Tími er kominn á nýtt átak í mæðravernd Þorgerður Sigurðardóttir skrifar 8. nóvember 2022 17:00 Breytingarskeið kvenna hefur verið í brennidepli upp á síðkastið og er það vel. Ævi okkar hefur verið að lengjast og ekki undarlegt að konur geri kröfur um góða heilsu á þriðja æviskeiðinu. Þá er enn tími til að njóta. En það sem einkennir kvenheilsu byrjar mun fyrr eða strax á fósturskeiði. Nú er það svo að konur eru um helmingur mannkyns. Á Íslandi, alla vega, eignast meiri hluti kvenna börn og þar erum við komin að umfjöllunarefni þessa pistils. Margt hefur verið gert til að bæta mæðravernd á síðustu áratugum. Þar má nefna vitundarvakningu og skimun fyrir andlegri líðan kvenna á þessum viðkvæma tíma í lífi þeirra og átak hefur verið gert til að efla tengslamyndum móður (foreldra) og barna á fyrsta æviskeiði þeirra. Ísland er meðal fremstu þjóða þegar kemur að heilbrigðisþjónustu tengdum öryggi og áhættuþáttum á meðgöngu og eftir fæðingu sem sýnir sig í lágum ungbarna- og mæðradauða. En getum við gert betur? Meðganga og fæðing geta haft afgerandi áhrif á heilsu kvenna bæði í nútíð og framtíð. Þó fæðing teljist í flestum tilfellum eðlilegur viðburður er atburðarásin þó oft þannig að ýmislegt getur gerst sem ekki var fyrirséð og konur sitja uppi með útkomu sem þær bjuggust ekki við. Nýleg íslensk rannsókn leiddi í ljós að 48% frumbyrja þjáðist af þvagleka, 60% endaþarmsleka (hægða-og/eða loftleka), 29% fundu fyrir sigi á líffærum grindarhols og 66% þeirra sem voru orðnar kynferðislega virkar eftir fæðingu upplifðu sársauka við samfarir á öðrum mánuði eftir fæðingu. Konurnar upplifðu þessi grindarbotnseinkenni sem truflandi í daglegu lífi. Flestar rannsóknir sýna að þessar tölur eru þar að auki aðeins hærri á síðasta þriðjungi meðgöngu en fyrstu mánuði eftir fæðingu en munu að einhverju leyti lækka þegar dregur frá fæðingu en haldast hærri en fyrir meðgöngu. Þegar alþjóðlegar rannsóknir eru skoðaðar kemur í ljós að gegnumsneitt er þriðjungur kvenna að glíma við þvagleka og að minnsta kosti 10% við hægðaleka. Tölur um sig eru nokkuð á reiki þar sem margar konur leita sér ekki hjálpar fyrr en einkenni eru orðin slæm en sig er helsta ástæða kvensjúkdómaaðgerða á síðari hluta ævinnar. Ekki er vitað hversu margar konur upplifa sársauka í kynlífi en til eru rannsóknir sem gefa til kynna að það geti verið allt að 20%. Vitað er að margar konur leita sér seint eða aldrei hjálpar vegna skammar eða erfiðleika við að orða þessi mál við heilbrigðisstarfsfólk. Mikil fylgni er milli vandamála sem tengjast grindarbotni og þunglyndis og kvíða. Einnig hefur það verið staðfest með fjölda rannsókna að þvag-, endaþarmsleki og sigvandamál eiga stóran þátt í að draga úr líkamlegri virkni kvenna og auka á einangrun. Þátttaka í fyrrgreindri íslenskri rannsókn benti til að þegar konur voru spurðar um atriði sem snertu grindarbotnseinkenni svöruðu þær og voru þakklátar fyrir að koma þeim upp á yfirborðið. Mikilvægt er að skima fyrir einkennum í kring um fæðingu ekki síst vegna þess að konur eiga oft erfitt með að leita sér hjálpar af fyrra bragði en þjást í hljóði. Auk skimunar ætti að bjóða konum skoðun svo hægt sé greina veikleika, fræða þær og kenna að takast á við vandann eða fá frekari stuðning og meðferð í heilbrigðiskerfinu. Skimun og skoðun á grindarbotnsvandamálum kvenna eftir fæðingu væri best framkvæmd í þverfaglegri samvinnu með sjúkraþjálfara í teyminu vegna þekkingar þeirra á hegðun slíkra einkenna og stoðkerfis, þar með talið grindarbotnsvöðva. Við erum eftirbátar ýmissa þjóða sem gera betur en við og í nokkrum löndum er átak í gangi um þessar mundir til að bæta þjónustu við konur í kring um fæðingu. Markmið með skimun á grindarbotnsheilsu væri að draga úr langvarandi vandamálum sem valda viðkomandi þjáningu og kosta heilbrigðiskerfið mikið. Valdefla konur til að takast á við það sem er í þeirra valdi að vinna í. Snemmíhlutun er alla jafna betri en að takast á við vandamálin áratugum seinna. Í fyrirmyndarþjóðfélagi væri þjónusta sem þessi notendum þjónustunnar að kostnaðarlausu og hluti af mæðravernd. Höfundur er doktor í líf- og læknavísindum og sérfræðingur í kvensjúkdóma- og fæðingarsjúkraþjálfun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Þorgerður Sigurðardóttir Kvenheilsa Mest lesið Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Hallgrímur, málið