Þjófagengi á ferðinni á suðvesturhorninu 21. september 2006 13:00 MYND/Róbert Þjófagengi, sem farið hefur ránshendi víða um land upp á síðkastið var enn á ferð í nótt enda verður lögregla alltaf að sleppa fólkinu þegar játningar liggja fyrir. Ungmennin þrjú, sem Selfosslögreglan handtók fyrr í vikunni eftir innbrot í Félagsheimilið Árnes, voru ekki fyrr laus úr yfirheyrslum seint í fyrrakvöld en þau héldu til Reykjavíkur og tóku upp fyrri iðju. Þau brutust inn í íbúðarhús í Reykjavík í gærmorgun og stálu þaðan meðal annars lyklum að glænýjum Lexus-jeppa og stálu svo jeppanum í famhaldinu. Lögreglan gómaði karlana tvo úr hópnum á jeppanum í nótt og höfðu þeir þá líka safnað einhverju þýfi í hann. Þeir gista nú fangageymslur en verður líklega sleppt út aftur fyrir kvöldið að yfirheyrslum loknum. Við nánari athugun NFS á ferðum þessa fólks þá mun það hafa stolið bíl í Reykjavík í síðustu viku og ekið upp í Borgarfjörð, brotist inn í sumarbústaði, stolið verðmætum og unnið skemmdarverk. Áfram var svo haldið á stolna bílnum til Húsavíkur en þar var hann yfirgefinn eftir að hann varð bensínlaus. Í honum fannst meðal annars þýfi úr Borgarfirði. Á Húsavík var stúlka úr hópnum líka tekin fyrir ölvunarakstur á lánsbíl. En þegar þegar hann og Reykjavíkurbíllinn voru úr sögunni stal hópurinn bíl á Húsavík til að halda suður heiðar og gera standhögg í Árnesi. Hugsanlegt er að hópurinn hafi líka brotist inn í sumarbústað við Þingvallavatn. Ekki liggur fyrir á þessari stundu hvort lögreglan í Reykjavík ætlar að reyna að fá síbrotamennina, sem gripnir voru í nótt, úrskurðaða í gæsluvarðhald. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Þjófagengi, sem farið hefur ránshendi víða um land upp á síðkastið var enn á ferð í nótt enda verður lögregla alltaf að sleppa fólkinu þegar játningar liggja fyrir. Ungmennin þrjú, sem Selfosslögreglan handtók fyrr í vikunni eftir innbrot í Félagsheimilið Árnes, voru ekki fyrr laus úr yfirheyrslum seint í fyrrakvöld en þau héldu til Reykjavíkur og tóku upp fyrri iðju. Þau brutust inn í íbúðarhús í Reykjavík í gærmorgun og stálu þaðan meðal annars lyklum að glænýjum Lexus-jeppa og stálu svo jeppanum í famhaldinu. Lögreglan gómaði karlana tvo úr hópnum á jeppanum í nótt og höfðu þeir þá líka safnað einhverju þýfi í hann. Þeir gista nú fangageymslur en verður líklega sleppt út aftur fyrir kvöldið að yfirheyrslum loknum. Við nánari athugun NFS á ferðum þessa fólks þá mun það hafa stolið bíl í Reykjavík í síðustu viku og ekið upp í Borgarfjörð, brotist inn í sumarbústaði, stolið verðmætum og unnið skemmdarverk. Áfram var svo haldið á stolna bílnum til Húsavíkur en þar var hann yfirgefinn eftir að hann varð bensínlaus. Í honum fannst meðal annars þýfi úr Borgarfirði. Á Húsavík var stúlka úr hópnum líka tekin fyrir ölvunarakstur á lánsbíl. En þegar þegar hann og Reykjavíkurbíllinn voru úr sögunni stal hópurinn bíl á Húsavík til að halda suður heiðar og gera standhögg í Árnesi. Hugsanlegt er að hópurinn hafi líka brotist inn í sumarbústað við Þingvallavatn. Ekki liggur fyrir á þessari stundu hvort lögreglan í Reykjavík ætlar að reyna að fá síbrotamennina, sem gripnir voru í nótt, úrskurðaða í gæsluvarðhald.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira