Erlent

Fréttamynd

Fóðraði svínin með 30 vændiskonum

Kanadiskur svínabóndi hefur verið ákærður fyrir að myrða þrjátíu vændiskonur, og fóðra svínin á líkamsleifum þeirra. Talið er mögulegt að hann hafi sextíu og þrjú morð á samviskunni. Það komst upp um hann fyrir algera tilviljun.

Erlent
Fréttamynd

Býst við hörðum bardögum við talibana

Sendiherra Bandaríkjanna í Afganistan segir að búist sé við hörðum bardögum við Talibana á þessu ári. Ríkisstjórn landsins sé hinsvegar að styrkjast í sessi og því sé hann bjartsýnn um framtíðina. Síðasta ár var hið blóðugasta síðan talibanar voru hraktir frá völdum árið 2001.

Erlent
Fréttamynd

Páfi íhugaði afsögn vegna heilsubrests

Jóhannes Páll páfi íhugaði alvarlega að segja af sér árið 2000, af heilsufarsástæðum. Hann íhugaði einnig að breyta kirkjulögum þannig að páfar segðu af sér þegar þeir yrðu áttræðir.

Erlent
Fréttamynd

Palestínumenn hatast enn

Tveim æðstu leiðtogum Palestínumanna tókst ekki að ná samkomulagi um myndun þjóðstjórnar, á fundi sínum í Sýrlandi um helgina. Á þeim fundi voru Mahmoud Abbas, forseti Palestínu og leiðtogi Fatah hreyfingarinnar og Khaled Meshaal, leiðtogi Hamas samtakanna.

Erlent
Fréttamynd

Glaðnar yfir Norður-Kóreu

Aðalsamningamaður Rússa í málefnum Norður-Kóreu sagði í dag að sex landa viðræður um kjarnorkuáætlun landsins gætu hafist í næsta mánuði. Alexander Losyukov sagði að undirbúningsfundir sem haldnir hafi verið í Berlín hafi aukið bjartsýni manna.

Erlent
Fréttamynd

Ný áætlun um friðarferli í Ísrael

Varnarmálaráðherra Ísraels hefur lagt fram áætlun í þrem liðum um að koma friðarferlinu við Palestínumenn aftur í gang. Í því felst meðal annars að Mahmoud Abbas, forseti, fái lengri tíma til þess að afvopna öfgahópa, og Ísraelar loki ólöglegum landnemabyggðum á Vesturbakkanum.

Erlent
Fréttamynd

Ætla að dæla olíu úr flutningaskipi í dag

Björgunarfólk í Devon í Englandi hefur í alla nótt og fram eftir morgni reynt að hreinsa upp varning og brak frá flutningaskipinu Napolí sem var siglt upp í fjöru í gær. Skipið laskaðist töluvert í óveðri í síðustu viku.

Erlent
Fréttamynd

Hillary vinsælust meðal demókrata

Flestir demókratar í Bandaríkjunum vilja Hillary Clinton sem forsetaefni demókrata á næsta ári samkvæmt skoðanakönnun sem bandaríska blaðið Washington Post birti í gær. Samkvæmt henni vilja 39% flokksmanna að hún hljóti útnefndinguna. Næstir koma öldungadeildarþingmennirnir Barack Obama, með 17%, og John Edwards með 12%. Edwards var varaforsetaefni Johns Kerry í kosningunum 2004.

Erlent
Fréttamynd

Serbía: Ólíklegt að þjóðernissinnar komist í ríkisstjórn

Forvígismenn flokks þjóðernissinnaðra Serba eiga ekki von á því að þeim verði boðið að mynda ríkisstjórn þótt þeir hafi unnið stórsigur í þingkosningum í gær. Leiðtogi flokksins situr í fangelsi í Haag í Hollandi þar sem rétta á yfir honum fyrir stríðsglæpi.

Erlent
Fréttamynd

Citigroup kaupir af ABN Amro

Bandaríski bankinn Citigroup hefur keypt veðlánaarm hollenska bankans ABN Amro. Tilgangurinn er að auka útlánastarfsemi bankans og gerir Citigroup ráð fyrir að fjölga viðskiptavinum um 1,5 milljónir talsins.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Lifði af tveggja daga ísskápsvist

Bandarískum hjónum brá heldur betur í brún þegar þau opnuðu ísskáp sinn í gær og sunnudagssteikin kom fljúgandi á móti þeim. Þar var á ferðinni önd sem húsbóndinn hafði skotið tveimur dögum áður.

Erlent
Fréttamynd

Ótti um mengunarslys í Devon

Bresk yfirvöld óttast mengunarslys við suðvesturströnd Englands eftir að flutningaskipið Napoli strandaði þar. Skipið skemmdist í óveðrinu sem gekk yfir Evrópu fyrir helgi og því var ákveðið að sigla því í strand.

Erlent
Fréttamynd

Abbas og Mashaal hittast í dag

Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, og Khaled Mashaal, leiðtoga Hamas-samtakanna ætla að hittast í Damaskus í Sýrlandi í dag. Þetta fullyrðir Saeb Erekat, náinn ráðgjafi Abbasar.

