
Þorgerður Sigurðardóttir

Tími er kominn á nýtt átak í mæðravernd
Breytingarskeið kvenna hefur verið í brennidepli upp á síðkastið og er það vel. Ævi okkar hefur verið að lengjast og ekki undarlegt að konur geri kröfur um góða heilsu á þriðja æviskeiðinu. Þá er enn tími til að njóta. En það sem einkennir kvenheilsu byrjar mun fyrr eða strax á fósturskeiði.

Hvað er að frétta af Sjúkraþjálfunarstofu ríkisins?
Um síðustu áramót gerðist sú óhæfa að ráðherra heilbrigðismála setti reglugerð sem svipti nýútskrifaða sjúkraþjálfara með fimm ára háskólanám fullu starfsfrelsi með því að meina þeim aðgang að starfi á stofum með greiðsluþátttöku ríkisins.

Verður þú sjúklingurinn sem lendir í ruslflokki?
Fyrir síðustu þingkosningar var uppi hávær krafa í samfélaginu um nauðsyn þess að draga úr greiðsluþátttöku almennings í heilbrigðiskerfinu. Umræðan var það hávær að flestir stjórnmálaflokkar gerðu það að sínu loforði að gera eitthvað í málinu.

Þjálfun kvenna eftir fæðingu. Er vel að verki staðið?
Því fylgir mikil ábyrgð að vera menntaður heilbrigðisstarfsmaður, íþróttafræðingur eða starfa við að gefa ráð og sjá um meðferð eða þjálfun einstaklinga og hópa.

Mega snyrtistofur bjóða upp á lækningar?
Í lögum um heilbrigðisþjónustu (nr. 40 frá árinu 2007 með breytingum sem tóku gildi 7. nóvember 2014) er kveðið á um réttindi landmanna til að eiga kost á heilbrigðisþjónustu til verndar andlegu, líkamlegu og félagslegu heilbrigði.

Konur, heilsurækt og grindarbotninn
Nú að nýafstöðnu Reykjavíkurmaraþoni getum við öll verið sammála um að sigurvegararnir voru þar margir. Flestir einstaklingarnir sem tóku þátt höfðu sín markmið, komust yfir misstórar hindranir og unnu sigur með þátttökunni.

Bætt þjónusta - minni útgjöld
Krafa dagsins er að velt verði við hverjum steini til að hagræða og spara, og þá ekki aðeins fyrir hið opinbera, heldur ekki síður fyrir heimilin og fjölskyldurnar. Hér skal bent á leið innan heilbrigðisgeirans, sem erlendis hefur reynst stuðla að betri nýtingu fjármuna og tíma.