Erlent

Fréttamynd

Samkynhneigð dýr vinsæl

Ný sýning um samkynhneigð meðal dýra, sem opnuð var í síðustu viku í Náttúruminjasafni Óslóar, hefur reynst afar vinsæl, að sögn aðstandenda sýningarinnar. Sérstaklega hefur verið mikið um að fjölskyldur komi á sýninguna, hafði breska ríkisútvarpið BBC eftir starfsfólki safnsins.

Erlent
Fréttamynd

Pútín grínast með nauðganir

Brandari Pútíns Rússlandsforseta í lok blaðamannafundar vegna heimsóknar Ehuds Olmerts, forsætisráðherra Ísraels, hefur valdið miklum usla víða um heim: Pútín er sagður hafa sagt, í áheyrn rússnesks blaðamanns, að Moshe Katsav forseti væri mikill maður sem hefði nauðgað tíu konum og að við öfundum hann allir.

Erlent
Fréttamynd

Líkamsleifar í holræsunum

Líkamsleifar manna sem fórust í hryðjuverkaárásunum á Tvíburaturnana 11. september 2001 eru taldar hafa fundist í holræsum nærri staðnum þar sem World Trade Center stóð.

Erlent
Fréttamynd

Kallað eftir samningi um orku

Leiðtogar Evrópusambandsins kölluðu eftir „nánu og bindandi“ sambandi við Rússland hvað varðar orku á leiðtogafundi sem haldinn var í Lahti í Finnlandi í gær. Eins fóru þeir fram á staðfastari skuldbindingu Rússlands við alþjóðlegt eftirlit með orkumálum. Rússlandsforseti, Vladimír Pútín, mætti á síðari helming fundarins.

Erlent
Fréttamynd

Ekki fleiri tilraunir í bígerð

Leiðtogi Norður-Kóreu, Kim Jong-il, sagði ríkisstjórn sína ekki ætla að prófa fleiri kjarnorkuvopn og sagðist harma tilraunina sem gerð var í síðustu viku, kom fram í fréttum suðurkóreskra fjölmiðla í gær. Á leiðtoginn að hafa látið þessi orð falla á fundi með afar hátt settum kínverskum embættismanni, Tang Jiaxuan, á fimmtudag.

Erlent
Fréttamynd

Hættir viðræðum við Farc-skæruliða

Alvaro Uribe, forseti Kólumbíu, hefur hætt viðræðum um fangaskipti við Farc-skæruliða. Uribe kennir skæruliðunum um sprengjuárás í höfuðborginni, Bogota, í gær. Rúmlega 20 særðust í árásinni. Uribe segir nú ekki hægt að gera annað en að senda herinn til að bjarga gíslum úr klóm skæruliðanna. Um það bil 3.000 gíslar eru í haldi skæruliðanna, þar á meðal um það bil 60 stjórnmálamenn og útlendingar.

Erlent
Fréttamynd

34 ára aldursmunur

Ítalska kvikmyndaleikkonan Gina Lollobrigida, sem eitt sinn var sögð fallegasta kona í heimi, ætlar að ganga að eiga mann sem er 34 árum yngri en hún. Lollobrigida, sem er 79 ára, segir í viðtali við spænska glanstímaritið Hola að hún ætli að ganga að eiga spænska kaupsýslumanninn Javier Rigau, sem er 45 ára. Hún kynntist honum í samkvæmi í Monte Carlo árið 1984 og hafa þau hittst á laun síðan þá, eða í 22 ár.

Erlent
Fréttamynd

Mannfallstölur fást ekki lengur frá íraska heilbrigðisráðuneytinu

Íraska heilbrigðisráðuneytið mun ekki lengur veita Sameinuðu þjóðunum upplýsingar um mannfall meðal almennra borgara í Írak. Þar með fá samtökin ekki lengur mikilvægar upplýsingar sem gera þeim mögulegt að leggja mat á hversu alvarleg áhrif átök í landinu hafi á almenna borgara. Upplýsingar um mannfall munu framvegis koma frá skrifstofu forstætisráðherra Íraks og telja fulltrúar SÞ það bjóða þeirri hættu heim að upplýsingagjöf um mannfall verði of lituð af hagsmunum ráðamanna í landinu og því mjög pólitísk.

Erlent
Fréttamynd

NBC sýnir ekki krossfestingu Madonnu

Upptaka af sviðsettri krossfesting poppsöngkonunnar Madonnu á frá nýjustu tónleikaferð hennar verður ekki meðal þess sem bandaríska sjónvarpsstöðin NBC helypir í loftið þegar hún sjónvarpar upptöku af tónleikum hennar í næsta mánuði. Athæfi söngkonunnar hefur vakið mikla reiði meðal kristinna trúarhópa í Bandaríkjunum og Evrópu. Fulltrúar þeirra hafa fordæmt Madonnu sagt hana and-kristna og fremja helgispjöll og guðlast. Því neitar söngkonan og segir þetta gert á þeim hluta tónleikanna þegar hún kalla á fjárframlög til góðagerðarsamtaka sem hjálpa alnæmissjúkum í Afríku.

Erlent
Fréttamynd

Jarðskjálfti skók norð vestur hluta Tyrklands

Jarðskjálfti sem mældist 5,2 á Richter skók norð-vesturhluta Tyrklands í dag. Íbúar í Istanbúl fundu fyrir skjálftanum. Upptök hans voru í Balikesir-héraði sem er hinumegin við Marmarahafið frá Istanbúl. Ekki hafa borist fregnir af því að nokkur hafi týnt lífi eða hve margir hafi slast og ekki er vitað hvort miklar skemmdir hafi orðið.

Erlent
Fréttamynd

Orkumálum ekki blandað í deilur um stjórnmál

Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, og Vladimír Pútín, Rússlandsforseti, sammæltust um það í dag að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir að orkuviðskipti sambandsins og Rússlands verði dregin inn í deilur þeirra á vettvangi stjórnmálanna í framtíðinni. Þetta kom fram þegar þeir ræddu við blaðamenn eftir fund sinn í Lahti í Finnlandi í dag. Leiðtogafundur Evrópusambandsríkjanna er haldinn þar.

Erlent
Fréttamynd

ESB fordæmir brottvísun fulltrúa frá Eþíópíu

Evrópusambandið hefur fordæmt þá ákvörðun stjórnvalda í Eþíópíu að vísa tveimur sendifulltrúum sambandsins úr landi. Fulltrúar ESB segja það fullkomlega óásættanlegt. Þeir eru grunaðir um að hafa reynt að smygla tveimur flóttamönnum til Kenía. Annar þeirra er eþíópískur lögfræðingur sem vinnur fyrir Framkvæmdastjórn sambandsins. Yfirvöld í Eþíópíu segja flóttamennina hafa verið handtekna grunaða um alvarlega glæpi. Ekki er þó gefið upp hvað þeir eigi að hafa gert af sér.

Erlent
Fréttamynd

Heimferð flóttamanna frestað

Flóttamannahjálp SÞ hefur ákveðið að fresta því að flytja fóttamenn aftur til heimahaga sinna í Suður-Súdan vegna átaka sem hafa blossað upp á svæðinu. Flytja átti fólk til Súdan frá flóttamannabúðum í Norður-Úganda en hætt var við það þar sem fréttir bárust af því að um 40 almennir borgarar hefðu fallið í átökum við óþekkta byssumenn.

Erlent
Fréttamynd

Evrópusambandið að miðla málum milli Rússa og Georgíumanna

Evrópusambandið (ESB) er sem stendur að reyna að koma á sáttum á milli Rússlands og Georgíu. Samskipti ríkjanna hafa versnað til muna undanfarið vegna áhuga forseta Georgíu á því að ganga í ESB. Javier Solana, utanríkisráðherra ESB, hefur verið í samningaviðræðum við forseta landanna tveggja síðustu daga en með litlum árangri.

Erlent
Fréttamynd

Ákærður fyrir sprengjugabb á íþróttavöllum

Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa ákveðið að sækja tvítugan mann í Milwaukee til saka fyrir að hafa birt falsaða hótun á Netinu um að hryðjuverkamenn hygðust sprengja svokallaðar skítugar sprengjur á sjö stórum fótboltavöllum í landinu.

Erlent
Fréttamynd

Uppsagnir hjá EADS

Stjórn EADS, móðurfélags evrópska flugvélaframleiðandans Airbus, hefur ákveðið að segja upp 66 starfsmönnum hjá höfuðstöðvum EADS í Munchen í Þýskalandi og í París í Frakklandi. Sömuleiðis verða launahækkanir æðstu stjórnenda móðurfélagsins settar á salt í bili.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Ryan Air reynir að stækka við sig

Fyrir tveimur vikum ákvað lággjaldaflugfélagið Ryan Air að bjóða í írska flugfélagið Aer Lingus. Á fréttamannafundi sem Ryan Air hélt í dag kom síðan fram að ef að kaupunum yrði myndi starfsmönnum hjá Aer Lingus fækkað þar sem það væri ein af leiðunum til þess að lækka rekstrarkostnað flugfélagsins.

Erlent
Fréttamynd

BBC flytur verkþætti til Indlands

Breska ríkisútvarpið, BBC, hefur ákveðið að útvista hluta af starfsemi sinni á Indlandi. Með aðgerðinni er horft til þess að spara um 20 milljónir punda, tæplega 2,6 milljarða krónur, á næstu tíu árum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Vígamenn sækja í sig veðrið í Írak

Alls hafa um 15 manns látist og 91 slasast í bardögum á milli öryggissveita og vígamannanna í Írak í dag. Vígamenn sjía, sem eru hliðhollir Muqtada al-Sadr, gerðu áhlaup á bæinn Amara í Suður-Írak.

Erlent
Fréttamynd

Pútín í vandræðum eftir misheppnaðan brandara

Valdímír Pútín, forseti Rússlands, virðist í slæmum málum í heimalandinu eftir heldur misheppnaðan brandara sem fréttamenn áttu ekki að heyra. Pútín var á blaðamannafundi með Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, á dögunum og í lok hans mátti heyra Pútín biðja Olmert fyrir kveðju til forseta Ísraels, Moshe Katsav.

Erlent
Fréttamynd

Spáir 6,8 prósenta hagvexti í Rússlandi

Alexei Ulyukayev, bankastjóri rússneska seðlabankans, sagði á ráðstefnu um rússnesk efnahagsmál í dag að hagvöxtur í Rússlandi verði um 6,8 prósent á þessu ári. Helsti vöxturinn er í fjárfestingarstefsemi í landinu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

ESB fordæmir atvinnuveiðar Íslendinga

Evrópusambandið fordæmir nýhafnar hvalveiðar Íslendinga í atvinnuskyni og hvetur stjórnvöld til að endurskoða ákvörðunina. Í tilkynningu frá framkvæmdastjórn sambandsins, sem greint er frá á vef Reuters-fréttastofunnar, segir að hvalir séu viðkvæmur hlekkur lífkeðju hafsins sem þegar sé í hættu vegna veiða og mengunar af mannvöldum.

Innlent
Fréttamynd

OPEC dregur úr olíuframleiðslu

Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði lítillega á helstu fjármálamörkuðum í dag í kjölfar þess að samtök olíuútflutningsríkja, OPEC, ákvað á fundi sínum í arabaríkinu Katar í dag að minnka olíuframleiðslu um 1,2 milljónir tunna á dag strax í næsta mánuði til að sporna gegn verðlækkunum á hráolíu. Þetta er 200.000 tunnum meira en búist var við.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Þúsundir fjölmenntu á götu Tehran

Þúsundir Írana fjölmenntu á götum úti í Tehran í morgun til að sýna stuðning sinn við Palestínu. Mótmælendur vildu með aðgerðum sínum ítreka andstöðu sína við Ísraelsríki.

Erlent
Fréttamynd

Lánshæfi ítalska ríkisins lækkar

Alþjóðlegu matsfyrirtækin Standard & Poor´s og Fitch Ratings lækkuðu í gær lánshæfismat Ítalska ríkisins. Ástæður lækkunarinnar eru há skuldastaða hins opinbera og mikill viðskiptahalli á Ítalíu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Stærsta útboð sögunnar

Fjárfestar skráðu sig fyrir bréfum í kínverska iðnaðar- og viðskiptabankanum, sem er einn sá stærsti í Kína og í eigu ríkisins, fyrir jafnvirði 19 milljarða bandaríkjadala, eða 1.297 milljarða íslenskra króna, að markaðsvirði í almennu hlutafjárútboði í dag. Þetta er stærsta útboð sögunnar. Bankinn verður skráður á markað í Hong Kong og Kína í lok mánaðarins.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Vopnahléð lítils virði í Balad í Írak

Nýumsamið vopnahlé í Balad, um 130 km norður af Bagdad, sem héraðshöfðingjar samþykktu á miðvikudaginn virðist ekki hafa mikil áhrif. Í gær létust níu manns þegar 15 sprengjum var varpað í árás á þorp súnnímúslima í nágrenni Balad-borgar. Borgin Balad er nokkurs konar eyja sjíamúslima á svæði sem er að mestu byggt súnnímúslimum.

Erlent
Fréttamynd

Aftöku seinkað um 60 daga

Breskur ríkisborgari, sem taka átti af lífi í Pakistan meðan á opinberri heimsókn Karls Bretaprins og Camillu Parker Bowles eiginkonu hans stæði, verður ekki líflátinn fyrr en í lok ársins.

Erlent