Erlent

Fréttamynd

Nígerískir hermenn frelsa Evrópubúa

Nígerískir hermenn hafa frelsað þrjá evrópska starfsmenn olíufélags, sem var rænt í Port Harvourt, fyrir nokkrum dögum. Talsmaður hersins segir að árásin á búðir mannræningjanna hefði gengið að óskum og enginn gíslanna hefði meiðst. Breskur olíustarfsmaður og þrír aðrir létu lífið í samskonar björgunaraðgerð í nóvember síðastliðnum.

Erlent
Fréttamynd

Stjórnarandstæðingur illa leikinn

Hæstiréttur í Zimbabwe hefur skipað lögreglunni að leyfa lögfræðingum að heimsækja stjórnarandstöðuleiðtogann Morgan Tswangirai, sem er sagður illa haldinn af höfuðáverka sem hann hlaut í vörslu lögreglunnar, en hann var handtekinn ásamt tugum stuðningsmanna sinna, á bænasamkomu í gær.

Erlent
Fréttamynd

qaSvI´ngoch chedrwI´

Áttuð þið í smá erfiðleikum með þessa fyrirsögn ? Það er kannski ekki nema von, því þetta er klingonska. Klingonskan er töluð af hinum herskáu Klingonum sem eru aðal andstæðingar mannanna í geimvísindaþáttunum Star Trek. Ástæðan fyrir þessari fyrirsögn hér er að flytja ykkur fréttir af frændum vorum Finnum.

Erlent
Fréttamynd

Vilja svipta Adolf ríkisborgararétti

Flokksdeild þýskra jafnaðarmanna í Brunswick vill svipta nazistaleiðtogann Hitler ríkisborgararétti, en það var einmitt í þeirri borg sem Austurríkismaðurinn Adolf Hitler fékk þýskan ríkisborgararétt fyrir 75 árum. Hitler afsalaði sér austurrískum ríkisborgararétti árið 1925, en fékk ekki borgararétt í Austurríki fyrr en árið 1932, þegar nazistar þar í bæ útveguðu honum vinnu sem opinber starfsmaður. Það var seint í febrúar.

Erlent
Fréttamynd

Saka Rússa um þyrluárás

Forseti Georgíu boðaði öryggisráð landsins til neyðarfundar, í dag, eftir að ríkisstjórnin hafði sakað Rússa um að gera þyrluárás á umdeilt landsvæð á landamærum Georgíu og Abkasíu. Mikhail Saakashvili, forseti, sagði að þrjár rússneskar herþyrlur hefðu látið sprengjum

Erlent
Fréttamynd

Rifist um smokka

Ríkisstjórn Brasilíu gefur tugmilljónir smokka á hverju ári til þess að draga úr útbreiðslu alnæmis og þykir hafa tekist vel til í þessu landi frjálsra ásta. Að auki reka stjórnvöld öflugan áróður fyrir notkun smokka. Brasilía er fjölmennasta ríki kaþólikka í heiminum, með 185 milljónir íbúa.

Erlent
Fréttamynd

Brown líst ekki á græna skatta

Gordon Brown, fjármálaráðherra Bretlands, sagði í dag að þjóðir heims yrðu að taka höndum saman vegna hlýnunar jarðar, en sagði svokallaða græna skatta ekki vera vera góða lausn. Miklu betra væri að uppfræða fólk og gefa því hvata til þess að taka þátt í verndun umhverfisins. Brown tekur væntanlega við embætti forsætisráðherra af Tony Blair, í sumar.

Erlent
Fréttamynd

Hryðjuverkagjaldkeri handtekinn

Spænska lögreglan hefur handtekið kanadiskan mann sem grunaður er um að hafa hjálpað til við að fjármagna múslims hryðjuverkasamtök. Brian David Anderson, sem er 61. árs gamall er eftirlýstur í Bandaríkjunum fyrir 20 milljóna dollara fjármálasvik. Talið er að hann hafi fjármagnað æfingabúðir í Afganistan.

