Erlent

Fréttamynd

Hægt að læra af Sömum

Samar í Norður-Noregi hafa fundið fyrir áhrifum loftslagsbreytinga í áratugi. Rannsóknir hafa leitt í ljós að áhrif þeirra eru áþreifanlegri í loftslagi norðurheimskautsins. Vísindamenn ætla nú að kanna viðbrögð Sama við breytingunum svo hægt verið að læra af þeim.

Erlent
Fréttamynd

Segist geta læknað alnæmi

Forseti Afríkuríkisins Gambíu telur sig hafa fundið lækningu við alnæmi. Hann segist hafa læknað marga landa sína með jurtameðulum og fyrirbænum. Hátt í fjörutíu milljón manns í heiminum þjást af alnæmi, flestir í Afríku.

Erlent
Fréttamynd

007 hlerar vitlausa síma

Samkvæmt nýrri breskri skýrslu gera leyniþjónustumenn hennar hátignar alltof margar skyssur þessa dagana. Þeir hlera vitlausa síma og gramsa í gegnum póst á heimilisföngum sem löngu hafa skipt um eigendur. Njósnurunum er þó talið það til afsökunar að þeir hafa haft gríðarlega mikið að gera undanfarin ár. Verkefnum þeirra hefur fjölgað langt umfram mannskap, síðan stríðið gegn hryðjuverkum hófst.

Erlent
Fréttamynd

Norðurlönd gegn kvikasilfri

Norðurlöndin styðja áform um alþjóðlegan samning um notkun kvikasilfurs og annarra þungmálma. Markmiðið er að semja um takmarkaða notkun málma af þessari tegund. Kvikasilfur er einkum notað við allskonar efnaframleiðslu í verksmiðjum, og í rafmagnstækjum.

Erlent
Fréttamynd

Leiðtogar ræða um uppsagnir Airbus

Dominique de Villepin, forsætisráðherra Frakklands, og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, funduðu í dag vegna yfirvofandi uppsagna hjá evrópska flugvélaframleiðandanum Airbus. Airbus hefur festað að greina frá hagræðingu í rekstri félagsins en óttast er að tugþúsundir starfsmanna fyrirtækisins verði sagt upp á næstu þremur árum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Segja dýr flegin lifandi í Kína

Dýraverndarsamtök í Ísrael, og víðar, halda því fram að loðfeldir sem koma frá Kína séu af dýrum sem séu flegin lifandi. Yfirrabbíni Ísraels hefur brugðist við með því að gefa út tilskipun um að gyðingar megi ekki íklæðast feldum sem séu flegnir af lifandi dýrum. Yona Metzger yfirrabbíni sagði að öllum Gyðingum bæri skylda til þess að koma í veg fyrir að dýr þjáist.

Erlent
Fréttamynd

Ráðist á syrgjendur í jarðarför

Að minnsta kosti sjö létu lífið og 15 særðust þegar sprengjuárás var gerð á syrgjendur í jarðarför í Bagdad í dag. Athöfnin fór fram í tjaldi og þangað læddi sér einhver inn með sprengju. Árásin var gerð í hverfi sjía á Palestínustræti í norðurhluta höfuðborgarinnar. Talið er víst að súnnímúslimar hafi framið ódæðið.

Erlent
Fréttamynd

ESB vill minnka útblástur stórlega

Umhverfisráðherrar Evrópusambandsins ætla að setja sér metnaðarfull og bindandi takmörk um minnkun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2020. Ráðherrarnir eru sammála um að minnka einhliða útblástur um 20 prósent, miðað við árið 1990, og um 30 prósent ef önnur iðnríki slást í hópinn.

Erlent
Fréttamynd

Rússar hóta hörðum viðbrögðum

Rússneskur hershöfðingi hefur hótað hörðum viðbrögðum ef Bandaríkjamenn setja upp eldflaugavarnarkerfi í Tékklandi og Póllandi. „Ef ríkisstjórnir Tékklands og Póllands segja já þá getum við beint eldflaugum okkar að þessum mannvirkjum.“ sagði hershöfðinginn Nikolai Solovtsov í gær.

Erlent
Fréttamynd

Íran: Árásaráætlun sögð tilbúin

Bandaríkjamenn eru sagðir hafa gert áætlun um loftárásir á Íran sem beinist að kjarnorkuverum og innviðum íranska hersins. Frestur sá sem Sameinuðu þjóðirnar hafa gefið Írönum til að hætta auðgun úrans rennur út á morgun. Íransforseti segist tilbúinn til viðræðna en hann gangist ekki undir þau skilyrði sem sett séu.

Erlent
Fréttamynd

Halla og Jude í heimspressunni

Kynnum Höllu Vilhjálmsdóttur og breska leikarans Jude Law, eru gerð góð skil í bresku pressunni, í dag. Í The Sun eru birtar fjölmargar flennistórar myndir af Höllu, sem sögð er unaðslegur kynnir hjá hinum íslenska X-Factor. Talað er um kertaljósakvöldverð, sveitt pöbbarölt og kossaflens á dansgólfinu, sem hefði verið nóg til þess að fá dómara í X-Factor til þess að roðna.

Erlent
Fréttamynd

Óvissa í Japan

Seðlabanki Japans ákveður á morgun hvort breytingar verði gerðar á stýrivöxtum landsins. Greiningardeild Glitnis segir mikla óvissu ríkja um ákvörðun bankans og bendir á að jafnar líkur séu á því hvort vextirnir verði óbreyttir eða hækki um fjórðung úr prósenti. Vextirnir hafa ekki verið hækkaðir síðan um mitt síðasta ár eftir nokkurra ára núllvaxtastig.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Íranar vilja viðræður

Íranski forsetinn, Mahmoud Ahmadinejad, sagði í dag að hann vildi viðræður um kjarnorkuáætlun lands síns. Hann tók engu að síður fram að Íran myndi ekki samþykkja skilyrði Sameinuðu þjóðanna og Bandaríkjanna um að hætta auðgun úrans áður en viðræður geta átt sér stað.

Erlent
Fréttamynd

Skipað að fara í fóstureyðingu

Ítalskur dómari skipaði þrettán ára telpu frá Torino að fara í fóstureyðingu vegna þess að foreldrar hennar voru andvíg því að hún eignaðist barnið. Telpan varð ófrísk eftir fimmtán ára gamlan kærasta sinn og hún vildi eignast barnið.

Erlent
Fréttamynd

Mátti ekki reka varaforsetann

Nígerískur áfrýjunarréttur hefur komist að þeirri niðurstöðu að forseti landsins, Olusegun Obasanjo, hefði ekki völd til þess að reka varaforseta landsins, Atiku Abubakar, frá völdum. Obasanjo lýsti því yfir í desember að varaforsetaembættið væri nú autt þar sem Abubakar hefði sagt sig úr stjórnarflokknum og farið í annan til þess að geta lýst yfir framboði til forseta.

Erlent
Fréttamynd

Warner býður í EMI

Bandaríski útgáfurisinn Warner Music hefur gert tilboð í útgáfufélagið EMI. Ekki er um yfirtökutilboð en ekki er ólíklegt að út í það verði farið, að sögn forsvarsmanna EMI. Tilboð sem þetta er enginn nýlunda því bæði fyrirtækin hafa ítrekað reynt að kaupa hvort annað á síðastliðnum sjö árum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Kjötætur hættulegar umhverfinu

Bandarískar kjötætur eru ábyrgar fyrir einu og hálfu tonni meira af koltvíoxíðlosun en grænmetisætur. Bandaríska matvælastofnunin skýrir frá þessu í úttekt sem þeir gerðu á bandarískum matvælaiðnaði.

Erlent
Fréttamynd

Íhaldsflokkurinn nálgast hreinan meirihluta

Breski Íhaldsflokkurinn mun fá 42 prósent atkvæða ef gengið yrði til kosninga í Bretlandi í dag. Verkamannaflokkurinn, sem verður væntanlega undir handleiðslu núverandi fjármálaráðherra Bretlands, Gordon Brown, fengi aðeins 29 prósent atkvæða. Þetta er minnsta fylgi sem flokkurinn hefur mælst með síðan árið 1983.

