Innlent

Ríkið sýknað

Bótakröfu konu á fertugsaldri á hendur ríkinu upp á rúmar 48 milljónir króna var í gær hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur. Í febrúar 2000 var æxli fjarlægt úr höfði konunnar á sjúkrahúsi í Bandaríkjunum en hún vildi meina að meinið hefði átt að greina hér í mæðraskoðun árið 1998. Þannig hefði mátt koma í veg fyrir varanlega örorku hennar, sem metin er 100 prósent.

Mat dómsins er að ekki hafi verið hægt að líta svo á að konan væri með einkenni sem bentu til að bráð hætta væri í vændum, líkt og svo hafi komið í ljós.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×