Erlent
Fréttamynd

Fréttamanni BBC rænt í Gaza-borg

Palestínskir vígamenn rændu í dag fréttamanni Breska ríkisútvarpsins, BBC, í Gaza-borg. Fréttamaðurinn, Alan Johnston, var á ferð í bíl sínum þegar fjórir grímklæddir menn réðust að honum og rændu. Johnston, sem hefur verið að störfum á Gaza-svæðinu í þrjú ár, mun hafa kastað frá sér nafnspjaldi sínu, þegar hann var numinn á brott, svo vitað yrði um afdrif hans.

Erlent
Fréttamynd

Íran næst

Íraksstríðið var ólöglegt að mati Hans Blix, fyrrverandi yfirmanns vopnaeftirlits Sameinuðu þjóðanna í Írak. Hann segir Bandaríkjamenn hafa verið á nornaveiðum í aðdraganda stríðsins og margt sé líkt með honum og stöðunni í kjarnorkudeilunni við Írana nú.

Erlent
Fréttamynd

Enn barist við skógarelda

Slökkviliðsmenn, í Suður-Kaliforníu, gera sér vonir um að í kvöld eða nótt verði hægt að ná tökum á skógareldum sem hafa logað í Orange-sýslu síðan snemma í gær. Um 1.200 manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Erfiðlega hefur gengið að berjast við eldana því vindasamt er á svæðinu, miklir þurrkar og hiti óvenju mikill miðað við árstíma.

Erlent
Fréttamynd

45 ára ferli að ljúka

Jacques Chirac, Frakklandsforseti, ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri. Þetta tilkynnti hann formlega í gærkvöldi. Þar með lýkur 45 ára ferli eins litríkasta stjórnmálamanns Frakklands.

Erlent
Fréttamynd

Danir skammaðir fyrir fiskveiðistjórnun

Evrópusambandið hefur gagnrýnt fiskveiðistjórnun Dana harðlega, og sjávarútvegsráðherra landsins viðurkennir að sú gagnrýni eigi rétt á sér. Stikkprufur sem gerðar voru hjá dönskum fiskimönnum leiddi í ljós að 13 prósent sinntu ekki skráningarskyldu sinni og lönduðu framhjá eftirlitskerfinu.

Erlent
Fréttamynd

75 ár fyrir að spreyja kónginn

Fimmtíu og sjö ára gamall svisslensingur á yfir höfði sér allt að sjötíu og fimm ára fangelsi fyrir að spreia með úðabrúsa á fimm myndir af Bhumibol konungi Thaílands. Oliver Jufer var að eigin sögn drukkinn þegar hann spreiaði myndirnar í desember síðastliðnum. Hann hefur búið í Thaílandi í 10 ár.

Lífið
Fréttamynd

Hagvöxtur í Japan umfram spár

Hagvöxtur mældist 1,3 prósent á fjórða ársfjórðungi í Japan í fyrra samanborið við 1,2 prósenta hagvöxt á þriðja ársfjórðungi, samkvæmt útreikningum japönsku hagstofunnar. Þetta er ívið meira en greinendur höfðu gert ráð fyrir. Hagvöxtur mældist 5,5 prósent á ársgrundvelli í fyrra og hefur hann ekki verið meiri í þrjú ár.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Kínverjar framleiða farþegaþotur

Kínverjar ætla að hefja smíði á stórum farþegaflugvélum sem keppa muni við flugvélarisana á markaðnum, Airbus og Boeing. Flugvélarnar eiga að koma á markað árið 2020. Kínverjar eru þegar byrjaðir á framleiðslu á flugvélum af millistærð fyrir innanlandsflug en fyrsta flugvélin kemur á markað á næsta ári.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Skildu eftir marijúana fyrir 1,4 milljarða

Farmur af marijúana, að verðmæti allt að 1,4 milljörðum íslenskra króna, fannst í yfirgefnum sendiferðabíl í Kaliforníu. Bifreiðin var ólæst og vélarhlífin heit en enginn var ökumaðurinn.

Erlent
Fréttamynd

Simbabve nálgast suðumark

Yfirvöld í Simbabve handtóku í dag einn af leiðtogum stjórnarandstöðunnar í landinu fyrir að rjúfa bann við pólitískum samkomum. Ástandið er afar viðkvæmt í landinu enda er atvinnuleysi mikið og efnahagurinn því sem næst í rúst.

Erlent
Fréttamynd

Snaraði þrettán fílakálfum

Indverski spekingurinn Sri Chinmoy er enn í fullu fjöri þótt hann sé kominn hátt á áttræðisaldur. Í vikunni brá hann sér til Taílands þar sem hann gerði sér lítið fyrir og lyfti 13 fílakálfum á þremur dögum.

Erlent
Fréttamynd

Rændi 101 árs gamla konu

Myndband sem sýnir óprúttinn ræningja hrinda hundrað og eins árs gamalli konu í gólfið og ræna svo handtösku hennar hefur vakið mikla reiði í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir mikla leit er ræninginn enn ófundinn

Erlent
Fréttamynd

Spánverjar minnast hryðjuverka

Spánverjar minnast nú þess að þrjú ár eru liðin frá því að sprengjuárásir voru gerðar á lestarkerfi landsins en 191 lést í árásunum. 11 metra hár minnisvarði úr gleri var afhjúpaður í því tilefni en innan í hann eru áritaðar samúðaróskir og saknaðarkveðjur sem skrifaðar voru í kjölfar árásanna.

Erlent
Fréttamynd

Bush fer til Kólumbíu

Þúsundir lögreglumanna og hermanna fylltu götur Bogota í Kólumbíu áður en George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, kom þangað í dag. Heimsókn hans er sú síðasta í röð heimsókna til landa í Suður-Ameríku áður en hann snýr heim á leið.

Innlent
Fréttamynd

Olmert fundar með Abbas

Forsætisráðherra Ísraels, Ehud Olmert, kom til Jerúsalem í dag til þess að eiga viðræður við Mahmoud Abbas, forseta Palestínu. Þetta er annar fundur þeirra á innan við mánuði. Búist er við því að viðræðurnar eigi eftir að snúast um nýlegt samkomulag Fatah og Hamas hreyfinganna um þjóðstjórn í Palestínu og hvernig samskiptum Ísraels við hana verður háttað.

Erlent
Fréttamynd

Bandaríkin flýta klukkunni

Bandaríkjamenn hafa flýtt klukkum sínum eina klukkustund þremur vikum fyrr en venjulega. Þetta gera þeir til þess að spara orku og menga minna. Þingmenn segja að þetta muni minnka til muna útblástur skaðlegra efna í andrúmsloftið og gæti sparað almenningi miklar fjárhæðir.

Erlent
Fréttamynd

Íranar bjartsýnir eftir friðarráðstefnu í Bagdad

Utanríkisráðuneytið í Íran sagði í dag að alþjóðlega ráðstefnan í Bagdad, þar sem Íran og Bandaríkin áttu fyrstu viðræður síðan árið 2003, hefði verið gott fyrsta skref í áttina að auknu öryggi og stöðugleika í Írak. Ráðamenn í Tehran gáfu einnig til kynna að þeir vonuðust til þess að seinni fundurinn um málefni Íraks eigi eftir að verða jafngóður. Seinni fundurinn á að eiga sér stað í Apríl og hann munu sækja utanríkisráðherrar þeirra landa sem sem sóttu fundinn í gær.

Erlent
Fréttamynd

Dómari í máli Saddams flýr Írak

Yfirdómarinn í máli Saddams Hússeins hefur flúið Írak og beðið um pólitískt hæli í Bretlandi. Dómarinn, Raouf Abdel-Rahman, er hluti af hinum kúrdíska minnihluta í Írak. Hann var yfirdómari í dómstólnum sem fann Saddam Hússein sekan og dæmdi hann síðan til dauða.

Erlent
Fréttamynd

Hamas og Fatah takast á

Liðsforingi í Hamas samtökunum lét lífið í dag í skotabardögum við liðsmenn Fatah hreyfingarinnar á norðuhluta Gaza-svæðisins. Átökin hófust í Beit Hanoun en þar voru gerðar árásir með klasasprengjum og handsprengjum í morgun.

Erlent
Fréttamynd

Stefnir í uppgjör í Zimbabwe

Stjórnarandstæðingar í Zimbabwe hafa heitið því að halda samkomu þrátt fyrir að stjórnvöld hafi sett bann á allar stjórnmálasamkomur næstu þrjá mánuði. Bannið var sett á vegna ofbeldis sem braust út á samkomu stjórnarandstæðinga í síðasta mánuði.

Erlent