Lög og regla

Fréttamynd

Fjölgað um fjóra á Akureyri

Þann 1. júlí næstkomandi verður lögreglumönnum á Akureyri fjölgað um fjóra en 30 lögreglumenn eru nú starfandi á Akureyri. Á sama tíma verða fjórir sérsveitarmenn, sem starfa hjá lögreglunni á Akureyri, leystir undan föstum vöktum og munu þess í stað sinna löggæslu og sérstökum löggæsluverkefnum á Norður- og Austurlandi.

Innlent
Fréttamynd

Gasbyssubóndi ber af sér sakir

Flateyjarbóndinn Hafsteinn Guðmundsson, sem átti gasbyssu sem fannst við meint arnarhreiður í Borgarhólma í Hergilseyjarlöndum nú í apríl, heldur því fram að ernir hafi aldrei orpið í Borgarhólma og að gasbyssuhvellirnir hafi einungis verið til þess að fæla geldfugla frá æðarvarpi í hólmanum.

Innlent
Fréttamynd

Dómar birtast á netinu

Í sumar eða undir haust er fyrirhugað að dómstólar landsins hefji allir birtingu dóma á netinu. Hingað til hefur Héraðsdómur Norðurlands eystra einn birt dóma með þeim hætti.

Innlent
Fréttamynd

Logandi jeppi hrökk í gang

Mannlaus jeppabifreið hrökk í gang eftir að eldur kom upp í vélarhúsi hennar nokkru fyrir klukkan tvö í gær og rauk aftur á bak á næsta bíl í bílastæði við Egilsgötu rétt við Snorrabraut í Reykjavík.

Innlent
Fréttamynd

5 mánaða fangelsi fyrir líkamsárás

Karlmaður á þrítugsaldri var í dag dæmdur í Héraðsdómi Norðurlands eystra í fimm mánaða fangelsi, þar af þrjá mánuði skilorðsbundið, fyrir líkamsárás. Maðurinn var einnig ákærður fyrir aðild að annarri líkamsárás en var sýknaður af þeirri ákæru.

Innlent
Fréttamynd

Ákært vegna Dettifosssmygls

Á mánudag var gefin út ákæra á hendur fimm mönnum í seinni hluta svokallaðs Dettifossmáls, eins umfangsmesta fíkniefnamáls sem hér hefur komið upp, að því er fram kemur í staðfestingu Hæstaréttar á gæsluvarðhaldi yfir einum mannanna.

Innlent
Fréttamynd

Barði mann með flösku

Liðlega tvítugur maður þarf bara að sitja inni í tvo mánuði af fimm fyrir líkamsárásir haldi hann skilorð í þrjú ár. Þá þarf hann, samkvæmt dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra, að greiða manni sem hann barði í höfuðuð með flösku tæpar 160 þúsund krónur.

Innlent
Fréttamynd

Maðurinn fundinn

Subaru Legacy bíll, sem lögreglan í Reykjavík auglýsti eftir í gær, er fundinn og ökumaðurinn einnig, heill á húfi. Maðurinn hafði farið að heiman frá sér og var óttast um hann.

Innlent
Fréttamynd

Lög um óhefðbundnar lækningar

Nýlega voru samþykkt lög á Alþingi um starfsemi græðara í framhaldi af umræðu um stöðu óhefðbundinna lækninga hér á landi. Margir hafa hingað til litið á óhefðbundnar lækningar sem kerlingabækur en nú hefur þessi geiri skýra lagalega stöðu.

Innlent
Fréttamynd

22 ára í mánaðarfangelsi

22 ára gamall maður var í gær dæmdur í 30 daga fangelsi, skilorðsbundið í tvö ár, fyrir líkamsárás 14. desember 2002. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur, en málið var dómtekið 20. apríl síðastliðinn. Lögreglustjórinn í Reykjavík gaf út ákæru í málinu í lok janúar.

Innlent
Fréttamynd

Varað við snjóflóðum

Varað hefur verið við snjóflóðahættu á ákveðnum gönguleiðum í Hvannadalshnjúk. Lögreglu á Höfn í Hornafirði barst ábending í gær um mögulega hættu og að höfðu samráði við þjóðgarðsvörð í Skaftafelli og Veðurstofuna var gefin út viðvörun sem gildir fram yfir helgi.

Innlent
Fréttamynd

Segjast eiga land við Skjaldbreið

Þingfest var í Héraðsdómi Suðurlands í gær mál Grímsness- og Grafningshrepps á hendur ríkinu vegna eignarréttar á landi í kringum Skjaldbreið, en óbyggðanefnd úrskurðaði að þar væri þjóðlenda. Dóms er að vænta í haust að loknum málflutningi.

Innlent
Fréttamynd

Sérsveit styrkt á Akureyri

Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að styrkja sérsveit lögreglunnar á Norður- og Austurlandi með því að leysa fjóra sérsveitarmenn á Akureyri undan föstum vöktum. Í staðinn verður lögreglumönnum á Akureyri fjölgað um fjóra. Sérsveitarmönnunum er ætlað að sinna almennri löggæslu og sérstökum verkefnum á Norður- og Austurlandi.

Innlent
Fréttamynd

Stúlkur af Stuðlum fundnar

Tvær stúlkur sem sem struku af meðferðarheimilinu að Stuðlum og leitað hefur verið að fundust í nótt. Að sögn lögreglu fundust þær á hóteli í Reykjavík og var allt í lagi með þær. Þær hafa verið fluttar að Stuðlum aftur.

Innlent
Fréttamynd

Braust inn og barði konu

Ríflega fertugur maður var í gær dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að brjótast síðastliðið sumar inn til fyrrverandi sambýliskonu sinnar og lemja hana í andlitið. Maðurinn var þegar á skilorði og varð það til að þyngja dóminn.

Innlent
Fréttamynd

Ölvun helsta ástæða endurkrafna

Ölvunarakstur var ástæða endurkröfu þremur af hverjum fjórum málum tryggingafélaga á hendur tjónvöldum í umferðinni á síðasta ári. Tryggingafélögin geta átt endurkröfurétt ef ásetningur eða stórkostlegt gáleysi olli tjóninu. Á síðasta ári bárust endurkröfunefnd 158 mál til úrskurðar og samþykkti nefndin endurkröfu að öllu leyti eða hluta í 140 málum, en þetta eru nokkru fleiri mál en árið á undan.

Innlent
Fréttamynd

Skilorðsdómur fyrir ýmis brot

Nítján ára piltur var dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness í eins árs skilorðsbundið fangelsi fyrir fíkniefnabrot, þjófnaði og eignarspjöll. Pilturinn braut skilorð með brotum sínum. Hann braust inn á heimili, inn í bíla og stal úr verslunum auk þess sem hann var tekinn í tvígang með fíkniefni í fórum sínum. Pilturinn segir brot sín hafa tengst fíkniefnavanda en hann hafi farið í meðferð síðan.

Innlent
Fréttamynd

Braust inn til að eiga fyrir efnum

Nítján ára síbrotamaður var í gær dæmdur í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að hafa haft undir höndum rúm ellefu grömm af amfetamíni auk eilítils af tóbaksblönduðum kannabisefnum. Maðurinn braust þar að auki í fyrravor inn í bíla og íbúðir og hafði þaðan á brott með sér ýmis verðmæti.

Innlent
Fréttamynd

Tekinn með nammi

Ferðalangur sem kom með Norrænu til Seyðisfjarðar bíður nú dóms eftir að hann kom til landsins með 30 kíló af sælgæti sem hann keypti um borð. Aðeins er leyfilegt að hafa með sér þrjú kíló.

Innlent
Fréttamynd

Útlendingar á batavegi

Portúgalinn og Pólverjinn sem slösuðust þegar vinnupallur við Kárahnjúkastíflu gaf sig í gærdag voru útskrifaðir af gjörgæslu í dag. Ástand mannanna hafði verið stöðugt og voru þeir fluttir á almenna deild, en þeir hlutu talsvert mörg beinbrot. Mennirnir féllu niður úr átta til tíu metra hæð. Tveir menn sem einnig voru á vinnupallinum sluppu með minni háttar meiðsl.

Innlent
Fréttamynd

Reyna að sleppa við veggjald

Dæmi eru um að ökumenn sem fara í gegnum Hvalfjarðargöngin taki númeraplöturnar af bílum sínum svo þeir sleppi við að borga veggjaldið.

Innlent
Fréttamynd

Lögregla leitar bifreiðar

Lögreglan í Reykjavík lýsir eftir bifreið af gerðinni Subaru Legacy með bílnúmerið Zeta Magnús 912. Hann er ljósgrár, árgerð 1996, og talið að bíllinn sé einhvers staðar í Borgarfirði eða nágrenni. Ef einhver hefur orðið var við þennan bíl er sá hinn sami beðinn að hafa samband við lögregluna í Reykjavík í síma 444-1100.

Innlent
Fréttamynd

Dæmdur fyri húsbrot og árás

Rúmlega fertugur maður var í Héraðsdómi Reykjaness í dag dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir húsbrot og líkamsárás. Maðurinn fór í heimildarleysi inn um opna svalahurð á heimili fyrrverandi sambýliskonu sinnar og sló hana þannig að hún hlaut áverka í andliti. Með broti sínu braut maðurinn skilorð. Í dómnum segir að hann hafi játað hreinskilningslega og hafi látið iðrun í ljós.

Innlent
Fréttamynd

Fékk bætur vegna samningsrofs

Ferðarskrifstofa Akureyrar var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmd til að greiða fyrrverandi starfsmanni rúmar 6 miljónir króna vegna riftunar á kaupsamningi. Maðurinn var ráðinn til starfa sem framkvæmdastjóri hjá ferðaskrifstofunni árið 2001 en var sagt upp störfum eftir að breytingar urðu á eignarhaldi fyrirtækisins.

Innlent
Fréttamynd

Sluppu naumlega í Mosfellsbæ

Þrír piltar voru í hættu í gær þegar maður, sem sendur hafði verið af geðdeild, ók út af í Mosfellsbæ á bíl sem hann tók ófrjálsri hendi.

Innlent
Fréttamynd

Frávísun stendur í máli lækna

Hæstiréttur staðfesti í gær úrskurð Félagsdóms frá 15. apríl þar sem máli Læknafélags Íslands á hendur íslenska ríkinu var vísað frá dómi. Læknafélagið, sem kærði úrskurðinn 20. apríl, þarf að greiða ríkinu 150 þúsund krónur í kærumálskostnað.

Innlent
Fréttamynd

Vinnupallur hrundi við Kárahnjúka

Fjórir menn slösuðust þegar vinnupallur í nokkurra metra hæð féll til jarðar á virkjansvæðinu við Kárahnjúka um klukkan eitt í dag. Óstaðfestar fréttir herma að pallurinn hafi verið í rúmlega tíu metra hæð. Tveir mannanna voru fluttir alvarlega slasaðir með sjúkrabílum á sjúkrahúsið á Egilsstöðum. Athugað er með áverka hinna tveggja í sjúkraskýlinu á svæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Kókaínkaupin undu upp á sig

Sjö sæta ákæru fyrir innflutning á rúmum 130 grömmum af kókaíni og þúsund e-töflum í ársbyrjun í fyrra. Við sögu koma blómasali, dóttir konu hans og kærastinn hennar, frænka blómasalans, marokkóskur maður hennar og tveir til viðbótar sem áttu pening til kaupanna.

Innlent
Fréttamynd

Gæsluvarðhald staðfest

Hæstiréttur staðfesti í gær gæsluvarðhald yfir manni sem gefin er að sök aðild á smygli á rúmum 7,5 kílóum af amfetamíni með Dettifossi frá Þýskalandi til Íslands síðasta sumar.

Innlent
Fréttamynd

Fangar fara einir í flug

Fangar eru oftast sendir fylgdarlausir í flugi milli Reykjavíkur og Akureyrar. Fangelsisyfirvöld meta í hverju tilviki hvort fylgdarmaður þyki nauðsynlegur. Ef ekki þá er fanganum fylgt á flugvöllinn og miði keyptur handa honum. Tekið er á móti honum á flugvellinum við lendingu.

Innlent