Erlent

Fréttamynd

Látinna leitað eftir eldgos

Björgunarmenn leita nú 30 manna sem enn er saknað eftir að eldfjallið Tungurahua í Ekvador gaus á fimmtudaginn. Einn lést í gosinu svo vitað sé, fimmtugur karlmaður, sem sagður er hafa snúið aftur til síns heima til að sækja sjónvarpið sitt.

Erlent
Fréttamynd

Börðust í návígi í Bekaa-dal

Skæruliðar Hizbollah börðust í návígi við sérsveitarmenn Ísraelshers í Bekaa-dal í Austur-Líbanon snemma í morgun. Að minnsta kosti einn hermaður féll. Herliðið var sent þangað til að koma í veg fyrir flutning vopna til skæruliðanna.

Erlent
Fréttamynd

Pinochet sviptur friðhelgi

Augusto Pinochet, fyrrverandi einræðisherra Chile, á yfir höfði sér ákærur vegna skattsvika sem talið er að nemi jafnvirði tæplega tveggja milljarða íslenskra króna. Hæstiréttur Chile ákvað í dag að svipta Pinochet friðhelgi vegna málsins. Pinochet, sem er níræður, hefur ekki verið sóttur til saka fyrir ákærur um mannréttindabrot vegna heilsubrests. Hann er sagður þjást af vægum vitglöpum sem eru afleiðing nokkurra smávægilegra heilablóðfalla.

Erlent
Fréttamynd

Vopnahlé rofið?

Ísraelskar herþotur, þyrlur og mannlaus loftför flugu yfir Bekaa-dal í Austur-Líbanon og norðurhluta landsins í kvöld. Að sögn Reuters-fréttastofnunar var engum sprengjum varpað líkt og haldið var fram í erlendum miðlum fyrr í kvöld. Skotið var á vélarnar úr loftvarnarbyssum en engin þeirra varð fyrir skoti og skothríðinni var ekki svarað. Ísraelsher hefur ekki viljað tjá sig um atburði kvöldsins. Ísraelskum herflugvélum er flogið margsinnis í gegnum líbanska lofthelgi.

Erlent
Fréttamynd

Bush hvetur Frakka til að senda aukið lið

Bush Bandaríkjaforseti sagði í dag að hann vonaðist til að Frakkar myndu senda fleiri friðargæsluliða til Líbanon en fulltrúar þeirra hafa sagt að einungis tvö hundruð manna herlið verði sent. Þetta væri þvert á það sem áður var talið en yfirlýsingar Frakka bentu til að þeir yrðu hryggjarstykkið í fimmtán þúsund manna alþjóðlegu herliði í Suður-Líbanon.

Erlent
Fréttamynd

Morðinginn framseldur um helgina

Yfirvöld í Tælandi vonast til þess að hægt verði að framselja Bandaríkjamanninn John Mark Karr um helgina. Maðurinn var handtekinn í gær og hefur játað að haf orðið sex ára stúlku að bana í Boulder í Colorado í Bandaríkjunum fyrir tíu árum. Málið hefur legið sem mara á fjölskyldu stúlkunnar, JonBenet Ramsey, og hafa foreldra hennar jafnvel verið grunaðir um aðild að ódæðinu.

Erlent
Fréttamynd

Sprengjuhótun í vél Excel

Farþegavél á vegum lággjaldaflugfélagsins Excel, sem er í eigu Avion Group, var beint á flugvöllinn í Brindisi á Suður-Ítalíu í dag vegna sprengjuhótunar. Miði fannst í vélinni þar sem sagði að sprengju væri að finna um borð. Vélin, sem er af gerðinni Boeing 767, var á leið frá Gatwick-flugvelli á Englandi til Egyptalands.

Erlent
Fréttamynd

Verðbólga lækkar á evrusvæðinu

Verðbólga á evrusvæðinu mældist 2,4 prósent í júlímánuði, sem er 0,1 prósentustiga lækkun frá fyrri mánuði. Hagfræðingar segja lækkunina þó líklega ekki koma í veg fyrir að evrópski seðlabankinn hækki stýrivexti í október.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Heimsmet í spengingum

Breskir flugeldaáhugamenn settu í gærkvöld óvenjulegt heimsmet þegar þeir kveiktu í rúmlega 50 þúsund flugeldum á fimm sekúndum.

Erlent
Fréttamynd

Á reki í Kyrrahafinu

Þrír mexíkóskir fiskimenn hröktust um Kyrrahafið á lítilli skektu í ellefu mánuði áður en þeim var bjargað við Marshall-eyjar í síðustu viku, tæpa níu þúsund kílómetra í burtu frá heimahöfn þeirra.

Erlent
Fréttamynd

Játar að hafa valdið dauða JonBenet

Eitt umtalaðasta morðmál síðari ára í Bandaríkjunum komst í kastljósið á ný í nótt þegar taílensk lögreglan handtók mann grunaðan um að hafa myrt barnafegurðardrottninguna JonBenet Ramsey fyrir áratug.

Erlent
Fréttamynd

Friðargæslan í uppnámi

Friðargæslu Sameinuðu þjóðanna í Líbanon hefur verið steypt í óvissu eftir að greint var frá því að Frakkar hygðust einungis senda fámennt lið til landsins en ekki þúsundir manna eins og vonast var til í fyrstu. Líbanonsher var fagnað þegar hann hélt yfir Litani-ána í morgun.

Erlent
Fréttamynd

Einn fórst og sextíu er saknað eftir eldgos

Einn fórst og sextíu er saknað eftir að eldfjallið Tungurahua í Ekvador fór að gjósa í gærkvöldi. Eldfjallið erum um hundrað og þrjátíu kílómetra suður að höfuðborginni Quito.

Erlent
Fréttamynd

Afkoma Sears yfir væntingum

Eignarhaldsfélagið Sears Holding, sem rekur þriðju stærstu smávörukeðju Bandaríkjanna, hagnaðist um 294 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði 20,3 milljarða íslenskra króna, á öðrum ársfjórðungi. Þetta er 83 prósenta aukning á milli ára og langt umfram væntingar fjármálasérfræðinga.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Indverjar bora eftir olíu í Afríku

Stjórnvöld á Indlandi hafa hug á að verja sem nemur 1 milljarði bandaríkjadala eða rúmum 69 milljörðum íslenskra króna í olíuleit-, vinnslu og námagröft á Fílabeinsströndinni á vesturströnd Afríku á næstu fimm árum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Játaði á sig morðið

Bandarískur maður, sem handtekinn var í Tælandi í nótt, hefur játað að hafa verið valdur að dauða sex ára gamallar fegurðardrottningar í Bandaríkjunum fyrir áratug. Hann segir slys hafa valdið dauða stúlkunnar. Málið er eitt umtalaðasta morðmál í Bandaríkjunum síðari ár.

Erlent
Fréttamynd

Hariri harðorður

Ísraelskt herlið er nú að yfirgefa hluta af Suður-Líbanon og eftirlætur líbönsku herliði og alþjóðlegum friðargæsluliðum að gæta vopnahlés milli Hisbollah og Ísraelshers. Leiðtogi stærsta flokkabandalagsins á líbanska þinginu segir Sýrlandsforseta hafa hvatt til uppreisnar í Líbanon með ræðu sinni í vikunni.

Erlent
Fréttamynd

Kona í haldi eftir vandræði í flugvél

Kona er í haldi lögreglu eftir að hún var til vandræða í flugvél bandaríska United flugfélagsins á leiðinni frá Lundúnum til Washingtonborgar í gær. Vélinni var snúið til Boston eftir að konan neitaði að hlýða fyrirmælum áhafnarinnar í flugvélinni og þurfti að binda hana niður aftast í vélinni.

Erlent
Fréttamynd

Snörp lækkun á olíuverði

Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði fjórða daginn í röð í fyrstu viðskiptum dagsins á helstu fjármálamörkuðum og hefur verðið ekki verið lægra í tæpa tvo mánuði.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Morðið á JonBenet upplýst

Bandarískur maður var handtekin í Taílandi í nótt en grunur leikur á um að hann hafi myrt sex ára gamla fegurðardrottningu árið 1996. Málið þykir eitt umtalaðasta morðmál seinni tíma í Bandaríkjunum.

Erlent
Fréttamynd

Góð afkoma hjá tryggingarisa

Hagnaður svissneska tryggingarisans Zurich Financial Services nam 910 milljónum evra, jafnvirði 81,5 milljörðum íslenskra króna, á öðrum ársfjórðungi sem er 14,9 prósenta aukning á milli ára. Þetta er umfram væntingar en búist var við 840 milljóna króna hagnaði.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Ísraelar yfirgefa hluta Suður-Líbanons

Ísraelskt herlið er nú að yfirgefa hluta af Suður-Líbanon og eftirlætur líbönsku herliði og alþjóðlegum friðargæsluliðum að gæta vopnahlés milli Hisbollah og Ísraelshers.

Erlent
Fréttamynd

Síamstvíburar á leið í aðgerð

Hópur lækna á Roosevelt-sjúkrahúsinu í Gvatemala-borg í Gvatemala reyna nú eftir fremsta megni að aðskilja tveggja mánaða systur sem eru samvaxnar á kvið.

Erlent
Fréttamynd

Atlantis á loft í ágúst

Bandaríska geimferðastofnunin, NASA, hefur ákveðið að skjóta geimskutlunni Atlantis á loft tuttugasta og sjöunda þessa mánaðar.

Erlent
Fréttamynd

Gæta friðar í Líbanon

Frakkar munu fara fyrir friðargæsluliði Sameinuðu þjóðanna í Suður-Líbanon fram í febrúar á næsta ári. Varnarmálaráðherra Frakka greindi frá þessu í kvöld. Þau skilyrði eru þó sett að gæsluliðið hafi skýrt umboð og verði nægilega öflugt.

Erlent
Fréttamynd

Eldur verður hvolpum að bana

Lögregla í bænum Lowell í Massachusetts í Bandaríkjunum rannsakar nú tildrög elds sem kviknaði í flutningabíl með þeim afleiðingum að sextíu hvolpar drápust.

Erlent
Fréttamynd

Hizbollah-samtökin ætla ekki að afvopnast

Hizbollah-samtökin ætla sér ekki að afvopnast heldur hyggjast þau einungis setja vopn sín í geymslur í bili. Ráðamenn fjölmargra þjóða vinna nú hörðum höndum að því að koma saman friðargæsluliði til að senda til Líbanons.

Erlent