur stjórninni gott ástand efnhagsmála. Svo gæti þó farið að miðflokkur Vanhanens velji sér annan samstarfsflokk fyrir næsta kjörtímabil fari sem horfir.

Erlent
Fréttamynd

Óhóf í drykkju Íra

Dagur heilags Patreks er haldinn hátíðlegur í dag og þá innbyrða Írar töluvert af áfengi. Samkvæmt nýrri könnun eru Írar mestu óhófsdrykkjumenn í Evrópu og því vekur sérstakt bjórtilboð, hjá stórmarkaði í Dublin, nokkrar deilur.

Erlent
Fréttamynd

Fyrsta konan formaður sænska Jafnaðarmannaflokksins

Mona Sahlin var í dag kosin formaður sænska Jafnaðarmannaflokksins, fyrst kvenna í 118 ára sögu flokksins. Formaður Samfylkingarinnar ávarpaði aukalandsfund flokksins í Stokkhólmi í dag og sagði það sögulegt að konur leiddu nú jafnaðarmenn í þremur Norðurlandanna.

Erlent
Fréttamynd

7 týndu lífi í flugslysi

Að minnsta kosti 7 týndu lífi og nærri 30 slösuðust, þegar farþegaþota skall utan flugbrautar í lendingu í Síberíu í morgun. 50 farþegar og 7 manna áhöfn voru um borð. Vélin rann inn á flugbrautina og eftir henni þegar hún skall niður. Síðan valt hún.

Erlent
Fréttamynd

Klórgas notað í Írak

8 eru sagði látnir og 350 veikir, eftir 3 sjálfsmorðssprengjuárásir í Anbar-héraði í Írak í gær. Bílarnir voru allir fullir að klóri. Sprengjurnar sprungu með þriggja tíma millibili á þremur mismunandi stöðum í héraðinu en tveir árásarmannanna óku tankbílum og sá þriðji pallbíl.

Erlent
Fréttamynd

Samstarfsmaður Blacks nær sáttum

David Radler, einn af fyrrum samstarfsmönnum kanadíska fjölmiðlajöfursins fyrrverandi, Conrad Blacks, sem eitt sinn stýrði einni af stærstu fjölmiðlasamsteypum heims, sættist á að greiða 28,7 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði 1,9 milljarða íslenskra króna, til bandaríska yfirvalda vegna bókhaldssvika.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Atkvæði greidd um þjóðstjórn

Palestínska þingið greiðir í dag atkvæði um þjóðstjórn Palestínumanna sem skipuð var í vikunni. Leiðtogar Fatah- og Hamas-samtakanna komust þá að samkomulagi um að þrír óháðir fulltrúar tækju að sér lykilembætti, þar á meðal innanríkisráðuneytið sem helst var deilt um. Búist er við að þingið samþykki ráðherraskipan.

Erlent
Fréttamynd

Notuðu lífshættulegt táragas

Danska lögreglan notaði lífshættulegt og öflugt táragas gegn mótmælendum við Ungdómshúsið á Norðurbrú í Kaupmannahöfn fyrr í þessum mánuði. Kaupmannahafnarlögreglan hefur viðurkennt mistök sín.

Erlent
Fréttamynd

5 fórust í flugslysi

Að minnsta kosti 5 týndu lífi og rúmlega 50 slösuðust þegar farþegaflugvél af gerðinni TU-134 skall harkalega til jarðar í nauðlendingu í borginni Samara í Rússlandi í morgun.

Erlent
Fréttamynd

Ætlar að knýja þingið til aðgerða

Al Gore hefur safnað fleiri en 300.000 undirskriftum sem hann ætlar sér að færa bandaríska þinginu í von um að það berjist gegn þeim loftslagsbreytingum sem gróðurhúsaáhrif eru talin valda.

Erlent
Fréttamynd

Þjóðstjórn tekur við völdum á morgun

Nýja þjóðstjórnin í Palestínu mun taka við völdum klukkan níu í fyrramálið að íslenskum tíma. Hún var mynduð eftir að friðarsamkomulag náðist á milli Hamas og Fatah hreyfinganna á sáttafundi sem konungur Sádi-Arabíu stóð fyrir. Ísraelar hafa þvertekið fyrir að starfa með stjórninni og Bandaríkjamenn bíða ávarps Mahmouds Abbas, forseta Palestínu, á morgun en það mun útskýra hverjar stefnur og gildi hinnar nýju stjórnar verða.

Erlent
Fréttamynd

Kuldakast gengur yfir Bandaríkin

Mikið vetrarveður er nú í norðausturhluta Bandaríkjanna og hafa margir ferðamenn þurft að staldra við um stund. Fjölmörg flugfélög aflýstu ferðum sínum til og frá New York, Fíladelfíu og Boston. Skólum í og við New York hefur einnig verið lokað vegna veðurs.

Erlent
Fréttamynd

Þrír lögreglumenn ákærðir vegna skotárásar

Þrír lögreglumenn í New York verða ákærðir fyrir að hafa skotið 50 skotum að þremur óvopnuðum blökkumönnum og drepið einn þeirra aðeins nokkrum klukkutímum áður en hann átti að gifta sig. Skorárásin átti sér stað 25. nóvember á síðasta ári. Gríðarleg reiði braust út á meðal svertingja í New York eftir að atvikið átti sér stað.

Erlent
Fréttamynd

Segir stjórnvöld hafa lekið nafni sínu til fjölmiðla

Valerie Plame, fyrrum útsendari bandarísku leyniþjónustunnar CIA, fullyrti í dag að bandarísk stjórnvöld hefðu vísvitandi afhjúpað hana til þess að ná sér niður á eiginmanni hennar en hann hafði gagnrýnt stjórnvöld harkalega fyrir stríðsreksturinn í Írak.

Erlent
Fréttamynd

Hermönnum í Írak hugsanlega fjölgað

Æðsti yfirmaður bandaríska hersins í Írak, David Petraeus, hefur lagt fram beiðni um að fleiri hermenn verði sendir til Íraks. Dagblaðið Boston Globe fullyrðir þetta á fréttavef sínum í dag og segir háttsetta menn innan varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna heimildarmenn sína.

Erlent
Fréttamynd

Forseti Írans fær að ávarpa öryggisráðið

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í dag beiðni Mahmouds Ahmadinejads, forseta Írans, um að fá að verja kjarnorkuáætlun þjóðar sinnar áður en atkvæðagreiðsla um refsiaðgerðir gegn Íran fer fram í ráðinu. Enn hefur ekki verið ákveðið hvenær atkvæðagreiðslan fer fram.

Erlent
Fréttamynd

Mikill viðbúnaður í Nígeríu

Stjórnvöld í Nígeríu sögðu í dag að lögreglu- og hermenn í landinu væru í viðbragðsstöðu þar sem varaforseta landsins hefur verið meinað að bjóða sig fram í forsetakosningunum en þær fara fram þann 21. apríl næstkomandi.

Erlent
Fréttamynd

Kínverjar samþykkja lög sem vernda einkaeignarrétt

Kínverska þingið samþykkti í dag lög sem eiga að vernda einkaeignarrétt landsmanna. Þetta er í fyrsta sinn sem að lög eru sett sem að vernda einkaeignarréttinn. Alls eru um 14 ár síðan kínverski kommúnistaflokkurinn fór fyrst að huga að slíkri löggjöf.

Erlent
Fréttamynd

Mugabe hótar að reka erlenda erindreka úr landi

Robert Mugabe, forseti Zimbabwe, hefur hótað því að reka úr landi alla vestræna erindreka en hann sakar þá um að styðja stjórnarandstöðuna í landinu. Hann sagði þá þurfa að „hegða sér almennilega“ ellegar eiga á hættu að vera reknir úr landi.

Erlent
Fréttamynd

Dansa sig inn í heimsmetabækurnar

Það var merkileg sjón sem mætti vegfarendum í bænum Tirgoviste í Rúmeníu á dögunum. 2.600 manns að dansa í takt við hressilegt lag. Það var útvarpsstöð í bænum sem efndi til dansins til þess að slá heimsmet í fjölda dansara á einum stað að hrista líkama sína í takt.

