Lög og regla Rjúpnaskyttur gripnar á Þingvöllum Lögreglumenn frá Selfossi stóðu tvær rjúpnaskyttur að ólöglegum veiðum í þjóðgarðinum á Þingvöllum í gær. Skotmennirnir höfðu skotið fjórar rjúpur þegar að var komið, og lagði lögregla hald á þær og skotvopln mannanna, sem eiga yfir höfði sér sektir, þar sem skotveiðar eru bannaðar í þjóðgarðinum. Innlent 26.10.2005 07:21 Sveitarstjórnarmenn ekki á eitt sáttir Hugmyndir að breyttri skipan lögregluembætta víða um land fara mis vel í sveitarstjórnarmenn. Sveitarstjórinn í Reykhólahreppi undrast að samgöngubætur í sýslunni skuli ekki hafa verið höfð til hliðsjónar. Bæjarstjórinn á Hornafirði segir að við fyrstu sýn virðist tillögurnar ganga þvert á hugmyndir um nærþjónustu og ákvarðantöku íbúa í héraði. Innlent 26.10.2005 07:21 Leituðu konu og stúlku á Möðrudalsöræfum Kona og stúlka sem leitað var að á Austurlandi fundust heilar á húfi á Möðrudalsöræfum laust fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi. Þær voru gestkomandi á bæ í Breiðdal en ætluðu í stuttan bíltúr um hádegisbil. Þegar þær voru ekki komnar aftur um kvöldmatarleytið hófu björgunarsveitir leit eystra og eftirgrennslan víða um land. Innlent 26.10.2005 07:18 Kókaín í umslaginu Grunur leikur á að fíkniefni hafi verið send til landsins í allmörgun póstsendingum að undanförnu. Karl og kona sitja í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Lögregla gerði nýverið upptækt umslag á leið til landsins en í því var kókaín. Innlent 26.10.2005 03:11 Verkalýðsfélög kæra starfsmannaleigu Fimm verkalýðsfélög hafa sent kærur til sýslumannsins í sínu umdæmi vegna starfsmannaleigunnar 2B. Þau vilja láta reyna á lögmæti starfseminnar. Lögmaður 2B vísar því alfarið á bug að félagið starfi ekki innan ramma laga. Innlent 26.10.2005 02:57 Nýskipan lögreglumála: Framkvæmdanefnd um nýskipan lögreglumála leggur til að lögregluembætti landsins verði 15, þar af sjö lykilembætti, en í dag eru embættin 26. Innlent 26.10.2005 02:54 Rannsóknir samræmdar Ríkislögreglustjóri hefur gert samning til eins árs við Fræðslumiðstöð bílgreina um framkvæmd bíltæknirannsókna vegna umferðarslysa. Rannsakað verður ástand ökutækja sem lent hafa í alvarlegu umferðarslysi eða þar sem grunur leikur á að ástandi ökutækis sé verulega ábótavant. Innlent 26.10.2005 01:24 Í kjölfar Ægis Skipstjórinn á Síldveiðiskipinu Hákoni EA kallaði eftir aðstoð Landhelgisgæslunar eldsnemma í gærmorgun eftir að skipið hafði fengið nótina í skrúfuna. Var skipið þá að síldarveiðum í Jökuldýpi suðvestur af Snæfellsjökli. Varðskipið Ægir var komið á vettvang klukkan átta í gærmorgun. Kafarar gátu ekki leyst nótina þar sem straumþungi var mikill og því var Ægir látinn draga síldveiðiskipið til Reykjavíkurhafnar. Innlent 26.10.2005 02:46 Ríkið sýknað Bótakröfu konu á fertugsaldri á hendur ríkinu upp á rúmar 48 milljónir króna var í gær hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur. Í febrúar 2000 var æxli fjarlægt úr höfði konunnar á sjúkrahúsi í Bandaríkjunum en hún vildi meina að meinið hefði átt að greina hér í mæðraskoðun árið 1998. Þannig hefði mátt koma í veg fyrir varanlega örorku hennar, sem metin er 100 prósent. Innlent 26.10.2005 02:44 Ærumeiðingar í garð lögreglu: Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í gær Björn Tómas