snýst því miður ekki bara um kebab Snorri Másson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Skoðun Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Breytingarskeið kvenna hefur verið í brennidepli upp á síðkastið og er það vel. Ævi okkar hefur verið að lengjast og ekki undarlegt að konur geri kröfur um góða heilsu á þriðja æviskeiðinu. Þá er enn tími til að njóta. En það sem einkennir kvenheilsu byrjar mun fyrr eða strax á fósturskeiði. Nú er það svo að konur eru um helmingur mannkyns. Á Íslandi, alla vega, eignast meiri hluti kvenna börn og þar erum við komin að umfjöllunarefni þessa pistils. Margt hefur verið gert til að bæta mæðravernd á síðustu áratugum. Þar má nefna vitundarvakningu og skimun fyrir andlegri líðan kvenna á þessum viðkvæma tíma í lífi þeirra og átak hefur verið gert til að efla tengslamyndum móður (foreldra) og barna á fyrsta æviskeiði þeirra. Ísland er meðal fremstu þjóða þegar kemur að heilbrigðisþjónustu tengdum öryggi og áhættuþáttum á meðgöngu og eftir fæðingu sem sýnir sig í lágum ungbarna- og mæðradauða. En getum við gert betur? Meðganga og fæðing geta haft afgerandi áhrif á heilsu kvenna bæði í nútíð og framtíð. Þó fæðing teljist í flestum tilfellum eðlilegur viðburður er atburðarásin þó oft þannig að ýmislegt getur gerst sem ekki var fyrirséð og konur sitja uppi með útkomu sem þær bjuggust ekki við. Nýleg íslensk rannsókn leiddi í ljós að 48% frumbyrja þjáðist af þvagleka, 60% endaþarmsleka (hægða-og/eða loftleka), 29% fundu fyrir sigi á líffærum grindarhols og 66% þeirra sem voru orðnar kynferðislega virkar eftir fæðingu upplifðu sársauka við samfarir á öðrum mánuði eftir fæðingu. Konurnar upplifðu þessi grindarbotnseinkenni sem truflandi í daglegu lífi. Flestar rannsóknir sýna að þessar tölur eru þar að auki aðeins hærri á síðasta þriðjungi meðgöngu en fyrstu mánuði eftir fæðingu en munu að einhverju leyti lækka þegar dregur frá fæðingu en haldast hærri en fyrir meðgöngu. Þegar alþjóðlegar rannsóknir eru skoðaðar kemur í ljós að gegnumsneitt er þriðjungur kvenna að glíma við þvagleka og að minnsta kosti 10% við hægðaleka. Tölur um sig eru nokkuð á reiki þar sem margar konur leita sér ekki hjálpar fyrr en einkenni eru orðin slæm en sig er helsta ástæða kvensjúkdómaaðgerða á síðari hluta ævinnar. Ekki er vitað hversu margar konur upplifa sársauka í kynlífi en til eru rannsóknir sem gefa til kynna að það geti verið allt að 20%. Vitað er að margar konur leita sér seint eða aldrei hjálpar vegna skammar eða erfiðleika við að orða þessi mál við heilbrigðisstarfsfólk. Mikil fylgni er milli vandamála sem tengjast grindarbotni og þunglyndis og kvíða. Einnig hefur það verið staðfest með fjölda rannsókna að þvag-, endaþarmsleki og sigvandamál eiga stóran þátt í að draga úr líkamlegri virkni kvenna og auka á einangrun. Þátttaka í fyrrgreindri íslenskri rannsókn benti til að þegar konur voru spurðar um atriði sem snertu grindarbotnseinkenni svöruðu þær og voru þakklátar fyrir að koma þeim upp á yfirborðið. Mikilvægt er að skima fyrir einkennum í kring um fæðingu ekki síst vegna þess að konur eiga oft erfitt með að leita sér hjálpar af fyrra bragði en þjást í hljóði. Auk skimunar ætti að bjóða konum skoðun svo hægt sé greina veikleika, fræða þær og kenna að takast á við vandann eða fá frekari stuðning og meðferð í heilbrigðiskerfinu. Skimun og skoðun á grindarbotnsvandamálum kvenna eftir fæðingu væri best framkvæmd í þverfaglegri samvinnu með sjúkraþjálfara í teyminu vegna þekkingar þeirra á hegðun slíkra einkenna og stoðkerfis, þar með talið grindarbotnsvöðva. Við erum eftirbátar ýmissa þjóða sem gera betur en við og í nokkrum löndum er átak í gangi um þessar mundir til að bæta þjónustu við konur í kring um fæðingu. Markmið með skimun á grindarbotnsheilsu væri að draga úr langvarandi vandamálum sem valda viðkomandi þjáningu og kosta heilbrigðiskerfið mikið. Valdefla konur til að takast á við það sem er í þeirra valdi að vinna í. Snemmíhlutun er alla jafna betri en að takast á við vandamálin áratugum seinna. Í fyrirmyndarþjóðfélagi væri þjónusta sem þessi notendum þjónustunnar að kostnaðarlausu og hluti af mæðravernd. Höfundur er doktor í líf- og læknavísindum og sérfræðingur í kvensjúkdóma- og fæðingarsjúkraþjálfun.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun