Baugsmálið Deilt um hvort úrskurður ógildi rannsókn Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag að bæði Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri og Jón H.B. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar, væru vanhæfir og skyldu víkja sæti við rannsókn á meintum skattalagabrotum fimm manna tengdum Baugi. Lögmaður eins fimmmenninganna telur úrskurðurinn ónýta rannsóknina en því er dómurinn ekki sammála. Innlent 18.12.2006 18:45 Úrskurðað um hæfi embættismanna Ríkislögreglustjóra í dag Dómari kveður í dag upp úrskurð í kæru fimm manna tengdum Baugi um hæfi yfirmanna ríkislögreglustjóra til að fara með rannsókn á meintum skattalagabrotum fimmmenninganna. Innlent 18.12.2006 10:08 Tekist á um hæfi Ríkislögreglustjóra til rannsóknar Tekist var á um það í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag hvort embætti Ríkislögreglustjóra væri hæft til að rannsaka skattamál fimm manna tengdum Baugi vegna yfirlýsinga yfirmanna hjá embættinu í fjölmiðlum. Innlent 11.12.2006 16:37 Baugsmenn ætla ekki að kæra úrskurðinn Verjendur Baugsmanna ætla ekki að kæra úrskurð Héraðsdómur Reykjavíkur þess efnis að Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri og Jón H. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar, þurfi ekki að bera vitni um samskipti sín við við blaðamann á Blaðinu. Lögfræðingar Baugsmanna segja þessa ákvörðun tekna þar sem þeir vilji ekki tefja málið frekar heldur klára það sem fyrst. Innlent 8.12.2006 12:43 Vitnaleiðslur geti tekið hátt í mánuð í Baugsmáli Búast má við að vitnaleiðslur í tenglsum við þá 18 ákæruliði Baugsmálsins sem eftir eru fyrir héraðsdómi taki á bilinu 20-28 daga en þær hefjast 12. febrúar. Þetta kom fram við fyrirtöku málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur eftir hádegi í dag. Innlent 6.12.2006 14:40 Úrskurður héraðsdóms frá því morgun kærður til Hæstaréttar Málflutningi í Héraðsdómi Reykjavíkur um hæfi yfirmanna efnahagsbrotadeildar til að fara með rannsókn á skattamálum fimm manna tengdum Baugi hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Til stóð að halda áfram með málið klukkan 14 en þá tilkynntu lögmenn Baugsmanna að þeir hefðu ákveðið að kæra úrskurð dómsins frá því í morgun til Hæstaréttar. Innlent 6.12.2006 14:17 Yfirmenn hjá Ríkislögreglustjóra bera ekki vitni Héraðdómur Reykjavíkur hafnaði fyrir stundu þeirri kröfu fimm manna tengdum Baugi að Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri og Jón H. skyldu bera vitni fyrir dómnum í tengslum við ákæru Baugsmanna um að þeir séu vanhæfir til að fara með rannsókn á hendur Baugsmönnum vegna meintra skattalaga brota þeirra. Innlent 6.12.2006 11:55 Úrskurðar um vitnisburð að vænta fyrir hádegi Dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur kveður upp úr um það klukkan 11. 45 hvort Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri og Jón H. B. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra skuli bera vitni fyrir dómnum í tengslum við ákæru fimm aðila tengdum Baugi um að þeir séu vanhæfir til að fara með ákærur á hendur Baugsmönnum vegna meintra skattabrota þeirra. Innlent 6.12.2006 11:18 Ákveðið á morgun hvort ríkislögreglustjóri beri vitni Héraðsdómur Reykjavíkur kveður upp úr um það á morgun hvort Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri, og Jón H. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar, skuli bera vitni fyrir dómnum, vegna ákæru verjenda Baugsfjölskyldunnar um að þeir séu vanhæfir, til að fara með ákærur á hendur henni. Þinghald í málinu er síðan á dagskrá eftir hádegi á morgun. Innlent 5.12.2006 16:50 Kæra vegna meints vanhæfis tekin fyrir klukkan 15 Kæra fimm manna tengdum Baugi á hendur yfirmönnum efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra vegna meints vanhæfis þeirra í rannsókn á skattamálum Baugsmanna verður tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan þrjú í dag. Innlent 27.11.2006 10:00 FÍS harmar óviðeigandi samhengi hlutanna Í framhaldi af viðtölum við Jóhannes Jónsson í Þættinum "Örlagadagurinn" á Stöð 2 og NFS tvo sunnudaga í ágúst harmar stjórn FÍS - Félags íslenskra stórkaupmanna, að félagið og einstakir forsvarsmenn þess hafi verið nefndir á nafn í óviðeigandi samhengi Í tilkynningu FÍS segir að fjölmörg aðildarfélög FÍS eigi í miklum og góðum viðskiptum við ýmis fyrirtæki Baugs þar sem báðir njóti góðs af. Það sé því síst í þeirra þágu að fræjum tortryggni sé sáð á þessum vettvangi. Innlent 8.9.2006 17:21 Ótrúlegt að saksóknari hafi íhugað endurákæru Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs Group hf. segir einkennilegt að hafa þurft að sitja undir því svo vikum skiptir að settur saksóknari í Baugsmálinu segðist vera að íhuga endurákæru. Því verði vart trúað að settur saksóknari hafi hugleitt það í alvöru eftir þá dóma sem á undan höfðu gengið. Innlent 22.8.2006 19:59 Ekki ákært aftur vegna alvarlegustu brotanna í Baugsmálinu Settur saksóknari í Baugsmálinu ætlar ekki að ákæra í þriðja sinn vegna alvarlegustu brotanna í þessu máli. Hann tilkynnti þessa niðurstöðu í dag ásamt því að benda á að enn væru til efnislegrar meðferðar fyrir dómi, átján alvarlegir ákæruliðir. Innlent 22.8.2006 16:31 Einum lið af 19 vísað frá Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í dag fyrsta ákærulið af 19 í Baugsmálinu frá dómi. Sá ákæruliður snýr að sölu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar á Vöruveltunni til Baugs. Dómurinn hafnaði hins vegar kröfu verjenda um að vísa hinum átján ákæruliðunum frá dómi. Innlent 30.6.2006 12:20 Ákærðu færu mikinn í fjölmiðlum Settur saksóknari í Baugsmálinu sagði í Héraðsdómi í morgun, að ákærðu í málinu hefðu farið mikinn í fjölmiðlum með ósanngjarni gagnrýni á ákæruvald og dómsmálaráðherra. Verjandi Jóns Geralds Sullenberger sagði engin ný gögn komin fram í málinu sem réttlættu að hann væri ákærður. Innlent 22.6.2006 13:21 Segist hafa greitt skatta sem nái til þátta í skýrslutöku Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, segir að hann hafi þegar greitt 66 milljónir króna í skatta sem nái til þeirra þátta sem hann hafi verið boðaður til skýrslutöku vegna hjá ríkislögreglustjóra í lok mánaðarins. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Jóni. Innlent 22.6.2006 09:08 Munnlegur málflutningur í Baugsmálinu Nú stendur yfir munnlegur málflutningur í Baugsmálinu í Héraðsdómi Reykjavíkur. Sigurður Tómas Magnússon, settur saksóknari, hefur í morgun fært rök fyrir því að kaup Baugs á Vöruveltunni, sem átti 10-11 búðirnar, séu tæk til efnislegrar meðferðar fyrir dómi. Verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar segir tugi staðreyndavilla vera í ákæruskjálinu. Innlent 21.6.2006 12:25 Þurfa ekki að bera vitni í Baugsmálinu Hæstiréttur Íslands staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur, um að settur ríkissaksóknari og dómstjóri Hérðasdóms Reykjavíkur, þyrftu ekki að vera vitni í Baugsmálinu. Innlent 14.6.2006 15:58 Vilja vitnisburð um samskipti dómsstjóra og saksóknara Verjendur tveggja sakborninga í Baugsmálinu krefjast þess að settur saksóknari í málinu og dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur beri vitni um samskipti sín áður en ákæra var gefin út að nýju. Þeir telja samskiptin óeðlileg og brjóta í bága við lög. Innlent 9.6.2006 12:04 Vilja settan ríkissaksóknara í vitnastúku Fyrirtaka hófst í Baugsmálinu í morgun en þar verður meðal annars tekin afstaða til þeirrar kröfu verjenda í málinu um að Sigurður Magnús Tómasson, settur ríkissaksóknari, og Helgi I. Jónsson, dómsstjóri í Héraðsdómi Reykjavíkur, verði leiddir í vitnastúku í tengslum við skipan dómara í málinu. Innlent 9.6.2006 10:28 Ætla ekki að taka þátt í umfjöllun um Baug í Kastljósi Jón Ásgeir Jóhannesson forstjóri Baugs, Hreinn Loftsson stjórnarformaður Baugs og verjendur Jóns Ásgeirs og Tryggva Jónssonar, fyrrverandi aðstoðarforstjóra Baugs, þeir Gestur Jónsson og Jakob Möller Hæstaréttarlögmenn, hafa sent frá sér yfirlýsingar vegna umfjöllunar um Baugsmálið í Kastjósi Ríkissjónvarpsins í gær. Innlent 9.5.2006 07:45 Málið fer til Mannréttindadómstóls Evrópu í Strassborg Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs Jóhannessonar í Baugsmálinu, segir að farið verði með málið til Mannréttindadómstóls Evrópu í Strassborg þegar búið verði að útkljá alla anga þess fyrir íslenskum dómstólum. Innlent 4.4.2006 16:39 Nú ákært í 19 af 32 liðum sem Hæstiréttur vísaði frá Sérstakur saksóknari í Baugsmálinu hefur endurútgefið 19 af þeim 32 liðum upphaflegrar ákæru, sem Hæstiréttur Íslands vísaði frá dómi hinn 10. október sl. Að þessu sinni eru þrír ákærðir, Jón Gerald Sullenberger, Jón Ásgeir Jóhannesson og Tryggvi Jónsson. Ákæran verður þingfest fimmtudaginn 27. apríl nk. Jón Ásgeir segir í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í kvöld að ákvörðun um nýjar ákærur virðist hafa verið tekin þegar í upphafi. Orð dómsmálaráðherra um að dómstólar skyldu hafa síðasta orðið í málinu, hafi nú fengið merkingu í reynd enda ljóst að hinn sérstaki saksóknari hefði fengið skýr skilaboð til framkvæmda. Innlent 3.4.2006 22:10 Málsvarnarlaun og sakarkostnaður nema á sjötta tug milljóna Þau málsvarnarlaun og sakarkostnaður sem greiðast úr ríkissjóði vegna sýknudóms í Baugsmálinu sem féll í dag nema vel á sjötta tug milljóna króna. Innlent 15.3.2006 15:45 Dómur kveðinn upp í Baugsmáli um miðjan dag Dómur verður kveðinn upp í Baugsmálinu klukkan korter í þrjú í dag. Um er að ræða átta ákæruliði um brot sem vógu ekki þungt í meintu heildarbroti 40 ákæruliða. Innlent 15.3.2006 09:26 Baugsdómur á morgun Dómur verður kveðinn upp í átta ákæruliðum í Baugsmálinu á morgun. Dómsniðurstaðan kann að hafa áhrif á ákvörðun um það hvort ákært verði að nýju í veigamestu ákæruliðunum þrjátíu og tveimur sem vísað var frá dómi. Innlent 14.3.2006 19:02 Jónínubréf á Netið Tölvupóstur, sem virðist innihalda afar viðkvæm og persónuleg einkabréf á milli Jónínu Benediktsdóttur og Styrmis Gunnarssonar, ritstjóra Morgunblaðsins, hefur verið settur á bloggsíðu sem hýst er í Bandaríkjunum. Lögmaður Jónínu segir málið verða kært til lögreglu, en slóð þessara bréfa verði væntanlega hægt að rekja til þeirra sem létu Fréttablaðinu í té tölvupóst sömu aðila. Innlent 5.3.2006 19:32 Ákvörðun um nýja ákæru í Baugsmálinu á næstu tveimur vikum Sigurður Tómas Magnússon, settur saksóknari í Baugsmálinu, hyggst ákveða á næstu tveimur vikum hvort ákæra verður gefin út að nýju á hendur sakborningum fyrir þá þrjátíu og tvo ákæruliði sem vísað var frá Hæstarétti. Innlent 3.3.2006 12:18 Baugsmeðferð kann að brjóta gegn Mannréttindasáttmála Ef ákæruvaldið kýs að ákæra að nýju í þeim 32. ákæruliðum sem Hæstiréttur vísðai frá dómi í október kann það að stangast á við 6. grein Mannréttindasáttmála Evrópu. Þetta segir Danski lögmaðurinn, Tyge Trier sem Baugur fékk til að meta þetta mál. Hann segirst myndu ráðleggja sakborningum að vísa málinu til Mannréttindadómstólsins ef ákært verður í þessum liðum á nýjan leik. Innlent 27.2.2006 19:17 Málflutningi í Baugsmálinu lokið Málflutningi verjenda í Baugsmálinu er lokið og það hefur nú verið dómtekið. Búast má við að dómur verði kveðinn upp innan þriggja vikna. Innlent 23.2.2006 19:04 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 … 9 ›
Deilt um hvort úrskurður ógildi rannsókn Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag að bæði Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri og Jón H.B. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar, væru vanhæfir og skyldu víkja sæti við rannsókn á meintum skattalagabrotum fimm manna tengdum Baugi. Lögmaður eins fimmmenninganna telur úrskurðurinn ónýta rannsóknina en því er dómurinn ekki sammála. Innlent 18.12.2006 18:45
Úrskurðað um hæfi embættismanna Ríkislögreglustjóra í dag Dómari kveður í dag upp úrskurð í kæru fimm manna tengdum Baugi um hæfi yfirmanna ríkislögreglustjóra til að fara með rannsókn á meintum skattalagabrotum fimmmenninganna. Innlent 18.12.2006 10:08
Tekist á um hæfi Ríkislögreglustjóra til rannsóknar Tekist var á um það í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag hvort embætti Ríkislögreglustjóra væri hæft til að rannsaka skattamál fimm manna tengdum Baugi vegna yfirlýsinga yfirmanna hjá embættinu í fjölmiðlum. Innlent 11.12.2006 16:37
Baugsmenn ætla ekki að kæra úrskurðinn Verjendur Baugsmanna ætla ekki að kæra úrskurð Héraðsdómur Reykjavíkur þess efnis að Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri og Jón H. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar, þurfi ekki að bera vitni um samskipti sín við við blaðamann á Blaðinu. Lögfræðingar Baugsmanna segja þessa ákvörðun tekna þar sem þeir vilji ekki tefja málið frekar heldur klára það sem fyrst. Innlent 8.12.2006 12:43
Vitnaleiðslur geti tekið hátt í mánuð í Baugsmáli Búast má við að vitnaleiðslur í tenglsum við þá 18 ákæruliði Baugsmálsins sem eftir eru fyrir héraðsdómi taki á bilinu 20-28 daga en þær hefjast 12. febrúar. Þetta kom fram við fyrirtöku málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur eftir hádegi í dag. Innlent 6.12.2006 14:40
Úrskurður héraðsdóms frá því morgun kærður til Hæstaréttar Málflutningi í Héraðsdómi Reykjavíkur um hæfi yfirmanna efnahagsbrotadeildar til að fara með rannsókn á skattamálum fimm manna tengdum Baugi hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Til stóð að halda áfram með málið klukkan 14 en þá tilkynntu lögmenn Baugsmanna að þeir hefðu ákveðið að kæra úrskurð dómsins frá því í morgun til Hæstaréttar. Innlent 6.12.2006 14:17
Yfirmenn hjá Ríkislögreglustjóra bera ekki vitni Héraðdómur Reykjavíkur hafnaði fyrir stundu þeirri kröfu fimm manna tengdum Baugi að Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri og Jón H. skyldu bera vitni fyrir dómnum í tengslum við ákæru Baugsmanna um að þeir séu vanhæfir til að fara með rannsókn á hendur Baugsmönnum vegna meintra skattalaga brota þeirra. Innlent 6.12.2006 11:55
Úrskurðar um vitnisburð að vænta fyrir hádegi Dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur kveður upp úr um það klukkan 11. 45 hvort Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri og Jón H. B. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra skuli bera vitni fyrir dómnum í tengslum við ákæru fimm aðila tengdum Baugi um að þeir séu vanhæfir til að fara með ákærur á hendur Baugsmönnum vegna meintra skattabrota þeirra. Innlent 6.12.2006 11:18
Ákveðið á morgun hvort ríkislögreglustjóri beri vitni Héraðsdómur Reykjavíkur kveður upp úr um það á morgun hvort Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri, og Jón H. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar, skuli bera vitni fyrir dómnum, vegna ákæru verjenda Baugsfjölskyldunnar um að þeir séu vanhæfir, til að fara með ákærur á hendur henni. Þinghald í málinu er síðan á dagskrá eftir hádegi á morgun. Innlent 5.12.2006 16:50
Kæra vegna meints vanhæfis tekin fyrir klukkan 15 Kæra fimm manna tengdum Baugi á hendur yfirmönnum efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra vegna meints vanhæfis þeirra í rannsókn á skattamálum Baugsmanna verður tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan þrjú í dag. Innlent 27.11.2006 10:00
FÍS harmar óviðeigandi samhengi hlutanna Í framhaldi af viðtölum við Jóhannes Jónsson í Þættinum "Örlagadagurinn" á Stöð 2 og NFS tvo sunnudaga í ágúst harmar stjórn FÍS - Félags íslenskra stórkaupmanna, að félagið og einstakir forsvarsmenn þess hafi verið nefndir á nafn í óviðeigandi samhengi Í tilkynningu FÍS segir að fjölmörg aðildarfélög FÍS eigi í miklum og góðum viðskiptum við ýmis fyrirtæki Baugs þar sem báðir njóti góðs af. Það sé því síst í þeirra þágu að fræjum tortryggni sé sáð á þessum vettvangi. Innlent 8.9.2006 17:21
Ótrúlegt að saksóknari hafi íhugað endurákæru Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs Group hf. segir einkennilegt að hafa þurft að sitja undir því svo vikum skiptir að settur saksóknari í Baugsmálinu segðist vera að íhuga endurákæru. Því verði vart trúað að settur saksóknari hafi hugleitt það í alvöru eftir þá dóma sem á undan höfðu gengið. Innlent 22.8.2006 19:59
Ekki ákært aftur vegna alvarlegustu brotanna í Baugsmálinu Settur saksóknari í Baugsmálinu ætlar ekki að ákæra í þriðja sinn vegna alvarlegustu brotanna í þessu máli. Hann tilkynnti þessa niðurstöðu í dag ásamt því að benda á að enn væru til efnislegrar meðferðar fyrir dómi, átján alvarlegir ákæruliðir. Innlent 22.8.2006 16:31
Einum lið af 19 vísað frá Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í dag fyrsta ákærulið af 19 í Baugsmálinu frá dómi. Sá ákæruliður snýr að sölu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar á Vöruveltunni til Baugs. Dómurinn hafnaði hins vegar kröfu verjenda um að vísa hinum átján ákæruliðunum frá dómi. Innlent 30.6.2006 12:20
Ákærðu færu mikinn í fjölmiðlum Settur saksóknari í Baugsmálinu sagði í Héraðsdómi í morgun, að ákærðu í málinu hefðu farið mikinn í fjölmiðlum með ósanngjarni gagnrýni á ákæruvald og dómsmálaráðherra. Verjandi Jóns Geralds Sullenberger sagði engin ný gögn komin fram í málinu sem réttlættu að hann væri ákærður. Innlent 22.6.2006 13:21
Segist hafa greitt skatta sem nái til þátta í skýrslutöku Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, segir að hann hafi þegar greitt 66 milljónir króna í skatta sem nái til þeirra þátta sem hann hafi verið boðaður til skýrslutöku vegna hjá ríkislögreglustjóra í lok mánaðarins. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Jóni. Innlent 22.6.2006 09:08
Munnlegur málflutningur í Baugsmálinu Nú stendur yfir munnlegur málflutningur í Baugsmálinu í Héraðsdómi Reykjavíkur. Sigurður Tómas Magnússon, settur saksóknari, hefur í morgun fært rök fyrir því að kaup Baugs á Vöruveltunni, sem átti 10-11 búðirnar, séu tæk til efnislegrar meðferðar fyrir dómi. Verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar segir tugi staðreyndavilla vera í ákæruskjálinu. Innlent 21.6.2006 12:25
Þurfa ekki að bera vitni í Baugsmálinu Hæstiréttur Íslands staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur, um að settur ríkissaksóknari og dómstjóri Hérðasdóms Reykjavíkur, þyrftu ekki að vera vitni í Baugsmálinu. Innlent 14.6.2006 15:58
Vilja vitnisburð um samskipti dómsstjóra og saksóknara Verjendur tveggja sakborninga í Baugsmálinu krefjast þess að settur saksóknari í málinu og dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur beri vitni um samskipti sín áður en ákæra var gefin út að nýju. Þeir telja samskiptin óeðlileg og brjóta í bága við lög. Innlent 9.6.2006 12:04
Vilja settan ríkissaksóknara í vitnastúku Fyrirtaka hófst í Baugsmálinu í morgun en þar verður meðal annars tekin afstaða til þeirrar kröfu verjenda í málinu um að Sigurður Magnús Tómasson, settur ríkissaksóknari, og Helgi I. Jónsson, dómsstjóri í Héraðsdómi Reykjavíkur, verði leiddir í vitnastúku í tengslum við skipan dómara í málinu. Innlent 9.6.2006 10:28
Ætla ekki að taka þátt í umfjöllun um Baug í Kastljósi Jón Ásgeir Jóhannesson forstjóri Baugs, Hreinn Loftsson stjórnarformaður Baugs og verjendur Jóns Ásgeirs og Tryggva Jónssonar, fyrrverandi aðstoðarforstjóra Baugs, þeir Gestur Jónsson og Jakob Möller Hæstaréttarlögmenn, hafa sent frá sér yfirlýsingar vegna umfjöllunar um Baugsmálið í Kastjósi Ríkissjónvarpsins í gær. Innlent 9.5.2006 07:45
Málið fer til Mannréttindadómstóls Evrópu í Strassborg Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs Jóhannessonar í Baugsmálinu, segir að farið verði með málið til Mannréttindadómstóls Evrópu í Strassborg þegar búið verði að útkljá alla anga þess fyrir íslenskum dómstólum. Innlent 4.4.2006 16:39
Nú ákært í 19 af 32 liðum sem Hæstiréttur vísaði frá Sérstakur saksóknari í Baugsmálinu hefur endurútgefið 19 af þeim 32 liðum upphaflegrar ákæru, sem Hæstiréttur Íslands vísaði frá dómi hinn 10. október sl. Að þessu sinni eru þrír ákærðir, Jón Gerald Sullenberger, Jón Ásgeir Jóhannesson og Tryggvi Jónsson. Ákæran verður þingfest fimmtudaginn 27. apríl nk. Jón Ásgeir segir í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í kvöld að ákvörðun um nýjar ákærur virðist hafa verið tekin þegar í upphafi. Orð dómsmálaráðherra um að dómstólar skyldu hafa síðasta orðið í málinu, hafi nú fengið merkingu í reynd enda ljóst að hinn sérstaki saksóknari hefði fengið skýr skilaboð til framkvæmda. Innlent 3.4.2006 22:10
Málsvarnarlaun og sakarkostnaður nema á sjötta tug milljóna Þau málsvarnarlaun og sakarkostnaður sem greiðast úr ríkissjóði vegna sýknudóms í Baugsmálinu sem féll í dag nema vel á sjötta tug milljóna króna. Innlent 15.3.2006 15:45
Dómur kveðinn upp í Baugsmáli um miðjan dag Dómur verður kveðinn upp í Baugsmálinu klukkan korter í þrjú í dag. Um er að ræða átta ákæruliði um brot sem vógu ekki þungt í meintu heildarbroti 40 ákæruliða. Innlent 15.3.2006 09:26
Baugsdómur á morgun Dómur verður kveðinn upp í átta ákæruliðum í Baugsmálinu á morgun. Dómsniðurstaðan kann að hafa áhrif á ákvörðun um það hvort ákært verði að nýju í veigamestu ákæruliðunum þrjátíu og tveimur sem vísað var frá dómi. Innlent 14.3.2006 19:02
Jónínubréf á Netið Tölvupóstur, sem virðist innihalda afar viðkvæm og persónuleg einkabréf á milli Jónínu Benediktsdóttur og Styrmis Gunnarssonar, ritstjóra Morgunblaðsins, hefur verið settur á bloggsíðu sem hýst er í Bandaríkjunum. Lögmaður Jónínu segir málið verða kært til lögreglu, en slóð þessara bréfa verði væntanlega hægt að rekja til þeirra sem létu Fréttablaðinu í té tölvupóst sömu aðila. Innlent 5.3.2006 19:32
Ákvörðun um nýja ákæru í Baugsmálinu á næstu tveimur vikum Sigurður Tómas Magnússon, settur saksóknari í Baugsmálinu, hyggst ákveða á næstu tveimur vikum hvort ákæra verður gefin út að nýju á hendur sakborningum fyrir þá þrjátíu og tvo ákæruliði sem vísað var frá Hæstarétti. Innlent 3.3.2006 12:18
Baugsmeðferð kann að brjóta gegn Mannréttindasáttmála Ef ákæruvaldið kýs að ákæra að nýju í þeim 32. ákæruliðum sem Hæstiréttur vísðai frá dómi í október kann það að stangast á við 6. grein Mannréttindasáttmála Evrópu. Þetta segir Danski lögmaðurinn, Tyge Trier sem Baugur fékk til að meta þetta mál. Hann segirst myndu ráðleggja sakborningum að vísa málinu til Mannréttindadómstólsins ef ákært verður í þessum liðum á nýjan leik. Innlent 27.2.2006 19:17
Málflutningi í Baugsmálinu lokið Málflutningi verjenda í Baugsmálinu er lokið og það hefur nú verið dómtekið. Búast má við að dómur verði kveðinn upp innan þriggja vikna. Innlent 23.2.2006 19:04