Tími er kominn á nýtt átak í mæðravernd Þorgerður Sigurðardóttir skrifar 8. nóvember 2022 17:00 Breytingarskeið kvenna hefur verið í brennidepli upp á síðkastið og er það vel. Ævi okkar hefur verið að lengjast og ekki undarlegt að konur geri kröfur um góða heilsu á þriðja æviskeiðinu. Þá er enn tími til að njóta. En það sem einkennir kvenheilsu byrjar mun fyrr eða strax á fósturskeiði. Nú er það svo að konur eru um helmingur mannkyns. Á Íslandi, alla vega, eignast meiri hluti kvenna börn og þar erum við komin að umfjöllunarefni þessa pistils. Margt hefur verið gert til að bæta mæðravernd á síðustu áratugum. Þar má nefna vitundarvakningu og skimun fyrir andlegri líðan kvenna á þessum viðkvæma tíma í lífi þeirra og átak hefur verið gert til að efla tengslamyndum móður (foreldra) og barna á fyrsta æviskeiði þeirra. Ísland er meðal fremstu þjóða þegar kemur að heilbrigðisþjónustu tengdum öryggi og áhættuþáttum á meðgöngu og eftir fæðingu sem sýnir sig í lágum ungbarna- og mæðradauða. En getum við gert betur? Meðganga og fæðing geta haft afgerandi áhrif á heilsu kvenna bæði í nútíð og framtíð. Þó fæðing teljist í flestum tilfellum eðlilegur viðburður er atburðarásin þó oft þannig að ýmislegt getur gerst sem ekki var fyrirséð og konur sitja uppi með útkomu sem þær bjuggust ekki við. Nýleg íslensk rannsókn leiddi í ljós að 48% frumbyrja þjáðist af þvagleka, 60% endaþarmsleka (hægða-og/eða loftleka), 29% fundu fyrir sigi á líffærum grindarhols og 66% þeirra sem voru orðnar kynferðislega virkar eftir fæðingu upplifðu sársauka við samfarir á öðrum mánuði eftir fæðingu. Konurnar upplifðu þessi grindarbotnseinkenni sem truflandi í daglegu lífi. Flestar rannsóknir sýna að þessar tölur eru þar að auki aðeins hærri á síðasta þriðjungi meðgöngu en fyrstu mánuði eftir fæðingu en munu að einhverju leyti lækka þegar dregur frá fæðingu en haldast hærri en fyrir meðgöngu. Þegar alþjóðlegar rannsóknir eru skoðaðar kemur í ljós að gegnumsneitt er þriðjungur kvenna að glíma við þvagleka og að minnsta kosti 10% við hægðaleka. Tölur um sig eru nokkuð á reiki þar sem margar konur leita sér ekki hjálpar fyrr en einkenni eru orðin slæm en sig er helsta ástæða kvensjúkdómaaðgerða á síðari hluta ævinnar. Ekki er vitað hversu margar konur upplifa sársauka í kynlífi en til eru rannsóknir sem gefa til kynna að það geti verið allt að 20%. Vitað er að margar konur leita sér seint eða aldrei hjálpar vegna skammar eða erfiðleika við að orða þessi mál við heilbrigðisstarfsfólk. Mikil fylgni er milli vandamála sem tengjast grindarbotni og þunglyndis og kvíða. Einnig hefur það verið staðfest með fjölda rannsókna að þvag-, endaþarmsleki og sigvandamál eiga stóran þátt í að draga úr líkamlegri virkni kvenna og auka á einangrun. Þátttaka í fyrrgreindri íslenskri rannsókn benti til að þegar konur voru spurðar um atriði sem snertu grindarbotnseinkenni svöruðu þær og voru þakklátar fyrir að koma þeim upp á yfirborðið. Mikilvægt er að skima fyrir einkennum í kring um fæðingu ekki síst vegna þess að konur eiga oft erfitt með að leita sér hjálpar af fyrra bragði en þjást í hljóði. Auk skimunar ætti að bjóða konum skoðun svo hægt sé greina veikleika, fræða þær og kenna að takast á við vandann eða fá frekari stuðning og meðferð í heilbrigðiskerfinu. Skimun og skoðun á grindarbotnsvandamálum kvenna eftir fæðingu væri best framkvæmd í þverfaglegri samvinnu með sjúkraþjálfara í teyminu vegna þekkingar þeirra á hegðun slíkra einkenna og stoðkerfis, þar með talið grindarbotnsvöðva. Við erum eftirbátar ýmissa þjóða sem gera betur en við og í nokkrum löndum er átak í gangi um þessar mundir til að bæta þjónustu við konur í kring um fæðingu. Markmið með skimun á grindarbotnsheilsu væri að draga úr langvarandi vandamálum sem valda viðkomandi þjáningu og kosta heilbrigðiskerfið mikið. Valdefla konur til að takast á við það sem er í þeirra valdi að vinna í. Snemmíhlutun er alla jafna betri en að takast á við vandamálin áratugum seinna. Í fyrirmyndarþjóðfélagi væri þjónusta sem þessi notendum þjónustunnar að kostnaðarlausu og hluti af mæðravernd. Höfundur er doktor í líf- og læknavísindum og sérfræðingur í kvensjúkdóma- og fæðingarsjúkraþjálfun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Þorgerður Sigurðardóttir Kvenheilsa Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Sjá meira
Breytingarskeið kvenna hefur verið í brennidepli upp á síðkastið og er það vel. Ævi okkar hefur verið að lengjast og ekki undarlegt að konur geri kröfur um góða heilsu á þriðja æviskeiðinu. Þá er enn tími til að njóta. En það sem einkennir kvenheilsu byrjar mun fyrr eða strax á fósturskeiði. Nú er það svo að konur eru um helmingur mannkyns. Á Íslandi, alla vega, eignast meiri hluti kvenna börn og þar erum við komin að umfjöllunarefni þessa pistils. Margt hefur verið gert til að bæta mæðravernd á síðustu áratugum. Þar má nefna vitundarvakningu og skimun fyrir andlegri líðan kvenna á þessum viðkvæma tíma í lífi þeirra og átak hefur verið gert til að efla tengslamyndum móður (foreldra) og barna á fyrsta æviskeiði þeirra. Ísland er meðal fremstu þjóða þegar kemur að heilbrigðisþjónustu tengdum öryggi og áhættuþáttum á meðgöngu og eftir fæðingu sem sýnir sig í lágum ungbarna- og mæðradauða. En getum við gert betur? Meðganga og fæðing geta haft afgerandi áhrif á heilsu kvenna bæði í nútíð og framtíð. Þó fæðing teljist í flestum tilfellum eðlilegur viðburður er atburðarásin þó oft þannig að ýmislegt getur gerst sem ekki var fyrirséð og konur sitja uppi með útkomu sem þær bjuggust ekki við. Nýleg íslensk rannsókn leiddi í ljós að 48% frumbyrja þjáðist af þvagleka, 60% endaþarmsleka (hægða-og/eða loftleka), 29% fundu fyrir sigi á líffærum grindarhols og 66% þeirra sem voru orðnar kynferðislega virkar eftir fæðingu upplifðu sársauka við samfarir á öðrum mánuði eftir fæðingu. Konurnar upplifðu þessi grindarbotnseinkenni sem truflandi í daglegu lífi. Flestar rannsóknir sýna að þessar tölur eru þar að auki aðeins hærri á síðasta þriðjungi meðgöngu en fyrstu mánuði eftir fæðingu en munu að einhverju leyti lækka þegar dregur frá fæðingu en haldast hærri en fyrir meðgöngu. Þegar alþjóðlegar rannsóknir eru skoðaðar kemur í ljós að gegnumsneitt er þriðjungur kvenna að glíma við þvagleka og að minnsta kosti 10% við hægðaleka. Tölur um sig eru nokkuð á reiki þar sem margar konur leita sér ekki hjálpar fyrr en einkenni eru orðin slæm en sig er helsta ástæða kvensjúkdómaaðgerða á síðari hluta ævinnar. Ekki er vitað hversu margar konur upplifa sársauka í kynlífi en til eru rannsóknir sem gefa til kynna að það geti verið allt að 20%. Vitað er að margar konur leita sér seint eða aldrei hjálpar vegna skammar eða erfiðleika við að orða þessi mál við heilbrigðisstarfsfólk. Mikil fylgni er milli vandamála sem tengjast grindarbotni og þunglyndis og kvíða. Einnig hefur það verið staðfest með fjölda rannsókna að þvag-, endaþarmsleki og sigvandamál eiga stóran þátt í að draga úr líkamlegri virkni kvenna og auka á einangrun. Þátttaka í fyrrgreindri íslenskri rannsókn benti til að þegar konur voru spurðar um atriði sem snertu grindarbotnseinkenni svöruðu þær og voru þakklátar fyrir að koma þeim upp á yfirborðið. Mikilvægt er að skima fyrir einkennum í kring um fæðingu ekki síst vegna þess að konur eiga oft erfitt með að leita sér hjálpar af fyrra bragði en þjást í hljóði. Auk skimunar ætti að bjóða konum skoðun svo hægt sé greina veikleika, fræða þær og kenna að takast á við vandann eða fá frekari stuðning og meðferð í heilbrigðiskerfinu. Skimun og skoðun á grindarbotnsvandamálum kvenna eftir fæðingu væri best framkvæmd í þverfaglegri samvinnu með sjúkraþjálfara í teyminu vegna þekkingar þeirra á hegðun slíkra einkenna og stoðkerfis, þar með talið grindarbotnsvöðva. Við erum eftirbátar ýmissa þjóða sem gera betur en við og í nokkrum löndum er átak í gangi um þessar mundir til að bæta þjónustu við konur í kring um fæðingu. Markmið með skimun á grindarbotnsheilsu væri að draga úr langvarandi vandamálum sem valda viðkomandi þjáningu og kosta heilbrigðiskerfið mikið. Valdefla konur til að takast á við það sem er í þeirra valdi að vinna í. Snemmíhlutun er alla jafna betri en að takast á við vandamálin áratugum seinna. Í fyrirmyndarþjóðfélagi væri þjónusta sem þessi notendum þjónustunnar að kostnaðarlausu og hluti af mæðravernd. Höfundur er doktor í líf- og læknavísindum og sérfræðingur í kvensjúkdóma- og fæðingarsjúkraþjálfun.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar