Erlent

Fréttamynd

Ekki þjóðinni til framdráttar

Sjö embættismenn ríkisstjórnar Tony Blairs sögðu upp störfum í gær í mótmælaskyni við tregðu hans við að tilkynna hvenær hann ætli að láta af embætti. Einn embættismannanna er Tom Watson, en hann var meðal undirritaðra á hvatningarskjali sem lekið var til fjölmiðla í fyrradag. Á skjalið settu 38 þingmenn Verkamannaflokksins nafn sitt undir beiðni til Blairs um að segja af sér, fyrr en seinna.

Erlent
Fréttamynd

Herkví aflétt af Líbanon í kvöld

Ríkisstjórn Ísraels mun aflétta í kvöld herkví þeirri sem Líbanon hefur verið í síðan stríðið hófst. Alþjóðlegir gæsluliðar eiga að taka við hlutverki Ísraela á flugvöllum og við hafnir Líbanons. Tilkynningin var gefin út stuttu eftir að utanríkisráðherra Líbanons hótaði því að hafnar- og flugbannið yrði brotið innan skamms, ef Ísraelar afléttu því ekki sjálfir.

Erlent
Fréttamynd

Fyrsta sveinbarnið í fjörtíu ár

Kiko prinsessa, eiginkona Akishinos yngri sonar Akihitos Japanskeisara, ól í gær son og er hann fyrsta sveinbarnið sem fæðist í keisarafjölskyldunni í fjörtíu ár. Þar með er botninn að mestu dottinn úr umræðu um það hvort breyta eigi fornum reglum um ríkiserfðir í Japan, þannig að kona geti erft keisaradæmið.

Erlent
Fréttamynd

Lögregla fann sprengiefni

Danska lögreglan fann efni sem nota má til sprengjugerðar í húsleitum sem gerðar voru í Óðinsvéum á þriðjudag og í gær hjá mönnum sem grunaðir eru um undirbúning hryðjuverka í Danmörku. Alls voru níu manns handteknir, en tveimur var fljótlega sleppt. Tveir voru úrskurðaðir í fjögurra vikna gæsluvarðhald, en fimm mannanna voru úrskurðaðir í varðhald fram á laugardag. Komi leyniþjónustan ekki með frekari sannanir, verður þeim sleppt.

Erlent
Fréttamynd

Kynþáttahatur látið óáreitt

Óeirðir voru í borginni Kondopoga í Kirjálahéruðunum í Rússlandi um helgina og gengu hundruð drukkinna nýnasista um borgina og kveiktu í eignum Kákasíumanna og rændu og rupluðu, að sögn vefútgáfu Hufvudstadsbladet.

Erlent
Fréttamynd

Gömul tölva veldur vanda

Í húsi austurríska mannræningjans Wolfgang Priklopil, sem fyrirfór sér eftir að hin átján ára gamla Natascha Kampusch strauk úr haldi hans, fannst tölva sem er svo gömul að austurríska lögreglan er í mestu vandræðum með að rannsaka gögn úr henni.

Erlent
Fréttamynd

Rífur upp aðfluttar jurtir

Robert van de Hoek er kominn fyrir dómstól í Kaliforníu eina ferðina enn. Yfirvöldin segja hann skemmdarvarg. En aðdáendur hans segja hann píslarvott.

Erlent
Fréttamynd

Viðtal við Kampusch birt

Natascha Kampusch, austurríska stúlkan, sem var í haldi mannræningja í átta ár, eða frá tíu ára aldri, segist einvörðungu hafa hugsað um að flýja á meðan hún var í haldi. Hún hafi einu sinni kastað sér út úr bíl hans á ferð og oft hugsað um að skera af honum höfuðið.

Erlent
Fréttamynd

Bush viðurkennir tilvist leynifangelsa

George Bush, Bandaríkjaforseti, viðurkenndi í kvöld að rekin væru leynifangelsi á vegum bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, um leið og hann tilkynnti að 14 meintir hryðjuverkamenn úr æðstu stöðum hafi verið fluttir í Guantanamo-fangabúðirnar á Kúbu.

Erlent
Fréttamynd

Viðtal við Natöschu Kampusch birt

Natascha Kampusch, austurríska stúlkan, sem var í haldi mannræningja í átta ár, eða frá tíu ára aldri, segist einvörðungu hafa hugsað um að flýja á meðan hún var í haldi. Þetta kemur fram í viðtali við austurríska vikuritið News sem kom út í dag.

Erlent
Fréttamynd

Þjarmað að Blair

Sjö þingmenn breska Verkamannaflokksins hafa sagt af sér til að mótmæla því að Tony Blair forsætisráðherra skuli ekki hafa tímasett brotthvarf sitt úr embætti. Blair segir að þeir séu svikarar.

Erlent
Fréttamynd

Góður hagnaður hjá Heineken

Hollenski bjórframleiðandinn Heineken greindi frá því í dag að hagnaður fyrirtækisins hefði numið 433 milljónir evra eða 38,5 milljörðum íslenskra króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta er 25 prósenta auking á milli ára.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Fá frest til laugardags til að leggja fram sannanir

Danska leyniþjónustan hefur frest til klukkan þrjú á laugardaginn til að leggja fram sannanir gegn sjömenningunum sem grunaðir eru um undirbúning hryðjuverka í Danmörku. Aðeins tveir þeirra voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í gær.

Erlent
Fréttamynd

ESB hækkar hagvaxtarspá

Evrópusambandið (ESB) hækkaði hagvaxtarspá sína fyrir sambandið í dag. Reiknað er með 2,7 prósenta hagvexti innan ESB á árinu og 2,5 prósenta hagvexti á evrusvæðinu en það er 0,4 prósentustiga hækkun frá fyrri spá. Verði þetta raunin hefur hagvöxtur aldrei verið meiri á evrusvæðinu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Tveir í gæsluvarðhald og einangrun

Tveir þeirra sjö sem eru í haldi dönsku lögreglunnar fyrir meinta hryðjuverkaskipulagningu í úthverfi Óðinsvéa í gær voru úrskurðaðir í fjögurra vikna gæsluvarðhald í einangrun í nótt.

Erlent
Fréttamynd

Olíufundur lækkar olíuverð

Verð á hráolíu lækkaði í rafrænum viðskiptum á helstu mörkuðum í dag og fór undir 68 dali á tunnu. Helsta ástæða lækkunarinnar er tilkynning frá þremur olíufyrirtækjum í gær að tilraunaboranir á djúpsævi við Mexíkóflóa hafi skilað góðum árangri. Sérfræðingar þetta stærsta olíufund í mannsaldur.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Þýsk risaútgáfa seld til Frakklands

Þýska fjölmiðlasamsteypan Bertelsmann hefur samþykkt að selja tónlistarútgáfuarm fyrirtækisins, BMG Music Publishing Group, til útgáfufyrirtækisins Universal Music, dótturfélags frönsku fjölmiðlasamstæðunnar Vivendi. Universal Music greiðir 1,63 milljarða evrur, jafnvirði 144,7 milljarða króna, fyrir útgáfufyrirtækið.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Dæmd til dauða fyrir heróínsmygl

Áfrýjunardómstóll í Indónesíu hefur dæmt fjögur áströlsk ungmenni til dauða fyrir tilraun þeirra til að smygla heróíni frá indónesísku ferðamannaeynni Balí til Ástralíu á síðasta ári.

Erlent
Fréttamynd

Ritari Þjóðarflokksins vissi um innbrot flokksmanna

Leiðtogi sænska Þjóðarflokksins, Lars Leijonborg, viðurkenndi í gærkvöld að hafa vitað af því á sunnudag að ritari flokksins hefði verið meðvitaður um innbrot flokksmanna inn á lokað netsvæði stjórnarflokks sósíaldemókratanna.

Erlent
Fréttamynd

Friðarsamkomulag hefur verið undirritað

Fulltrúi stjórnvalda í Pakistan og einn af leiðtogum herskárra hópa í héraðinu Norður-Waziristan undirrituðu í gær friðarsamkomulag sem vonir standa til að bindi enda á ófrið í héraðinu, sem liggur vestantil í norðurhluta Pakistans, þétt við landamæri Afganistans.

Erlent
Fréttamynd

Of margir tilkynna veikindi

Bjarne Håkon Hanssen, vinnumálaráðherra Noregs, leitar nú leiða til að draga úr veikindafjarvistum Norðmanna. Mælingar sýna að 7,6 prósent vinnandi manna voru frá vinnu vegna veikinda á fyrsta fjórðungi þessa árs.

Erlent
Fréttamynd

Norðlæg vídd í brennidepli

Þingmenn frá öllum ellefu aðildarríkjum Eystrasaltsráðsins sátu fyrstu daga vikunnar á rökstólum í Reykjavík. Þeir ræddu meðal annars um áherslur svonefndar Norðlægrar víddar Evrópusambandsins.

Erlent
Fréttamynd

Tony Blair hætti með reisn

Minnismiða ráðgjafa Tonys Blair var lekið til fjölmiðla í gær og á sama tíma fréttist af undirskriftasöfnun þingflokksmanna hans, en 38 þeirra munu hafa skrifað undir plagg þess efnis að forsætisráðherrann segi af sér. Að auki er haft eftir einum ráðherra hans, David Miliband, að það væri viðurkennd speki að Blair segði af sér innan eins árs. Á miðanum og á listanum mun undirstrikað mikilvægi þess að hann hætti með reisn.

Erlent
Fréttamynd

Feðraorlof treystir hjónabandið

Það kemur víst fáum á óvart að karlmenn sem taka sér fæðingarorlof eru almennt séð betri feður, en hitt vita færri, að lengri feðraorlof leiða til traustari hjónabanda. Þetta kemur fram í nýrri danskri rannsókn sem Franz Cybulski stóð fyrir við háskólann í Hróarskeldu og fjallað er um á fréttavef Politiken.

Erlent
Fréttamynd

Lét maura bíta fót konu sinnar

Maður hefur verið handtekinn fyrir að berja konu sína í höfuðið og halda síðan öðrum fótlegg hennar yfir bitmaurabúi, svo hún var bitin um eitt hundrað sinnum. Mildi var að önnur kona átti leið hjá og kom að hjónunum. Karlinn lagði þá á flótta. Konan mun hafa farið fram á skilnað við eiginmann sinn og hann brugðist svona við.

Erlent
Fréttamynd

Má hlera síma blaðamanna

Hollensku leyniþjónustunni er heimilt að hlera síma blaðamanna en eingöngu þegar öryggi þjóðarinnar er ógnað, samkvæmt dómi áfrýjunardómstóls í Haag. BBC greinir frá þessu.

Erlent
Fréttamynd

Calderón næsti forseti Mexíkó

Kjördómstólar í Mexíkó úrskurðuðu í gær að Felipe Calderón væri sannlega sigurvegari forsetakosninganna, sem fram fóru í júlímánuði.

Erlent
Fréttamynd

Olíuforði BNA stækkar

Niðurstöður úr tilraunaborunum í Mexíkóflóa benda til þess að gríðarlegt magn af olíu og fljótandi gasi sé þar að finna. Bandaríska olíufyrirtækið Chevron, eitt þriggja fyrirtækja sem lét gera boranirnar, segir að þar sé að finna 3-15 þúsund milljón tunnur af olíu og fljótandi gasi, sem jafnast á við allt að helming núverandi olíuforða Bandaríkjanna.

Erlent