Erlent
Fréttamynd

Frosið vatn á Mars

Evrópskir vísindamenn hafa fundið heilmikið jökulsvæði á suðurpóli Mars. Ef það bráðnaði er talið að vatn myndi þekja stóran hluta plánetunnar. Það er geimfar á braut um Mars sem hefur tekið myndir af ísbreiðunum. Það eru vísindamenn á vegum Evrópusku geimferðastofnunarinnar sem kynntu niðurstöðurnar og birtu í dag. Rannsóknin var gerð með tækni frá Bandarísku geimferðastofnuninni, NASA, og ítölskum aðilum.

Erlent
Fréttamynd

Hitnar undir menningarmálaráðherra Dana

Stjórnarandstaðan á danska þinginu krefst þess að menningarmálaráðherra landsins segi af sér. Hann hafi logið að þinginu um yfirvofandi uppsagnir hjá Danska ríkisútvarpinu og reynt að hafa áhrif á ritstjórnarstefnu þess. Fjármál útvarpsins eru í molum vegna framkvæmda við nýjar höfuðstöðvar.

Erlent
Fréttamynd

Lögðu hald á 13 milljarða íslenskra króna

Lögreglan í Mexíkó lagði í dag hald á 13 milljarða íslenskra króna við leit í höfuðstöðum eiturlyfjahrings í Mexíkóborg. Upphæðin er tvisvar sinnum hærri en lagt var hald á allt árið í fyrra. Þetta er mesta magn peninga sem nokkru sinni hefur verið gert upptækt í Mexíkó.

Erlent
Fréttamynd

Castro tilbúinn í næstu forsetakosningar

Forseti kúbverska þjóðþingsins segir að Fidel Castro sé hinn hressasti og verði tilbúinn til þess að bjóða sig enn einusinni fram til embættis forseta í mars á næsta ári. Ricardo Alarcon segir að Castro taki fullan þátt í stjórn landsins og að leitað sé til hans með meiriháttar ákvarðanir.

Erlent
Fréttamynd

Táragasi beitt á sjónvarpsstöð

Pakistanskir óeirðalögreglumenn réðust í dag inn í einkarekna sjónvarpsstöð og úðuðu þar táragasi, eftir að fréttastjórinn neitaði að hætta beinum útsendingum af óeirðum í höfuðborginni Islamabad. Mótmælin voru vegna þess að forseta hæstaréttar landsins var vikið úr embætti síðastliðinn föstudag.

Erlent
Fréttamynd

Best fyrir þig að flýja úr bænum

Þótt New York búar séu ýmsu vanir virðist alveg hafa soðið upp úr hjá þeim við að sjá og heyra á myndbandi þegar ráðist var á 101 árs gamla konu sem var á leið til kirkju sinnar. Árásarmaðurinn barði hana svo hrottalega að hún kinnbeinsbrotnaði, og rændi svo 32 dollurum úr tösku hennar.

Erlent
Fréttamynd

Miklar efasemdir um palestinska þjóðstjórn

Nýrri þjóðstjórn Palestínumanna hefur verið tekið með miklum fyrirvara á Vesturlöndum og nokkuð ljóst að ekki verður nein stefnubreyting þar fyrr en í ljós kemur hver verða stefnumál hinnar nýju stjórnar. Lykilatriði er að hún verði við kröfum Miðausturlanda-kvartettsins svokallaða um að viðurkenna tilverurétt Ísraelsríkis og hafna ofbeldi.

Erlent
Fréttamynd

Rússar vilja nema land í Afríku

Rússar hafa hug á að endurheimta stöðu sína í Afríku, en á árum kalda stríðsins jusu þeir milljörðum dollara í ríki sem talin voru marxisk, eða vinsamleg Moskvu. Vesturlönd studdu á móti önnur ríki sem þeir töldu sér hliðholl. Allt þetta gufaði upp þegar Sovétríkin liðuðust í sundur, en nú vilja Rússar nema land að nýju.

Erlent
Fréttamynd

Óeirðir í Ungverjalandi

Til átaka kom milli lögreglu og öfgasinnaðra hægrimanna á götum Búdapest í Ungverjalandi í gærkvöldi. Lögregla beitti táragasi og vatnsdælum til að dreifa mannfjöldanum og óeirðir mögnuðust.

Erlent