Erlent

Fréttamynd

Correa nær öruggur um sigur

Talið er nær öruggt að hinn vinstri sinnaði Rafael Correa muni bera sigur af hólmi í forsetakosningunum í Ekvador sem fram fóru á sunnudaginn var. Eftir að búið er að telja hluta atkvæðanna er hann með 63% fylgi og næsti andstæðingur hans aðeins með um 37%. Huga Chavez, hinn vinstri sinnaði forseti Venesúela, er mikill vinur og stuðningsmaður hans og þykir þetta sigur fyrir hann líka en vinstri sinnaðir stjórnmálamenn hafa átt góðu gengi að fagna í kosningum í Suður-Ameríku upp á síðkastið.

Erlent
Fréttamynd

Of þungar konur fá síður brjóstakrabbamein

Ný bandarísk rannsókn hefur leitt í ljós að konur sem eru of þungar eiga minni hættu á að fá brjóstakrabbamein. Þetta á þó aðeins við fyrir tíðaskipti en eftir þau eru þyngri konur líklegri til þess að fá brjóstakrabbamein. Vísindamenn sögðust gáttaðir á þessu og að þetta gengi gegn flestum viðhorfum um góða heilsu. Þetta á við konur sem eru með yfir 30 í líkamsmassastuðul (e. Body Mass Index).

Erlent
Fréttamynd

Bandaríkin vilja alþjóðlegt lið friðargæsluliða til Sómalíu

Bandaríkin ætla sér að koma með tillögu í öryggisráðinu um að friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna og Afríkusambandsins muni fara til Sómalíu og styðja stjórnvöld þar í baráttu sinni við íslamska uppreisnarmenn. Ástandið á svæðinu hefur verið vægast sagt erfitt og ræður stjórnin í landinu aðeins yfir borginni sem hún situr í og næsta nágrenni.

Erlent
Fréttamynd

Kerry ekki vinsæll meðal bandarískra kjósenda

Kjósendur í Bandaríkjunum tóku nýlega þátt í könnun þar sem var metið hversu vel þeir kunnu við hugsanlega forsetaframbjóðendur árið 2008. Alls voru þeir spurðir um 20 hugsanlega frambjóðendur og varð John Kerry, sem tapaði fyrir George W. Bush í kosningunum 2004, neðstur.

Erlent
Fréttamynd

Spænska konungsfjölskyldan fjölgar sér

Væntanlegt konungshjón Spánar, krónprinsinn Felipe og konan hans Letizia prinsessa, eiga von á sínu öðru barni en þetta staðfestu talsmenn konungsfjölskyldunnar í dag. Letizia prinsessa á von á stúlkubarni og er komin átta vikur á leið. Hún er fyrrum sjónvarpskona og á að eiga í maí á næsta ári.

Erlent
Fréttamynd

Íranir lofa Írökum aðstoð

Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, tók í dag á móti Jalal Talabani, forseta Íraks, og hófu þeir viðræðu um ástandið í Írak og hvernig Íran gæti komið að því að bæta ástandið þar. Ahmadinejad sagði fyrir fundinn að hann myndi gera allt í sínu valdi til þess að bæta ástandið í Írak en löndin áttu í átta ára löngu stríði á níunda áratug síðustu aldar.

Erlent
Fréttamynd

Dómstólar staðfesta sigur Kabila

Hæstiréttur Austur-Kongó hefur nú lýst Joseph Kabila forseta landsins eftir að dómstóllinn vísaði frá kærum Jean-Pierre Bemba, hans helsta andstæðings. Dómstóllinn kom saman í utanríkisráðuneyti landsins, þar sem að æstur múgur stuðningsmanna Bemba hafði kveikt í húsi hæstaréttar í mótmælum sem voru í vikunni sem leið, og var dómssalarins og kyrfilega gætt af friðargæslumönnum Sameinuðu þjóðanna sem og hermönnum Austur-Kongó.

Erlent
Fréttamynd

Bush í viðræðum við leiðtoga í Mið-Austurlöndum

George W. Bush, Bandaríkjaforseti, mun ræða við íraska forsætisráðherrann Nuri al-Maliki um ofbeldisölduna sem er að tröllríða Írak um þessar mundir. Talsmaður Hvíta hússins viðurkenndi að ofbeldið þar í landi væri komið á nýtt stig og vísaði þar í auknar árásir og hefndarárásir trúarhópa. Þess er skemmst að minnast að bandaríska sjónvarpsstöðin NBC hefur ákveðið að kalla ástandið í Írak borgarastyrjöld.

Erlent
Fréttamynd

Búið að opna minnismerkið á ný

Lögregla í Washington hefur aftur opnað minnismerkið um Lincoln og svæðið í kring eftir að því var lokað í dag vegna ótta um að hættuleg efni eða sprengjur væru þar. Við leit og efnagreiningu kom í ljós að ekki var um hættulegt efni að ræða.

Erlent
Fréttamynd

Segist vilja slíðra sverðin

Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, segist reiðubúinn til viðræðna við Palestínumenn um lausn fanga og endalok hernáms heimastjórnarsvæðanna. Leiðtogar Hamas-samtakanna taka þessari útréttu sáttahönd með varúð.

Erlent
Fréttamynd

Borgarastyrjöld í Írak

NBC fréttastöðin í Bandaríkjunum hefur ákveðið að kalla ástandið í Írak borgarastyrjöld þrátt fyrir að hvorki yfirvöld þar í landi eða Írak skilgreini það svo. Talsmenn Hvíta hússins hafa þegar mótmælt þessari skoðun stöðvarinnar. Stjórnmálafræðingar telja að þetta eigi eftir að hafa töluverð áhrif á skoðanir amerísks almennings á ástandinu í Írak.

Erlent
Fréttamynd

Grunsamleg efni finnast í Washington

Hluta af minnismerkinu um Abraham Lincoln hefur verið lokað eftir að grunsamlegt efni fannst á svæðinu en lögreglumaður þar skýrði frá þessu í dag. Sögðust þeir vera að fylgja settum starfsreglum og að svæðið myndi sennilega aðeins vera lokað í stuttan tíma á meðan efnið yrði rannsakað. Starfsmaður bandarísku ríkisstjórnarinnar sagði að umslag með orðinu "anthrax" hefði fundist við minnismerkið.

Erlent
Fréttamynd

Kvörtunum Bemba vísað frá dómi

Hæstiréttur Austur-Kongó úrskurðaði rétt í þessu í kvörtunum þeim sem Jean-Pierre Bemba lagði fram vegna því sem hann kallaði óreglu í lokaumferð forsetakosninga landsins sem fram fóru þann 29. október síðastliðinn. Hæstiréttur vísaði þeim öllum frá og samkvæmt því ætti ekki að vera langt þangað til Joseph Kabila, sigurvegari kosninganna, verði staðfestur af hæstarétti sem forseti landsins.

Erlent
Fréttamynd

837 demantar í einum hring

Úkraínska skartgripahúsið Lobortas & Karpova afhjúpaði í dag gullhring með alls 837 afrískum og jakútskum demöntum og segja þeir jafnframt að þetta sé heimsmet í fjölda demanta á einum hring. Ekki hefur þó verið gefið upp hversu mikils virði hringurinn, sem kallaður er "Dans engilsins" er en hann er í einkaeign úkraínskar viðskiptakonu.

Erlent
Fréttamynd

Merkel endurkjörin formaður CDU

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, var í dag endurkjörin formaður Kristilegra demókrata á landsfundi þeirra í Dresden. Merkel hlaut 93 prósent atkvæða sem staðfesti stuðning flokkssystkina hennar við hana í embætti.

Erlent
Fréttamynd

Hvernig er veðrið í Ástralíu ?

Farsími sem hvarf af skoska þinginu í janúar árið 2004 hefur verið aftengdur. Hinsvegar verður erfiðara að aftengja símreikning upp á tæpar átta milljónir króna, sem eftir stendur. Síminn var ætlaður starfsfólki til afnota um helgar og þegar það þurfti að yfirgefa skrifstofur sínar.

Erlent
Fréttamynd

Óvægin kvikmyndagagnrýni

Hópur vopnaðra múslima réðst inn í kvikmyndahús í Sómalíu, í gær, þar sem verið var að sýna leik Chelsea og Manchester United, í ensku úrvalsdeildinni. Byssumennirnir skutu yfir höfuð fótboltaunnenda, brutu tæki og handtóku tuttugu og fimm þeirra. Meðal hinna handteknu voru börn allt niður í tíu ára.

Erlent
Fréttamynd

Olmert býður Palestínumönnum sættir

Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels hefur boðið Palestínmönnum sættir, í kjölfar vopnahlés sem lýst var yfir í gær. Hann sagði í stefnuræðu að Ísraelar myndu draga sig í hlé frá Vesturbakkanum og leggja niður landamærabyggðir þar. Forsætisráðherrann sagði líka að ísraelar væru reiðubúnir að fækka eftirlitsstöðvum hersins, afhenda palestínumönnum skattekjur sem þeir hafa innheimt og láta lausa fanga.

Erlent
Fréttamynd

Ítalskir hermenn farnir frá Írak fyrir vikulok

Síðustu ítölsku hermennirnir í Írak verða komnir til síns heima fyrir vikulok. Þetta segir Romano Prodi, forsætisráðherra Ítalíu. Um 60-70 hermenn eru enn í Nassyria þar sem þeir hafa haft yfirumsjón með öryggismálum en írakska lögreglan tekur við af þeim fyrir helgi.

Erlent
Fréttamynd

Blaðamenn fá líflátshótanir

Tveir blaðamenn við rússneska blaðið Novaya Gazeta fengu líflátshótanir, í síðustu viku, vegna frétta sem þeir væru að vinna að. Þetta er sama blað og Anna Politkovskaya vann fyrir, en hún var myrt í síðasta mánuði.

Erlent
Fréttamynd

Eurotunnel bjargað frá gjaldþroti

Meirihluti lánadrottna Eurotunnel, sem rekur göngin á milli Bretlands og Frakklands undir Ermarsundi, hafa samþykkt skuldabreytingu hjá félaginu sem á að forða því frá gjaldþroti og sölu eigna. Breytingin felur í sér stofnun nýs rekstrarfélags, Groupe Eurotunnel.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Vilja bætur frá Bretum vegna þrælahalds

Blökkumenn í Bretlandi segja að Tony Blair, forsætisráðherra, hafi ekki gengið nógu langt þegar hann harmaði innilega þátt Breta í þrælahaldi fyrr á öldum. Þeir vilja að ráðherrann biðjist fyrirgefningar og lýsi vilja til þess að greiða bætur.

Erlent
Fréttamynd

Viðræðurnar út um þúfur

Viðræður Tyrkja við Evrópusambandið um stöðu Kýpur runnu í morgun út í sandinn vegna andstöðu þeirra við að aflétta hafnbanni sínu á kýpversk skip eins og ESB hafði krafist.

Erlent
Fréttamynd

Þrír sendir í rannsókn vegna hugsanlegrar geislunar

Þrír hafa verið sendir á sérstaka rannsóknarstofu í Lundúnum vegna hugsanlegrar geislunar í kjölfar dauða Alexanders Litvinenkos, fyrrverandi njósnara hjá KGB. Frá þessu greindi talsmaður heilbrigðisyfirvalda í Bretlandi í dag.

Erlent
Fréttamynd

Ólgan vex vegna morðsins

Mikil reiði ríkir á meðal þeldökkra Bandaríkjamanna eftir að óvopnaður blökkumaður var skotinn til bana fyrir utan næturklúbb í New York um helgina, nokkrum klukkustundum fyrir brúðkaup sitt.

Erlent
Fréttamynd

Neyðarfundur hjá COBRA vegna njósnaramáls

John Reid, innanríkisráðherra Bretlands, hefur boðað til neyðarfundar hjá svokallaðri COBRA-nefnd, sem fjallar um þjóðaröryggismál í í Bretlandi, vegna dauða Alexanders Litvinenkos, fyrrverandi njósnara hjá KGB og rússnesku öryggislögreglunni.

Erlent