Sigurðsson af ákærum um ærumeiðingar en hann brigslaði tveimur lögreglumönnum á heimasíðu sinni og í fjölmiðlum um að láta fíkniefnasala vita af aðgerðum lögreglunnar. Innlent 26.10.2005 02:06 Vörubíll út í móa og á hlið Bílstjóri vörubíls var hætt kominn í gærmorgun við Lögbergsbrekku á Suðurlandsvegi. Að sögn lögreglunnar í Kópavogi missti hann meðvitund með þeim afleiðingum að vörubíllinn fór út af veginum og valt á hliðina um það bil þrjátíu metrum utan vegar. Ökumanninn sakaði ekki. Grafa sem var á vinnusvæði skammt hjá var notuð til að toga bílinn á rétta hlið aftur. Innlent 26.10.2005 01:42 Embættum fækkar í fimmtán Lögregluumdæmum landsins fækkar um ellefu, úr 26 í fimmtán samkvæmt tillögum framkvæmdanefndar á vegum dómsmálaráðherra sem hefur nú samþykkt tillögur nefndarinnar. Innlent 25.10.2005 13:04 Dæmdur fyrir fíkniefnasölu Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi mann í gær til tíu mánaða fangelsisvistar fyrir að selja fíkniefni. Sjö mánuðir af refsingunni eru skilorðsbundnir til þriggja ára. Innlent 25.10.2005 10:53 Gluggagægir í Þingholtunum Grunur leikur á að gluggagægir hafi verið á ferðinni í Þingholtunum í nótt , en hann fanst ekki þrátt fyrir talsverða leit lögreglunnar. Íbúi í húsi á svæðinu sá manninn á glugga íbúðar sinnar en hann forðaði sér í skyndingu þegar hann sá að íbúinn hafði orðið hans var. Innlent 25.10.2005 07:27 Hefur vinnu á mánudag Björn Bjarnason setti í dag Sigurð Tómas Magnússon ríkissaksóknara til að fara með þrjátíu og tvo ákæruliði Baugsmálsins. Sigurður Tómas hefur ekki fengið gögn um Baugsmálið í hendurnar en hann ætlar að hefja vinnu við það á mánudaginn. Hann vill ekki að málið dragist á langinn og stefnir að því að ákvörðun um framhaldið liggi fyrir ekki síðar en í febrúarlok. Innlent 23.10.2005 17:51 Slasaðist á torfæruhjóli Sautján ára réttindalaus pilltur á torfæruhjóli slasaðist þegar hann lenti í árekstri við bíl á Villingaholtsvegi austan við Selfoss í gærkvöld. Innlent 23.10.2005 17:51 Velti bíl í togi Stjórnandi bíls meiddist eitthvað þegar bíllinn sem hann stjórnaði í drætti aftan í öðrum bíl, valt út af þjóðveginum austan við Húsavík í gærkvöldi. Innlent 23.10.2005 17:51 Bað um að dómur sinn yrði þyngdur Menn ganga misjafnlega langt til að hylla íþróttastjörnur sem þeir hafa í uppáhaldi. Sennilega hafa fáir gengið jafn langt og Eric James Torpy sem var fundinn sekur um morð. Sport 23.10.2005 17:51 Dæmdur fyrir að skalla mann Tuttugu og tveggja ára karlmaður var í dag dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Vestfjarða, fyrir að skalla tæplega þrítugann mann í maí síðastliðnum. Maðurinn sem ráðist var á meiddist á vör, auk þess sem árásin olli því að það brotnaði upp úr tveim tönnum hans. Innlent 23.10.2005 17:51 Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi Tvítugur piltur var dæmdur til þrjátíu daga skilorðsbundinnar fangelsisvistar í Hæstarétti í dag. Hann var fundinn sekur um manndráp af gáleysi með því að hafa bakkað bíl sínum út úr stæði og á gangstétt þar sem hann bakkaði á eldri konu sem lést af völdum áverka sem hún hlaut. Innlent 23.10.2005 17:51 Baugsmálið ekki tekið fyrir Baugsmálið verður ekki tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkurí dag eins og greint var frá á Vísi í morgun. Vegna formgalla einhvers