Innlent

Baugsmeðferð kann að brjóta gegn Mannréttindasáttmála

Ef ákæruvaldið kýs að ákæra að nýju í þeim 32. ákæruliðum sem Hæstiréttur vísðai frá dómi í október kann það að stangast á við 6. grein Mannréttindasáttmála Evrópu. Þetta segir Danski lögmaðurinn, Tyge Trier sem Baugur fékk til að meta þetta mál. Hann segirst myndu ráðleggja sakborningum að vísa málinu til Mannréttindadómstólsins ef ákært verður í þessum liðum á nýjan leik.

Álit sitt byggir Trier meðal annars á því að í íslenskum rétti eru engin mörk sett á þann tíma sem ákæruvaldið getur tekið sér til að gefa út nýjar ákærur. Vísar hann til þess að í örðum dómum hafi dómstóllinn talið þetta brjóta gegn 6. grein sáttmálans sem fjallar um réttláta málsmeðferð. Þá telur Trier að með ummælum sínum um sakborninga og málið hafi Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra orðið til þess að valda því að dómstóllinn teldi að brotið væri réttur sakborninga skv. 6. grein. Tiltekur Trier fleiri atriði og telur að í heild leiði þau til þess að dómstóllinn teldi að réttur hefði verið brotinn á sakborningum í Baugsmálinu ef ákært yrði að nýju í liðunum 32.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×