Innlent

Mál Auðar gegn Hannesi upp í desember

Máli Auðar Laxness, ekkju Halldórs Laxness, gegn Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni prófessor var frestað til 19. desember næstkomandi við fyrirtöku í Héraðdsómi Reykjavíkur í morgun. Auður höfðaði málið vegna meintra brota á höfundarrétti í bók Hannesar um Nóbelskáldið, Halldór.

Í héraðsdómi í morgun lagði lögmaður Auðar fram stefnu til viðbótar þeirri sem vísað var frá Héraðsdómi fyrr á árinu, en Hæstiréttur felldi úr gildi þann frávísunarúrskurð í síðasta mánuði á þeim grundvelli að ekki yrðu gerðar sambærilegar kröfur til málatilbúnaðar í stefnu og gerðar væru í opinberu máli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×