Innlent

Mál Auðar Laxness tekið fyrir

Mál Auðar Laxness gegn Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni, vegna meints ritstuldar Hannesar í fyrsta bindi ævisögu hans um Halldór Laxness, eiginmann Auðar, var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Auður krefst refsingar og miskabóta vegna ætlaðra brota Hannesar. Málinu var vísað frá Héraðsdómi fyrr á árinu vegan ýmissa annmnarka á stefnunni að mati dómsins, m.a. að lýsing málsástæðna væri ágripskennd. Hæstiréttur vísaði svo málinu aftur í hérað í síðustu viku. Málsmeðferð hefst þann 26. október næstkomandi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×