Erlent
Fréttamynd

Fimm létu lífið og 75 slösuðust

Fimm létu lífið og fleiri en 75 slösuðust þegar flutningabíll sprakk nærri veitingastað í bæ rétt fyrir norðan Bagdad, höfuðborg Íraks, í morgun. Lögregla staðarins skýrði frá þessu. Sprengingin átti sér stað í bænum Taji sem er 20 kílómetra frá Bagdad.

Erlent
Fréttamynd

Fæddist í 23. viku meðgöngu og lifði af

Fyrirburi sem læknar segja að hafi eytt minni tíma í móðurkviði en nokkur annar verður útskrifaður af sjúkrahúsi í Miami í Bandaríkjunum í dag. Amillia Sonja Taylor var aðeins 24 og hálfur senitmeter á lengd og ekki nema 284 grömm á þyngd þegar hún fæddist þann 24. október á síðasta ári. Hún fæddist í 23. viku meðgöngu en algengt er að konur gangi með börn í 37 til 40 vikur. Amillia hefur verið í hitakassa og fengið súrefni síðan hún fæddist.

Erlent
Fréttamynd

Tveir grunaðir um sprengjuárás

Lögreglan í Indlandi hefur sent fjölmiðlum þar í landi teiknaðar myndir af tveimur mönnum sem yfirgáfu lestina sem var ráðist á í gær. Þeir eru grunaðir um að hafa komið fyrir sprengjum í lestinni. Að minnsta kosti 67 létu lífið í sprengjuárásinni en tvær sprengjur sprungu um borð í lestinni. Mikill eldur braust síðan út í henni.

Erlent
Fréttamynd

McCain álasar Rumsfeld

John McCain sagði í ræðu í gær að Donald Rumsfeld, fyrrverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, yrði minnst sem eins versta varnarmálaráðherra í sögu Bandaríkjanna. McCain er einn af þeim sem þykir líklegur til þess að verða útnefndur forsetaframbjóðandi repúblikana.

Erlent
Fréttamynd

Leynilegar áætlanir Bandaríkjanna afhjúpaðar

Bandaríkjamenn hafa gert áætlun um loftárásir á Íran og beinast þær að kjarnorkuverum og innviðum íranska hersins. Ef bandaríkjamenn réðust á Íran samkvæmt áætluninni, myndu íranskir flugvellir, flotastöðvar, flugskeytastöðvar og stjórnstöðvar verða skotmörkin. Bandaríkjamenn staðhæfa að ekki sé ráðgert að ráðast á Íran og eru að reyna að fá sjórnvöld í Teheran til að hætta auðgun úrans.

Erlent
Fréttamynd

Bíll Leðurblökumannsins til sölu

Eðalvagn Leðurblökumannsins, úr samnefndum bandarískum sjónvarpsþáttum frá sjöunda áratug síðustu aldar, verður seldur á uppboði í Lundúnum síðar í mánuðinum. Talið er að jafnvirði tæpra 10 milljóna króna fáist fyrir bílinn sem var sá sjötti í röð nokkurra sem smíðaðir voru árið 1966 til kynningar á þáttunum og voru notaðir í rúmlega hundrað þeirra.

Erlent
Fréttamynd

Friðarviðræðum verður fram haldið

Leiðtogar Ísraels og Palestínumanna ítrekuðu í dag stuðning sinn við stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínumanna. Olmert, forsætisráðherra Ísraels, Abbas, forseti Palestínumanna, og Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, ræddu friðarferlið fyrir botni Miðjarðarhafs í Jerúsalem í morgun.

Erlent
Fréttamynd

Sprengjuárás á Indlandi rannsökuð

Ráðamenn í Indlandi og Pakistan hafa fordæmt sprengjuárás á farþegalest í Indlandi í gærkvöldi. Segja þeir ætlun ódæðismannanna hafi verið að raska friðarviðræðum landanna og það takist ekki. Minnst 66 týndu lífi í árásinni.

Erlent
Fréttamynd

Bakkavör innkallar hummus

Bakkavör hefur innkallað kjúklingabaunamauk úr sex matvöruverslanakeðjum á Bretlandi eftir að salmonellusmit greindist í sýnum úr því. Ekki er talið að nokkur hafi veikst eftir að hafa neytt vörunnar og segir forstjóri fyrirtækisins fjárhagstjón vegna smitsins óverulegt.

Erlent