Erlent

Fréttamynd

Lítil lækkun í Bandaríkjunum

Gengi hlutabréfa lækkaði lítillega eftir sveiflukenndan dag á fjármálamarkaði í Bandaríkjunum í dag. Þrátt fyrir að gengi Bandaríkjadals hafi aldrei staðið lægri gagnvart evru þykja fjárfestar einkar bjartsýnir enda horfa þeir til þess að seðlabanki Bandaríkjanna lækki stýrivexti um allt að 50 punkta á vaxtaákvörðunardegi bankans í næstu viku.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Hráolíuverð í methæðum

Heimsmarkaðsverð á hráolíu skaust í hæstu hæðir síðdegis í dag eftir að nýbirtar tölur orkumálaráðaneytis Bandaríkjanna sýndu fram á að olíubirgðir í landinu hafi dregist meira saman en gert var ráð fyrir. Verðið stendur í rúmum 80 dölum á tunnu og hefur aldrei verið hærra.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Lítt þekktur embættismaður útnefndur forsætisráðherra

Vladimír Pútín, Rússlandsforseti, hefur útnefnt Viktor Zubkov, lítt þekktan embættismann, sem næsta forsætisráðherra Rússlands. Talið er að Pútín ætli Zubkov að taka við af sér eftir hálft á þegar forsetakosningar verða haldnar. Pútín má þá ekki bjóða sig fram aftur.

Erlent
Fréttamynd

Byrjað að farga nautgripum

Gin- og klaufaveiki hefur greinst á nautgripabúi á Englandi - nærri þeim stað þar sem veikin greindist í síðasta mánuði. Varnarsvæði hefur verið afmarkað í kringum býlið og förgun nautgripa hafin.

Erlent
Fréttamynd

Óttast að fleiri hafi týnt lífi

Minnst 7 týndu lífi og 100 slösuðust þegar 2 öflugir jarðskjálftar skóku indónesísku eyjuna Súmötru með skömmu millibli í dag. Flóðbylgjuviðvörun var þegar gefin út af ótta við miklar hamfarir.

Erlent
Fréttamynd

Hráolíuverð í hæstu hæðum

Heimsmarkaðsverð á hráolíu fór í hæstu hæðir í dag þrátt fyrir að Samtök olíuútflutningsríkja (OPEC) hefði samþykkt á fundi sínum í gær að auka framleiðslukvóta sína til að auka framboð af hráolíu og draga með því móti úr verðhækkunum á svartagullinu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Hveitiverð í hæstu hæðum

Heimsmarkaðsverð á hveiti stendur í methæðum nú og getur það valdið nokkrum hækkunum á brauðmeti og kökum. Verðið hefur stigið hratt upp á árinu og er það nú tvöfalt dýrara en í apríl. Ástæðan fyrir hækkuninni eru þurrkar og uppskerubrestur í helstu hveitiræktunarlöndum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Dalur í lægstu lægðum gagnvart evru

Gengi bandaríkjadal sökk í lægstu lægðir gagnvart evru en aldrei hefur verið jafn mikil gjá á milli gjaldmiðlanna. Ástæðan fyrir lækkuninni er aukin bjartsýni fjárfesta vestanhafs á að seðlabanki Bandaríkjanna lækki stýrivexti um allt að 50 punkta á vaxtaákvörðunarfundi sínum eftir tæpa viku.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

SAS flugvélar í rannsókn

Tveimur flugvélum SAS flugfélagsins, sömu tegundar og þeirrar sem var lent við illan leik í Álaborg á sunnudag, var snúið við í gær vegna bilunar. Allar flugvélar þessarar tegundar eru nú í rækilegri skoðun.

Erlent
Fréttamynd

6 ár frá hryðjuverkum

Sex ár eru í dag frá hryðjuverkaárásunum á Bandaríkin. Minningarathafnir voru haldnar í New York, Washington og Pennsylvaníu í dag. Á sama tíma og Bandaríkjamenn syrgja sendu al Kaída hryðjuverkasamtökin frá sér myndband þar sem Osama bin Laden lofsyngur einn flugræningjann.

Erlent
Fréttamynd

Rauðu símaklefarnir hverfa í Bretlandi

Útlit er fyrir að rauðu símaklefarnir í Bretlandi séu að renna sitt skeið. Breska símafélagið vill losna undan rekstri þeirra. Þeir eru enda reknir með dúndrandi tapi nú þegar níu af hverjum tíu Bretum yfir 13 ára aldri eiga farsíma. Víst er þó að símaklefarnir setja svip sinn á borgir og bæi, og þeirra verður saknað.

Erlent
Fréttamynd

Countrywide í fjárhagshremmingum

Gengi hlutabréfa í fjármálafyrirtækinu Countrywide Financials, einu stærsta fasteignalánafyrirtæki Bandaríkjanna, féll um fimm prósent á hlutabréfamarkaði í Bandaríkjunum í dag. Ástæðan er frétt bandaríska dagblaðsins New York Post þess efnis að fyrirtækið glími við afar slæma stöðu og sé að undirbúa sölu á hlutabréfum til að bæta eiginfjárstöðu fyrirtækisins.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Dregur úr viðskiptahalla Bandaríkjanna

Viðskiptahallinn í Bandaríkjunum nam 59,2 milljörðum bandaríkjadala, jafnvirði 3.849 milljörðum íslenskra króna, í júlí. Þetta er 0,3 prósentustiga minni halli en í mánuðinum á undan, samkvæmt nýbirtum tölum bandaríska viðskiptaráðuneytisins. Ben Bernanke, seðlabankastjóri landsins, segir ríkisstjórnir heimsins verða að leggjast á eitt og draga úr viðskiptahalla landanna.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Burt með öll umferðarljós og skilti

Bæjarstjórnin í Bohmte í vesturhluta Þýskalands hefur komist að þeirri niðurstöðu að besta leiðin til þess að auka umferðaröryggi í miðbænum sé að fjarlægja öll umferðarljós og götuskilti. Um 13.500 bílar fara um miðbæinn á hverjum degi. Það var hollenskur umferðarsérfræðingur sem hannaði þessa lausn, sem nýtur stuðnings Evrópusambandsins.

Erlent
Fréttamynd

Vinstra hrun í Noregi

Vinstri sósíalistar (SV) töpuðu miklu fylgi í sveitarstjórnarkosningunum í Noregi síðastliðinn mánudag. Fylgi flokksins minnkaði úr 12,3 í 6,1 prósent, miðað við síðustu kosningar 2003.

Erlent
Fréttamynd

Víkingarnir upphafsmenn hnattvæðingar

Hnattvæðingin er í brennidepli í norrænu samstarfi. Sameiginlega eiga Norðurlönd mikla möguleika á því að nýta sér þau tækifæri sem felast í hnattvæðingunni. En hún er ekki ný af nálinni, segir Jan-Erik Enestam, framkvæmdastjóri Norðurlandaráðs. "Við gætum meira að segja haldið því fram að víkingarnir hafi á sínum tíma hafið hnattvæðinguna, með ránsferðum sínum til annarra landa. Viðskiptaaðferðir víkinganna voru ekki alltaf eftir bókinni, en mjög áhrifaríkar." Þetta grínaðist Enestam með í upphafi ræðu sem hann hélt á ráðstefnu í Kaupmannahöfn á þriðjudag.

Erlent
Fréttamynd

Engar afgerandi sannanir gegn foreldrum Madeleine

Portúgalska lögreglan hefur borið til baka fréttir um að hún hafi undir höndum sönnunargögn sem muni leiða til ákæru á hendur foreldrum Madeleine McCann. Ríkislögreglustjóri Portúgals sagði í sjónvarpsviðtali í gær að lögreglan hafi aðeins fengið hluta af sýnum sem send voru til rannsóknar í Bretlandi. Niðurstöður þeirra séu enganvegin jafn afgerandi og haldið hefur verið fram í fjölmiðlum.

Erlent
Fréttamynd

Petraeus gagnrýndur

Demókratar á Bandaríkjaþingi vísa á bug fullyrðingum yfirmanns bandaríska heraflans í Írak um að markmiðum þar hafi verið náð með fjölgun í herliðinu. Herforinginn segir fyrst hægt að kalla hermenn heim næsta sumar en margir þingmenn vilja hefja heimkvaðninguna strax.

Erlent
Fréttamynd

Nýtt myndband í tilefni dagsins

Sex ár eru liðin frá hryðjuverkaárásunum á Bandaríkin hinn 11. september 2001. Af því tilefni hefur Osama bin Laden, leiðtogi Al Kaída, sent frá sér nýtt myndband þar sem hann lofsyngur einn árásarmannanna.

Erlent
Fréttamynd

Heimilt að rífa norskt skip

Hæstiréttur Indlands leyfði í dag að byrjað yrði að rífa gamalt norskt skemmtiferðaskip sem hefur legið við akkeri undan strönd landsins í rúmt ár. Umhverfissamtök hafa barist gegn því að leyfið yrði veitt á þeim forsendum að í skipinu séu yfir 900 tonn af eitruðum úrgangi. Það skapi mikla hættu fyrir verkamenn í slippnum þar sem rífa á skipið.

Erlent
Fréttamynd

Metverðbólga í Kína

Verðbólga mældist 6,5 prósent í Kína í síðasta mánuði samanborið við 5,6 prósent í mánuðinum á undan, samkvæmt kínversku hagstofunni. Verðbólga hefur ekki mælst hærri þar í landi í áratug. Snarpar verðhækkanir á kjötvöru á árinu leiða verðbólguna. Gengi hlutabréfa féll í kjölfarið.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Olíuverð nálægt sögulegum hæðum

Heimsmarkaðsverð á hráolíu rauk upp í hæstu hæðir á fjármálamörkuðum í dag eftir að uppreisnarhópar frömdu skemmdarverk við olíuvinnslustöðvar og leiðslur í Mexíkó Ekki liggur fyrir hvað hópunum stóð til en þeir eru sagðir vinstrisinnaðir uppreisnarseggir og andsnúnir ríkisstjórn landsins. Verðið hækkaði talsvert í gær en þá var gert ráð fyrir því að OPEC-samstökin myndu halda olíuframleiðslukvótum óbreyttum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Öll spjót beinast að móður Madeleine

Portúgalska lögreglan telur sig hafa nægar sannanir til að ákæra móður Madeleine McCann fyrir manndráp af gáleysi. Breska blaðið Times fullyrðir þetta í dag. Í kvöld hafði svo Sky-fréttastofan eftir heimildarmönnum að DNA sýni Madeleine hefðu fundist í bílaleigubíl hjónann sem þau tóku á leigu eftir að hún hvarf.

Erlent
Fréttamynd

Bandarískum hermönnum ekki fækkað strax

Meira en helmingur Íraka segir árásir á bandaríska hermenn í landinu réttlætanlegar. Skýrsla um framvindu stríðsins í Írak var kynnt í dag. Þar er lagt til að bandarískum hermönnum verði ekki fækkað fyrr en næsta sumar.

Erlent
Fréttamynd

Nægar sannanir gegn móður Madeleine -The Times

Breska blaðið The Times segir að portúgalska lögreglan telji sig hafa nægar sannanir til þess að ákæra móður Madeleine MCann fyrir manndráp af gáleysi. Jafnframt verði hún þá kærð fyrir að fela lík telpunnar. The Times segir að lögreglan hafi orðið fjúkandi reið þegar hætt var við að kæra Kate McCann, eftir að lögfræðingur hennar hafði átt fund með ríkissaksóknara Portúgals.

Erlent
Fréttamynd

Talibanar segjast tilbúnir til viðræðna

Háttsettur talsmaður Talibana í Afganistan segir að þeir séu reiðubúnir til viðræðna við ríkisstjórn Hamids Karzai, forseta landsins um að binda enda á sex ára skæruhernað. Karzai sendi Talibönum tilboð um viðræður, vegna vaxandi blóðsúthellinga í landinu. Hann sagði að friður næðist ekki ef menn töluðu ekki saman.

Erlent
Fréttamynd

Sveiflur á bandarískum hlutabréfamarkaði

Gengi hlutabréfa hefur sveiflast nokkuð eftir opnun fjármálamarkaða í Bandaríkjunum í dag. Fjárfestar þykja bjartsýnir á að seðlabanki Bandaríkjanna lækki stýrivexti síðar í mánuðinum. Þeir rýna síðar í dag í orð nokkurra af stjórnendum seðlabankans um bandarísk efnahagsmál. Þar á meðal er hagfræðingurinn Frederic Mishkin, einn af bankastjórum seðlabankans, sem vann skýrslu um íslenskt efnahagslíf í fyrra í félagi við Tryggva Þór Herbertsson, forstjóra Askar Capital.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Time fær risasekt í Indónesíu

Bandaríska vikuritið Time hefur verið dæmt í 107 milljóna dollara sekt fyrir hæstarétti í Indónesíu, fyrir að móðga fyrrverandi forseta landsins. Ástæðan fyrir málaferlum var sú að árið 1999 birti Time frétt þar sem því var haldið fram að Suharto fjölskyldan hefði safnað miklum auði meðan hann var forseti.

Erlent
Fréttamynd

Nefnd kortleggur palestinskt ríki

Ehud Olmert forsætisráðherra Ísraels og Mahmoud Abbas forseti Palestínumanna náðu í dag samkomulagi um aðskipa sameiginlega nefnd til þess að kortleggja sjálfstætt ríki palestínumanna. Leiðtogunum er í mun að hafa náð einhverjum árangri áður en Condoleeza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna kemur til Miðausturlanda í næstu viku.

Erlent
Fréttamynd

Rangur skóli að ræna

Ræningi í Kólumbíu valdi sér rangan skóla til þess að veifa skammbyssu sinni í. Hann ruddist inn með miklum bæggslagangi og heimtaði alla peninga sem allir væru með. Lögreglan kom mátulega fljótt á vettvang til þess að flytja hann á sjúkrahús. Sem betur fór var stutt þangað frá karate-skólanum.

Erlent