Innlent

Máli vegna meintra atvinnréttindabrota vísað frá

Héraðsdómur Reykjaness hefur vísað frá dómi máli ákæruvaldsins gegn fyrirsvarsmanni SK Smáverka ehf. og Perlunnar ehf. um að hafa brotið lög um atvinnuréttindi útlendinga með því að ráða í vinnu til sín sex Litháa.

SK Smáverk ehf. og Perlan ehf. réðu til sín sex Litháa til starfa við byggingavinnu hér á landi. Mennirnir störfuðu hér með stuttum hléum árið 2003. Ákærði hafði stofnað ásamt öðrum félagið Smaajob I/S í Danmörku sumarið áður.

Félagið keypti dekkjaverksmiðju í Hveragerði og átti að flytja hana til Danmerkur og setja þar upp. Í því skyni fékk félagið atvinnuleyfi í Danmörku fyrir Litháana. Ákærði fylgdi mönnunum til Íslands og framvísaði vegabréfi þeirra og atvinnuleyfi í Danmörku. Ákærði taldi sig hafa leyfi til að láta mennina starfa hér á grundvelli EES-samningsins og fékk svör á þá lund hjá Vinnumálastofnun. Vegna tafa á framkvæmdum í Hveragerði fékk ákærði mennina til að vinna í almennri byggingavinnu á vegum Húsaness. Ákærunni var vísað frá dómi vegna annmarka.

Jón Einar Jakobsson, verjandi í málinu, telur að dómstólnum hefði borið að sýkna vegna galla í ákæruskjalinu en ekki eingöngu vísa málinu frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×