Lög og regla
14 ára tekinn á mótorkrosshjóli
Nokkuð er kvartað yfir akstri mótorkrosshjóla og ein slík barst lögreglunni í Reykjavík í gær. Hún kannaði málið og skömmu síðar birtust tvö þannig ökutæki en ökumenn þeirra reyndu að aka á brott. Lögreglan náði öðrum þeirra og reyndist ökumaðurinn vera réttindalaus en hann er 14 ára.
Mánaðarlangt skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás
Karlmaður var í dag dæmdur í mánaðarlangt fangelsi sem er skilorðsbundið til tveggja ára í Héraðsdómi Austurlands fyrir að hafa í sumar skallað annan mann á veitingastað á Reyðarfirði með þeim afleiðingum að hann hlaut glóðarauga og skurð á kinnbeini.

Tveggja ára fangelsi fyrir að hafa banað manni
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag Loft Jens Magnússon í tveggja ára fangelsi fyrir að hafa verið valdur að dauða Ragnars Björnssonar á veitingastaðnum Ásláki í Mosfellsbæi í desember 2004.
Slapp án skráma þegar jeppi valt
Kona um tvítugt slapp ómeidd og ekki einu sinni skrámuð þegar hún missti stjórn á stórum jeppa sínum á Hellisheiði upp úr miðnætti með þeim afleiðingum að jeppinn endastakkst, valt og hafnaði loks á hjólunum, gjörónýtur.

Á 130 km hraða í höfuðborginni
Tveir ungir ökumenn, 17 og 18 ára, voru stöðvaðir á Reykjanesbraut á móts við Smárann í Kópavogi í gærkvöldi eftir að þeir höfðu mælst á tæplega 130 kílómetra hraða í kappakstri sem hófst á milli þeirra á Miklubraut.
Hjólaði á bíl og slasaðist
Átján ára stúlka slasaðist þegar hún hjólaði á bíl á mótum Suðurgötu og Kirkjugarðsstígs í Vesturbæ Reykjavíkur í gærkvöldi. Hún var flutt á slysadeild Landsspítalans og gekkst þar undir aðgerð. Tildrög slyssins eru óljós, en stúlkan var ekki með hjálm.

Sektaður fyrir að hafa menn í vinnu án atvinnuleyfis
Hæstiréttur dæmdi í gær karlmann til greiðslu hálfrar milljónar króna í sekt fyrir að hafa haft sex litháíska ríkisborgara í vinnu án atvinnuleyfis.
365 ná dómssátt vegna umfjöllunar DV
365 miðlar hafa náð dómsátt í máli sem karlmaður höfðaði á hendur Jónasi Kristjánssyni og Mikael Torfasyni, fyrrverandi ritstjórum DV, vegna umfjöllunar blaðsins um manninn sökum þess að hann veiktist af hermannaveiki.
Innbrot og skemmdarverk í höfuðborginni
Nokkrar tilkynningar hafa borist lögreglunni í Reykjavík á síðasta sólarhring vegna innbrota og skemmdarverka.

Þjófagengi á ferðinni á suðvesturhorninu
Þjófagengi, sem farið hefur ránshendi víða um land upp á síðkastið var enn á ferð í nótt enda verður lögregla alltaf að sleppa fólkinu þegar játningar liggja fyrir.

Pendúlhreyfing tók stjórnina af ökumanni
Svonefnd pendúlhreyfing á hjólhýsi, sem jepplingur dró á eftir sér á Þrengslavegi í nótt, tók stjórnina af ökumanni jepplingsins og munaði minnstu að stórslys hlytist af. Margir ökumenn virðast hafa upplifað svipaða reynslu.

Á fimmta hundrað eiga von á sektum
420 ökumenn eiga nú sekt yfir höfði sér fyrir að virða ekki 60 kílómetra leyfilegan hámarkshraða á Hringbrautinni um síðustu helgi. Brot þeirra náðust á löggæslumyndavél lögreglunnar í Reykjavík. Sektir geta numið allt að 60 þúsund krónum en þeir sem óku á 110 kílómetra hraða á klukkustund og þar yfir, fá að auki punkta í ökuferilsskrá.
Mætti með loftbyssu í skólann
Lögreglan í Reykjavík hafði nýverið afskipti af grunnskólanema sem kom með loftbyssu í skólann. Fram kemur á vef lögreglunnar að sá hafði skotið á tvo skólafélaga sína og marðist annar þeirra.

Húsleit á nokkrum stöðum vegna barnakláms
Lögreglan á Selfossi, á Ísafirði, í Reykjavík og í Kópavogi gerðu í morgun húsleit á nokkrum heimilum vegna ábendingar frá Interpol um að í gegnum tölvubúnað þessara heimila hefði verið hlaðið niður efni sem innihélt barnaklám.

Eins árs fangelsi fyrir að stinga föður sinn
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi morgun átján ára pilt í eins árs fangelsi, þar af níu mánuði skilorðsbundna, fyrir að hafa stungið föður sinn á veitingastað í Reykjavík þann 17. júní í sumar.
Brenndist við að fylla á kveikjara
Maður brenndist á hendi og var næstu búinn að kveikja í húsi sínu, þegar hann var að setja kveikjarabensín á Sippó-kveikjarann sinn í húsi í Smáíbúðahverfinu í Reykjavík í nótt. Reykur var í íbúðinni þegar slökkviliðið kom á vettvang og var maðurinn fluttur á slysadeild þar sem í ljós kom að hann hafði hlotið annars stigs bruna en á litlu svæði þó.

Átta mánuðir fyrir kynferðisbrot gegn 12 ára stúlku
Tuttugu og þriggja ára karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn tólf ára stúlku.

Refsingu fyrir líkamsárás frestað í tvö ár
Héraðsdómur Norðurlands vestra hefur frestað ákvörðun refsingar yfir 25 ára gamalli stúlku í tvö ár, en hún var sakfelld fyrir að hafa ráðist á aðra stúlku í félagsheimili Blönduóss í fyrra. Þau skilyrði eru sett að stúlkan haldi skilorð árin tvö.

Gripinn nakinn á almannafæri
Lögreglan í Reykjavík sinnti margvíslegum verkefnum um helgina eftir því sem fram kemur á vef hennar. Í einu þeirra var hún kölluð til þegar erlendir ferðamenn höfðu reist tjald sitt á sólpalli við fjölbýlishús í borginni. Fólkinu var gert að taka tjald sitt og leita sér gistingar annars staðar. Þá kom lögreglan ölvuðum manni til aðstoðar en sá var nakinn á almannafæri.

101 sektaður fyrir hraðakstur í Hvalfjarðargöngum
Lögreglan í Reykjavík mældi hundrað og einn ökumann sem ók yfir leyfilegum hámarkshraða í Hvalfjarðargöngum fyrir helgi. Segir í tilkynningu frá lögreglu að þrátt fyrir öflugt myndavélaeftirlit í göngunum virði margir ökumenn ekki 70 kílómetra leyfilegan hámarkshraða sem þar sé.

Lést í umferðarslysi á Suðurlandsvegi
Maðurinn sem lést í banaslysi á Suðurlandsvegi síðastliðið laugardagskvöld hét Magnús Magnússon til heimilis að bænum Hallanda í Árnessýslu. Hann var fæddur 24. júní árið 1945 og lætur eftir sig eiginkonu og þrjú uppkomin börn.
Banaslys á Suðurlandsvegi
Banaslys varð um klukkan níu í gærkvöldi á Suðurlandsvegi til móts við afleggjarann að Bollastöðum. Þar varð karlmaður á hesti fyrir bifreið sem ekið var austur veginn og er talið að hann hafi látist samstundis.

Slökkvistarfi lokið í Varmárskóla
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins lauk störfum í Varmárskóla í Mosfellsbæ nú á fimmta tímanum en þangað var það hvatt um klukkan tvö í dag vegna elds í húsinu. Fyrstu fréttir bentu til þess að eldurinn hefði kviknað í rafmagnstöflu en það hefur ekki fengist staðfest.

Eldur í þaki Varmárskóla
Slökkviliðsmenn frá slökkviliði höfuðborgasvæðisins eru nú staddir í Varmárskóla í Mosfellsdbæ þar sem eldur logar í þak skólans. Tveir dælubílar og einn körfubíll eru að störfum á svæðinu. Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá bilun í rafmagnstöflu og var skólinn rýmdur um leið og ljóst var að eldur hafði komið upp.

Staðfestir sjö mánaða dóm fyrir ýmis brot
Hæstiréttur staðfesti í dag sjö mánaða fangelsisdóm yfir karlmanni á þrítugsaldri sem ákærður var fyrir þjófnað, innbrot og fíkniefnabrot. Maðurinn hafði áður verið dæmdur fyrir ýmis brot en með þessum brotum rauf hann skilorð.

Húsleit í tveimur húsum vegna fíkniefna
Lögregla gerði í dag húsleit í tveimur húsum í Hafnarfirði þar sem grunur lék á finna mætti fíkniefni og vopn. Annað húsanna er í miðbæ Hafnarfjarðar og var einn maður handtekinn við innrás lögreglunnar þar.

Fjögur fíkniefnamál hjá lögreglu
Fjögur fíkniefnamál komu til kasta lögreglunnar í Reykjavík í gær og nótt. Málin eru óskyld en samtals komu fimm aðilar við sögu en ætluð fíkniefni fundust á þeim öllum. Fólkið er á aldrinum 18-24 ára. Þá var maður á þrítugsaldri færður á lögreglustöð en hann var í annarlegu ástandi og hafði haft í hótunum við annan mann.

Fíkniefnarassía í Hafnarfirði
Húsleit stendur nú yfir í miðbæ Hafnarfjarðar þar sem grunur leikur á að finna megi fíkniefni. Óeinkennisklæddir lögreglumenn frá lögreglunni í Hafnarfirði eru á staðnum og njóta aðstoðar sérsveitar Ríkislögreglustjóra.

Staðfestir gæsluvarðhald vegna smygls
Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir Litháa sem handtekinn var eftir að tæplega sjö kíló af amfetamíni fundust í bíl hans við komu Norrænu til landsins þann 31. ágúst.
Ítrekað ekið á hæðarslár
Lögregla kvartar enn undan því að ekið sé á hæðarslár sem komið hefur verið fyrir á gatnamótum Suðurlandsvegar og Vesturlandsvegar. Síðdegis í gær var þrisvar ekið á hæðarslárnar þrátt fyrir að öllum eigi að vera ljóst að þar sé unnið að gerð mislægra gatnamóta.