Lög og regla

Fréttamynd

Stigagangur fylltist af reyk

Stigagangur í fjölbýlishúsi við Fannafell í Reykjavík fylltist af reyk í nótt og höfðu margir íbúar í húsinu samband við slökkivliðið, sem sendi allt tiltækt lið af stað. Þegar til kom voru upptök reyksins í potti, sem gleymst hafði á logandi eldavél, en húsráðandi var ekki heima. Engin eldur hafði kviknað og reykræsti slökkviliðið íbúðina og stigaganginn.

Innlent
Fréttamynd

Slapp vel þegar sementsbíll valt

Ökumaður sementsflutningabíls slapp ótrúlega lítið meiddur þegar fjörutíu og fjögurra tonna bíllinn og tengivagn ultu langt út af þjóðveginum skammt frá Egilsstöðum í gær. Ökumannshúsið hafnaði ofan í skurði en ella hefði það kramist undan tengivagninum.

Innlent
Fréttamynd

Beindi byssu að bílstjóranum

Kona vopnuð byssu reyndi að ræna leigubílstjóra við Grensásveg skömmu fyrir klukkan átta í gærkvöld. Leigubílstjórinn náði að yfirbuga konuna, sem hann telur vera rúmlega þrítuga, og hélt henni þar til lögreglan kom og handtók hana.

Innlent
Fréttamynd

Mótmæla vægri refsingu

Landssamband lögreglumanna harmar óeðlilega væga refsingu héraðsdóms Reykjavíkur í gær yfir manni sem ákærður var fyrir fólskulega árás á tvo lögreglumenn í gær.

Innlent
Fréttamynd

Átján mánaða fangelsi fyrir ýmis ofbeldisbrot

Þrjátíu og níu ára karlmaður var dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær fyrir eignaspjöll, hótanir og líkamsárásir. Atvikin sem um ræðir beindust gegn fyrrverandi eiginkonu mannsins, fryrrverandi tengdaforeldrum, bróður hennar og einnig lögreglumönnum. Hann var ákærður fyrir að hafa kastað stóru grjóti inn um glugga íbúðar fyrrverandi mágs síns og einnig rispað bíl hans. Þegar lögregla hugðist yfirheyra manninn réðst hann að þeim með hnífi og stakk einn lögregluþjóninn í lærið.

Innlent
Fréttamynd

Tvíbrotnaði á fæti í árekstri

Ung kona tvíbrotnaði á fæti þegar bíll hennar rann í veg fyrir rútubíl á þjóðveginum skammt frá Stykkishólmi í gær, þannig að bílarnir skullu harkalega saman. Hún var fyrst flutt á sjukrahúsið í Stykkishólmi og þaðan með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landsspítalann þar sem gert var að sárum hennar.

Innlent
Fréttamynd

Lögbann tekið fyrir á morgun

Lögbannskrafa Jónínu Benediktsdóttur athafnakonu á fréttaflutning Fréttablaðsins af tölvupóstsendingum sem hún átti hlut að verður tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun.

Innlent
Fréttamynd

Ekið á hross á Norðurlandsvegi

Ekið var á hross um níuleytið í gærkvöldi í Húnavatnssýslum á Norðurlandsvegi við afleggjarann heim að Þingeyrarkirkju. Hrossið meiddist mikið en hvarf þó út í myrkrið. Það fannst nokkru síðar og þurfti að aflífa það. Bíllinn skemmdist eitthvað við áreksturinn en engan mann sakaði.

Innlent
Fréttamynd

Efnahagsbrotadeildin ekki vön frávísunum

Fjársvika- og bókhaldsbrotamáli á hendur Sveini Eyjólfssyni og fleirum var vísað frá héraðsdómi í gær. Ragnar Hall, einn verjenda, telur að ákæruskjalið hafi aldrei verið lesið yfir. Jón H. B. Snorrason saksóknari vill efnislega meðferð.

Innlent
Fréttamynd

Björgunarbeiðni vegna skútu afturkölluð

Neyðarskeyti frá neyðarsendi um borð í ástralskri skútu barst stjórnstöð Landhelgisgæslunnar/vaktstöð siglinga kl. 6:47 í morgun. Skútan var staðsett suðvestur af Nassasuaq á Suður Grænlandi og var óskað eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar um tíuleitið. Skútan fannst að lokum og björgunarbeiðnin var afturkölluð áður en Sýn, flugvél Landhelgisgæslunnar fór í loftið.

Innlent
Fréttamynd

Eldur í grilli á skyndibitastað

Betur fór en á horfðist þegar eldur gaus upp í grilli á skyndibitastað við Geirsgötu í Reykjavík í gærkvöld. Starfsfólk kallaði strax á slökkvilið, en beið ekki boðana og náði að kæfa eldinn áður en hann næði útbreiðslu. Þegar slökkviliðið kom á vettvang beið þess að reykræsta staðinn, en eitthvað tjón mun hafa hlotist af reyk. Engan sakaði.

Innlent
Fréttamynd

Alvarlega slösuð eftir að hafa dottið af hestbaki

Konan sem féll af hestbaki við Syðra-Langholt í Hrunamannahreppi fyrr í dag er alvarlega slösuð. TF-LÍF, þyrla Landhelgisgæslunnar, sótti stúlkuna austur fyrir fjall laust eftir hádegi í dag og flaug með hana beint á Landspítalann í Fossvogi þar sem hún var flutt á gjörgæsludeild. Að sögn vakthafandi læknis er hún nú í aðgerð og er ástand hennar alvarlegt.

Innlent
Fréttamynd

Refsing vegna líkamsárásar felld niður

Tuttugu og átta ára gamall karlmaður var sakfelldur í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag af líkamsárás í ágúst í fyrra í miðbæ Reykjavíkur. Hann var árkærður fyrir að hafa slegið annan karlmann hnefahöggi í andlitið og veitt honum talsverða áverka.

Innlent
Fréttamynd

Ástþóri dæmdar bætur vegna frelsissviptingar

Hæstiréttur dæmdi í dag íslenska ríkið til að greiða Ástþóri Magnússyni 150 þúsund krónur vegn frelsissviptingar, en Ástþór var handtekinn og sat í gæsluvarðhaldi í fjóra daga síðla nóvember 2002 fyrir að hafa sent orðsendingu um að hætta væri á hryðjuverkaárás á íslenska flugvél.

Innlent
Fréttamynd

Segist ekkert vita um sprengju undir bíl

Sprengja sprakk undir mannlausum bíl við Mylluna í Skeifunni í nótt. Fjarlægja þurfti sprengjubrot úr fæti á konu sem stóð skammt frá bílnum. Sá sem hafði bílinn til umráða segist enga hugmynd hafa um af hverju sprengja var undir bílnum.

Innlent
Fréttamynd

Bubbi krefur Hér og nú um 20 milljónir

Bubbi Morthens ætlar að krefja útgefanda og ritstjóra tímaritsins Hér og nú um tuttugu milljónir króna í skaðabætur vegna umfjöllunar og myndbirtinga blaðsins um hann.

Innlent
Fréttamynd

Portúgali handtekinn vegna meintrar fíkniefnasölu

Eitt hunndrað grömm af ætluðu hassi fundust í sölupakkningum í vistarverum 34 ára Portúgala á Kárahnjúkum í lok október. Einnig var lagt hald á tölvu og tæplega 300 þúsund krónur í peningum. Maðurinn var í frí þegar leitin var gerð og var hann handtekinn á Egilsstaðaflugvelli í gær.

Innlent
Fréttamynd

Nokkuð um umferðaróhöpp í Reykjavík í dag

Nokkuð hefur verið um umferðaróhöpp í Reykjavík í dag, bæði vegna hálku og þess að sól er lágt á lofti. Bíll valt á hliðina við Starengi í Grafarvogi laust eftir hádegi í dag eftir að ökumaður hans hafði misst stjórn á honum og bíllinn runnið á ljósastaur. Að sögn lögreglu voru slys á fólki minni háttar en bíllinn mun vera skemmdur.

Innlent
Fréttamynd

Vesturlandsvegur lokaður vegna umferðarslyss

Vesturlandsvegur verður lokaður um óákveðin tíma sunnanmegin við Hvalfjarðargöng vegna umferðarslyss sem varð þar í hádeginu. Þar valt bíll og mun tvennt vera fast í honum en lögregla og slökkvilið vinna að því að losa fólkið.

Innlent
Fréttamynd

Bílvelta nærri Hvalfjarðargöngum

Bíll valt á veginum skammt frá Hvalfjarðargöngum, sunnanmegin, fyrir stundu. Lögegla og sjúkralið frá Reykjavík og Akranesi eru komin á staðinn. Tvennt er fast í bílnum og er tækjabíll frá Reykjavík rétt ókominn á vettvang.

Innlent
Fréttamynd

Ofsaakstur í Ártúnsbrekku

Ökumaður var tekinn á 155 kílómetra hraða á klukkustund í Ártúnsbrekkunni fyrr í kvöld. Ökumaðurinn var sviptur réttindum á staðnum og getur búist við að þurfa að greiða vænar sektir fyrir athæfið.

Innlent
Fréttamynd

Malarflutningabíll valt í Mosfellsbæ

Malarflutningabíll fór út af veginum í Mosfellsbæ og er maður fastur í honum. Lögregla, sjúkrabíll og tækjabíll eru á leiðinni á slysstað en ekki er vitað á þessari stundu hversu mikið maðurinn er slasaður. Þá fauk gámur af bíl í Kollafirði.

Innlent
Fréttamynd

Dæmdur fyrir að stela bílum

Rúmlega þrítugur karlmaður var í morgun dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að ræna tveimur bílum og keyra þá um götur Reykjavíkur uns lögregla stöðvaði för hans. Maðurinn var jafnframt ökuréttindalaus þegar þetta gerðist.

Innlent
Fréttamynd

Fjórir bílar ultu á Reykjanesbraut í morgun

Fjórir bílar ultu út af Reykjanesbrautinni á milli Voga og Straums, með skömmu millibili upp úr klukkan sjö í morgun þegar ísing myndaðist óvænt á brautinni. Aðeins einn maður meiddist lítillega og var fluttur á slysadeild Borgarspítalans en mikið eignatjón varð.

Innlent
Fréttamynd

Barði dyravörð á Gauki á Stöng

Ölvaður unglingur réðst að tilefnislausu á dyravörð á Gauki á Stöng í nótt og barði hann svo rækilega að flytja þurfti dyravörðinn á slysadeild til aðhlynningar. Lögreglumenn náðu að yfirbuga unglinginn, sem gistir fangageymslur.

Innlent
Fréttamynd

Parið situr inni fram að dómi

Réttað verður í Suður-Afríku 18. apríl á næsta ári í máli morðingja Gísla Þorkels­sonar, að sögn Andy Pieke, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni í Boksburg, úthverfi Jóhannesarborgar.

Innlent
Fréttamynd

Mál Auðar gegn Hannesi upp í desember

Máli Auðar Laxness, ekkju Halldórs Laxness, gegn Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni prófessor var frestað til 19. desember næstkomandi við fyrirtöku í Héraðdsómi Reykjavíkur í morgun. Auður höfðaði málið vegna meintra brota á höfundarrétti í bók Hannesar um Nóbelskáldið, Halldór.

Innlent
Fréttamynd

Máli vegna meintra atvinnréttindabrota vísað frá

Héraðsdómur Reykjaness hefur vísað frá dómi máli ákæruvaldsins gegn fyrirsvarsmanni SK Smáverka ehf. og Perlunnar ehf. um að hafa brotið lög um atvinnuréttindi útlendinga með því að ráða í vinnu til sín sex Litháa.

Innlent
Fréttamynd

Fyrirtaka í máli Auðar gegn Hannesi

Nú klukkan tíu verður fyrirtaka í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli Auðar Laxness, ekkju Halldórs Laxness, gegn Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni prófessor vegna meintra brota á höfundarrétti í bók Hannesar um Nóbelskáldið, Halldór.

Innlent