Erlent
Fréttamynd

Samsteypustjórn líklegust

Þingkosningar fara fram í Serbíu í dag, þær fyrstu frá því að leiðir skildu með Serbum og Svartfellingum á síðasta ári. Sex og hálf milljón manna er á kjörskrá og stendur slagurinn á milli flokka sem aðhyllast nánari samband við nágrannalöndin í Evrópu og flokka þjóðernissinna.

Erlent
Fréttamynd

Viðurkenndi morðið á Dink

Sautján ára atvinnulaus piltur frá borginni Trabzon hefur viðurkennt að hafa skotið tyrkneska blaðamanninn Hrant Dink til bana í Istanbul í fyrradag.

Erlent
Fréttamynd

Hlakkar til að mæta Attenborough

Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra er óhræddur við herferð breskra stjórnvalda gegn hvalveiðum Íslendinga, en verndarar hennar eru Tony Blair forsætisráðherra Bretlands og sjónvarpsmaðurinn David Attenborough. Hann óttast aftur á móti að aðgerðir Bretanna muni ganga af Alþjóðahvalveiðiráðinu dauðu.

Erlent
Fréttamynd

Elsta kona heims látin

Elsta kona í heimi, Julie Winnefred Bertrand, andaðist í gær á elliheimili í Montreal í Kanada 115 ára að aldri. Hún fæddist 16. september 1891.

Erlent
Fréttamynd

Tilraunirnar vekja ugg

Tilraunir Kínverja til að skjóta niður gervihnött með stýriflaug hefur litla ánægju vakið á Vesturlöndum. Gervihnötturinn sem var grandað var gamall veðurathugnarhnöttur en hann var í svipaðri hæð og bandarískir njósnahnettir og því virðist tilrauninni beint gegn þeim.

Erlent
Fréttamynd

Stjórn olíunnar í Bagdad

Lagafrumvarp sem veitir ríkisstjórninni í Bagdad yfirráð yfir olíulindum Íraks er nánast tilbúið og bíður einungis samþykkis ríkisstjórnar og þings. Þetta er fullyrt í stórblaðinu New York Times í dag.

Erlent
Fréttamynd

Netsvikarar stela úr Nordea-bankanum

Rússneskum netþrjótum hefur þekkist af stela jafnvirði 72 milljóna íslenskra króna af reikningum viðskiptavina sænska bankans Nordea, einum stærsta banka á Norðurlöndunum. Fjöldi manns hefur verið handtekinn vegna málsins, þar af 100 sem aðilar sem tengjast því í Svíþjóð. Þrjótarnir notuðu hugbúnað, sem afritaði lykilorð þeirra viðskiptavina sem notuðu netbanka Nordea.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Leiðtogi Abu Sayyaf fallinn

DNA-rannsókn hefur leitt í ljós að Khaddafy Janjalani, leiðtogi filippeysku skæruliðasamtakanna Abu Sayyaf, er látinn. Lík hans fannst á Jolo-eyju á dögunum og er talið að hann hafi fallið í skotbardaga einhvern tímann í fyrrahaust.

Erlent
Fréttamynd

Sjálfhjálparhvötin sterkust

Engin hvöt er sterkari í dýrum jarðarinnar en að reyna að halda sér á lífi hvað sem það kostar. Þrjú nýleg dæmi af jafnmörgum ferfætlingum sýna okkur það.

Erlent
Fréttamynd

Ritstjóri skotinn til bana

Talið er að öfgasinnaður þjóðernissinni hafi verið að verki þegar ritstjóri tyrknesks dagblaðs var skotinn til bana fyrir utan skrifstofur blaðsins í Istanbúl í dag. Ritstjórinn var á síðasta ári dæmdur fyrir að sýna tyrknesku þjóðinni vanvirðingu með skrifum sínum um fjöldamorð Tyrkja á Armenum í lok heimsstyrjaldarinnar fyrri.

Erlent
Fréttamynd

41 sagður hafa látist í óveðrinu

Á fimmta tug manna hafa látið lífi í fárviðri sem geisað hefur í Evrópu undanfarinn sólarhring. Samgöngur í álfunni eru í uppnámi og rafmagnsleysi hefur bitnað á milljónum manna. Íslendingur búsettur í Tékklandi segir að tré hafi rifnað upp með rótum í nágrenni við hann í mesta ofsanum.

Erlent
Fréttamynd

Samdráttur hjá Citigroup

Bandaríski bankinn Citigroup skilaði rúmlega 5,3 milljarða dala hagnaði á síðasta fjórðungi 2006. Þetta jafngildir 369,7 milljarða króna hagnaði á fjórðungnum sem er 26 prósenta samdráttur á milli ára. Hagnaður bankans á árinu í heild nam jafnvirði 1.660 milljarða króna, sem er 12 prósentum minna en árið 2005.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Ekkert fækkað í breskum hersveitum í Írak

Yfirmaður breska heraflans í Írak segir að liðsafli Breta í landinu verði óbreyttur að minnsta kosti þetta ár, og vel hugsanlega fram í 2008. Þetta er á skjön við fréttir breskra fjölmiðla um að ætlunin sé að fækka breskum hermönnum um nær 3000 fyrir maílok.

Erlent