konar var villa í útsendum gögnum frá dóminum þar sem kom fram að málið yrði tekið fyrir nú fyrir hádegi. Ekki hefur enn verið ákveðið hvenær málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi. Innlent 23.10.2005 17:51 Sýknað af bótakröfu Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði Flugleiðir í dag af átta og hálfrar milljóna króna skaðabótakröfu fyrrverandi starfsmanns fyrirtækisins, sem slasaðist við vinnu á Keflavíkurflugvelli 1. desember 1999. Innlent 23.10.2005 17:51 Stálu sextán gróðurhúsalömpum Þjófar brutust inn í gróðrastöð í Hveragerði í nótt og höfðu talsverð verðmæti á brott með sér auk þess að valda nokkrum skemmdum. Þeir stálu meðal annars sextán gróðurhúsalömpum, sem vinsælir eru til kannabisræktar, og tölvubúnaði. Þjófarnir voru horfnir af vettvangi þegar innbrotsins varð vart og er þeirra nú leitað. Innlent 23.10.2005 17:50 Baugsmálið tekið fyrir í dag Baugsmálið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan korter yfir níu. Öllum ákæruliðunum fjörutíu var vísað frá dóminum í síðasta mánuði en ákæruvaldið áfrýjaði úrskurðinum til Hæstaréttar. Þar var svo öllum ákærunum nema átta vísað frá á dögunum. Ákæruliðirnir sem eftir standa varða meint brot á almennum hegningarlögum, tollalagabrot og lög um ársreikninga. Innlent 23.10.2005 17:51 Misnotaði tólf ára stúlku Hæstiréttur staðfesti í dag tveggja og hálfs árs fangelsisdóm yfir karlmanni sem misnotaði dóttur sambýliskonu sinnar kynferðislega á sex ára tímabili. Maðurinn var fundinn sekur um að hafa fyrst haft samræði við stúlkuna þegar hún var tólf ára, aftur nokkrum sinnum þegar stúlkan var þrettán til fjórtán ára og að lokum þegar hún var átján ára. Innlent 23.10.2005 17:51 Tvö ár fyrir kynferðisbrot 37 ára gamall karlmaður, Ólafur Eggert Ólafsson var í dag dæmdur í tveggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur, fyrir margvísleg kynferðisleg brot gegn þremur fimmtán ára stúlkum á árunum 2001 og 2002. Innlent 23.10.2005 17:51 Réðst á lögregumenn með hnífi Málflutningi í máli manns sem ákærður er fyrir að hafa ráðist á lögreglumenn með hnífi í fyrra og hótað barnsmóður sinni lífláti lauk í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Maðurinn neitar sök. Innlent 23.10.2005 17:57 Stefndi í óeirðir í Grindavík Á fjórða tug reiðra ungmenna á nokkrum bílum héldu frá Keflavík til Grindavíkur á tíunda tímanum í gærkvöld til að jafna einhverjar óljósar sakir við ungmenni þar, og stefndi í óeirðir. Lögreglunni í Keflavík var gert viðvart, sem sendi þegar nokkra lögreglumenn á tveimur bílum á vettvang, og tókst lögreglumönnunum að stilla til friðar áður en til átaka kom. Innlent 23.10.2005 17:50 Fær ekki lífeyri föður síns Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins var sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun af kröfu konu sem fór fram á að fá greiddan lífeyri eftir föður sinn. Innlent 23.10.2005 17:50 Sýknuð af kókaínsmygli Sautján ára stúlka sem ákærð var fyrir smygl á kókaíni í Bretlandi var nú fyrir stundu sýknuð. Stúlkan kom fyrir dómara í Inner London Crown Court. Hún hélt því fram fyrir dómi að hún hefði verið burðardýr og haldið að hún væri að flytja peninga. Stúlkan grét við dómsuppkvaðningu þegar henni var ljóst að hún yrði látin laus. Innlent 23.10.2005 17:50 « ‹ 22 23 24 25 26 27 28 29 30 … 120 ›
Rjúpnaskyttur gripnar á Þingvöllum Lögreglumenn frá Selfossi stóðu tvær rjúpnaskyttur að ólöglegum veiðum í þjóðgarðinum á Þingvöllum í gær. Skotmennirnir höfðu skotið fjórar rjúpur þegar að var komið, og lagði lögregla hald á þær og skotvopln mannanna, sem eiga yfir höfði sér sektir, þar sem skotveiðar eru bannaðar í þjóðgarðinum. Innlent 26.10.2005 07:21
Sveitarstjórnarmenn ekki á eitt sáttir Hugmyndir að breyttri skipan lögregluembætta víða um land fara mis vel í sveitarstjórnarmenn. Sveitarstjórinn í Reykhólahreppi undrast að samgöngubætur í sýslunni skuli ekki hafa verið höfð til hliðsjónar. Bæjarstjórinn á Hornafirði segir að við fyrstu sýn virðist tillögurnar ganga þvert á hugmyndir um nærþjónustu og ákvarðantöku íbúa í héraði. Innlent 26.10.2005 07:21
Leituðu konu og stúlku á Möðrudalsöræfum Kona og stúlka sem leitað var að á Austurlandi fundust heilar á húfi á Möðrudalsöræfum laust fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi. Þær voru gestkomandi á bæ í Breiðdal en ætluðu í stuttan bíltúr um hádegisbil. Þegar þær voru ekki komnar aftur um kvöldmatarleytið hófu björgunarsveitir leit eystra og eftirgrennslan víða um land. Innlent 26.10.2005 07:18
Kókaín í umslaginu Grunur leikur á að fíkniefni hafi verið send til landsins í allmörgun póstsendingum að undanförnu. Karl og kona sitja í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Lögregla gerði nýverið upptækt umslag á leið til landsins en í því var kókaín. Innlent 26.10.2005 03:11
Verkalýðsfélög kæra starfsmannaleigu Fimm verkalýðsfélög hafa sent kærur til sýslumannsins í sínu umdæmi vegna starfsmannaleigunnar 2B. Þau vilja láta reyna á lögmæti starfseminnar. Lögmaður 2B vísar því alfarið á bug að félagið starfi ekki innan ramma laga. Innlent 26.10.2005 02:57
Nýskipan lögreglumála: Framkvæmdanefnd um nýskipan lögreglumála leggur til að lögregluembætti landsins verði 15, þar af sjö lykilembætti, en í dag eru embættin 26. Innlent 26.10.2005 02:54
Rannsóknir samræmdar Ríkislögreglustjóri hefur gert samning til eins árs við Fræðslumiðstöð bílgreina um framkvæmd bíltæknirannsókna vegna umferðarslysa. Rannsakað verður ástand ökutækja sem lent hafa í alvarlegu umferðarslysi eða þar sem grunur leikur á að ástandi ökutækis sé verulega ábótavant. Innlent 26.10.2005 01:24
Í kjölfar Ægis Skipstjórinn á Síldveiðiskipinu Hákoni EA kallaði eftir aðstoð Landhelgisgæslunar eldsnemma í gærmorgun eftir að skipið hafði fengið nótina í skrúfuna. Var skipið þá að síldarveiðum í Jökuldýpi suðvestur af Snæfellsjökli. Varðskipið Ægir var komið á vettvang klukkan átta í gærmorgun. Kafarar gátu ekki leyst nótina þar sem straumþungi var mikill og því var Ægir látinn draga síldveiðiskipið til Reykjavíkurhafnar. Innlent 26.10.2005 02:46
Ríkið sýknað Bótakröfu konu á fertugsaldri á hendur ríkinu upp á rúmar 48 milljónir króna var í gær hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur. Í febrúar 2000 var æxli fjarlægt úr höfði konunnar á sjúkrahúsi í Bandaríkjunum en hún vildi meina að meinið hefði átt að greina hér í mæðraskoðun árið 1998. Þannig hefði mátt koma í veg fyrir varanlega örorku hennar, sem metin er 100 prósent. Innlent 26.10.2005 02:44
Ærumeiðingar í garð lögreglu: Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í gær Björn Tómas Sigurðsson af ákærum um ærumeiðingar en hann brigslaði tveimur lögreglumönnum á heimasíðu sinni og í fjölmiðlum um að láta fíkniefnasala vita af aðgerðum lögreglunnar. Innlent 26.10.2005 02:06
Vörubíll út í móa og á hlið Bílstjóri vörubíls var hætt kominn í gærmorgun við Lögbergsbrekku á Suðurlandsvegi. Að sögn lögreglunnar í Kópavogi missti hann meðvitund með þeim afleiðingum að vörubíllinn fór út af veginum og valt á hliðina um það bil þrjátíu metrum utan vegar. Ökumanninn sakaði ekki. Grafa sem var á vinnusvæði skammt hjá var notuð til að toga bílinn á rétta hlið aftur. Innlent 26.10.2005 01:42
Embættum fækkar í fimmtán Lögregluumdæmum landsins fækkar um ellefu, úr 26 í fimmtán samkvæmt tillögum framkvæmdanefndar á vegum dómsmálaráðherra sem hefur nú samþykkt tillögur nefndarinnar. Innlent 25.10.2005 13:04
Dæmdur fyrir fíkniefnasölu Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi mann í gær til tíu mánaða fangelsisvistar fyrir að selja fíkniefni. Sjö mánuðir af refsingunni eru skilorðsbundnir til þriggja ára. Innlent 25.10.2005 10:53
Gluggagægir í Þingholtunum Grunur leikur á að gluggagægir hafi verið á ferðinni í Þingholtunum í nótt , en hann fanst ekki þrátt fyrir talsverða leit lögreglunnar. Íbúi í húsi á svæðinu sá manninn á glugga íbúðar sinnar en hann forðaði sér í skyndingu þegar hann sá að íbúinn hafði orðið hans var. Innlent 25.10.2005 07:27
Hefur vinnu á mánudag Björn Bjarnason setti í dag Sigurð Tómas Magnússon ríkissaksóknara til að fara með þrjátíu og tvo ákæruliði Baugsmálsins. Sigurður Tómas hefur ekki fengið gögn um Baugsmálið í hendurnar en hann ætlar að hefja vinnu við það á mánudaginn. Hann vill ekki að málið dragist á langinn og stefnir að því að ákvörðun um framhaldið liggi fyrir ekki síðar en í febrúarlok. Innlent 23.10.2005 17:51
Slasaðist á torfæruhjóli Sautján ára réttindalaus pilltur á torfæruhjóli slasaðist þegar hann lenti í árekstri við bíl á Villingaholtsvegi austan við Selfoss í gærkvöld. Innlent 23.10.2005 17:51
Velti bíl í togi Stjórnandi bíls meiddist eitthvað þegar bíllinn sem hann stjórnaði í drætti aftan í öðrum bíl, valt út af þjóðveginum austan við Húsavík í gærkvöldi. Innlent 23.10.2005 17:51
Bað um að dómur sinn yrði þyngdur Menn ganga misjafnlega langt til að hylla íþróttastjörnur sem þeir hafa í uppáhaldi. Sennilega hafa fáir gengið jafn langt og Eric James Torpy sem var fundinn sekur um morð. Sport 23.10.2005 17:51
Dæmdur fyrir að skalla mann Tuttugu og tveggja ára karlmaður var í dag dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Vestfjarða, fyrir að skalla tæplega þrítugann mann í maí síðastliðnum. Maðurinn sem ráðist var á meiddist á vör, auk þess sem árásin olli því að það brotnaði upp úr tveim tönnum hans. Innlent 23.10.2005 17:51
Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi Tvítugur piltur var dæmdur til þrjátíu daga skilorðsbundinnar fangelsisvistar í Hæstarétti í dag. Hann var fundinn sekur um manndráp af gáleysi með því að hafa bakkað bíl sínum út úr stæði og á gangstétt þar sem hann bakkaði á eldri konu sem lést af völdum áverka sem hún hlaut. Innlent 23.10.2005 17:51
Baugsmálið ekki tekið fyrir Baugsmálið verður ekki tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkurí dag eins og greint var frá á Vísi í morgun. Vegna formgalla einhvers konar var villa í útsendum gögnum frá dóminum þar sem kom fram að málið yrði tekið fyrir nú fyrir hádegi. Ekki hefur enn verið ákveðið hvenær málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi. Innlent 23.10.2005 17:51
Sýknað af bótakröfu Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði Flugleiðir í dag af átta og hálfrar milljóna króna skaðabótakröfu fyrrverandi starfsmanns fyrirtækisins, sem slasaðist við vinnu á Keflavíkurflugvelli 1. desember 1999. Innlent 23.10.2005 17:51
Stálu sextán gróðurhúsalömpum Þjófar brutust inn í gróðrastöð í Hveragerði í nótt og höfðu talsverð verðmæti á brott með sér auk þess að valda nokkrum skemmdum. Þeir stálu meðal annars sextán gróðurhúsalömpum, sem vinsælir eru til kannabisræktar, og tölvubúnaði. Þjófarnir voru horfnir af vettvangi þegar innbrotsins varð vart og er þeirra nú leitað. Innlent 23.10.2005 17:50
Baugsmálið tekið fyrir í dag Baugsmálið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan korter yfir níu. Öllum ákæruliðunum fjörutíu var vísað frá dóminum í síðasta mánuði en ákæruvaldið áfrýjaði úrskurðinum til Hæstaréttar. Þar var svo öllum ákærunum nema átta vísað frá á dögunum. Ákæruliðirnir sem eftir standa varða meint brot á almennum hegningarlögum, tollalagabrot og lög um ársreikninga. Innlent 23.10.2005 17:51
Misnotaði tólf ára stúlku Hæstiréttur staðfesti í dag tveggja og hálfs árs fangelsisdóm yfir karlmanni sem misnotaði dóttur sambýliskonu sinnar kynferðislega á sex ára tímabili. Maðurinn var fundinn sekur um að hafa fyrst haft samræði við stúlkuna þegar hún var tólf ára, aftur nokkrum sinnum þegar stúlkan var þrettán til fjórtán ára og að lokum þegar hún var átján ára. Innlent 23.10.2005 17:51
Tvö ár fyrir kynferðisbrot 37 ára gamall karlmaður, Ólafur Eggert Ólafsson var í dag dæmdur í tveggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur, fyrir margvísleg kynferðisleg brot gegn þremur fimmtán ára stúlkum á árunum 2001 og 2002. Innlent 23.10.2005 17:51
Réðst á lögregumenn með hnífi Málflutningi í máli manns sem ákærður er fyrir að hafa ráðist á lögreglumenn með hnífi í fyrra og hótað barnsmóður sinni lífláti lauk í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Maðurinn neitar sök. Innlent 23.10.2005 17:57
Stefndi í óeirðir í Grindavík Á fjórða tug reiðra ungmenna á nokkrum bílum héldu frá Keflavík til Grindavíkur á tíunda tímanum í gærkvöld til að jafna einhverjar óljósar sakir við ungmenni þar, og stefndi í óeirðir. Lögreglunni í Keflavík var gert viðvart, sem sendi þegar nokkra lögreglumenn á tveimur bílum á vettvang, og tókst lögreglumönnunum að stilla til friðar áður en til átaka kom. Innlent 23.10.2005 17:50
Fær ekki lífeyri föður síns Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins var sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun af kröfu konu sem fór fram á að fá greiddan lífeyri eftir föður sinn. Innlent 23.10.2005 17:50
Sýknuð af kókaínsmygli Sautján ára stúlka sem ákærð var fyrir smygl á kókaíni í Bretlandi var nú fyrir stundu sýknuð. Stúlkan kom fyrir dómara í Inner London Crown Court. Hún hélt því fram fyrir dómi að hún hefði verið burðardýr og haldið að hún væri að flytja peninga. Stúlkan grét við dómsuppkvaðningu þegar henni var ljóst að hún yrði látin laus. Innlent 23.10.2005 17:50