Erlent Ortega kosinnn forseti í Níkaragva Daniel Ortega, fyrrum byltingarleiðtogi í Níkaragva, sigraði í forsetakosningunum í landinu. Ortega fékk um 38% greiddra atkvæða. Erlent 8.11.2006 00:43 Britney Spears skilur Sönkonan Britney Spears hefur sótt um skilnað við eiginmann sinn Kevin Federline. CNN fréttavefurinn greinir frá þessu en Britney giftist Federline fyrir rúmum tveimur árum síðan eða 6. október 2004 og eiga þau tvö börn saman. Lífið 7.11.2006 22:04 Fleiri miðaldra karlmenn drekka sig til dauða Fjöldi þeirra miðaldra karlmanna sem drekka sig til dauða hefur meira en tvöfaldast frá árinu 1991. Þetta kemur fram í nýjum tölum sem Hagstofa Bretlands birti í dag. Aukning á dauðsföllum tengdum áfengisdrykkju hefur orðið hvað mest í hópi karlmanna á aldrinum 35 ára til 54 ára. Erlent 7.11.2006 21:28 Á þriðja tug hafa látist í sprengingum í Írak í dag Sautján týndu lífi og að tuttugu slösuðust þegar sjálfsmorðssprengjuárás var gerð á kaffihúsi í Bagdad fyrr í kvöld. Að minnsta kosti tuttugu og tveir hafa látist í sprengingum í Írak í dag. Erlent 7.11.2006 21:19 Boðið að fara í HIV próf eftir spítalalegu Sjúklingum á fjórum sjúkrahúsum í Bretlandi hefur verið boðið að fara í HIV próf þar sem komið hefur í ljós að starfsmaður sem annaðist þá er HIV smitaður. Erlent 7.11.2006 20:50 Býst við að dauðadómnum verði framfylgt innan árs Nouri Maliki, forsætisráðherra Íraks, býst við að dauðadómnum yfir Saddam Hussein verði framfylgt innan árs. Fréttastofan BBC greinir frá þessu en Maliki býst ekki við að horfið verið frá því að framfylgja dómum vegna þrýstings þar um. Erlent 7.11.2006 20:30 Vandræði á kjörstöðum Villur í tölvuforritum og reynsluleysi starfsfólks hafa valdið seinkunum á kjörstöðum í þingkosningunum í Bandaríkjunum. Seinkanir hafa orðið í Indíanafylki, Ohio og Flórída þar sem neyðst hefur til þess, á sumum kjörstöðum, að grípa til pappírsatkvæðaseðla. Erlent 7.11.2006 19:24 Tekist á um málefni samkynhneigðra Heitar umræður standa nú yfir á Lögþingi Færeyja um lagafrumvarp sem miðar að því að bæta réttarstöðu samkynhneigðra. Þingheimur skiptist í tvær jafnstórar fylkingar og því er afar erfitt að spá um afdrif málsins. Erlent 7.11.2006 18:57 Búist við spennandi kosninganótt Bandaríski demókrataflokkurinn fær meirihluta í fulltrúadeildinni í þingkosningunum í dag ef marka má skoðanakannanir. Því er spáð að repúblíkanar haldi meirihluta sínum í öldungadeild. Kosningabaráttan hefur verið hörð og hafa demókratar tapað niður nokkru forskoti á síðustu dögum kosningabaráttunnar. Bandaríkjamenn gengu að kjörborðinu í dag til að kjósa milli frambjóðenda til beggja þingdeilda. Kosið er um öll 435 þingsæti í fulltrúadeild og 33 öldungadeildarþingsæti, eða þriðjung þeirra. Auk þess er kosið um fylkisstjóra í 36 fylkjum. Einnig eru greidd atkvæði í nokkrum ríkjum um lagasetningar innan þeirra, meðal annars um hjónabönd samkynhneigðra, rannsóknir á stofnfrumum úr fósturvísum og lágmarkslaun. Þess fyrir utan líta margir á kosningarnar nú sem atkvæðagreiðslu um stefnu Bush stjórnarinnar í Írak og á ýmsum öðrum sviðum. Einhverjir kjósendur sögðust hafa greitt atkvæði gegn ástandinu í Írak, aðrir sögðu þörf á að breyta til í þingdeildunum. Aðrir sögðu þörf á staðfestu í stefnu gagnvart Írak og það viðhorf endurspeglaði val þeirra. Bush Bandaríkjaforseti greiddi atkvæði í Crawford í Texas. Aðspurður sagðist hann búinn að gera upp hug sinn þar sem hann gekk inn á kjörstað í Crawford í Texas. Forsetinn hefur farið fylkjanna á milli síðustu daga til að styðja flokkssystkini í baráttunni við demókrata. Ekki hafa þó allir tekið honum fagnandi og sem dæmi þurfti Bush einn að brýna kjósendur flokksins í Flórída í gær þar sem frambjóðandi repúblíkana til fylkisstjóra þar kaus að reka endahnútinn á kosningabaráttu sína fjarri forsetanum. Hilary Clinton er einn öldungardeildarþingmanna berst fyrir sæti sínu nú. Hún sagðist vonast eftir góðri kosningaþátttöku þar sem margt sé í húfi. Hún segist vona að demókratar fái meirihluta í þingdeildunum. Ekki er þó líklegt að þingmanninum verði að ósk sinni hvað varðar kjörsókn því ekki er búist við að hún fari yfir 40%. Fyrstu kjörstöðum verður lokað um klukkan ellefu í kvöld að íslenskum tíma og má búast við fyrstu tölum upp úr miðnætti. Nánar verður fjallað um kosningarnar í Íslandi í dag hér á eftir og fylgst með úrslitum hér á visir.is Erlent 7.11.2006 18:25 Panama fékk sæti í öryggisráði Samneinuðu þjóðanna Panama hlaut í dag sæti í öryggisráði Samneinuðu þjóðanna. Mikil barátta hefur staðið um sætið en Venesúela og Guatemala sóttust einnig eftir því. Bandaríkjamenn studdu Guatemala gegn Venesúela. Erlent 7.11.2006 17:33 Lífstíðarfangelsi fyrir að skipuleggja stórfelld hryðjuverk Þrjátíu og fjögurra ára Lundúnabúi, sem sagður er tengdur al-Qaida samtökunum, var í dag dæmdur í lífstíðarfangelsi í Bretlandi fyrir að undirbúa stórfelld hryðjuverk bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum. Erlent 7.11.2006 17:08 Mikil spenna í Bandaríkjunum vegna þingkosninganna Erlent 7.11.2006 16:52 Tap GM minna en upphaflega var talið Endurskoðaðar afkomutölur bandaríska bílaframleiðandans General Motors (GM) benda til að tap fyrirtækisins hafi verið minna á þriðja ársfjórðungi en talið var í fyrstu. Viðskipti erlent 7.11.2006 16:04 Sleppur Hamas við að draga í land ? Palestinskur þingmaður segir að Mahmud Abbas, forseti, hafi fengið loforð um að vestrænar þjóðir muni hætta refsiaðgerðum, ef honum takist að mynda embættismannastjórn, með Hamas samtökunum. Erlent 7.11.2006 16:00 Viðurkenna ekki Norður-Kóreu sem kjarnorkuveldi Bandaríkin, Japan og Suður-Kórea hafa sammælst um að viðurkenna ekki Norður-Kóreu sem kjarnorkuveldi. Þessi ríki ætla að ræða við Rússa og Kínverja um að taka sömu afstöðu. Erlent 7.11.2006 15:30 Vilja að Saddam verði hengdur Íranar hvöttu í dag til þess að dauðadómurinn yfir Saddam Hussein verði látinn standa og að hann verði hengdur fyrir ódæðisverk sín. Ein milljón manna féll í átta ára stríði, sem hófst þegar Saddam réðst inn í Íran árið 1980. Erlent 7.11.2006 15:15 Evrópusambandið ráðleggur fólki að slökkva á farsímum erlendis Erlent 7.11.2006 14:39 Danskir hermenn verða áfram í Írak Erlent 7.11.2006 14:23 Kókaínfarmur á Atlantshafi Breskt herskip stöðvaði í dag dráttarbát á Atlantshafi og handtók áhöfnina, þegar í ljós kom að farmurinn var eitt koma þrjú tonn af kókaíni. Erlent 7.11.2006 14:04 Heiðursmorð með bareflum og rafmagni Jórdanskur maður hefur verið ákærður fyrir að hafa myrt sautján ára dóttur sína með því að berja hana margsinnis í höfuðið, með barefli og hleypa svo rafmagni í hana. Þetta gerðist síðastliðinn föstudag. Erlent 7.11.2006 13:45 Alvarlegir þurrkar í Ástralíu John Howard forsætisráðherra Ástralíu kallaði saman neyðarfund stjórnmálaleiðtoga og vísindamanna í Canberra í dag vegna mjög alvarlegra þurrka í heimsálfunni. Þurrkurnir hafa staðið í sex ár og eru þeir mestu sem vitað er um sögu Ástralíu. Ef fram heldur sem horfir mun mikilvægasta vatnakerfi álfunnar, í Murray-Darling dalnum, þorna upp á hálfu ári. Það sér um 70 prósentum af öllu ræktarlandi Ástralíu fyrir vatni. Meðal tillagna til að ráða bót á neyðarástandinu eru áætlanir til að spara vatn og tryggja skipti á vatni milli landssvæða. Erlent 7.11.2006 13:21 Hizbolla ætla að stjórna Líbanon Erlent 7.11.2006 12:42 Tvísýnt um úrslit Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu í dag og kjósa til beggja þingdeilda. Baráttan er hörð og tvísýnt um úrslit. Nýjustu skoðanakannanir benda til þess að Repúblíkanar hafi saxað mjög á forskot Demókrata og ólíklegt að þeir nái meirihluta í báðum þingdeildum. Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu í dag og kjósa til beggja þingdeilda. Baráttan er hörð og tvísýnt um úrslit. Nýjustu skoðanakannanir benda til þess að Repúblíkanar hafi saxað mjög á forskot Demókrata og ólíklegt að þeir nái meirihluta í báðum þingdeildum. Kosið er um öll fjögur hundruð þrjátíu og fimm þingsæti í fulltrúadeild og þrjátíu og þrjú öldungadeildarþingsæti, eða þriðjung þeirra. Auk þess verður kosið um ríkisstjóra í þrjátíu og sex ríkjum. Einnig eru greidd atkvæði í nokkrum ríkjum um lagasetningu þar um hjónabönd samkynhneigðra, rannsóknir á stofnfrumur úr fósturvísum og lágmarkslaun, svo eitthvað sé nefnt. Auk þess er ekki síst litið á kosningarnar sem atkævðagreiðslu um stefnu Bush stjórnarinnar, meðal annars í Írak. Bandaríkjaforseti hefur komið fram á kosningafundum fyrir flokksbræður sína síðustu daga og tók þátt í kosningabaráttunni fram á síðustu mínútu. Ekki voru þó allir frambjóðendur flokksins sáttir við framlag forsetans og vildu margir hverjir fjarlægja sig frá honum vegna Íraksmálsins. Sem dæmi kaus frambjóðandi flokksins til fylkisstjóra í Flórída, væntanlegur arftaki Jeb Bush í embætti, að halda síðasta kosningafund sinn fjarri forsetanum sem var mættur til að styðja flokksbróður sinn þar. Bush lét það þó ekki á sig fá og hélt fund án frambjóðandans. Forsetinn sagðist sannfærður um að Repúblíkanar færu með sigur af hólmi í dag enda væri stefna flokksins í skatta- og öryggismálum sú rétta. Ekki virðist þó áhuginn mikill fyrir kosningunum meðal almennings og ekki búist við að kjörsókn fari yfir fjörutíu prósent. Kannanir benda til þess að Repúblíkanar hafi saxað á fylgi Demókrata síðustu daga og ólíklegt talið að þeir nái meirihluta í báðum deildum. Líklegast er að Repúblíkanar haldi meirihluta sínum í Öldungadeildinni en Demókratar nái yfirhöndinni í fulltrúadeildinni. Fjöldi Bandaríkjamanna hefur þegar kosið utan kjörfundar en þeir sem eiga það eftir kjósa í dag í sinni heimabyggð á þar til gerðum kosningavélum. Dómsmálaráðuneytið bandaríska hefur sent um áttahundruð og fimmtíu kosningaeftirlitsmenn til á sjöunda tug borga og bæja víða um Bandaríkin. Þeirra er að gæta þess að farið sé að lögum og reglum og grípa í taumana ef kosningavélar eru sagðar bila eða gefa sig. Erlent 7.11.2006 12:17 Þjóðverjar hafna hærri sköttum á bjór Þjóðverjar segjast munu beita neitunarvaldi til þess að koma í veg fyrir að skattar á áfengi verði hækkaðir um 31 prósent í aðildarríkjum Evrópusambandsins. Þýsk stjórnvöld óttast viðbrögð bjórdrykkjumanna heimafyrir, ef skatturinn verður hækkaður. Erlent 7.11.2006 11:30 Alvarlegt rútuslys í Noregi Á þriðja tug manna er slasaður, þar af sjö alvarlega, eftir að rúta með um 40 pólskum verkamönnum ók út af þjóðvegi við bæinn Ulsberg í Þrændalögum í Noregi í morgun og valt. Erlent 7.11.2006 10:46 Hjarta eins og í níræðum manni Jackass stjarnan Steve-O segist vera hættur að nota kókaín eftir að læknir hans sagði að hjartað í honum væri eins og í níræðum manni, og hann næði ekki fertugsaldri. Erlent 7.11.2006 10:37 Fær ekki að passa Tony Blair Breskur lögreglumaður, sem er múslimi, hefur höfðað mál vegna þess að hann var fluttur úr lífvarðasveit, sem meðal annars passar upp á Tony Blair, forsætisráðherra. Erlent 7.11.2006 10:25 Hagnaður þýsku kauphallarinnar eykst Þýska kauphöllin í Frankfurt, Deutsche Börse, skilaði 175,1 milljón evru í hagnað á þriðja ársfjórðungi. Þetta svarar til 15,1 milljarðs íslenskra króna sem er 58 prósentum meira en á sama tíma fyrir ári. Stærstur hluti hagnaðarins er komin til vegna sölu á eignum í Bandaríkjunum á tímabilinu. Viðskipti erlent 7.11.2006 09:03 Meirihlutinn telur það til góða ef Demókratar sigra kosningarnar Meirihluti Bandaríkjamanna telur að ef Demókratar ná meirihluta á þingi þá muni efnahagsmálum landsins, þróuninni í Írak og baráttunni gegn hryðjuverkum miða í rétta átt. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun sem fréttastöðin CNN lét gera og birti í dag. Þingkosningar í Bandaríkjunum fara fram á morgun. Erlent 6.11.2006 23:35 Rafmagn fór af Evrópu Norska skemmtiferðaskipið Norwegian Pearl slökkti um helgina ljósin í Evrópu. Milljónir manna í 12 löndum misstu rafmagnið. Skipið var að sigla upp eftir ánni Ems, í Þýskalandi. Ákveðið var að rjúfa straum á mikilvægri rafleiðslu þar sem skipið er afar stórt. Það varð til þess að yfirspenna varð á öðrum leiðslum og þær sló út. Við það fór rafmagnið af stórum hluta Frakklands, Spánar, Ítalíu, Portúgal, Austurríkis og fleiri landa. Erlent 6.11.2006 18:11 « ‹ 233 234 235 236 237 238 239 240 241 … 334 ›
Ortega kosinnn forseti í Níkaragva Daniel Ortega, fyrrum byltingarleiðtogi í Níkaragva, sigraði í forsetakosningunum í landinu. Ortega fékk um 38% greiddra atkvæða. Erlent 8.11.2006 00:43
Britney Spears skilur Sönkonan Britney Spears hefur sótt um skilnað við eiginmann sinn Kevin Federline. CNN fréttavefurinn greinir frá þessu en Britney giftist Federline fyrir rúmum tveimur árum síðan eða 6. október 2004 og eiga þau tvö börn saman. Lífið 7.11.2006 22:04
Fleiri miðaldra karlmenn drekka sig til dauða Fjöldi þeirra miðaldra karlmanna sem drekka sig til dauða hefur meira en tvöfaldast frá árinu 1991. Þetta kemur fram í nýjum tölum sem Hagstofa Bretlands birti í dag. Aukning á dauðsföllum tengdum áfengisdrykkju hefur orðið hvað mest í hópi karlmanna á aldrinum 35 ára til 54 ára. Erlent 7.11.2006 21:28
Á þriðja tug hafa látist í sprengingum í Írak í dag Sautján týndu lífi og að tuttugu slösuðust þegar sjálfsmorðssprengjuárás var gerð á kaffihúsi í Bagdad fyrr í kvöld. Að minnsta kosti tuttugu og tveir hafa látist í sprengingum í Írak í dag. Erlent 7.11.2006 21:19
Boðið að fara í HIV próf eftir spítalalegu Sjúklingum á fjórum sjúkrahúsum í Bretlandi hefur verið boðið að fara í HIV próf þar sem komið hefur í ljós að starfsmaður sem annaðist þá er HIV smitaður. Erlent 7.11.2006 20:50
Býst við að dauðadómnum verði framfylgt innan árs Nouri Maliki, forsætisráðherra Íraks, býst við að dauðadómnum yfir Saddam Hussein verði framfylgt innan árs. Fréttastofan BBC greinir frá þessu en Maliki býst ekki við að horfið verið frá því að framfylgja dómum vegna þrýstings þar um. Erlent 7.11.2006 20:30
Vandræði á kjörstöðum Villur í tölvuforritum og reynsluleysi starfsfólks hafa valdið seinkunum á kjörstöðum í þingkosningunum í Bandaríkjunum. Seinkanir hafa orðið í Indíanafylki, Ohio og Flórída þar sem neyðst hefur til þess, á sumum kjörstöðum, að grípa til pappírsatkvæðaseðla. Erlent 7.11.2006 19:24
Tekist á um málefni samkynhneigðra Heitar umræður standa nú yfir á Lögþingi Færeyja um lagafrumvarp sem miðar að því að bæta réttarstöðu samkynhneigðra. Þingheimur skiptist í tvær jafnstórar fylkingar og því er afar erfitt að spá um afdrif málsins. Erlent 7.11.2006 18:57
Búist við spennandi kosninganótt Bandaríski demókrataflokkurinn fær meirihluta í fulltrúadeildinni í þingkosningunum í dag ef marka má skoðanakannanir. Því er spáð að repúblíkanar haldi meirihluta sínum í öldungadeild. Kosningabaráttan hefur verið hörð og hafa demókratar tapað niður nokkru forskoti á síðustu dögum kosningabaráttunnar. Bandaríkjamenn gengu að kjörborðinu í dag til að kjósa milli frambjóðenda til beggja þingdeilda. Kosið er um öll 435 þingsæti í fulltrúadeild og 33 öldungadeildarþingsæti, eða þriðjung þeirra. Auk þess er kosið um fylkisstjóra í 36 fylkjum. Einnig eru greidd atkvæði í nokkrum ríkjum um lagasetningar innan þeirra, meðal annars um hjónabönd samkynhneigðra, rannsóknir á stofnfrumum úr fósturvísum og lágmarkslaun. Þess fyrir utan líta margir á kosningarnar nú sem atkvæðagreiðslu um stefnu Bush stjórnarinnar í Írak og á ýmsum öðrum sviðum. Einhverjir kjósendur sögðust hafa greitt atkvæði gegn ástandinu í Írak, aðrir sögðu þörf á að breyta til í þingdeildunum. Aðrir sögðu þörf á staðfestu í stefnu gagnvart Írak og það viðhorf endurspeglaði val þeirra. Bush Bandaríkjaforseti greiddi atkvæði í Crawford í Texas. Aðspurður sagðist hann búinn að gera upp hug sinn þar sem hann gekk inn á kjörstað í Crawford í Texas. Forsetinn hefur farið fylkjanna á milli síðustu daga til að styðja flokkssystkini í baráttunni við demókrata. Ekki hafa þó allir tekið honum fagnandi og sem dæmi þurfti Bush einn að brýna kjósendur flokksins í Flórída í gær þar sem frambjóðandi repúblíkana til fylkisstjóra þar kaus að reka endahnútinn á kosningabaráttu sína fjarri forsetanum. Hilary Clinton er einn öldungardeildarþingmanna berst fyrir sæti sínu nú. Hún sagðist vonast eftir góðri kosningaþátttöku þar sem margt sé í húfi. Hún segist vona að demókratar fái meirihluta í þingdeildunum. Ekki er þó líklegt að þingmanninum verði að ósk sinni hvað varðar kjörsókn því ekki er búist við að hún fari yfir 40%. Fyrstu kjörstöðum verður lokað um klukkan ellefu í kvöld að íslenskum tíma og má búast við fyrstu tölum upp úr miðnætti. Nánar verður fjallað um kosningarnar í Íslandi í dag hér á eftir og fylgst með úrslitum hér á visir.is Erlent 7.11.2006 18:25
Panama fékk sæti í öryggisráði Samneinuðu þjóðanna Panama hlaut í dag sæti í öryggisráði Samneinuðu þjóðanna. Mikil barátta hefur staðið um sætið en Venesúela og Guatemala sóttust einnig eftir því. Bandaríkjamenn studdu Guatemala gegn Venesúela. Erlent 7.11.2006 17:33
Lífstíðarfangelsi fyrir að skipuleggja stórfelld hryðjuverk Þrjátíu og fjögurra ára Lundúnabúi, sem sagður er tengdur al-Qaida samtökunum, var í dag dæmdur í lífstíðarfangelsi í Bretlandi fyrir að undirbúa stórfelld hryðjuverk bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum. Erlent 7.11.2006 17:08
Tap GM minna en upphaflega var talið Endurskoðaðar afkomutölur bandaríska bílaframleiðandans General Motors (GM) benda til að tap fyrirtækisins hafi verið minna á þriðja ársfjórðungi en talið var í fyrstu. Viðskipti erlent 7.11.2006 16:04
Sleppur Hamas við að draga í land ? Palestinskur þingmaður segir að Mahmud Abbas, forseti, hafi fengið loforð um að vestrænar þjóðir muni hætta refsiaðgerðum, ef honum takist að mynda embættismannastjórn, með Hamas samtökunum. Erlent 7.11.2006 16:00
Viðurkenna ekki Norður-Kóreu sem kjarnorkuveldi Bandaríkin, Japan og Suður-Kórea hafa sammælst um að viðurkenna ekki Norður-Kóreu sem kjarnorkuveldi. Þessi ríki ætla að ræða við Rússa og Kínverja um að taka sömu afstöðu. Erlent 7.11.2006 15:30
Vilja að Saddam verði hengdur Íranar hvöttu í dag til þess að dauðadómurinn yfir Saddam Hussein verði látinn standa og að hann verði hengdur fyrir ódæðisverk sín. Ein milljón manna féll í átta ára stríði, sem hófst þegar Saddam réðst inn í Íran árið 1980. Erlent 7.11.2006 15:15
Kókaínfarmur á Atlantshafi Breskt herskip stöðvaði í dag dráttarbát á Atlantshafi og handtók áhöfnina, þegar í ljós kom að farmurinn var eitt koma þrjú tonn af kókaíni. Erlent 7.11.2006 14:04
Heiðursmorð með bareflum og rafmagni Jórdanskur maður hefur verið ákærður fyrir að hafa myrt sautján ára dóttur sína með því að berja hana margsinnis í höfuðið, með barefli og hleypa svo rafmagni í hana. Þetta gerðist síðastliðinn föstudag. Erlent 7.11.2006 13:45
Alvarlegir þurrkar í Ástralíu John Howard forsætisráðherra Ástralíu kallaði saman neyðarfund stjórnmálaleiðtoga og vísindamanna í Canberra í dag vegna mjög alvarlegra þurrka í heimsálfunni. Þurrkurnir hafa staðið í sex ár og eru þeir mestu sem vitað er um sögu Ástralíu. Ef fram heldur sem horfir mun mikilvægasta vatnakerfi álfunnar, í Murray-Darling dalnum, þorna upp á hálfu ári. Það sér um 70 prósentum af öllu ræktarlandi Ástralíu fyrir vatni. Meðal tillagna til að ráða bót á neyðarástandinu eru áætlanir til að spara vatn og tryggja skipti á vatni milli landssvæða. Erlent 7.11.2006 13:21
Tvísýnt um úrslit Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu í dag og kjósa til beggja þingdeilda. Baráttan er hörð og tvísýnt um úrslit. Nýjustu skoðanakannanir benda til þess að Repúblíkanar hafi saxað mjög á forskot Demókrata og ólíklegt að þeir nái meirihluta í báðum þingdeildum. Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu í dag og kjósa til beggja þingdeilda. Baráttan er hörð og tvísýnt um úrslit. Nýjustu skoðanakannanir benda til þess að Repúblíkanar hafi saxað mjög á forskot Demókrata og ólíklegt að þeir nái meirihluta í báðum þingdeildum. Kosið er um öll fjögur hundruð þrjátíu og fimm þingsæti í fulltrúadeild og þrjátíu og þrjú öldungadeildarþingsæti, eða þriðjung þeirra. Auk þess verður kosið um ríkisstjóra í þrjátíu og sex ríkjum. Einnig eru greidd atkvæði í nokkrum ríkjum um lagasetningu þar um hjónabönd samkynhneigðra, rannsóknir á stofnfrumur úr fósturvísum og lágmarkslaun, svo eitthvað sé nefnt. Auk þess er ekki síst litið á kosningarnar sem atkævðagreiðslu um stefnu Bush stjórnarinnar, meðal annars í Írak. Bandaríkjaforseti hefur komið fram á kosningafundum fyrir flokksbræður sína síðustu daga og tók þátt í kosningabaráttunni fram á síðustu mínútu. Ekki voru þó allir frambjóðendur flokksins sáttir við framlag forsetans og vildu margir hverjir fjarlægja sig frá honum vegna Íraksmálsins. Sem dæmi kaus frambjóðandi flokksins til fylkisstjóra í Flórída, væntanlegur arftaki Jeb Bush í embætti, að halda síðasta kosningafund sinn fjarri forsetanum sem var mættur til að styðja flokksbróður sinn þar. Bush lét það þó ekki á sig fá og hélt fund án frambjóðandans. Forsetinn sagðist sannfærður um að Repúblíkanar færu með sigur af hólmi í dag enda væri stefna flokksins í skatta- og öryggismálum sú rétta. Ekki virðist þó áhuginn mikill fyrir kosningunum meðal almennings og ekki búist við að kjörsókn fari yfir fjörutíu prósent. Kannanir benda til þess að Repúblíkanar hafi saxað á fylgi Demókrata síðustu daga og ólíklegt talið að þeir nái meirihluta í báðum deildum. Líklegast er að Repúblíkanar haldi meirihluta sínum í Öldungadeildinni en Demókratar nái yfirhöndinni í fulltrúadeildinni. Fjöldi Bandaríkjamanna hefur þegar kosið utan kjörfundar en þeir sem eiga það eftir kjósa í dag í sinni heimabyggð á þar til gerðum kosningavélum. Dómsmálaráðuneytið bandaríska hefur sent um áttahundruð og fimmtíu kosningaeftirlitsmenn til á sjöunda tug borga og bæja víða um Bandaríkin. Þeirra er að gæta þess að farið sé að lögum og reglum og grípa í taumana ef kosningavélar eru sagðar bila eða gefa sig. Erlent 7.11.2006 12:17
Þjóðverjar hafna hærri sköttum á bjór Þjóðverjar segjast munu beita neitunarvaldi til þess að koma í veg fyrir að skattar á áfengi verði hækkaðir um 31 prósent í aðildarríkjum Evrópusambandsins. Þýsk stjórnvöld óttast viðbrögð bjórdrykkjumanna heimafyrir, ef skatturinn verður hækkaður. Erlent 7.11.2006 11:30
Alvarlegt rútuslys í Noregi Á þriðja tug manna er slasaður, þar af sjö alvarlega, eftir að rúta með um 40 pólskum verkamönnum ók út af þjóðvegi við bæinn Ulsberg í Þrændalögum í Noregi í morgun og valt. Erlent 7.11.2006 10:46
Hjarta eins og í níræðum manni Jackass stjarnan Steve-O segist vera hættur að nota kókaín eftir að læknir hans sagði að hjartað í honum væri eins og í níræðum manni, og hann næði ekki fertugsaldri. Erlent 7.11.2006 10:37
Fær ekki að passa Tony Blair Breskur lögreglumaður, sem er múslimi, hefur höfðað mál vegna þess að hann var fluttur úr lífvarðasveit, sem meðal annars passar upp á Tony Blair, forsætisráðherra. Erlent 7.11.2006 10:25
Hagnaður þýsku kauphallarinnar eykst Þýska kauphöllin í Frankfurt, Deutsche Börse, skilaði 175,1 milljón evru í hagnað á þriðja ársfjórðungi. Þetta svarar til 15,1 milljarðs íslenskra króna sem er 58 prósentum meira en á sama tíma fyrir ári. Stærstur hluti hagnaðarins er komin til vegna sölu á eignum í Bandaríkjunum á tímabilinu. Viðskipti erlent 7.11.2006 09:03
Meirihlutinn telur það til góða ef Demókratar sigra kosningarnar Meirihluti Bandaríkjamanna telur að ef Demókratar ná meirihluta á þingi þá muni efnahagsmálum landsins, þróuninni í Írak og baráttunni gegn hryðjuverkum miða í rétta átt. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun sem fréttastöðin CNN lét gera og birti í dag. Þingkosningar í Bandaríkjunum fara fram á morgun. Erlent 6.11.2006 23:35
Rafmagn fór af Evrópu Norska skemmtiferðaskipið Norwegian Pearl slökkti um helgina ljósin í Evrópu. Milljónir manna í 12 löndum misstu rafmagnið. Skipið var að sigla upp eftir ánni Ems, í Þýskalandi. Ákveðið var að rjúfa straum á mikilvægri rafleiðslu þar sem skipið er afar stórt. Það varð til þess að yfirspenna varð á öðrum leiðslum og þær sló út. Við það fór rafmagnið af stórum hluta Frakklands, Spánar, Ítalíu, Portúgal, Austurríkis og fleiri landa. Erlent 6.11.2006 18:11
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent