Baugsdómur á morgun 14. mars 2006 19:02 Dómur verður kveðinn upp í átta ákæruliðum í Baugsmálinu á morgun. Dómsniðurstaðan kann að hafa áhrif á ákvörðun um það hvort ákært verði að nýju í veigamestu ákæruliðunum þrjátíu og tveimur sem vísað var frá dómi. Dómurinn á morgun fjallar um átta ákæruliði um brot sem vógu ekki þungt í meintu heildarbroti 40 ákæruliða. Stóru málunum var vísað frá og eru í dag í rannsókn setts saksóknara sem leggur á það mat innan tíðar hvort ákært verður í þeim málum að nýju. Á meðan menn bíða eftir dómi á morgun er rannsókn enn í gangi gagnvart liðunum 32 sem vísað var frá. Verjendur Baugsmanna eru ævareiðir yfir leka frá þeirri rannsókn til fjölmiðla. Segir Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs Jóhannessonar það nöturlegt að heyra það í fréttum RUV á föstudag að lögð hafi verið fram ný gögn í málinu sem yfirheyrt verður útaf nú í vikunni. Hefði hann sjálfur ekki fengið þessi göng í hendur þegar greint var frá málinu í fjölmiðlum. NFS er ekki kunnugt um eðli þessara nýju gagna en áformað var að verjendur yrðu kallaðir í yfirheyrslu vegna þeirra í dag og næstu daga. Það hefur þótt tíðindum sæta að Jón Gerald Sullenberger, fyrrverandi viðskitafélagi Baugsmanna og upphafsmaður rannsóknar málsins, hefur verið yfirheyrður að nýju og þá með réttarstöðu sakbornings. Áður var hann yfirheyrður sem vitni og slapp við ákæru þó svo hann hafi játað hlutdeild sína í meintum brotum. Þetta hafa verjendur Baugsmanna gagnrýnt en settur saksóknari, Siguður Tómas Magnússon hefur snúið við blaðinu og mætir Jón Gerald nú sem grunaður maður. Þó að brotin átta sem dæmt verður í á morgun séu veigaminni en þau stórfelldu brot sem vísað var frá kann sá dómur að marka þáttaskil varðandi ákvörðun um hvort ákært verður að nýju í stóru málunum. Segja kunnugir að hluti dómsins á morgun tengist hinum meintu stórfelldu ólöglegu lánafyrirgreiðslu til Buagsmanna sem enn eru til skoðunar hjá settum saksóknara. Baugsmálið Dómsmál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Dómur verður kveðinn upp í átta ákæruliðum í Baugsmálinu á morgun. Dómsniðurstaðan kann að hafa áhrif á ákvörðun um það hvort ákært verði að nýju í veigamestu ákæruliðunum þrjátíu og tveimur sem vísað var frá dómi. Dómurinn á morgun fjallar um átta ákæruliði um brot sem vógu ekki þungt í meintu heildarbroti 40 ákæruliða. Stóru málunum var vísað frá og eru í dag í rannsókn setts saksóknara sem leggur á það mat innan tíðar hvort ákært verður í þeim málum að nýju. Á meðan menn bíða eftir dómi á morgun er rannsókn enn í gangi gagnvart liðunum 32 sem vísað var frá. Verjendur Baugsmanna eru ævareiðir yfir leka frá þeirri rannsókn til fjölmiðla. Segir Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs Jóhannessonar það nöturlegt að heyra það í fréttum RUV á föstudag að lögð hafi verið fram ný gögn í málinu sem yfirheyrt verður útaf nú í vikunni. Hefði hann sjálfur ekki fengið þessi göng í hendur þegar greint var frá málinu í fjölmiðlum. NFS er ekki kunnugt um eðli þessara nýju gagna en áformað var að verjendur yrðu kallaðir í yfirheyrslu vegna þeirra í dag og næstu daga. Það hefur þótt tíðindum sæta að Jón Gerald Sullenberger, fyrrverandi viðskitafélagi Baugsmanna og upphafsmaður rannsóknar málsins, hefur verið yfirheyrður að nýju og þá með réttarstöðu sakbornings. Áður var hann yfirheyrður sem vitni og slapp við ákæru þó svo hann hafi játað hlutdeild sína í meintum brotum. Þetta hafa verjendur Baugsmanna gagnrýnt en settur saksóknari, Siguður Tómas Magnússon hefur snúið við blaðinu og mætir Jón Gerald nú sem grunaður maður. Þó að brotin átta sem dæmt verður í á morgun séu veigaminni en þau stórfelldu brot sem vísað var frá kann sá dómur að marka þáttaskil varðandi ákvörðun um hvort ákært verður að nýju í stóru málunum. Segja kunnugir að hluti dómsins á morgun tengist hinum meintu stórfelldu ólöglegu lánafyrirgreiðslu til Buagsmanna sem enn eru til skoðunar hjá settum saksóknara.
Baugsmálið Dómsmál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira