Lög og regla

Fréttamynd

Hákon Eydal í sextán ára fangelsi

Hákon Eydal var dæmdur til sextán ára fangelsisvistar fyrir morðið á fyrrum sambýliskonu sinni Sri Rahmawati. Hæstiréttur staðfesti þar með dóm Héraðsdóms Reykjavíkur. Honum ber jafnframt að greiða börnum Sri bætur að upphæð 22 milljónir króna og þriggja og hálfrar milljónar króna sakarkostnað.

Innlent
Fréttamynd

Hæstiréttur í Baugsmáli

Forseti hæstaréttar hefur ákveðið hverjir munu sitja í dómnum sem fjallar um Baugsmálið. Jón H.B. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra vísaði úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur um frávísun á öllum ákærum í Baugsmálinu til hæstaréttar í síðustu viku. Forseti hæstaréttar hefur nú ákveðið hvaða fimm dómarar fjalli um málið. Þeir eru: forsetinn sjálfur, Markús Sigurbjörnsson, Garðar Gíslason, Guðrún Erlendsdóttir, Gunnlaugur Claessen og Ingibjörg Benediktsdóttir.

Innlent
Fréttamynd

Kveiktu í gámum í Eyjum

Ungir drengir kveiktu í óvitaskap í tveimur gámum í Vestmannaeyjum í gær með þeim afleiðingum að ýmis búnaður frjálsíþróttafélagsins Óðins, sem var í öðrum gámnum, stórskemmdist. Ekkert tjón varð í hinum gámnum. Drengirnir forðuðu sér en í gærkvöldi kom hið sanna í ljós og var rætt við foreldra drengjanna sem eru fullir iðrunar.

Innlent
Fréttamynd

Óvíst hvort skútu verður bjargað

Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvort reyna á að bjarga skútunni Vamos sem nú rekur stjórnlaust í vonskuveðri um 160-170 kílómetra frá Straumnesi norðvestur af Vestfjörðum. Kristján Þ. Jónsson hjá Landhelgisgæslunni sagði að vonskuveður væri á þessu svæði sem er innan grænlenskrar lögsögu en þó innan leitar- og björgunarsvæðis Landhelgisgæslunnar.

Innlent
Fréttamynd

Baugur undirbýr skaðabótamál

Stjórnendur Baugs Group undirbúa skaðabótamál og ætla að kanna hvort efni sé til opinberrar rannsóknar á gerðum fimm einstaklinga vegna aðdraganda Baugsmálsins. Þetta eru þau Styrmir Gunnarsson, Jónína Benediktsdóttir, Jón Gerald Sullenberger, Jón Steinar Gunnlaugsson og Kjartan Gunnarsson.

Innlent
Fréttamynd

Tafir á umferð í Svínadal

Lögreglan í Búðardal segir að töluverðar tafir verði á umferð um Svínadal í Dalasýslu fram eftir degi þar sem verið er að ná upp fjárflutningabíl sem valt þar í gær. Vegfarendum er bent á nota veginn um Fellsströnd í staðinn.

Innlent
Fréttamynd

Fordæmir vinnubrögð lögreglu

Femínistafélag Íslands átelur vinnubrögð lögreglunnar í Reykjavík sem urðu til þess að saksóknari ákvað að láta niður falla mál þriggja manna sem sakaðir voru um hópnauðgun. 

Innlent
Fréttamynd

Ketamín einnig notað hér á landi

Ketamín, staðdeyfilyf fyrir hesta sem Sky-sjónvarpsstöðin greindi í dag frá að sé notað á breskum næturklúbbum sem vímugjafi, hefur borist hingað til lands á síðustu árum í nokkrum mæli að sögn Ásgeirs Karlssonar, yfirmanns fíkniefnalögreglunnar í Reykjavík

Innlent
Fréttamynd

Hrossadeyfilyf notað sem dóp

Deyfilyf fyrir hross eru nýjasta fíkniefnið í tísku á næturklúbbum Bretlands. Lyfið er mjög ávanabindandi og sífellt fleiri ungmenni þurfa á meðferð að halda eftir að hafa orðið háð því.

Innlent
Fréttamynd

Sjötug kona beitt ofbeldi

Kona á sjötugsaldri varð fyrir líkamsárás í Vestmannaeyjum aðfarafótt sunnudags eftir að hafa kvartað undan hávaða hjá nágrönnum. Að sögn lögreglunnar í Vestmannaeyjum er atburðarásin óljós, en konan virðist hafa bankað upp á í íbúðinni fyrir ofan hennar og gert athugasemdir við gleðskapinn.

Innlent
Fréttamynd

Barin fyrir að kvarta undan látum

Kona á sjötugsaldri varð fyrir líkamsárás í Vestmannaeyjum eftir að hún hafði kvartað undan partílátum og næturhávaða aðfararnótt sunnudags.

Innlent
Fréttamynd

Björguðu manni af skútu í háska

Áhöfn stóru þyrlu Landhelgisgæslunnar tókst í morgun með harðfylgi, að bjarga manni af skútu í sjávarháska á milli Íslands og Grænlands, en félagi hans fannst ekki og er talinn af.

Innlent
Fréttamynd

Efni og vog gerð upptæk

Við húsleit á heimili 22 ára gamals manns í Grafarholti í Reykjavík í vor fann lögregla nokkurt magn fíkniefna sem að hluta til voru talin ætluð til sölu. Mál mannsins var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í vikunni.

Innlent
Fréttamynd

Óttast um bandaríska skútu

Fokker-vél og stóra þyrla Landhelgisgæslunnar voru rétt í þessu að koma á vettvang bandarískrar skútu með tveimur mönnum um borð sem virðist í nauðum stödd í afleitu veðri um 110 sjómílur út af Vestfjörðum á milli Íslands og Grænlands. Sendingar frá neyðarsendi skútunnar fóru að heyrast upp úr klukkan hálfeitt í nótt.

Innlent
Fréttamynd

Varað við hvassviðri í Búðardal

Lögregla í Búðardal varar við hvassviðri og krapa í Svínadal, en þar varð umferðarslys í morgun þegar tómur fjárflutningabíll fauk út af veginum og á hliðina. Tveir slösuðust í veltunni og voru þeir fluttir á Heilsugæslustöðina í Búðardal til aðhlynningar. Þá fauk lögreglubíllinn út af veginum á slysstað án þess að velta og er hann að sögn lögreglu óskemmdur.

Innlent
Fréttamynd

Stóðu í innbrotum og smáþjófnaði

Átján ára piltur var nýlega dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir að hafa verið í hlutverki bílstjóra í innbrotaleiðangri þriggja annarra í Reykjavík í mars á þessu ári. Þá var hann dæmdur fyrir lítilræði af hassi sem fannst í bíl hans nokkrum dögum síðar.

Innlent
Fréttamynd

Einn talinn af eftir sjóslys

Áhöfn stóru þyrlu Landhelgisgæslunnar tókst með harðfylgi í morgun að bjarga Bandaríkjamanni úr skútu sem var í sjávarháska á milli Íslands og Grænlands í miklu hvassviðri og haugasjó. Félagi hans, sem var skoskur, féll fyrir borð um miðnætti og er talinn af. Þyrlan er á leið til Rifs, þar sem hún tekur eldsneyti og er væntanleg með Bandaríkjamanninn til Reykjavíkur klukkan ellefu.

Innlent
Fréttamynd

Braut rúður í átta bílum

Rúmlega þrítugur maður var dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi, skilorðbundið í tvö ár, í Héraðsdómi Reykjavíkur í byrjun vikunnar.

Innlent
Fréttamynd

Stúlka sem leitað var að fundin

Sautján ára stúlka, sem Lögreglan í Reykjavík lýsti eftir í gær, eftir að hafa verið saknað í rúman hálfan mánuð, fannst í heimahúsi í borginni í gær. Ástæða þess að ekki var lýst eftir henni fyrr er að vitað var að hún vildi fara huldu höfði. Hún hefur nú verið vistuð á viðeigandi stofnun.

Innlent
Fréttamynd

Ný lögreglustöð

Lögreglan í Reykjavík opnar í dag nýja lögreglustöð í Álfabakka 12 í Mjóddinni í stað stöðvarinnar í Völvufelli.

Innlent
Fréttamynd

Kærir vegna tölvupósts

Jónína Benediktsdóttir hefur lagt fram kæru hjá lögreglu vegna þess að efni úr einkatölvupósti hennar hafi birst á síðum Fréttablaðsins.

Innlent
Fréttamynd

Flutningabíll valt við Rauðavatn

Stór vöruflutningabíll valt á Suðurlandsvegi rétt austan við hirngtorgið við Rauðavatn snemma í morgun, en ökumaðaurinn, sem var einn í bílnum, slapp lítið meiddur. Tildrög slyssins liggja ekki fyrir en nokkrar tafir hafa verið á umferð vegna umfangs aðgerða við að ná bílnum á réttan kjöl.

Innlent
Fréttamynd

Mál Auðar Laxness tekið fyrir

Mál Auðar Laxness gegn Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Málinu var vísað frá Héraðsdómi fyrr á árinu vegan ýmissa annmnarka á stefnunni að mati dómsins, m.a. að lýsing málsástæðna væri ágripskennd. Hæstiréttur vísaði svo málinu aftur í hérað í síðustu viku.

Innlent
Fréttamynd

Sakir aðeins fyrndar að hluta

Efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra rannsakar enn möguleg brot stjórnenda Lífeyrissjóðs Austurlands þó svo að sakir stjórnarmanna vegna eftirlitsábyrgðar kunni að vera fyrndar. Aðstandendur kæru hafa eftir lögreglu að hylli undir lok rannsóknar.

Innlent
Fréttamynd

Aftur fjallað um Halldór

Tekið var fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur mál Auðar Laxness á hendur Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni fyrir höfundarréttarbrot við ritun á bókinni Halldór, um Nóbelsskáldið Halldór Kiljan Laxness. Málinu hafði áður verið vísað frá, en var aftur vísað heim í hérað af Hæstarétti.

Innlent
Fréttamynd

Nokkur óhöpp vegna illviðriðs

Slæm akstursskilyrði hafa verið á Hellisheiði og í Svínahrauni í morgun vegna krapa, hálku og hvassviðris. Bifreið fór út af og valt við Litlu-kaffistofuna, en ekki er vitað til að þar hafi orðið slys á fólki. Þá fór lítil fólksflutningabifreið út af veginum rétt ofan við Kamba. Fjórir farþegar voru í bifreiðinni og slasaðist einn lítils háttar.

Innlent
Fréttamynd

Allt með vitund Jóns Geralds

Jón Gerald Sullenberger segir að Jón Steinar Gunnlaugsson hafi aldrei tekið neinar ákvarðanir varðandi mál sitt gegn Baugi, án fullrar vitundar og samþykkis Jóns Geralds. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Jón Gerald sendi fjölmiðlum rétt í þessu.

Innlent
Fréttamynd

Hafi bréf yfir kröfur Jónínu

Arnþrúður Karlsdóttir útvarpskona segist hafa undir höndum bréf frá Jónínu Benediktsdóttur til Jóhannesar Jónssonar, þar sem Jónína útlistar hvað hún vilji fá frá Jóhannesi eftir að þau slitu samvistum.

Innlent
Fréttamynd

Íkveikjur í rannsókn

Ekki hafa komið fram nýjar vísbendingar í rannsókn lögreglu í Reykjavík á íkveikjum í höfuðborginni fyrstu helgina í september. Þá er grunur um íkveikju á að minnsta kosti fjórum stöðum í borginni, þar af tvisvar á sama stað með sólarhrings millibili í skemmu við Fiskislóð.

Innlent
Fréttamynd

Vonast eftir refsilækkun

Mál Hákonar Eydals, sem banaði fyrrverandi sambýliskonu sinni og barnsmóður, Sri Rahmawati í fyrrasumar, var flutt í Hæstarétti í gær. Dóms er að vænta innan tíðar.

Innlent